Morgunblaðið - 01.05.2014, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 121. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Öllum starfsmönnum sagt upp
2. Rifust heiftarlega fyrir morðið
3. Magnús Scheving kominn á fast
4. Gjaldþrot heillar blokkar í Árbæ
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
EVE Fanfest, hátíð og ráðstefna
fyrirtækisins CCP sem kennd er við
tölvuleik þess, EVE Online, hefst í
dag í Hörpu og stendur til og með 3.
maí. Búist er við því að um 1.500 er-
lendir gestir sæki hátíðina í ár, þar af
yfir 90 blaðamenn og hafa þeir aldrei
verið svo margir á hátíðinni. Búist er
við því að 3.000 manns sæki hátíðina
sem haldin er í tíunda sinn í ár. Leik-
menn EVE Online eru þar í meirihluta
og eru áskrifendur leiksins nú orðnir
rúm hálf milljón. Dagskrá hátíð-
arinnar verður sýnd í beinni útsend-
ingu á vefjunum EVE TV og Twitch-
tv.com. Um 280.000 manns horfðu á
útsendinguna frá hátíðinni í fyrra. Á
myndinni sjást nokkrir vígalegir gest-
ir á hátíðinni árið 2009.
Morgunblaðið/Golli
1.500 erlendir gestir
og yfir 90 blaðamenn
RIFF fer fram að
hluta í Kópavogi
Á föstudag Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en
suðaustan 5-10 m/s með suðvesturströndinni og skýjað. Hiti 4 til
10 stig, en allvíða næturfrost um landið norðan- og austanvert.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða létt-
skýjað, en skýjað við suðurströndina. Hiti 5 til 11 stig yfir daginn,
svalast suðaustantil á landinu.
VEÐUR
„Ég man eftir því að þegar
ég lék með Njarðvík á sínum
tíma þá varð eitt sinn 77
stiga sveifla á milli leikja
okkar við Keflavík um Ís-
landsmeistaratitilinn. Mikl-
ar sveiflur þekkjast vel á
milli leikja í úrslitakeppn-
inni þar sem spennustigið
er hátt,“ segir Teitur Ör-
lygsson sem spáir því að
oddaleikur verði um Ís-
landsmeistaratitilinn í
körfuknattleik. »2
Rimmunni lýkur
ekki í Grindavík
Emil Atlason, sóknarmaður Íslands-
meistara KR í knattspyrnu, er kominn
til Leicester City þar sem hann verð-
ur til skoðunar næstu dagana en
Leicester tryggði sér fyrir nokkru
sæti í ensku úrvalsdeildinni. Emil
mun missa af fyrsta leik KR-inga í
Pepsi-deildinni sem hefst á
sunnudaginn. »1
Emil Atlason spreytir
sig hjá Leicester
Það verður leikið til þrautar í dag í
oddaleikjunum tveimur í undan-
úrslitum Íslandsmóts karla í hand-
knattleik. Þá mætast Haukar og FH
annarsvegar og ÍBV og Valur hins-
vegar. Guðlaugur Arnarsson, þjálfari
Fram, spáir í spilin og reiknar með að
heimaliðin vinni leiki dagsins. „Eyja-
menn eru komnir á bragðið,“ segir
Guðlaugur. »4
Leikið til þrautar á
tvennum vígstöðvum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Líney Arnórsdóttir, verkefnisstjóri
hjá Íslandsstofu, er fyrsta íslenska
konan sem er tekin inn í meistara-
nám í viðskiptafræði (Master of
Business Administration) við Stan-
ford-háskólann í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum, en hún byrjar í náminu í
haust. „Íslandsstofa er eflaust einn
besti vinnustaður á landinu og ég hef
öðlast ómetanlega reynslu með því
að eiga hlut í uppbyggingu ferða-
þjónustunnar,“ segir hún. „Eftir að
hafa unnið að þessari kynningu á Ís-
landi finnst mér beinlínis að ég hafi
náð toppnum í almannatengslum
hérlendis. Því sótti ég um þetta nám
til þess að geta haldið áfram að
vaxa.“
Líney segir að fyrirhugað nám í
Stanford sé það besta sem boðið er
upp á á þessu sviði í heiminum. „Yfir
7.000 manns sækja um árlega og um
400 þeirra eru teknir inn eða um 6%
umsækjenda. Engin íslensk kona
hefur verið tekin inn í námið til
þessa en þrír íslenskir karlmenn.“
Missti af símtalinu
Líney gekk frá samningi við skól-
ann um nýliðna helgi, en nemendur
sem voru teknir inn fengu að vita
það fyrir skömmu. Hún vissi hvaða
dag hringingarnar ættu sér stað og
þegar klukkan var 12 á hádegi hugs-
aði hún með sér að hún gæti farið í
mat því klukkan væri bara fimm að
morgni í Kaliforníu og maðurinn
ekki byrjaður að hringja. „Ég fór frá
símanum í 15 mínútur og þegar ég
kom aftur hafði ég misst af einu sím-
tali – frá skólanum. „Nei, sagði ég
við sjálfa mig, ég trúi þessu ekki!“
En hann hafði lesið inn skilaboð og
tilkynnti þar að ég hefði verið tekin
inn. „Það tók mig langan tíma að
átta mig en ég varð auðvitað himin-
lifandi. Draumurinn hafði ræst.“
Líney hefur búið erlendis lengst
af. Hún er dóttir hjónanna Guðrúnar
Matthíasdóttur og Arnórs Sigur-
jónssonar, starfsmanns utanríkis-
ráðuneytisins og nú varnarmálafull-
trúa Íslands hjá NATO í Brussel. „Á
Íslandi er oft litið á mig sem amer-
íska, en í Bandaríkjunum er ég svo
gjarnan sú íslenska. Ég passa samt
inn í hvaða umhverfi sem er þar sem
mér hefur verið hent inn í nýtt sam-
félag á þriggja ára fresti. Ég bjarga
mér alls staðar en mér líður best í
borgum þar sem menn eru flökku-
hundar með mismunandi bakgrunn
og/eða koma frá mörgum löndum
eins og ég. Það var mjög gott fyrir
mig að koma til Íslands og vinna
hérna, ekki síst til þess að læra
tungumálið almennilega og kynnast
landinu og náttúrunni, en draum-
urinn er að vinna að markaðsmálum
hjá fyrirtækjum eins og Disney eða
Paramount. Ég er heimsborgari og
heimurinn er heimili mitt.“
Heimurinn er hennar heimili
Fyrsta íslenska
konan í MBA-námi
í Stanford
Morgunblaðið/Þórður
Atorkukona Líney Arnórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu og annar framkvæmdastjóra Iceland Naturally.
Líney Arnórsdóttir, verkefn-
isstjóri hjá Íslandsstofu og ann-
ar framkvæmdastjóra Iceland
Naturally, er mikil námskona.
Hún hóf skólagöngu erlendis,
var í alþjóðaskóla í Brussel í
Belgíu og tók síðan stúdentspróf
17 ára eftir tveggja ára nám í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
2001. Hún nam sálfræði við Há-
skóla Íslands og útskrifaðist
sem semidúx 2007. Þaðan lá
leiðin til Flórída í Bandaríkj-
unum, þar sem hún fékk
Fulbrightstyrk vegna tveggja ára
náms í almannatengslum við Há-
skólann í Miami og varð þar dúx.
Hún kenndi jafnframt við skól-
ann en þaðan lá leiðin í sam-
keppni 10 nýútskrifaðra ung-
menna um eitt starf hjá
Ketchum í New York, einu
stærsta almannatengslafyrirtæki
heims. Að loknum 10 vikna
reynslutíma fékk hún starfið og
vann þar í þrjú ár, en hefur verið
hjá Íslandsstofu síðan 2012, þar
sem hún hefur haft umsjón með
umfjöllun um Ísland og verið
tengiliður við Norður-Ameríku.
Mikil námskona hér og þar
LÍNEY ARNÓRSDÓTTIR VERKEFNISSTJÓRI
Dagskrá Alþjóðlegrar kvikmynda-
hátíðar í Reykjavík, RIFF, mun fara
fram að hluta í menningarhúsum
Kópavogsbæjar í haust. Samkomulag
um samstarf Listhúss Kópavogs-
bæjar, lista- og menningarráðs og
RIFF var undirritað í Kópavogi í gær
og nemur framlag lista- og menning-
arsjóðs til hátíðarinnar 3,5 milljónum
króna. Í Bókasafni Kópavogs verða
sýndar kvikmyndir fyrir börn og við-
burðir tengdir kvikmyndum verða á
fleiri stöðum, m.a. í Salnum og Tón-
listarhúsi Kópavogs. Þá verða haldin
námskeið í kvikmyndagerð fyrir ungt
fólk.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi
RIFF, segist afar þakklát og ánægð
með samvinnuna við Kópavogsbæ.