Morgunblaðið - 15.05.2014, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 5. M A Í 2 0 1 4
Stofnað 1913 114. tölublað 102. árgangur
GÓÐIR GUÐ-
SPJALLAMENN
EFTIRSÓTTIR
VALDA SLÆM
SAMSKIPTI
FJARVISTUM?
ÁTJÁN MYNDIR
KEPPA UM GULL-
PÁLMANN
VIÐSKIPTABLAÐ KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Í CANNES36TENÓRINN BENEDIKT 34
FORTE
blanda meltingargerla
MÚLTIDOPHILUS
þarmaflóran
hitaþolin
www.gulimidinn.is
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Á förum Höfuðstöðvar Vísis á Djúpavogi.
„Það var ekki auðvelt að ákveða
að flytja frá Djúpavogi til Grinda-
víkur,“ segir Delia Homecillo Dic-
dican, starfsmaður Vísis á Djúpa-
vogi. Hún er í hópi þeirra starfs-
manna fyrirtækisins sem hafa
ákveðið að taka tilboði um vinnu í
Grindavík og flytjast þangað bú-
ferlum. „Mér þykir vænt um Djúpa-
vog. Hér á ég vini. Þegar ég flyt
þarf ég að byrja upp á nýtt.“
Í dag býður Vísir starfsmönnum
frá Djúpavogi í vettvangsferð til
Grindavíkur. Í kjölfarið mun skýr-
ast hversu margir munu flytja.
„Við sem eftir erum þurfum að
standa saman,“ segir Jóna Kristín
Sigurðardóttir, starfsmaður Vísis,
sem hefur ákveðið að búa áfram á
Djúpavogi. „Við þurfum að hafa
trú á okkur sjálfum og þessum
stað.“ » 14-15
„Þurfum að hafa trú
á okkur sjálfum og
Djúpavogi“
Haft til hliðsjónar
» Í frumvarpinu er verksvið
gerðardóms afmarkað.
» Hann skal hafa kjör sam-
bærilegra stétta til hliðsjónar,
s.s. varðandi menntun, sem og
nýlega kjarasamninga.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Búist er við því að frumvarp um lög-
bann á verkfall flugmanna hjá Ice-
landair verði samþykkt í dag.
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra mælti fyrir frum-
varpinu að loknum eldhúsdagsum-
ræðum í gærkvöldi. Sagði hún
„gríðarleg samfélagsleg og efnahags-
leg verðmæti í húfi“. Í frumvarpinu
segir að telja verði að verkfalls-
aðgerðir Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna gegn Icelandair hafi svo
víðtæk og alvarleg efnahagsleg áhrif
að löggjafanum sé heimilt að ganga
inn í kjaradeiluna með lagasetningu.
Er þar lagt til að hafi ekki náðst
samkomulag 15. júlí nk. skuli gerðar-
dómur fyrir 15. september ákveða
kaup og kjör. Í gerðardómnum munu
eiga sæti þrír dómendur og tilnefnir
Hæstiréttur Íslands einn, FÍA einn
og Samtök atvinnulífsins einn.
Magnús Pétursson ríkissáttasemj-
ari segir sjaldgæft að sett sé lögbann
á verkföll á Íslandi. Enn fátíðara sé að
gerðardómur með endanlegt úr-
skurðarvald fylgi í kjölfar þess að
frestur til að semja rennur út.
MFá frest til 15. júlí »6
Hafa sjö vikur til að semja
Ráðherra leggur fram frumvarp um lögbann á flugmannaverkfall hjá Icelandair
Deilan til gerðardóms, takist ekki að semja Ríkissáttasemjari segir það fátítt
Sjálfstæðisfl. 60,3%
Björt framtíð 17,3%
Samfylkingin 10,1%
Framsóknarfl. 5,7%
Vinstri - græn 3,2%
Fólkið í bænum 1,3%
Annar fl. eða listi 2,2%
Fylgi flokka í bæjarstjórn Garðabæjar
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 5.-11. maí 2014
60,3%
17,3%
10,1%
5,7%
3,2%
2,2%
1,3%
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ
fengi átta bæjarfulltrúa af ellefu, ef
gengið væri til kosninga nú sam-
kvæmt nýrri könnun Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Íslands fyrir
Morgunblaðið á fylgi flokka í sveitar-
félaginu.
Björt framtíð, sem ekki hefur
boðið fram áður, fengi tvo fulltrúa.
Samfylkingin og óháðir fengju einn.
Önnur framboð næðu ekki inn
manni.
M-listi, Fólkið í bænum, sem á
einn fulltrúa í núverandi bæjar-
stjórn, tapar miklu samkvæmt könn-
uninni. Fylgi hans mælist aðeins
1,3% en var 15,9% í kosningunum
fyrir fjórum árum.
Samkvæmt könnuninni er Sjálf-
stæðisflokkurinn með 60,3% fylgi í
Garðabæ. Björt framtíð mælist með
17,3% og fylgi Samfylkingarinnar og
óháðra er 10,1%.
Kosningarnar í vor eru hinar
fyrstu til sveitarstjórnar eftir að
Álftanes og Garðabær sameinuðust í
eitt sveitarfélag. Bæjarfulltrúar í
Garðabæ verða ellefu, en voru sjö í
hvoru sveitarfélagi á yfirstandandi
kjörtímabili. »16-17
Með hreinan meirihluta í Garðabæ
Ný könnun sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er með 60,3% fylgi
Þegar skiptast á sól og rigning eins og verið hef-
ur undanfarna daga á suðvesturhorninu, þá tek-
ur gróðurinn heldur betur við sér. Margir hafa
nú þegar farið fyrstu umferð með sláttuvél yfir
gras í görðum við heimahús og borgarstarfs-
menn í höfuðstaðnum eru komnir á kreik með
rafmagnsorf og hrífu, til að snyrta þau grænu
svæði sem finnast í borginni við sundin blá. Ein-
hverjum finnst sumarið ekki komið fyrr en
vélarhljóðið í sláttuorfinu berst til eyrna og ilm-
ur af nýslegnu grasi fyllir vitin. Þá vaknar jafn-
vel söngur í brjóstum um grundir sem gróa.
Græn svæði borgarinnar fá fyrstu sumarsnyrtinguna
Morgunblaðið/Golli
Nú tekur hýrna um hólma og sker
Vinnustöðvun
grunnskólakenn-
ara gekk í gildi á
miðnætti, en
samninganefndir
kennara og Sam-
bands íslenskra
sveitarfélaga
hugðust freista
þess að ná samn-
ingum í nótt.
Tímabundið eins dags verkfall
sjúkraliða og félagsmanna í SFR á
hjúkrunarheimilum og öðrum
stofnunum innan Samtaka fyrir-
tækja í velferðarþjónustu (SFV)
mun standa yfir í dag. »4
Kennarar funduðu
fram á nótt
Grunnskólabörn.