Morgunblaðið - 15.05.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.05.2014, Qupperneq 12
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnt er að draga nokkuð úr sjónrænum áhrifum áformaðrar háspennulínu um Sprengisand með því að leggja hluta hennar í jörðu. Ef 25 kílómetrar á mikilvæg- asta hluta hálendis færu í jörðu myndu 30% línunnar í heild verða sýnileg frá Sprengi- sandsleið í stað 40% ef loftlína yrði eingöngu notuð. Línan myndi ekki verða lýti frá veg- inum séð alveg frá Kvíslaveit- um í suðri og norður undir Bárðardal. Kom þetta fram í erindi sem Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, hélt um uppbyggingu raforkukerfisins á vorfundi Samorku sem haldinn var á Akureyri í gær. Þarf að styrkja flutningskerfið Meirihluti svarenda í könnun sem Landsnet lét gera er fylgjandi virkjun og nýtingu endurnýjan- legrar orku og vill áframhaldandi uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar, allsstaðar á landinu. Guð- mundur telur þessa niðurstöðu ríma ágætlega við stefnu Landsnets um að byggja upp sterkt raf- orkukerfi sem tryggi jafnan aðgang sem flestra landsmanna að raforku og að vandað verði til und- irbúnings og framkvæmda. Í erindinu áréttaði Guðmundur að knýjandi þörf væri á styrkingu meginflutningskerfis raforku og nefndi að byggðalínan væri komin að þanmörkum. Í könnuninni kom fram að fólki er illa við að há- spennulínur sjáist, ekki síst í nágrenni náttúru- perlna. Jarðstrengjahópur sem Landsnet hefur sett á fót er að kanna sjónræn áhrif háspennulínu sem lögð yrði í tengslum við breytingu á ferða- mannaveginum um Sprengisand. Í upphaflegum tillögum sést loftlínan ekki í 60% tilvika. Guðmund- ur segir að athugun á því að leggja línuna á við- kvæmasta hluta leiðarinnar í jörð, 25 eða 50 kíló- metra, hafi leitt í ljós að draga mætti meira úr sýnileika línunnar í heild frá veginum séð. Ef til dæmis 25 kílómetrar yrðu lagðir í jörðu, nálægt Nýjadal þar sem línan og vegurinn skarast, yrðu ekki veruleg sjónræn áhrif á 70% leiðarinnar. Ekki er talið tæknilega mögulegt að vera með lengri jarðstrengskafla af þessari gerð og því var hætt við að meta sýnileika línu með 75 km jarðstrengskafla. Frumáætlun bendir til að lagning 25 km jarð- strengs myndi auka kostnað við háspennulínuna um 7 milljarða, úr 14 milljörðum í 21 milljarð. Til að standa undir því þyrfti að hækka gjaldskrá um 4-5% umfram það sem þegar er áætlað. Línan sýnileg á 30% leiðar  Unnt að draga talsvert úr sýnileika háspennulínu um Sprengisand með 25 km jarðstreng  Verkefnishópur Landsnets greinir hagkvæmustu kosti jarðstrengja Guðmundur Ingi Ásmundsson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Hjólreiðafélag Reykjavíkur, í sam- starfi við Bílabúð Benna, efnir til Porsche Criterium-hjólreiðamóts- ins í dag, fimmtudaginn 15. maí. Mótið fer fram á Völlunum í Hafn- arfirði og hefst kl. 19.00. Áhorf- endur eru velkomnir. Criterium- keppnisformið (Racer) á sér langa sögu erlendis og hefur verið stund- að hérlendis í nokkur ár. „Það gengur út á stuttar vegalengdir og er annálað fyrir mikinn hraða og spennu og einmitt þess vegna kem- ur Porsche við sögu,“ segir í til- kynningu. Keppt er á götuhjólum, í nokkr- um flokkum karla og kvenna. Veitt verða sérstök sprettmeist- araverðlaun, þar sem sprettharð- asti einstaklingur mótsins er heiðr- aður. Allar nánari upplýsingar um skráningu og framkvæmd er að finna á hfr.is Sprettharðir hjól- reiðamenn spreyta sig á Völlunum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verulegar breytingar verða frá og með næstu áramótum á embættum sýslumanna og lögreglustjóra sam- kvæmt lögum sem Alþingi sam- þykkti í gær. Þannig verður embættum sýslu- manna fækkað úr 24 í níu og lög- regluumdæmin sem voru fimm- tán verða einnig níu. Þá verða sýslumenn ekki lengur stjórn- endur lögreglu, eins og tíðkast hefur til þessa. Breytingar í þessa veru hafa verið í deiglunni um árabil. Lögin sem voru samþykkt voru frumvarp frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra. Raunar tók hún við málinu frá fyrirrennara sínum, Ög- mundi Jónassyni, og í ræðu á Al- þingi í gær þakkaði hún honum fyrir að hafa staðið vel að undirbúningi þessa máls. „Við höfum náð afar góðri sátt um útfærsluna,“ segir Hanna Birna. Hún segir starfsmannamál við- kvæman þátt í þessu sambandi. Nú fari af stað ferli við að ráða fólk í ný embætti. Þar sé, eins og lögin nýju kveða á um, tryggt að þeir sem fyrir eru lögreglustjórar eða sýslumenn njóti forgangs um skipan. Ef ekki, verði viðkomandi tryggð sambæri- leg staða hjá stofnunum innanríkis- ráðuneytis. Allt eigi þetta að skila hagræði í fyllingu tímans. „Ég tel að með þessari breytingu muni fólk ná skýrari fókus á verk- efni sín. Þá er líka til bóta fyrir borg- arana að þjónusta sýslumanna ann- ars vegar og lögreglustjórn hins vegar, séu hvor á sinni hendi. Lög- reglan getur líka betur sinnt sínum verkefnum, en kröfurnar þar verða æ meiri,“ segir Hanna Birna. Ráðherrann telur að eftir því sem sýslumannsembættin verði öflugri verði þeim betur kleift að taka að sér ný verkefni. Í dag sinni starfsfólk nokkurra hinna smærri ákveðnum opinberum verkefnum, til dæmis út- gáfu leyfa, sektainnheimtu, útgáfu Lögbirtingablaðsins og fleira. Stefn- an sé að halda áfram á þessari braut. Eyjarnar áfram sjálfstæðar Meðan frumvarpið var til umfjöll- unar á Alþingi var í fyrstu gert ráð fyrir að Vestmannaeyjar féllu undir embætti sýslumanns og lögreglu- stjóra á Suðurlandi. Á síðari stigum var ákveðið að Eyjarnar skyldu áfram verða sjálfstæðar með tilliti til landfræði og samgangna. Sátt um málið og fókusinn skýrari  Lög um nýja skipan sýslumanna og lögreglustjóra samþykkt í gær  Níu embætti yfir landið  Skilar hagræði í fyllingu tímans  Fleiri verkefni til sýsluskrifstofa  Þeir sem fyrir sitja fá forgang Hanna Birna Kristjánsdóttir Eftir breytingu: Vestmannaeyjar Sýslumenn: 9 (eru 24) Lögreglustjórar: 8 (eru 15) Lögreglustjórar og sýslumenn Vesturland Höfuðborgarsvæðið Suðurnes Austurland Norðurland eystra Norðurland vestra Vestfirðir Suðurland Með lögunum sem samþykkt voru í gær skiptist landið í níu embætti sýslumanna. Þau verða höfuð- borgarsvæðið, Vesturland, Vest- firðir, Norðurland vestra, Norður- land eystra, Austurland, Suður- land, Vestmannaeyjar og Suðurnes. Embætti lögreglustjóra ná yfir sömu svæði, en umdæmamörk þeirra og sýslumanna verða út- færð frekar með reglugerð, sem ráðherra kemur með. Þar verður höfð hliðsjón af skipulagi ann- arrar opinberrar þjónustu og heimamenn verða með í ráðum og þeirra vilja og sjónarmiðum að einhverju leyti fylgt. Ráðherra kemur með útfærslu LANDINU VERÐUR SKIPT UPP Í NÍU SVÆÐI Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Lögreglan fékk í upphafi þessa árs 500 milljóna króna inngjöf úr ríkis- sjóði, svo fjölga mætti lögreglu- mönnum. Þar var einkum horft til embætta úti á landi, sem þóttu van- megnug. Lögreglan á Selfossi fékk 34,5 milljóna króna viðbót og með því var hægt að fjölga í liðinu þannig að vaktir eru að jafnaði mannaðar fjór- um mönnum en fimm yfir sumar- mánuðina. Þá gerir fjárveitingin mögulegt að bæta við mönnum á aukavaktir til þess að sinna álags- toppum, til dæmis um helgar á sumr- in þegar þúsundir ferðamanna eru á svæðinu, að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Aukinni fjárveitingu er ætlað að gera lögreglunni á Húsavík mögu- legt að fjölga um þrjá menn. Að sögn Svavars Pálssonar sýslumanns var einn maður ráðinn strax um áramót- in og annar hóf störf í aprílmán- uði. Vonir standa svo til að fastráða megi þriðja manninn í haust. „Einmennings- varðstaða heyrir nú sögunni til,“ segir Svavar. Bætir við að stærð umdæmis- ins og miklar vegalengdir hafi áhrif á rekstur vegna aksturskostnaðar. Forsenda sýnilegrar löggæslu í um- dæminu sé aukin yfirferð lögreglu, ekki síst þar sem varðsvæði Húsa- víkurlögreglunnar sé það víðfeðm- asta á landinu. Það nær allt frá Vaðlaheiði í vestri og norður á Mel- rakkasléttu og alveg inn að Vatna- jökli í suðri. sbs@mbl.is Fjölgað með fjárveitingu Oddur Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.