Morgunblaðið - 15.05.2014, Side 27

Morgunblaðið - 15.05.2014, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 ✝ Guðný Hall-dórsdóttir fæddist 29. janúar 1960 í Reykjavík. Hún lést á líknar- deild Landspítal- ans í Kópavogi 6. maí 2014. Foreldrar henn- ar eru Helga Sum- arliðadóttir, f. 9.9. 1920, og Halldór Sveinsson, f. 2.12. 1924, d. 1973. Systkini Guð- nýjar eru Guðríður Dóra, f. 1954, gift Ágústi Björgvinssyni, f. 1954, og Sveinbjörn Hall- dórsson, f. 1956, sambýliskona Val- gerður Margrét Skúladóttir, f. 1957. Eftirlifandi sambýlismaður Guðnýjar er Helgi Laustsen, f. 1962. Sonur Guðnýjar er Jökull Larsson, f. 2.10. 1985. Faðir hans er Lars Emil Árnason, f. 20.4. 1962. Útför Guðnýjar fer fram frá Háteigiskirkju í dag, 15. maí 2014, kl. 13. Það vorar, náttúran vaknar af svefni sínum, sólblik á vatni, þytur vindsins í trjánum, en skýin færast ekki úr stað því sorg mín heldur aftur af þeim. Ég vissi ekki að reipi mín héldu svo fast. Samt veit ég að helst vildu þau líða áfram um him- ininn yfir heiðar, lyngmóa og draumlát vötn. Engin bönd halda dauðanum. Vængur hans gagnsær utan um axlir systur minnar, stakar fjaðrir tímans lýstar af grænni skímu. Ég nudda þær við augun en tjöld míns dapra hugar bær- ast ekki. Ást á náttúrunni var systur minni eiginleg, hún bjó djúpt í skapgerð hennar, þótt ekki fengi hún notið hennar sem skyldi síðustu æviárin. Henni gat stundum orðið heitt í hamsi þegar verja þurfti ís- lenska náttúru gagnvart öflum sem hún taldi vera blind og skammsýn. Í minningunni sé ég litlu systur mína máta á sig ball- ettskó í stofunni heima í Skála- gerði. Foreldrar mínir höfðu gefið henni þessa fallegu skó. Það var sólskin úti, svaladyrnar stóðu opnar og mild golan bærði græn gluggatjöldin. Birt- an lék um grannar axlir hennar þegar hún æfði fyrstu sporin. Stoltur fylgdist ég með þessari léttu fjöður framan við glugga horfins dags. Í huganum finnst mér grænleitt ljós skína í gegn- um tjöldin. Aðeins stundarkorn enn, þá sleppi ég skýjunum. Í léttleika þeirra er líka viðnám sorgar minnar. Í laufi trjánna dylst grænn kuðungur í hvöss- um vindi. Ég handleik hann og ber hann við augu mín, þar sé ég systur mína. Farið þið ský yfir vötnin, hyldjúp vötnin. Við sendum Helga og Jökli innilegar samúðarkveðjur. Sveinbjörn og Dóra. Með þessum kveðjuorðum viljum við minnast Guðnýjar, okkar kæru vinkonu með þakk- læti í huga fyrir góðar og ógleymanlegar stundir, en hún lést nýlega á besta aldri eftir erfið veikindi undanfarin ár. Guðný var áberandi persónu- leiki með sterka réttlætiskennd. Hún ólst upp á menningar- legu heimili þar sem þjóðmálin voru krufin og rædd, en margar slíkar stundir úr Vesturberginu forðum daga eru okkur minn- isstæðar. Hún hafði góðan tón- listarsmekk, naut lesturs góðra bóka og var mikill fagurkeri. Hún átti auðvelt með að gleðjast með öðrum og sýndi mikið þakklæti í garð annarra. Guðný var fær teiknari og mikil handverkskona og lauk námi sem trésmíðakennari frá Kennaraháskóla Íslands. Hún stundaði list sína af mikilli alúð og eftir hana liggja mörg verk, aðallega teikningar. Nefna má sýningu hennar á blýantsteikningum sem haldin var í Ásmundarsal árið 1998 og vakti mikla athygli auk sýning- ar sem hún hélt á líknardeild Landspítalans á síðasta ári. Í verkum hennar má sjá ein- læga nálgun í vali á myndefni auk vandaðra vinnubragða. Mikil ánægja var af öllum saumaklúbbskvöldunum einu sinni í mánuði undanfarinn ald- arfjórðung auk menningarferð- anna á vorin og árshátíðanna með mökum okkar. Ekki má heldur gleyma hinum fjölmörgu sumarbústaðaferðum sem veittu henni og okkur margar ánægju- stundir, en hún sá alltaf um ljúffenga kjúklingasalatið. Jök- ull sonur hennar og Helgi sam- býlismaður hennar voru hennar stoð og stytta í gegnum erfið veikindi og það ber að þakka. Hugur okkar er einnig hjá Helgu aldraðri móður hennar og systkinum. Við viljum einnig minnast Guðnýjar með eftirfar- andi ljóði, Bjartar nætur. Á ljósa vornótt hugsa ég: Mál að sofa! Í sama bili heyri ég gaukinn gala og nýr dagur er runninn. (Japanskt ljóð, þýð. Helgi Hálfdanarson) Kæri Jökull, Helgi, Helga, Dóra, Bjössi og fjölskyldur, sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Auður, Ásdís, Elín Bára, Hafdís, Kristín og Sigríður (Sirrý). Til þín, elsku Guðný. Þú sem varst svo leitandi, listrænir hæfileikar þínir voru einstakir. Dauðinn hreif þig frá okkur svo snemma. Þrátt fyrir erfið veik- indi þín var listin þér lífsnauð- syn sem birtist í mörgum myndum þínum fram í andlátið. Fugl settist á grein útí garði og söngur hans vakti mig: Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perlug- lit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) „Í gömlu ljóði segir: „Talaðu við okkur um gleði og sorg. Og hann svaraði: Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin sem er uppspretta gleðinnar var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns þeim mun meiri gleði getur það rúmað … í heimi hér er meira af gleði en sorg … ég segi þér gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafn- vægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara (Khalil Gibran). Ég kveð Guðnýju okkar með þessum orðum og sendi ástvin- um hennar innilegar samúðar- kveðjur. Kveðja, Valgerður (Vala). Orð verða fátækleg þegar vinkona mín Guðný er kvödd, við vissum um hríð að þar yrði engu breytt. Við vorum sex ára gamlar þegar við kynntumst og þá eignaðist ég vin sem með ár- unum varð hluti af minni til- veru, síðan hafa liðið 48 ár. Ég man eins og það hafi gerst í gær þar sem við stóðum prúð- búnar í röð fyrir utan Háaleit- isskóla, sex ára hnátur að hefja skólagöngu. Guðný var um margt óvenjuleg kona, hún var skarpgreind og með sterkar skoðanir, listræn og með fág- aðan smekk. Við sex ára hnáturnar kom- um frá gjörólíkum aðstæðum. Guðný ólst upp á miklu menn- ingarheimili ásamt tveimur systkinum, þar sem bókmennt- ir, tónlist og myndlist skipuðu stóran sess. Þar var líka lagður grunnur að lífsviðhorfum henn- ar, þar sem réttlæti og um- hyggja fyrir þeim sem minna mega sín voru í fyrirrúmi. Guðný missti föður sinn ung að árum, og var það mikill missir. Dagurinn er mér ákaflega minnisstæður þar sem þetta var afmælisdagurinn minn, hún kom til mín og sagði mér að pabbi hennar væri dáinn. Við tókumst á við það með því að fara út að róla, róluðum og ról- uðum eins hátt upp í himininn og við gátum. Megi góður Guð leiða vin- konu mína inn á sóllendur himnanna og vaka yfir öllum sem eiga um sárt að binda. Hafdís Guðmundsdóttir. Við kynntumst sem unglingar og urðum vinir. Ég byrjaði að heimsækja hana oft og við urð- um ennþá betri vinir. Guðný kenndi mér margt, því hún hafði óvenjulegan og sérstakan smekk. Þessu tók ég eftir þegar ég fór að gramsa í plötusafninu hennar. Þar var greinilegt að vinsældalistar heimsins stjórn- uðu engu þar. Eini vinsældalist- inn sem var í gildi í þessu her- bergi var vinsældalistinn hennar. Tónlist frá Chile, Victor Jara, Edith Piaf, Louis Arm- strong, Al Di Meola og svo kannski Dave Brubeck. Her- bergið snyrtilegt og ekki mikið dót. Ég hafði aldrei kynnst svona manneskju og fannst smekkurinn forvitnilegur. Og svo vissi hún alltaf ein- hvern veginn hvernig hún vildi hafa allt. Litinn á herberginu og hvernig það væri málað án þess að það sæjust rendur, hvernig hún vildi hafa ritgerð- ina sem hún var að skrifa það og það skiptið. Reyndar kom ég þar inn í, þar sem hún var ekki góð að vélrita. Því var ég sjálf- skipaður vélritari en hún stjórn- aði hvað var skrifað og hvernig. Það var einmitt þetta – hvernig sem skipti hana svo miklu máli. Hvernig skrifað var og hvernig herbergið var á litinn. Einu sinni málaði ég her- bergið hennar, reyndi auðvitað að vanda mig af því ég vissi hversu vandlát hún var. Það stóð heima. Hún sá rendur þar sem ég sá engar. Lykt af rist- uðu brauði minnir mig alltaf á Guðnýju. Venjulega þegar ég heimsótti hana í Vesturbergið bauð hún upp á ristað brauð og mjólk. Brauðið varð auðvitað að vera mátulega dökkt og svo rétt magn af smjöri. Maður skynjaði strax ein- stakt samband systkinanna og Helgu mömmu þeirra. Kærleik- ur og virðing. Guðný hafði misst pabba sinn nokkrum árum áður en við kynntumst og það fór ekki framhjá mér hversu mikils hún mat hann. Ég var stráka- vinurinn hennar þessi ár og ég held að sá vinskapur hafi verið henni mikilvægur. Í það minnsta vona ég það. Fjöl- skyldu Guðnýjar votta ég mína dýpstu samúð. Sævar Magnússon. Okkur langar til að minnast Guðnýjar skólasystur okkar með nokkrum orðum. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni á árum okkar í Kennaraháskóla Íslands þar sem við sátum sam- an á skólabekk frá 1990-1993. Það sem við lærðum hvert af öðru í náminu hefur ekki síður gagnast okkur vel í störfum okkar en það sem námskráin bauð. Og við lærðum margt af Guðnýju. Við lærðum það hvernig hægt er með þraut- seigju og jákvæðni að sigra í erfiðum aðstæðum. Við sáum það hjá henni hversu dýrmætt það er að hugsa út fyrir kass- ann, að vera skapandi og öðru- vísi. Guðný hugsaði nefnilega öðruvísi og hún var oft okkur fremri í að koma með önnur sjónarhorn á málefnin sem við vorum látin kljást við í náminu. Hún var ekki feimin við að halda fram skoðunum sínum á sinn hógværa hátt, en var aldrei ýtin og sýndi skilning og virð- ingu gagnvart skoðunum ann- arra. Hún var oft aðhald þegar við töldum okkur hafa kortlagt rammann sem við vorum að undirbúa fyrir væntanlega nem- endur. Sem betur fer. Og eftir því sem líður lengra frá náms- árunum þeim mun betur kann maður að meta slíkt framlag. Guðný bjó yfir óvenjulegu listfengi og næmi fyrir fólki og náttúru sem ekki öllum er gefið. Hún skaraði fram úr okkur flestum í hugmyndaauðgi, teikningu, hönnun og vand- virkni í náminu, en F-bekkurinn hafði handverksgreinar sem sérsvið, og á námstímanum smíðaði hún fallega og óvenju- lega hannaða gripi, úr málmum, tré og leðri og fór þar ekki troðnar slóðir. Jákvæðni, heiðarleiki og ákveðið æðruleysi einkenndi Guðnýju mjög. Hún átti ekki alltaf auðvelda daga en hún reyndi að sjá það jákvæða í öllu. Jafnvel síðustu árin, þegar hún var orðin veik, þá tók hún því sem lífið rétti að henni með heimspekilegri ró og var stað- ráðin í að njóta hvers dags eins og henni framast var unnt. Hún tók þátt í stopulum en ógn- arskemmtilegum saumaklúbb- um okkar, hvar á landinu sem þeir voru haldnir. Og það sem við höfðum það skemmtilegt saman. Við munum alltaf minn- ast Guðnýjar skólasystur okkar með hlýhug og þakklæti fyrir það sem hún deildi með okkur af óeigingirni sinni og heiðar- leika. Við viljum votta Jökli syni hennar, sem hún var svo stolt af, og öllum aðstandendum Guðnýjar okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd F-bekkjar í Kennó 1990-1993, Birna Björnsdóttir og Sigrún Björk Cortes. Guðný Halldórsdóttir ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA SIGRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR, Didda, Hlíðarvegi 45, Ísafirði, sem lést fimmtudaginn 8. maí verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 17. maí kl. 14.00. Ólafur Guðjón Eyjólfsson, Sigrún Fjóla, Sigurjón Þórir, Oliver Hinrik, Brynjar, Kristján, Þórunn, Sóley, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn. ✝ Útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR bifvélavirkjameistara, Hnjúkaseli 11, Reykjavík, fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 16. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Karitas, www.karitas.is, sími 551 5606. Brynja Baldursdóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Haukur Sigurðsson, Jónína Guðmundsdóttir, Daníel Rafn Guðmundsson, Bergrún Lind Jónasdóttir, Tinna Rut, Sigurður, Telma Sif, Sæbjörn Rafn, Brynja Sól og Saga Lind. ✝ Ástkær bróðir okkar og frændi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON frá Ytra-Vatni, Skagafirði, lést mánudaginn 12. maí á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Útför fer fram frá Reykjakirkju laugardaginn 17. maí kl. 13.00. Systkini og systkinabörn. Jæja, elsku afi minn, nú ertu kom- inn til Guðs þar sem við munum svo hittast aftur. Þegar ég var lítill var ég mikið hjá ykkur ömmu í Sævið- arsundinu þangað sem mér fannst alltaf svo gott að koma. Meðan við fjölskyldan bjuggum í Noregi var venjan að dvelja hjá ykkur þegar við dvöldum á Ís- landi. Þá fórum við afi oft í sund í Laugardalslaugina. Mér er líka sérstaklega minnistætt hvar þú sast löngum stundum á morgn- ana við eldhúsborðið og lagðir Gísli J. Kjartansson ✝ Gísli J. Kjart-ansson fæddist 22. júlí 1934. Hann lést 20. apríl 2014. Gísli var jarðsung- inn 30. apríl 2014. spilakapal. Seinna kenndir þú mér líka að leggja tvo eða þrjá mismunandi kapla en þeir styttu mér síðan stundir á rigningardögum. Þú hafðir svo gaman af barna- börnunum, afi, en líka barnabarna- barni þínu en þú náðir að kynnast vel syni mínum, honum Ólíver Helga, og fyrir það er ég þakk- látur. Það var líka augljóst að þú naust þess þegar við heimsótt- um þig á líknardeildina þar sem við áttum síðustu stundirnar saman. Þær verða nú ekki fleiri að sinni, en ég óska þér góðrar ferðar þangað til við hittumst aftur. Gísli Rafn Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, "Senda inn minning- argrein", valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.