Morgunblaðið - 20.05.2014, Page 18

Morgunblaðið - 20.05.2014, Page 18
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ríkið og sveitarfélögin gerðumeð sér samkomulag árið2011, sem miðaði að því aðjafna möguleika fólks til að leggja stund á tónlistarnám óháð búsetu. Samkomulagið, um eflingu tónlistarnáms, náði til hljóðfæranáms á framhaldsstigi og söngnáms á mið- og framhaldsstigi og fól í sér 480 milljóna króna framlag frá ríkinu, sem síðar var hækkað í 520 milljónir, en sveitarfélögin tóku í staðinn yfir verkefni fyrir 230 milljónir. Upp- haflega stóð til að framlag ríkisins nægði til að standa undir fyrrnefndu námi en fljótlega kom í ljós að nem- endafjöldi var umfram áætlanir og eftirspurnin meiri en menn höfðu gert ráð fyrir. Í kjölfarið kom upp ágreiningur um túlkun samkomulagsins en hjá ríkinu var sá skilningur lagður í málið að um viðbótarframlag væri að ræða, á meðan Reykjavíkurborg leit svo á að með fjárstuðningi sínum hefði rík- ið tekið námið upp á sína arma. Borg- in fékk rúmar 350 milljónir frá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga vegna samkomulagsins skólaárið 2013-2014 en hefur áætlað að til að fullfjár- magna námsstigin þurfi framlög vegna þeirra að aukast um alls 170 milljónir árið 2014. Í umsögn borgarinnar um frum- varp til laga vegna framlengingar á gildistíma samkomulagsins til loka árs 2014, segir m.a. að með framlagi sínu 2014 fjármagni ríkið 75% þess kennslumagns sem sótt sé um en hvorki ríki né borg séu „líkleg til að samþykkja ábyrgð á því fjármagni sem vantar án þess að fyrir hendi séu aðferðir til að stýra hversu mikið kennslumagn er samþykkt hverju sinni og þannig hafa áhrif á fjárhæð- ina.“ Þetta hefur aftur sett ákveðna tónlistarskóla í Reykjavík í vanda, þar sem námið er ekki fullfjármagnað og hvorugur aðili vill leggja til það sem upp á vantar. Hreinlegri verkaskipti „Okkar skilningur var klárlega sá að þarna væri ríkið að koma með fjármagn inn í verkefni sveitarfélaga, vegna þess að ríkið var ekki að taka að sér verkefni, heldur var það að styðja við verkefnið og draga úr þess- um göllum sem við köllum stundum átthagafjötra, eða girðingar milli sveitarfélaga,“ segir Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Hann segir að sveitarfélögin hafi farið fram á það á sínum tíma að ríkið tæki þennan aldurshóp nemenda að sér en ríkið hafi ekki haft vilja til þess og þess vegna hafi niðurstaðan orðið umrætt samkomulag. Það væri síðan hvers sveitarfélags fyrir sig að ákveða hvernig framlag ríkisins væri nýtt. „Hugsunin var sú að þetta ætti að dekka framhaldskennsluna en ef það gerði það ekki, þá væri það hvers og eins sveitarfélags að finna út úr því. Vegna þess að verkefnið, sam- kvæmt lögum, er ennþá verkefni sveitarfélaganna,“ segir hann. Halldór segir mikinn tíma og orku hafa farið í viðræður um fyrir- komulagið og að sínu viti væri betra að standa að málum með öðrum hætti. „Við höfum rætt það að það væri miklu hreinlegra og betra að þetta væri alfar- ið verkefni sveitarfélaganna og í staðinn fyrir að vera með samninga ár frá ári að semja um einhverja tilfærslu milli tekju- skatts og útsvars. Það færi í gegn- um Jöfnunarsjóð og þá væri bara alveg klárt að þetta væri verkefni sveitarfélaganna,“ segir hann. Hvorki ríki né borg vill leggja til meira fé Morgunblaðið/Golli Samkomulag Upphaflega var gert ráð fyrir að nemendur í umræddu námi yrðu um 700 talsins en þeir voru 961 skólaárið 2013-2014. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosningar áIndlandieru alltaf mikið fréttaefni, þó ekki væri nema fyrir þá staðreynd að kosningin er alltaf nokkrar vikur í fram- kvæmd vegna hins mikla fjölda sem kýs í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims. Kjörsóknin hefur aldrei verið meiri en nú, en um 550 milljónir manna nýttu sér atkvæðisrétt sinn og mun það vera mesti fjöldi sem tekið hefur þátt í slíkri kosn- ingu. Ekki verður annað sagt en að niðurstöðurnar séu skýrar. Congress-flokknum, sem ráðið hefur lögum og lofum í landinu frá því að það fékk sjálfstæði, hefur verið hafnað af kjós- endum, en flokkurinn fékk sína verstu útreið frá upphafi. Í hans stað hefur hinn íhalds- sami BJP-flokkur, með Na- rendra Modi í fararbroddi, fengið valdataumana í hendur, og skýrt umboð til breytinga. Ljóst er að Modi er einkum kjörinn til þess að bæta efna- hagslega stöðu Indlands, sem beið nokkurn hnekki á síðasta ári þegar gengi rúpíunnar féll ört. Hann hefur nokkra reynslu af slíkum viðsnúningi, en Modi gegndi embætti rík- isstjóra í Gujarat-ríki Indlands í þrettán ár, og náði þar mikl- um árangri. Hann mun þó lík- lega reka sig á það fljótt að erfiðara er að stjórna víðfeðmu landi en einum hluta þess. Modi mun eink- um þurfa að hafa föst og snör hand- tök á tvennu: Í fyrsta lagi að auka iðn- og tæknivæðingu Indlands, því þó að landið hafi verið á hraðri uppleið á síðustu árum, hefur það dreg- ist langt aftur úr helstu keppinautum sínum, þar á meðal nágrannanum í norðri, Kína. Í öðru lagi þarf bráð- nauðsynlega að bæta allar samgöngur og innviði lands- ins. Landið þarf aukið raf- magn, bætt skólakerfi og bættan aðgang almennra Ind- verja að hreinu vatni. Þessi tvö markmið haldast í hend- ur; aukin iðnvæðing getur stutt við skólakerfið og öfugt. Hugsanlega verður stærsta áskorun Modis þó að breyta lagaumhverfinu til hins betra, en ríkisbákn Indverja er í réttu hlutfalli við stærð landsins. Að sama skapi hindrar það hagvöxt landsins og kemur í veg fyrir að allir Indverjar geti notið ágóðans þegar hagur landsins vænk- ast. Nái Modi að uppfylla þær væntingar sem Indverjar hafa til hans, er ekkert því til fyrirstöðu að valdatíð BJP- flokksins verði löng og far- sæl. Að sama skapi er ljóst að Congress-flokkurinn mun þurfa að líta rækilega í eigin barm, vilji hann ná völdum á ný. Indverjar standa á tímamótum eftir stærstu þingkosn- ingar sögunnar} Sögulegur sigur Modis Í lok vikunnarmunu íbúar ríkja Evrópusam- bandsins ganga að kjörborðinu til þess að velja sér fulltrúa sína á Evrópuþingið í Strassborg. Einsýnt þykir að ásýnd þingsins muni verða nokkuð önnur eftir kosning- arnar en fyrir, þar sem lítil kosningaþátttaka og fjöldi jaðarframboða muni leggjast á eitt. Þá stefnir allt í að flokkar af ýmsum toga sem hafa litla trú á samrunaferli Evrópu muni verða fjölmenn- ir á þinginu. Kjörsókn til Evrópuþings- ins hefur verið lítil og eitt sem veldur því er að þátttaka í kosningunni skiptir litlu máli. Áhrif almennings á lagasetningu ESB eru hverf- andi, og þeim mun minni eftir því sem ríkið er minna. Í ný- legri úttekt Jótlandspóstsins kom fram að flest þau mál sem voru á oddinum í Dan- mörku fyrir kosningarnar 2009 hefðu vart komist til umræðu á Evrópuþinginu, hvað þá náð lengra. Peter Neder- gaard, prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn, sagði ástæð- una þá að dönsku flokkarnir væru í raun bara eitt lítið púsl í margra bita púsluspili, þar sem Evrópuþing- mennirnir hyrfu inn í stóru flokkasamstæðurnar á Evr- ópuþinginu. Það væri því þrautin þyngri fyrir Dani að fá sín hugðarefni á dagskrá, og enn verra mál að koma þeim í gegn. Í ljósi þessarar reynslu Dana hlýtur sú spurning að vakna hvaða áhrif Ísland myndi hafa á lagasetningu sambandsins. Íslenskir áhugamenn um aðild halda því fram að áhrifin yrðu mik- il, en segir það sig ekki sjálft að Íslendingar myndu fá enn færri púsl til þess að setja í spilið en Danir? Áhrifaleysi Dana á Evrópuþinginu mætti verða íslensk- um aðildarsinnum umhugsunarefni} Áhrifaleysið er nær algjört U m þessar mundir ríkir túrista- góðæri á Íslandi enda slá er- lendir ferðamenn stöðugt eldri met í gestakomum hingað og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Landið okkar fagra er að því er virðist svo brjálæðislega spennandi að ómögulegt er að segja hvenær hámarki verður náð í fjölda gistinátta. Auknar gjaldeyristekjur eru góðar og blessaðar út af fyrir sig en það verður samt sem áður að þreyta gullæðiskappið með forsjá því annars grefur ferðaþjónustan undan sjálfri sér og þá hættum við snimmhendis að vera hipp og kúl. Nú er ég einkum að tala um hótel í Reykjavík og þann ofsahraða sem verið hefur á nýbyggingu þeirra. Vissulega þurfa túristarnir sinn næturstað en fórnarkostn- aðinn við hvert nýtt hótel þarf að meta gaum- gæfilega. Er hann alltaf þess virði? Þessar hugleiðingar spruttu upp af fésbókarfærslu vinar míns sem um árabil rak verslun í úrvals húsnæði við Laugaveg 66, hvar hann reifaði aum örlög gamla plássins síns. Undanfarið ár hafa staðið framkvæmdir á efri hæðum hússins sem reyndust svo frekar til nær- umhverfis að umrædd verslun einfaldlega flæmdist á brott og auk þess er ásjóna hússins, verslunarglugg- arnir, ekki nema svipur hjá sjón. Þarna á víst að koma hótel, nema hvað. Við Íslendingar virðumst halda að endalaust megi ganga á auðlindir okkar af því við eigum botnlaust af heitu vatni, en allt snýst þetta um jafnvægi. Ef við gætum ekki að jafnvægi milli gistirýmis og versl- unarrýmis verður miðbærinn þeim mun minna spenn- andi og þá mun hratt ganga á auðlindina sem erlendir ferðamenn eru. Annað sorglegt dæmi um misráðna um- gengni um auðlind er hvarf kúluskíts í Mý- vatni. Mér hefur reyndar alltaf þótt þetta nafn helst til óheppilegt enda um sérlega fá- gætt náttúrufyrirbrigði að ræða. Á hinum staðnum þar sem stór kúluskítur er þekktur, í Akanvatni á Hokkaódó-eyju í Japan, heitir fyrirbærið „marimo“ sem merkir þangbolti, en það er önnur saga. Nú er kúluskíturinn horfinn úr Mývatni og er það líklega vegna næringarefnamengunar af mannavöldum. Þá má nefna stórfurðuleg áform um upp- byggingu sem á að eiga sér stað Hörpureitum við Austurbakka. Hafnarsvæðið hefur á skömmum tíma orðið að auðlind fyrir Reyk- víkinga, bæði með tilkomu Hörpu og ekki síð- ur hinnar fjölbreytilegu flóru verslunar og veitingarekst- urs sem þar er að finna. Fyrirhuguð þyrping af sérlega óaðlaðandi stórhýsum í einhvers konar sovéskum steypublokkastíl mun ekki gera annað en að byrgja sýn út á Faxaflóann, spilla opnu svæði sem má – vel að merkja – vera opið áfram og verða svo horn í síðu Hörpu og þyrnir í augum borgarbúa og -gesta. Vonandi munu hótelbyggingar rísa í hófi í miðborginni héðan af (ef þá nokkuð yfirleitt), vonandi nær blessaður kúluskíturinn sér á strik aftur í Mývatni og vonandi verða þau byggingaráform sem ég hef séð á Hörpu- reitum endurskoðuð. Vonandi verða þetta ekki allt dæmi um auðlindir okkar Íslendinga sem var gengið á uns skaðinn varð ekki bættur. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Af auðlindum og ágangi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Nýtt frumvarp um tónlistarskóla var á þingmálaskrá ríkis- stjórnarinnar fyrir nýafstaðið þing en samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningar- málaráðuneytinu mæltist fjár- mála- og efnahagsráðuneytið til þess að það yrði ekki lagt fram að sinni, þar sem þörf væri á að endurskoða fjárhagsleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga í víð- ara samhengi. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að ríkið og sveitar- félögin geri með sér sam- komulag til fimm ára í senn um fjárstuðning á fjárlögum vegna tónlistarnáms. Sam- komulagið myndi líklega fela í sér einhvers konar stýringu hvað varðar kennslumagn og/eða fjölda nem- enda og jafnvel kröf- ur um náms- framvindu. Samkomulag til fimm ára FRUMVARP Í BÍGERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.