Morgunblaðið - 15.05.2014, Side 19

Morgunblaðið - 15.05.2014, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þunglyndi er helsta orsök veikinda og örorku meðal unglinga og sjálfsvíg eru þriðja helsta dánarorsök ungmenna í heiminum, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Skýrslan byggist á fjölda rannsókna auk viðtala við ungmenni á aldrinum 10-19 en Flavia Bustreo, yfirmaður þeirrar deildar stofnunar- innar sem fjallar um heilsu fjölskyldna, kvenna og barna, segir að ríki heims hafi ekki sinnt heil- brigði ungmenna sem skyldi. Samkvæmt skýrslunni benda sumar rann- sóknir til þess að helmingur alls fólks sem greinist með geðsjúkdóma sýni einkenni fyrir 14 ára aldur. „Ef ungmenni sem þjást af geð- sjúkdómum fá þá umönnun sem þau þarfnast, má koma í veg fyrir dauðsföll og þjáningar á lífsleiðinni,“ segir í skýrslunni. Í rannsókn WHO var litið til fjölda þátta, s.s. tókabs-, áfengis- og fíkniefnaneyslu, HIV, meiðsla, geðheilbrigðis, næringar, kynheil- brigðis og ofbeldis. Meiðsl af völdum umferð- arslysa voru annar stærsti orsakavaldur veik- inda og örorku á eftir þunglyndi en dánartíðni pilta var þrisvar sinnum hærri en hjá stúlkum. Stofnunin segir brýnt að ríki dragi úr áhættu í umferðinni með því að auka aðgengi að áreiðan- legum og öruggum almenningssamgöngum, bæta regluverk um hraðatakmarkanir t.d. og tryggja öruggar leiðir fyrir gangandi vegfar- endur ummhverfis skóla. Samkvæmt WHO létu 1,3 milljónir unglinga lífið árið 2012 en helstu dánarorsakirnar voru áverkar eftir umferðarslys, alnæmi og sjálfsvíg. Fjöldi HIV-smitaðra ungmenna er að aukast en fjölgunin virðist bundin við Afríku. Meðal stúlkna var sjálfsvíg algengasta dánarorsökin en næststærsti hópurinn lést við barnsburð. Brotna undan gríðarlegu álagi Ríkisfjölmiðlar í Kína sögðu frá því í gær að ný rannsókn benti til þess að sjálfsvíg meðal skólabarna mætti í flestum tilfellum rekja til þess gríðarlega álags sem lagt væri á börnin. Opinber gögn benda til þess að um 500 börn svipti sig lífi í Kína á ári hverju en samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á 79 sjálfsvígum barna, áttu 93% sér stað eftir rifrildi milli nem- anda og kennara eða eftir að barnið upplifði mikið álag í tengslum við nám sitt. Fyrr í þessum mánuði hengdi 13 ára drengur sig í Jiangsu eftir að honum tókst ekki að ljúka við heimalærdóm sinn. Viðverutími í kínversk- um skólum er allt að 12 klukkustundir og oft er gert ráð fyrir að nemendur verji tveimur til fjórum tímum í heimalærdóm. Samkvæmt rannsókninni áttu tveir þriðju sjálfsvíganna sér stað á prófatíma. Sérfræðingur í kennslumálum sagði í samtali við China Daily að auka þyrfti samskipti milli nemenda, foreldra og kennara. Þunglyndi helsta orsök sjúkleika  Sjálfsvíg eru þriðja helsta dánarorsök ungmenna í heiminum  Ríki heims hafa vanrækt heil- brigði ungmenna  Bæta þarf umferðarmenninguna til að draga úr meiðslum og dauðsföllum AFP Æska Samkvæmt skýrslunni stafar fjölda ungmenna bráð hætta af smitsjúkdómum. Vonir manna um lausn í málefnum Sýrlands fara þverrandi eftir að Lakhdar Brahimi, sérlegur sendi- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagði af sér á þriðjudag. Þá segja sér- fræðingar að yfirvofandi endurkjör Bashar al-Assad Sýrlandsforseta gefi ekki tilefni til að ætla að stjórnvöldum sé alvara með við- ræðum við stjórnarandstöðuna um nýja bráðabirgðastjórn. Brahimi mun láta af embætti sendifulltrúa 31. maí nk. en honum tókst m.a. að koma á viðræðum full- trúa stríðandi fylkinga í Genf fyrr á árinu, sem var slitið eftir tvær fundarlotur. Brahimi sagðist afar hryggur yfir því að skilja við Sýr- land í svo slæmu ástandi og sendi afsökunarbeiðni til sýrlensku þjóð- arinnar, fyrir að hafa ekki getað veitt henni þá hjálp sem hún verð- skuldaði. Ásakanir á báða bóga Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði hins vegar að klofningi meðal sýrlensku þjóðarinnar, Mið-Austurlanda og al- þjóðasamfélagsins í heild væri um að kenna. Fjölmiðlar í Sýrlandi virðast ekki syrgja afsögn Brahimi og hafa ásakað hann um að ganga erinda Sádi-Arabíu en þarlend stjórnvöld hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýr- landi ötulan stuðning. William Hague, utanríkisráðherra Bret- lands, segir hins vegar að það sé sýrlenskum stjórnvöldum að kenna að engar viðræður standi yfir, þar sem þau hafi neitað að taka á rót vandans. Utanríkisráðherra Frakklands, Laurent Fabius, sagði á þriðjudag að sýrlensk stjórnvöld hefðu beitt efnavopnum, þ.á m. klórgasi, fjór- tán sinnum síðan seint á síðasta ári og harmaði að Bandaríkjamenn hefðu ekki látið verða af hernaðar- aðgerðum í refsingaskyni í fyrra. holmfridur@mbl.is Væntingar þverra um lausn í Sýrlandi  Sérlegur sendi- fulltrúi segir af sér AFP Hættur Brahimi bað sýrlensku þjóð- ina afsökunar á afrakstursleysinu. Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Gotti Staflanlegur fjölnota stóll með eða án arma Fáanlegur í mörgum litum Verð frá kr. 28.500 Gerum tilboð í stærri verk www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla Ný hönnun frá Sturlu Má Jónssyni Flokkunarílát sem einfalda ferlið Viðarhöfða 2 110 Reykjavík | Sími 577 6500 | www.takk.is | takk@takk.is ýmsar stærðir og gerðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.