Morgunblaðið - 20.05.2014, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014
Minnst 32, börn átta ára og yngri, frá
borginni Fundacion í Kólumbíu fór-
ust á sunnudag þegar eldur varð laus
í rútu sem þau ferðust með. 18 kom-
ust út, meðal þeirra var bílstjórinn.
Hann hefur verið handtekinn en tal-
ið er að hann hafi reynt að gangsetja
bilaðan bílinn með því að hella elds-
neyti inn í vélina.
Borgarstjórinn í Fundacion sagði
að sumir þeirra sem sluppu út væru
illa brenndir en vonir stæðu til að all-
ir héldu lífi. Aðeins einar dyr voru á
rútunni og í ljós hefur komið að bíl-
stjórinn var ekki með ökuskírteini og
bíllinn var óskoðaður og ótryggður,
að sögn forseta Kólumbíu, Juan
Manuel Santos. Hann fór til Funda-
cion og hitti ættingja hina látnu.
„Þetta er harmleikur sem ekki
hefði átt að verða,“ sagði Santos.
Forsetakjör er á sunnudag, San-
tos býður sig fram til endurkjörs.
kjon@mbl.is
Yfir 30 fórust í rútu-
bruna í Kólumbíu
Flest fórnarlömbin voru börn
AFP
Harmleikur Kólumbískir lögreglumenn við flakið af rútunni og lík þeirra
sem fórust. Bílstjórinn var ekki með bílpróf og bíllinn var ótryggður.
Maliki
öflugastur
í Írak
Forsætisráð-
herra Íraks, Nuri
al-Maliki, sigraði
í þingkosning-
unum sem fram
fóru 30. apríl en
úrslit voru birt í
gær. Flokkur
Malikis hlaut 92
af alls 328 sætum
á þingi. Kjörsókn
var um 62% þrátt fyrir mikið ofbeldi
í aðdraganda kosninganna, um 3.500
manns hafa fallið það sem af er ári.
Um var að ræða fyrstu þingkosn-
ingarnar í Írak eftir að Bandaríkja-
menn drógu her sinn á brott. Er síð-
ast var kosið 2010 tók níu mánuði að
mynda nýja stjórn. Óvíst er hvort
ráðherrann myndar næstu sam-
steypustjórn þar sem margir stjórn-
málamenn eru ósáttir við hann og
segja hann reyna stöðugt að sölsa
undir sig aukin völd.
kjon@mbl.is
Nuri al-Maliki
Gæti tekið langan
tíma að mynda stjórn
Rússneskir ráða-
menn sögðu í
gær að herafl-
anum sem verið
hefur í við-
bragðsstöðu rétt
við austur-
landamæri Úkra-
ínu „við vor-
æfingar“ síðustu
vikurnar hefði
verið skipað að
halda aftur til herbúða sinna. En í
aðalstöðvum Atlantshafsbandalags-
ins, NATO, sögðust menn ekki hafa
orðið varir við breytingar.
„Því miður höfum við ekki séð
neinar vísbendingar um að Rússar
hafi byrjað að flytja þá á brott,“
sagði Anders Fogh Rasmussen,
framkvæmdastjóri NATO, í Brussel
í gær. Vesturveldin krefjast þess að
herinn hverfi á brott, þannig megi
draga úr spennu í Úkraínu.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
hefur alls þrisvar lýst því yfir að
herinn verði dreginn á brott en
aldrei hefur orðið úr því. Enn eru
átök víða í austurhluta Úkraínu og
úkraínskur hermaður féll í gær-
morgun við Slovjansk. kjon@mbl.is
Ekkert fararsnið
á herliði Pútíns
við landamærin
RÚSSLAND-ÚKRAÍNA
Anders Fogh
Rasmussen
Loftmynd af borginni Obrenovac, um 40 km suðvestur
af Belgrad, höfuðborg Serbíu, um helgina. Mestu flóð í
um 120 ár hafa valdið miklu tjóni í Serbíu, Bosníu-
Herzegóvínu og Króatíu síðustu daga. Vitað er að
minnst 37 manns hafa drukknað eða farist í aur-
skriðum. Víða hafa brýr og vegir sópast burt. Stjórn-
völd í löndunum hafa beðið um alþjóðlega aðstoð við að
bjarga fólki á verst stöddu svæðunum. Hermenn í Serb-
íu og starfsmenn orkuvera unnu í gærmorgun að því að
hlaða upp sandpokavörnum til að verja stærsta raf-
orkuver landsins, Nikola Tesla-verið, í Obrenovac en
búist var við að vatnsborðið myndi hækka enn í gær.
AFP
Raforkuver í hættu í Serbíu
Tugir manna hafa farist í mestu flóðum í 120 ár á Balkanskaga
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Stjórnvöld í Víetnam stöðvuðu í gær
harkaleg mótmæli sem efnt var til
gegn Kínverjum eftir að þeir komu
fyrir olíuborturni á umdeildu haf-
svæði við Paracel- og Spratly-eyjar á
Suður-Kínahafi sem bæði ríkin segj-
ast ráða yfir. Tveir Kínverjar hafa
fallið í Víetnam síðustu daga og kín-
versk skip og flugvélar fluttu í gær
um 3.000 kínverska borgara á brott.
Um 300 af forsprökkum mótmæl-
anna voru handteknir, að sögn víet-
namskra ráðamanna, og fjöldi lög-
reglumanna gætti þess að ekki yrðu
nein mótmæli við sendiskrifstofu
Kína í Ho Chi Minh í suðurhlutan-
um, áður Saigon. En efnt var til að-
gerða annars staðar í borginni.
Einn þátttakenda veifaði spjaldi
þar sem sagði að ef Bandaríkjamenn
styddu Víetnam eins og þeir studdu
á sínum tíma Suður-Víetnam í stríði
þeirra gegn kommúnistum í norðri
yrði hægt að sigra Kína. Maðurinn
var fjarlægður í snatri.
Kínverjar frá Víetnam
Stjórnvöld í Hanoi stöðva mótmæli sem kostað hafa tvo Kínverja lífið
Múgurinn ósáttur við að Kína hefji olíuleit við umdeildar eyjar á S-Kínahafi
AFP
Stans! Lögreglumenn handtaka
mótmælanda í Hanoi á sunnudag.
Upphaflega hrósaði kommúnista-
stjórnin í Hanoi mótmælendum fyrir
að sýna „ættjarðarást“. En múgur-
inn kveikti ekki aðeins í kínverskum
fyrirtækjum heldur réðst hann líka á
fyrirtæki í eigu Taívana, Malasíu-
manna og Japana. Hinir fyrstnefndu
hafa þegar krafist skaðabóta.
Mikið er í húfi fyrir Víetnam sem
reynir að laða til sín erlenda fjár-
festa er hafa nýtt sér lág laun í land-
inu. En bent er á að óeirðir geti fælt
þá frá landinu, þeir séu þá vísir til að
fjárfesta í öruggari ríkjum.
Mótmælum stýrt
» Víetnamar hafa síðustu árin
vingast mjög við Bandaríkja-
menn eins og fleiri þjóðir í SA-
Asíu sem óttast yfirgang Kína.
» 2012 réðst múgur á japönsk
fyrirtæki í Kína eftir að Japan
þjóðnýtti eignarhald á um-
deildum eyjum á A-Kínahafi.
Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is
Garðúðun
NÚ ER TÍMINN TIL ÞESS AÐ ÚÐA
GEGN TRJÁMAÐKI.
Trjámaðkur á það til að
leynast í blöðum trjáa á
þessum árstíma.
Trjámaðkurinn étur blöðin og
gerir það að verkum að þau verði ljót og
geta jafnvel eyðilagst.