Morgunblaðið - 15.05.2014, Page 2

Morgunblaðið - 15.05.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA SÓLPALLAR! info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Erum að fara af stað í nýsmíði og endurbætur. Komum á staðinn og gefum fast verðtilboð. 100% VINNUBRÖGÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég held að þetta hafi sjaldan verið eins lélegt,“ sagði Sigþór Kjartans- son, skipstjóri á Mánabergi ÓF, í gær um upphaf karfaveiða á Reykjanes- hrygg djúpt suðvestur af landinu. Sjö íslensk skip voru innan íslenskrar lög- sögu austast á miðunum. Auk Mána- bergs voru það Örfirisey, Arnar, Barði, Snæfell, Málmey og Þerney. Íslensku skipin máttu byrja veið- arnar á laugardag og mun eitt þeirra þegar vera hætt veiðum. Um fimmtán erlend skip voru á veiðisvæðinu utan íslensku lögsögunnar og voru Rússar fjölmennastir í þeim hópi. Sigþór seg- ir að menn hafi siglt fram og aftur, innan og utan lögsögu, en eftirtekjan verið rýr og sums staðar aðeins nokk- ir fiskar eftir að hafa togað í 4-5 tíma. Flotinn mættur, fiskurinn ekki „Best hafa menn fengið 8-10 tonn eftir einar 30 klukkustundir og það er óhætt að segja að það sé mikið haft fyrir þessu með stór og þung troll á 340-380 föðmum. Í hnotskurn er þetta þannig að flotinn er mættur, en það er enginn fiskur,“ sagði Sigþór. Hann segir að frést hafi af skárri veiði þegar fyrstu rússnesku skipin komu á miðin upp úr miðjum apríl, en síðan hafi afli dregist saman. Á síðustu vertíð voru aflabrögð hins vegar góð og voru margir búnir með kvótann fyrir sjó- mannadag. Kristinn Gestsson, skipstjóri á Þerney RE, sagði í samtali við Morg- unblaðið fyrir réttu ári að þeir hefðu þá verið að fá 4-6 tonn á klukkutím- ann og hefðu skammtað sér afla til að ráða vel við vinnsluna. Síðustu daga hefur sólarhringsafli verið svipaður og á klukkustund í fyrra. Í mikilli lægð Efri stofn úthafskarfa í Græn- landshafi hefur verið í mikilli lægð undanfarin ár og mælingin á stofn- inum í fyrrasumar var sú lægsta frá upphafi. Mæling á neðri stofninum er jafnframt sú lægsta síðan mælingar hófust árið 1999. Kvóti Íslendinga í ár er um sex þúsund tonn. „Sjaldan verið eins lélegt“ Morgunblaðið/Ómar  Dræm veiði í upphafi karfavertíðar á Reykjaneshrygg Hanna Birna Kristjánsdóttir, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í gær að margt hefði áunn- ist á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. „Fyrir rétt rúmu ári sendi þjóðin þinginu skýr skilaboð. Í kosningum birtist krafa um breytingar – von um betri tíma, bjartari framtíð og for- gangsröðun í þágu fólksins í landinu. Að þessu hefur verið unnið ötul- lega síðastliðið ár og árangurinn er nú að birtast,“ sagði Hanna Birna og nefndi það sem dæmi um bata í hag- kerfinu að fjögur þúsund ný störf hefðu skapast á síðastliðnu ári. Tekið að vora Sigurður Ingi Jóhannsson, vara- formaður Framsóknarflokksins, ræddi einnig stöðu efnahagsmála. „Það er tekið að vora á ný. Með vorinu eykst okkur bjartsýni og þor og brúnin léttist þegar birtan tekur völdin,“ sagði Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingar, vék að Evrópumálum, Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, ræddi um stjórnmál og réttlæti, Birgitta Jónsdóttir, þingflokksfor- maður Pírata, ræddi vinnu stjórn- lagaráðs. Hvar er nýja stjórnarskrá- in sem þjóðin kaus að leggja sem grunn að nýja Íslandi?“ spurði Birgitta m.a. í ræðu sinni. Guðmundur Steingrímsson, for- maður Bjartrar framtíðar, nýtti sér ræðutímann til að kynna fyrir hvað flokkur hans stendur. Björt framtíð væri „óbundin af gömlum, rót- grónum hagsmunum“. Morgunblaðið/Eggert Glatt á hjalla Ragnheiður Elín Árnadóttir og Hanna Birna Krist- jánsdóttir stinga saman nefjum. Segja landið að rísa  Eldhúsdags- umræður á þingi MMeira á mbl.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Isavia hefur óskað eftir því að stað- reyndavillur í umsögn skipulagsfull- trúa Reykjavíkurborgar varðandi breytingar á deiliskipulagi Reykja- víkurflugvallar verði leiðréttar. Forstjóri Isavia, Björn Óli Hauks- son, skrifaði skipulagsyfirvöldum í Reykjavík 23. apríl sl. vegna málsins. Um er að ræða umsögn skipulags- fulltrúa frá 10. mars sl. sem ber yfir- skriftina: „Samantekt á athugasemd- um vegna breytingar á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.“ Vakin er athygli á tveimur stað- reyndavillum sem koma fram í svör- um skipulagsfulltrúans í samantekt á athugasemdum vegna breytinga á deiliskipulagi flugvallarins. Svörin varða umsögn Samgöngustofu um breytingar á deiliskipulaginu og er hún frá 3. febrúar sl. Fyrri liðurinn varðar þessi orð Samgöngustofu: „Reykjavíkurflugvöllur gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki í sjúkra- flugi.“ Í svari byggingarfulltrúa við þessu atriði (liður 1 c) segir að „samkvæmt niðurstöðu áhættumatsnefndar Isavia „Nothæfisstuðull fyrir sjúkra- flugvélar á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli“ sé stuðullinn fyrir tvær flugbrautir í Reykjavík og tvær í Keflavík fyrir sjúkraflugvélar af tegundinni Beechcraft King Air 200 samanlagt 99,5% yfir allt árið…“ Isavia segir að í svarinu sé ranglega vísað til „áhættumatsnefndar Isavia“ með tilvísun í bréf forstjóra Isavia til innanríkisráðherra í desember sl. Það fól í sér ábendingu um nothæf- isstuðul fyrir sjúkraflugvélar miðað við ákveðnar forsendur, m.a. tvær flugbrautir á Reykjavíkurflugvelli og tvær á Keflavíkurflugvelli til vara. „Áhættumat og nothæfisstuðull eru tveir óskyldir þættir sem þarna er blandað saman. Segja má að not- hæfisstuðull sé þjónustustig flugvall- ar en áhættumat er mat á áhrifum breytinga og lýtur fyrst og fremst að mati á öryggi (safety). Áhættumat er alveg óháð notkunarstuðli þótt stuð- ulinn [svo] geti skipt máli við áhættu- mat,“ segir í bréfi Isavia. Þá kemur fram í bréfinu að unnið sé að gerð áhættumats vegna fyrirhugaðrar lokunar suðvestur-norðausturflug- brautar Reykjavíkurflugvallar. Það verður sent Samgöngustofu sem mun taka afstöðu til niðurstöðunnar. Isavia telur réttara að segja: „Samkvæmt ábendingu Isavia til innanríkisráðherra er nothæfisstuð- ull fyrir tvær flugbrautir í Reykjavík og tvær í Keflavík.“ Síðari staðreyndavillan, að mati Isavia, kemur fram í svari skipulags- stjóra (1 d) við þessari setningu í um- sögn Samgöngustofu: „Kennslu- og æfingaflug er að mati Samgöngu- stofu nauðsynlegur þáttur í að styðja við þróun flugstarfsemi á Íslandi.“ Í svari skipulagsstjóra við þessu segir m.a.: „Stefna um þessa þætti flug- starfseminnar í Vatnsmýri rímar einnig við áform um lokun NA-SV brautar sem hefur verið mikið notuð fyrir æfinga- og kennsluflug á undanförnum áratugum.“ Isavia segir að hér sé ranglega fullyrt að umrædd flugbraut hafi ver- ið mikið notuð fyrir æfinga- og kennsluflug. „Staðreyndin er sú að notkun hennar í þessu skyni hefur ekki verið meiri en annarra flug- brauta á undanförnum áratugum og miklu minni eftir að notkun hennar var eingöngu miðuð við lendingar í hvössum vindi.“ Isavia leggur því til að umrædd setning verði felld úr málsgreininni. Vilja láta leiðrétta villur  Isavia óskaði leiðréttingar á villum í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur- borgar um deiliskipulag flugvallarins  Ranglega fullyrt um ákveðna flugbraut Morgunblaðið/ÞÖK Reykjavíkurflugvöllur Horft eftir NA-SV flugbrautinni sem á að hverfa. Um 8.000 manns frá 700 fyrir- tækjum taka þátt í átakinu Hjól- að í vinnuna sem nú stendur yfir. „Fólk hjólar inn í sumarið,“ seg- ir Sigríður Inga Viggósdóttir hjá ÍSÍ. Í tilefni átaksins voru í gærmorgun sett upp kaffitjöld á nokkrum stöðum á Reykjavíkur- svæðinu. Þar gat hjólafólk feng- ið hressingu, viðgerðarmenn buðu upp á lagfæringar og fulltrúar hjólreiðafélaga kynntu starfsemi sína. „Þegar við byrj- uðum fyrir rúmum áratug voru þátttakendur 530 en nú skipta þeir þúsundum, sem sýnir lífs- stílsbreytinguna,“ segir Sigríður Inga. Þúsundir hjóla inn í sumarið Morgunblaðið/Golli Reiðhjólafólki á leið til vinnu var boðið upp á kaffi og kynningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.