Morgunblaðið - 15.05.2014, Side 36

Morgunblaðið - 15.05.2014, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2014 Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í gær og er hún sú 67. í röðinni. Opnunarmynd hátíðarinnar í ár var Grace of Monaco og að venju var mikið um dýrðir á rauða dreglinum fyrir sýningu hennar, kvikmyndastjörnur og leikstjórar stilltu sér upp í sínu fínasta pússi fyrir ljósmyndaramergðina. Grace of Monaco, eftir leikstjórann Olivier Dahan, fjallar um leikkonuna Grace Kelly og hjónaband þeirra Rainier III prins af Mónakó. Myndin hefur hlotið heldur neikvæða gagnrýni það sem af er, m.a. í tímaritinu Empire þar sem segir að myndin sé oft sprenghlægileg þó hún eigi alls ekki að vera það. Þá hefur fursta- fjölskyldan í Mónakó einnig lýst yfir andúð sinni á myndinni, m.a. Stefanía prinsessa sem telur ranga mynd dregna upp af sambandi foreldra sinna í henni. 18 kvikmyndir munu keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullpálmann og er myndin um Kelly ekki þeirra á meðal. Gullpálminn verður afhentur við lok hátíðarinnar, 24. maí, ásamt öðrum verðlaunum og meðal leikstjóra sem myndir eiga í aðalkeppninni eru þungavigtar- mennirnir Mike Leigh, Ken Loach og David Cronenberg. Í flokkinum Un Certain Regard verður sýnd fyrsta kvikmynd Ryan Gosling leik- stýrir, Lost River, en hún var klippt hér á landi af Valdísi Óskarsdóttur, eins og frægt er orðið. Leikstjórinn Quentin Tarantino mun loka há- tíðinni með sérstakri sýningu á endurbættri út- gáfu spagettívestra Sergio Leone, A Fistful of Dollars, sem á 50 ára afmæli. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í gær með sýningu á kvikmyndinni Grace of Monaco Umdeild opnunarmynd Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Stjörnur Leikararnir Nicole Kidman og Tim Roth (lengst til hægri) á rauða dreglinum ásamt leikstjóranum Olivier Dahan prýddur höfuðfati. Skrautbúin Kvikmyndaleikkonan Jane Fonda skartaði sínu fegursta í tilefni dagsins. Pósur Sýningarstúlkur frá L’Oréal komu fram í glæsilegum kjólum og kepptust um athygli ljósmyndaranna á staðnum. Aðrir kvikmyndagestir létu sér fátt um finnast um allt tilstandið. Dómarar Meðal þeirra sem sitja í dómnefndinni í Cannes þetta árið eru Gael García Bernal, Jane Campion, Sofia Coppola og Leila Hatami. Sem drottningu sæmir Viðeigandi var að sjá íburðarmikla kórónu á rauða dreglinum. Aðdáun Augljóst var að aðalleikkonan, Nicole Kidman, átti hug og hjörtu áhorfenda sem fylgdust hugfangnir með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.