Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.05.2014, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2014 Frídagur í miðri viku kemur sér vel núna þegar ég er í miðritörn við að skrifa lokaritgerð í náminu mínu. Samt ætla égað taka mér einhverja pásu og baka, ef vera skyldi að góðir gestir litu hingað í heimsókn. Raunar er hefð fyrir slíku í minni fjöl- skyldu,“ segir Soffía Magnúsdóttir sem er 31 árs í dag. Hún stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands og brautskráist í júní næstkom- andi ef allt fer að óskum. Lokaverkefni Soffíu fjallar um líkamsskynjunarröskun, sem felur í sér að þeir sem glíma við hana eru uppteknir af vægu lýti eða jafn- vel lýti, sem er ekki til staðar, í útliti sínu, sem veldur vanlíðan og hömlun. „Sálfræðileg meðferð er talin hafa góð áhrif á þessa líðan, sem getur haft víðtæk neikvæð áhrif á líf, störf og lífsgæði,“ segir Soffía sem er að ljúka námi sem veitar starfsréttindi sálfræðings. Áhugamálin segir Soffía meðal annars tengjast sálfræðinni, í frí- stundum lesi hún gjarnan bækur sem fræðunum tengjast. Sér þyki einnig gaman að hlusta á tónlist. „Mér finnst sérstaklega gaman að hlusta á gamlar eðalsveitir í rokkinu eins og Led Zeppelin og Pink Floyd,“ segir Soffía sem er í sambúð með Salvari Guðgeirssyni. Þau eru barnlaus og eiga heima í Reykjavík. sbs@mbl.is Soffía Magnúsdóttir er 31 árs í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sál „Mér finnst sérstaklega gaman að hlusta á gamlar eðalsveitir í rokkinu,“ segir Soffía Magnúsdóttir sem á afmæli einmitt í dag. Frídagurinn góður til ritgerðarskrifa Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kristíne E. Jóhanns- dóttir og Þorsteinn G. Húnfjörð áttu 60 ára brúðkaupsafmæli 26. apríl. Börn, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn senda innilegar ham- ingjuóskir. Árnað heilla Demants- brúðkaup Ísafjörður Mario fæddist 6. júlí kl. 8.47. Hann vó 3.360 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Pane og Nikica Ilievski. Nýir borgarar Hveragerði Emilía Guðbjörg fæddist 12. febrúar kl. 22.59. Hún vó 3.395 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Hjördís Harpa Wíum Guðlaugs- dóttir og Tryggvi Hofland Sigurðsson. G unnar fæddist í Reykja- vík 1. maí 1964 og flutt- ist í Árbæjarhverfið 1966, ólst þar upp og býr þar enn þann dag í dag og er auðvitað mikill Fylkis- maður. „Það var gott að alast upp í Ár- bænum, til þess að gera lítið sam- félag þar sem allir þekkja alla líkt og víða úti á landi. Hérna var allt til alls, öllum leið vel og auðvitað mikið líf í hverfinu þegar það var að byggjast upp, stútfullt af krökkum alls staðar. Þéttur vinahópur sem heldur góðu sambandi enn í dag segir margt.“ Foreldrar Gunnars eru ættaðir austan úr Rangárvallasýslu og þangað sótti hann mikið. „Sumrin í æsku voru þó nokkur á Fit undir Eyjafjöllum þar sem ég á skyldfólk og góða vini og vildi heimsækja oft- ar en ég geri. Að fá tækifæri til að vera í sveit og kynnast og vinna al- menn bústörf eru í raun forréttindi og góður undirbúningur fyrir lífið. Og því ekki skrítið þótt maður hafi sótt mikið í Eyjafjöllin síðan því Gunnar Viggósson, rafiðnfræðingur í Reykjavík – 50 ára Á heimsmeistaramóti í ralli Gunnar og félagar ásamt Petter Solberg, fyrrverandi heimsmeistara í rallakstri. Alparnir eru himnaríki Á skíðum Hjónin Gunnar og Elsa Kristín á björtum degi í Hlíðarfjalli. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.