Morgunblaðið - 20.05.2014, Side 28

Morgunblaðið - 20.05.2014, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2014 FYLGIFISK Á GRILLIÐ Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is Pantaðu tilbúna grillpakka Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-16.00 (Kópavogur) Lágmarkspöntun er fyrir 4 - grillpakka þarf að panta fyrirfram Pakki 1 - spjót Kryddlegið fiskispjót Fyllt kartafla Grískt salat Grillsósa 1.495 kr/manninn Pakki 2 - steik Kryddlegin laxasteik Kartöflusalat Grænmeti á grillið Grillsósa 1.695 kr/manninn Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þinn helsti kostur núna er hversu gott þú átt með að trúa á getu þína og horfa með bjartsýni fram á veginn. Farðu varlega í samskiptum þínum við vini og vandamenn. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef verkefnið sem blasir við þér er eitt- hvað sem þú hefur gert þúsund sinnum, leið- ist þér sem aldrei fyrr. Ef þú breytir hugs- unarhættinum, gætir þú skemmt þér betur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér hættir til að lifa í sjálfsblekk- ingu varðandi ástarsamband. Enginn er ey- land og þú þarft félagsskap eins og aðrir. Láttu það eftir þér að líða vel. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt einstakar uppákomur haldi lífinu spennandi, þá þarf sönn hamingja ekki á ut- anaðkomandi örvun að halda. Segðu það sem þér býr í brjósti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Djúpt innra með þér er vera sem langar til þess að spígspora. Sinntu þínum áhuga- málum og njóttu þess að vera ein/n með sjálfum/ri þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú veist betur en að bíða eftir því að hlutirnir gerist. Allt sem þú ert í dag, er af- leiðing þess sem þú varst í gær. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert eins falleg/ur og þér finnst þú vera – það eru góðar fréttir þar sem þér finnst þú æði í dag. Gæfa tengist nýjum vin- um, samskiptum við útlönd og ferðalagi um netið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að halda þig sem mest við skipulagða dagskrá en vertu um leið sveigjanleg/ur ef eitthvað kemur upp á. Hvað sem þú segir í dag, verður orðið breytt á morgun. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er tímabært að safna kröft- um og endurskipuleggja sig fyrir það sem eft- ir er af árinu. Gefðu þér líka tíma til að eiga samverustundir með fjölskyldunni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gerir miklar kröfur til þín og annarra og setur þér oft ströng skilyrði. Not- aðu daginn og farðu í leikhús, á íþrótta- viðburð eða í bíó. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er á hreinu að þú verður að taka á málum af fullri alvöru. Annars nærðu litlum eða engum árangri í starfi. Fáðu aðra með þér í lið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Farðu varlega í að kaupa hluti að óat- huguðu máli. Viðbrögðin sem þú færð eru til- finningaríkari en endranær. Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum, þar sem hann sólaði sig niðri á Austurvelli með ölglas í hendi. Einhvern veginn atvik- aðist það svo, að við fórum að tala um „aðkomu-bragarhætti“ eins og hækur. Ég kenndi honum þessa: Saman á þingi sátum heilan mannsaldur Jóhanna og ég. Hann brosti og bætti við: „Krían er komin!“ Skúli Alexandersson gáir til veðurs. Skúli er frá Hellissandi og sat lengi á þingi. Þar í hlaðvarpanum upp af Keflavíkurbjargi er mesta kríuvarp á Íslandi, ef ekki í heim- inum. Þá var röðin komin að mér: Vor er í lofti. Margæs sést á túnunum á Bessastöðum. Og karlinn: Kerlingin viðrar sjalið sitt á holtinu þar sem varðan stóð Og ég: Húsameistarinn hleypur Hofsvallagötu á eftir starra. Og karlinn. Á Lækjartorgi sá ég lögreglukonu hjóla á hjóli. „Glerhús“ kallast skemmtilegur háttur innfluttur og skýrir sig sjálfur, – línur eru fjórar og ríma saman tvær og tvær. Það er ein- kenni glerhúss að það hefur sagn- fræðilega skírskotun og/eða teng- ist nafnkunnri persónu lífs eða liðinni. Karlinn er kirkjurækinn og þekkir vel til: Séra Hjálmar dómkirkjugólfið skálmar og guðs orð gjörir að ríma við síðustu og verstu tíma. Ég var með hugann við næsta hús: Hún er þrálát og lífseig sú sögn að fjarvera forsætisráðherra sé æpandi þögn: - ég legg við eyra og langar að heyra. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á kvöldgöngu með karl- inum á Laugaveginum Í klípu „JÁ, ÉG FÉKK TÖLVUPÓSTINN FRÁ ÞÉR. VAR HANN Á DULMÁLI, EÐA ERTU BARA SVONA LÉLEGUR Í STAFSETNINGU?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ER KVÖLDMATURINN SEMSAGT TIL?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að þykjast vera að dansa við hann. ÞAÐ ER MAÐUR ÚTI AÐ SPYRJAST FYRIR UM STARF. HVAÐ KANN HANN FYRIR SÉR? HANN VINNUR VIÐ NIÐURRIF. HVAÐ ÆTLI ÉG GETI LABBAÐ LANGT? VIÐ KOMUMST ALDREI AÐ ÞVÍ.Eyðimerkurgöngu Arsenal laukum helgina þegar þetta forn- fræga enska knattspyrnufélag vann sinn fyrsta bikar í níu ár. Lagði Hull City 3:2 í úrlitaleik bikarkeppni enska knattspyrnusambandsins. Frá því Arsenal vann sinn fyrsta tit- il, enska meistaratitilinn 1930 undir stjórn Herberts heitins Chapmans er þetta næstlengsta þurrkatíðin í sögu félagsins. Sú lengsta stóð í heil sautján ár, frá 1953, þegar Arsenal varð enskur meistari, til 1970 að svo- nefndur Borgabikar Evrópu (Inter- Cities Fairs Cup) kom í hús. x x x Að vísu liðu tíu ár milli meistara-titla 1938-48 en þess á milli fóru aðeins fram tvö mót vegna heims- styrjaldarinnar síðari. Þetta var ellefti bikarmeistaratit- ill Arsenal sem jafnaði þar með met Manchester United. Fimm af þess- um titlum hafa unnist í tíð núverandi knattspyrnustjóra, Arsènes Weng- ers. Frakkann vantar nú aðeins einn sigur í viðbót til að jafna met Skot- ans George Ramsays sem vann bik- arinn sex sinnum með Aston Villa á árunum 1887 til 1920. x x x Enginn leikmaður hefur skoraðfyrir Arsenal í fleiri en einni úr- slitaviðureign um enska bikarinn. Ian Wright skoraði að vísu í báðum leikjum gegn Sheffield Wednesday 1993 en það var sama viðureignin. Á þeim árum var úrslitaleikurinn end- urtekinn lyki honum með jafntefli. Fredrik Ljungberg skoraði í tveimur bikarúrslitaleikjum í röð, gegn Liverpool 2001 og Chelsea 2002, en sá fyrrnefndi tapaðist. x x x Einn leikmaður hefur þó afrekaðað skora fyrir Arsenal í tveimur úrslitaleikjum, Skotinn Eddie Kelly. Hann gerði fyrsta mark Arsenal í 3:0 sigri á Anderlecht í síðari úrslita- leiknum í Borgakeppni Evrópu 1970 og fyrra markið í sigrinum á Liver- pool í úrslitum enska bikarsins ári síðar. Varð þar með fyrsti varamað- urinn til að skora í úrslitaleik þeirrar ágætu keppni sem er sú elsta í heim- inum. Kelly starfar nú við rúðuein- angrun í Torquay. víkverji@mbl.is Víkverji Augu Guðs hvíla á vegferð mannsins, hann horfir á hvert hans spor. (Jobsbók 34:21)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.