Morgunblaðið - 15.05.2014, Síða 9

Morgunblaðið - 15.05.2014, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Jarðvegsþjöppur, valtarar, malbikunarvélar, gatnasópar, umferðaröryggisbúnaður A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is Tæki til verklegra framkvæmda Stofnað 1957 Þú færð brúðar- undirfatnaðinn hjá okkur Laugavegi 82,á horni Barónsstígs, sími 551 4473 - www.lifstykkjabudin.is Atli Vigfússon Húsavík „Við erum aldir upp með kindum og höfum gaman af kindum. Þetta er frábær félagsskapur og það er mjög gefandi að vera í þessu,“ segir Torfi Aðalsteinsson, frístundabóndi og fé- lagi í Fjáreigendafélagi Húsavíkur. Mikið er um að vera þessa dagana hjá sauðfjárbændum á Húsavík og sauðburður stendur sem hæst. Alltaf eru einhverjir að koma og krakkarnir víkja ekki úr fjárhúsunum eftir að skóla lýkur á daginn. Það er nóg að sjá og skemmtilegt fyrir þau að taka þátt í ævintýrinu sem svo margir hafa gaman af. Torfi býr með nokkrar kindur í Lækjarbrekku á Húsavík ásamt föð- ur sínum, Aðalsteini Þórólfssyni, og bróður sínum, Trausta Aðalsteins- syni. Þá er Óskar Karlsson þarna einnig með kindur og í næstu húsum eru aðrir húsvískir fjárbændur. Það er því ekki langt á milli manna og oft er farið í húsin hjá nágrönnunum og litið á lömbin og fleira sem gleður augað. Fjáreigendafélag Húsavíkur hef- ur verið starfandi í áratugi, en nú eru þar yfir tuttugu frístundabænd- ur sem eru með kindur. Áherslur eru mismunandi í ræktuninni, en víða má sjá mjög fjölbreytta liti og vel aldar kindur. Hátíðisdagar eru nokkrir svo sem réttardagurinn og alltaf er fjöldi fólks á hrútasýningu sem haldin er á Mærudögum þ.e. bæjarhátíð Húsvíkinga. Frístundabúskapur er frábært líf  Mismunandi áherslur í ræktuninni Morgunblaðið/Atli Vigfússon Frístundabóndi Torfi ásamt syni sínum, Gunnari Kjartani Torfasyni, og Hildi Önnu Brynjarsdóttur. Húsnæðismál og frístundakort eru stærstu kosn- ingamál Samfylk- ingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgar- stjórnarkosn- ingar. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á nýrri kosn- ingaskrifstofu í Brautarholti í gær þar sem Dagur B. Eggertsson, oddviti framboðsins, og Björk Vilhelmsdóttir, sem er í öðru sæti listans, höfðu framsögu. Björk sagði að Samfylkingin stefndi að því að hækka frístunda- styrk í 50 þúsund krónur en hann er nú 25 þúsund krónur. Þá væri stefn- an að fjölga þeim fjölskyldum sem njóta systkinaafsláttar og taka upp afslátt fyrir foreldra sem eiga bæði börn í leikskóla og á frístundaheimili. Dagur ítrekaði áform um að fjölga leigu og búsetaíbúðum í Reykjavík um 2.500–3.000 á næstu 3-5 árum um leið og hann benti á þá uppbyggingu sem einkaaðilar standa að í Reykja- vík. „Við viljum að íbúðirnar rísi inn- an fimm ára. En við erum að bíða eftir því að Alþingi muni klára laga- ramma um búsetusamvinnufélögin,“ sagði Dagur. annalilja@mbl.is Húsnæði og frístundir Dagur B. Eggertsson. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.