Morgunblaðið - 15.05.2014, Qupperneq 14
SVIÐSLJÓS
Sunna Ósk Logadóttir
sunna@mbl.is
Um helmingur starfsmanna Vísis á
Djúpavogi, eða um 30 manns, hefur
lýst áhuga á að flytja til Grindavíkur
og hefja þar störf fyrir fyrirtækið.
Sumir hafa þegar tekið ákvörðun um
að flytja og hafa jafnvel tekið tilboði
um atvinnu í Grindavík fagnandi. Aðr-
ir hafa ákveðið að búa áfram fyrir
austan, þrátt fyrir að óvissan sé mikil
um hvað taki við þegar Vísir hættir
þar starfsemi. Í dag fer hópur starfs-
manna í boði fyrirtækisins í vettvangs-
ferð til Grindavíkur. Eftir þá heim-
sókn munu hlutirnir skýrast. Velji
starfsmennirnir að flytja býðst Vísir
m.a. til að aðstoða við búslóðarflutn-
ingana.
Þegar svo stórt fyrirtæki, í um 470
íbúa sveitarfélagi, ákveður að flytja
starfsemina í burtu, hríslast áhrifin
um allt samfélagið. Breytingin snertir
ekki aðeins starfsmenn Vísis og fjöl-
skyldur þeirra heldur einnig alla
verslun og þjónustu. Börnum í skól-
unum mun fækka. Færri munu taka
upp veskið í kaupfélaginu. Draga mun
úr verkefnum iðnaðarmanna sem þar
búa. Bæjarbragurinn mun breytast.
Vísir hefur rekið fiskvinnsluna á
staðnum í fimmtán ár. Starfsmenn-
irnir eru fimmtíu talsins og á aldrinum
17-68 ára. Margir þeirra eru með
langa starfsreynslu. Sumir eru frá
Djúpavogi, aðrir aðfluttir. Stjórn-
Áhrifin hríslast um allt samfélagið
Vonast þeir til að annað fyrirtæki sjái
hag í því að halda áfram fiskvinnslu í
bænum. Ekkert fyrirtæki hefur þó
enn sem komið er lýst yfir áhuga á
slíku.
Djúpavogsbúar eru þó þekktir fyr-
ir annað en að leggja árar í bát þótt á
móti blási. Þeir hafa gripið til nýstár-
legra aðferða til að koma sínum mál-
stað á framfæri. Meðal þess sem unn-
ið er að er kynningarmyndband um
Djúpavog. „Snúum vörn í sókn og
sýnum úr hverju við erum gerð,“ seg-
ir í frétt um kvikmyndagerðina á
heimasíðu hreppsins.
Rúmlega 150 íbúar í sveitarfé-
laginu hafa skrifað undir áskorun til
Alþingis um að tryggja og treysta
byggð þar til framtíðar. Undirskrift-
irnar verða afhentar forsætisráð-
herra á morgun.
endur Vísis segja að ekki verði pakk-
að saman einn daginn og skellt í lás.
Vonast þeir til þess að næstu mánuði
verði áfram vinna í fiskvinnslunni fyr-
ir um 25-30 manns, allt þar til skýrist
hvað taki við. En ákvörðunin stendur:
Það mun koma að því að Vísir segi
skilið við Djúpavog.
Engin töfralausn
Sjávarútvegsráðherra ákvað í vik-
unni að auka aflaheimildir sveitarfé-
laga í vanda, m.a. á Djúpavogi. Sveit-
arstjórnin á eftir að fara yfir þá
niðurstöðu en segir hana þó í engu
samræmi við kröfur hennar.
Íbúar á Djúpavogi eru margir
hverjir slegnir yfir tíðindunum. Þeir
spyrja hvað taki við og benda á að
ferðaþjónustan, þrátt fyrir að vera
vaxandi í bænum, sé engin töfralausn.
Mikil óvissa á Djúpavogi í kjölfar ákvörðunar Vísis að
hætta þar starfsemi Margir þegar ákveðið að flytja
Sumir taka tilboði um atvinnu í Grindavík fagnandi
Hætta Vísir hefur ákveðið að hætta starfsemi sinni á Djúpavogi.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014
www.utkall.is
ÚTKALL
Í ÞÁGU VÍSINDA
ÞESSA DAGANA ERU
BJÖRGUNARSVEITIRNAR
AÐ GANGA Í HÚS
Þær sækja tilbúin skilaumslög til
þeirra sem ákveða að taka þátt.
Umslögin má einnig setja
ófrímerkt í póst.
„Það var ekki auðvelt að ákveða að
flytja frá Djúpavogi til Grindavík-
ur,“ segir Delia Homecillo Dicdic-
an, starfsmaður Vísis á Djúpavogi.
Hún er í hópi þeirra starfsmanna
fyrirtækisins sem hafa ákveðið að
taka tilboði um vinnu í Grindavík
og flytjast þangað búferlum. „Mér
þykir vænt um Djúpavog. Hér á ég
vini. Þegar ég flyt þarf ég að byrja
upp á nýtt. Það er ekki einfalt.“
Delia vinnur langan vinnudag og
stólar á tekjur sem hún fær fyrir yf-
irvinnu til að sjá fyrir fjölskyldu
sinni. Hún segist hafa fengið vilyrði
frá Vísi um að hún verði ekki fyrir
tekjuskerðingu við flutninginn.
Allt breyttist
Delia flutti til Djúpavogs frá Fil-
ippseyjum fyrir fimmtán árum.
Hún hefur allan þann tíma unnið
hjá Vísi. Eiginmaður hennar og tvö
börn urðu eftir í heimalandinu en
hún heimsótti þau á hverju ári. Fyr-
ir þremur árum breyttist þó allt.
Eiginmaður hennar lést og hún
vildi því fá börnin hingað. Það tók
sinn tíma. Það var ekki fyrr en í
fyrra að Útlendingastofnun gaf sitt
leyfi fyrir komu þeirra og fluttu
þau beint til Djúpavogs og hófu að
vinna hjá Vísi. Þau eru nú 16 og 17
ára, sonurinn Judel og dóttirin
Jade Marie. Delia hefur mikinn
metnað fyrir hönd barna sinna og
vill að þau gangi menntaveginn.
Hún segir hins vegar dýrt, sér-
staklega þegar einstætt foreldri á í
hlut, að senda börn sín í skóla. Því
verði þau að vinna um hríð og safna
sér pening.
Delia hefur aldrei komið til
Grindavíkur. Hún þekkir engan
sem býr þar. „Ég tek ákvörðunina
um að flytja með framtíð barnanna
minna í huga. Draumur minn er að
koma þeim í háskóla.“
Hún segir það hafa verið mikil
viðbrigði fyrir börnin að flytja til
Íslands. Djúpivogur sé lítill bær en
smám saman fóru þau að kunna
betur við sig. Þau hafa einnig
ákveðið að halda áfram að vinna
fyrir Vísi í Grindavík. „Kannski
verður líf okkar betra í Grindavík,“
segir hún.
Delia mun líklega flytja í ágúst, á
meðan lokað er hjá Vísi á Djúpa-
vogi vegna sumarfría. „Þetta er
stór ákvörðun. Og ég er hrædd því
að ég er einstæð móðir. En ég verð
að flytja til að komast af. Ég verð
að komast af.“
Verð að hafa vinnu
Hún segir of mikið óöryggi felast
í því að búa áfram á Djúpavogi.
Vinnsla verður áfram á staðnum í
einhverja mánuði en hvað svo?
„En ég verð að hugsa um börnin
mín. Ég verð að hafa vinnu. Ég er
að flytja því ég vil hafa vinnu, ég vil
ekki bætur frá hinu opinbera,“ seg-
ir Delia.
Vísir býðst til að aðstoða fólk við
að finna húsnæði í Grindavík og
einnig að greiða fyrir búferlaflutn-
ingana. Það segir Delia mikinn
létti.
En myndi Delia vera að flytja frá
Djúpavogi ef Vísir væri ekki að
hætta starfsemi sinni þar? „Nei, ég
myndi vera áfram.“
Delia Homecillo Dicdican
„Ég verð að
komast af“
Nýtt upphaf „Þegar ég flyt þarf ég að byrja upp á nýtt,“ segir Delia.
„Það er gott að
búa á Djúpavogi
en ég hef ákveðið
að flytja til
Grindavíkur,“
segir Jacek Ptak,
starfsmaður Vís-
is, sem hefur bú-
ið á Djúpavogi í
sjö ár. Hann
langar að prófa að búa á nýjum
stað, en útilokar ekki að snúa aftur.
Jacek á fjölskyldu á Djúpavogi,
móður og bróður. Móðir hans vinn-
ur hjá Vísi og hefur líka ákveðið að
flytja. Bróðir hans ætlar að búa
áfram á Djúpavogi. „Ég er spennt-
ur að prófa eitthvað nýtt,“ segir Ja-
cek sem er einhleypur og barnlaus.
„Kannski ég skoði aðeins konur í
Grindavík,“ segir hann og hlær.
Jacek Ptak
Vill prófa
eitthvað nýtt