Morgunblaðið - 20.05.2014, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014
Afmælisdagurinn verður óvenjulegur í ár því hann fer í aðverja ritgerðina mína en ég er að útskrifast með meistara-gráðu í lögfræði. Ætli ég slaki ekki á um kvöldið og við
fjölskyldan borðum eitthvað gott,“ segir Hanna Björg Konráðs-
dóttir, sem er 31 árs í
dag.
Hanna hlakkar til
sumarsins og stefnan
er sett á að veiða í
nokkrum ám enda
þykir henni fátt
skemmtilegra en að
vera úti í náttúrunni
og renna fyrir fisk. Í
sumar verður það í
Flekkudalsá, Geir-
landsá og Brynju-
dalsá. Í æsku fór hún
alltaf með föður sín-
um að veiða, en eftir
að hún kynntist eigin-
manni sínum, Jóhann-
esi Þórhallssyni, þá
kviknaði veiðiáhuginn
á ný. Hanna er mikið
fyrir útivist og stefna
þau hjónin á að
ferðast um óbyggðir
landsins í sumar með
dætrunum tveimur El-
ísabetu 7 ára og Ey-
dísi 3 ára.
Tónlistaráhugi
Hönnu er mikill en
hún spilar á fiðlu og
hefur á undanförnum
árum spilað mikið í
Keflavíkurkirkju með
organistanum Arnóri
Vilbergssyni. Hanna ólst upp í Keflavík og er búsett þar. Hún vill
hvergi annars staðar vera, en við sjóinn, þrátt fyrir að hjónin
keyri bæði til Reykjavíkur í vinnu. Undanfarið hefur Hanna einnig
unnið að prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ en hún skip-
ar 12. sætið. „Að taka þátt í prófkjörinu hefur kveikt pólitíska
ástríðu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og áhugavert og ekki
eins strembið eins og ég hafði búið mig undir.“
thorunn@mbl.is
Hanna Björg Konráðsdóttir er 31 árs
Fjölskyldan Afmælisbarnið Hanna ásamt
eiginmanni sínum, Jóhannesi og dætrum
þeirra tveimur, Elísabetu og Eydísi.
Ver meistararit-
gerð í lögfræði
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Alexandra Björk fædd-
ist 13. mars kl. 17.05. Hún vó 13 merk-
ur og var 47 cm löng. Foreldrar hennar
eru Dana Björk Erlingsdóttir og Einar
Líndal Aðalsteinsson.
Akureyri Rannveig Rut fæddist
25. ágúst. Hún vó 3.545 g og var 51 cm
löng. Foreldrar hennar eru Helga Rut
Sæmundardóttir og Reynir Sverrir
Sverrisson.
Þ
ór Bæring Ólafsson
fæddist í Reykjavík
20.5. 1974 en ólst upp í
Garðabæ. Þór var í Hof-
staðaskóla, Flataskóla
og Garðaskóla í Garðabæ, stundaði
nám við Fjölbrautaskólann í Garða-
bæ og útskrifaðist 1995. Árið 2007
útskrifaðist Þór úr Háskóla Reykja-
víkur sem rekstrarfræðingur og þá
tók við nám í Háskólanum á Akur-
eyri í viðskiptafræði með áherslu á
ferðaþjónustu en þaðan útskrifaðist
Þór 2010.
Starfsferill
Þór byrjaði snemma að vinna en
10 ára var hann byrjaður að bera út
Morgunblaðið í Holtsbúð í Garðabæ.
„Það var kannski þar sem fjölmiðla-
bakterían fór að láta kræla á sér en
stuttu síðar eða þegar ég var 13 ára
var ég með minn fyrsta útvarpsþátt
Þór Bæring Ólafsson, framkvæmdastjóri Gaman Ferða – 40 ára
EM kvenna í fótbolta Þór Bæring, Tinna Sól og Benjamín Bæring á leiðinni á landsleik Íslands og Noregs 2013.
Útvarpsmaður og
ferðaskipuleggjandi
Hlaupahópurinn MassaRun Þór Bæring, Valgeir Bergmann og Jón Óli
Ólafsson eftir maraþon sem þeir hlupu í Kaupmannahöfn árið 2012.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Örvar vöðva, styrkir þá og lyftir.
Meðferðin tekur 30-45 mínútur.
HYDRADERMIE
LIFT
Andlitslyfting
án skurðaðgerðar!
Snyrtistofur sem bjóða Hydradermie Lift meðferð og Guinot vörur:
Snyrtistofan Gyðjan – s. 553 5044
Snyrtistofan Ágústa – s. 552 9070
Snyrtistofan Hrund – s. 554 4025
Snyrtistofan Ársól – s. 553 1262
Snyrtistofa Marínu – s. 896 0791
GK snyrtistofa – s. 534 3424
Snyrtistofan Garðatorgi – s. 565 9120
Dekurstofan – s. 568 0909
Guinot-MC stofan – s. 568 9916
Snyrtistofan Þema – s. 555 2215
Snyrtistúdíó Önnu Maríu – s. 577 3132
SG snyrtistofa – s. 891 6529
Landið:
Snyrtistofa Ólafar, Selfossi – s. 482 1616
Snyrtistofan Abaco, Akureyri – s. 462 3200
Snyrtistofan Lind, Akureyri – s. 462 1700
Snyrtistofa Guðrúnar, Akranesi – s. 845 2867
Snyrtistofan Sif, Sauðárkrókur – s. 453 6366
www.guinot.is