Morgunblaðið - 15.05.2014, Side 18

Morgunblaðið - 15.05.2014, Side 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Garðverkfæri í frábæru úrvali 1.395 frá 495 Stunguskófla STRÁ- KÚSTA R SUMA R TILBOÐ 795,- Ruslapokar stórir, sterkir 10 & 50 stk. rúllur Yfirbreiðslur margar stærðir 1.195 Malarskófla frá 995 frá 250 Garðhanskar í miklu úrvali 4.995 Bílabónvél frá 995 Úðabrúsar margar stærðir, 1L Fötur frá 395 3.995 Sláttuorf frá 1.995 Bílamottur frá 95 Gróðurskóflur Hrífur Greinaklippur Græðlingaklippur Klórur og garðskóflur í úrvali 485 Garðverkfæra- sett frá 999 frá 685 Dómarinn í máli suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistoriusar hefur ákveðið að hann skuli gangast undir mánaðarlangt geðheilbrigðis- mat. Pistorius hefur verið sakaður um að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, á Valentínusar- dag í fyrra en saksóknarar fóru fram á geðheilbrigðismatið eftir að sérfræðingur verjenda Pistoriusar bar vitni um að íþróttamaðurinn þjáðist af kvíðaröskun. Sérfræðingar segja að niður- staðan í málinu kunni að velta á skilningi dómarans á hugarástandi Pistoriusar þegar hann tók í gikk- inn. Þeir segja saksóknarann leitast við að sýna fram á hvernig verj- endurnir hafa gefið ólíkar ástæður fyrir því að Pistorius hleypti af byss- unni á mismun- andi stigum máls- ins; sjálfsvörn, slysaskot og nú, eitthvað sem tengist kvíðasjúkdómi hans. Pistorius á yfir höfði sér lífstíðar- fangelsi verði hann fundinn sekur um morð og 15 ár ef hann verður fundinn sekur um manndráp. SUÐUR-AFRÍKA Pistorius skikkaður í geðheilbrigðismat Oscar Pistorius Mótmælendur í Binh Duong- héraði í Víetnam kveiktu á þriðju- dag í nokkrum verksmiðjum í Ví- etnam-Singapore iðngörðum I og II til að mótmæla ol- íuborunum Kín- verja nærri hin- um umdeildu Paracel-eyjum í Suður-Kínahafi. Fregnir herma að flestar verksmiðj- urnar séu í eigu Kínverja en sam- kvæmt heimildum CNN voru einnig unnin spjöll á fasteignum í eigu kór- eskra, taívanskra og japanskra fyrirtækja. Yfirvöld í Singapore segjast líta málið alvarlegum augum og hafa biðlað til stjórnvalda í Víet- nam um að bregðast tafarlaust við. Utanríkisráðuneyti Kína hafði áður farið þess á leit við stjórnvöld í Hanoi að hagsmunir Kínverja í Víet- nam yrðu tryggðir og ítrekað yfir- ráð Kína yfir eyjunum, sem Víet- namar hafa gert tilkall til. Þúsundir mótmæltu við kínverska sendiráðið í Hanoi á sunnudag en ol- íuborun Kínverja við Paracel-eyjar hófst á föstudag. Víetnamar segja að borpallinum hafi fylgt 60 kínversk skip, þar á meðal herskip, og saka Kínverja um að sigla viljandi utan í víetnömsk skip á svæðinu. VÍETNAM Kveiktu í kínverskum verksmiðjum Reykur frá verksmiðjunum. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Forsætisráðuneyti Tyrklands lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna námuslyssins í borginni Soma á þriðjudag. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan sagði að a.m.k. 238 hefðu látið lífið þegar sprenging varð í spennubreyti og allt að 120 væru enn fastir í nám- unni. Tölur varðandi slysið eru á reiki en orkumálaráðherrann Taner Yildiz sagði á þriðjudag að 787 hefðu verið í námunum þegar slysið varð. CNN sagði í gær að 88 hefðu komist upp úr námunum en New York Tim- es hafði eftir tyrkneskum fjölmiðlum að 360 hefði verið bjargað, þar af ein- hverjum sem lifðu sprenginguna af. Þúsundir skyldmenna námu- mannanna söfnuðust saman við námuna og nærliggjandi spítala í gær. Þá voru hundruð björgunar- manna að störfum. Lofti var dælt inn í þann hluta ganganna þar sem eng- inn eldur var en einn starfsmaður námunnar í Soma sagði að gasgrím- urnar sem námamennirnir bæru dygðu aðeins í 45 mínútur. Orku- málaráðherrann sagði í gær að vonir manna um björgun þeirra sem enn væru í námunni færu dvínandi en ekki væri hægt að útiloka að ein- hverjum hefði tekist að finna lítil rými þar sem þeir gætu hafst við og dregið andann. Pólitískt bitbein? „Þetta var ekki slys, þetta var vanræksla,“ sagði ein fyrirsögn í tyrknesku dagblaði í gær. Þá sögðu gagnrýnisraddir að verkafólk hefði verið skilið eftir við illan aðbúnað í velmegunarkapphlaupi Tyrklands. Erdogan varaði stjórnmálamenn við því að notfæra sér harmleikinn í póli- tískum tilgangi en í aprílmánuði höfnuðu stjórnvöld tillögu stjórnar- andstöðunnar um að stofna til rann- sóknar á tyrkneskum námum í kjöl- far ítrekaðra dauðaslysa. Sagði forsætisráðherrann að umrædd náma í Soma hefði staðist öryggis- skoðun í mars síðastliðnum. Lítil von að fleiri finnist á lífi AFP Harmleikur Björgunarmenn bera látna námuverkamenn úr námunni. Sorg Kona grætur í örmum björgunarmanns eftir að hafa fengið þær fregn- ir að bróðir hennar hafi látið lífið í námuslysinu í Soma á þriðjudag.  Að minnsta kosti 238 látnir eftir sprengingu í námu í Tyrklandi  Eldar geisa í námunni en allt að 120 var enn saknað í gær  Gætu mögulega hafst við í litlum rýmum  Vekur spurningar um öryggi Reiði Lögregla beitti táragasi og vatnsbyssum gegn um 800 mótmælendum sem söfnuðust saman við orkumálaráðuneytið í Ankara í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.