Morgunblaðið - 24.05.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 24.05.2014, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 4. M A Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  122. tölublað  102. árgangur  Sjö ár og sex tímar 10 RÁÐTILAÐ HALDAHREINU Borðedikvirkar vel semhreinsilögur * *Betra er aðryksuga í dagsbirtuen myrkri 16 PAVLOVURSIGURLAUGARMARGRÉTAR LANDIÐ OG MIÐIN 12 MATARBOÐ 32 PRJÓNASYSTUR ÍÓANUM GEFA ÚT BÓK MAÍ Hversu velþekkirðufugl ? 25. JÓHANNA GUÐRÚN 2 ALLARMÖMMUR ÞURFAAÐ DJAMMA L 2 SUNNUDAGUR F ALDREIAFTUR MEGRUNEBBA GUÐNÝ 34 RASISMI ERVANDAMÁLÁ ÍSLANDIKNATTSPYRNUMAÐURINN PAPEMAMADOU FAYE VARÐ OFT FYRIRAÐKASTI FRÁ FORELDRUM MÓTHERJAÍ YNGRI FLOKKUM. HANN NÝTTIMÓTLÆTIÐ OG ER STERKARI FYRIRVIKIÐ EN VILL AÐ ÍSLENDINGARHORFIST Í AUGU VIÐ VANDANN 50 * 60 ÁR FRÁ FYRSTU PLÖTUNNI ERÓTÍSK MYND- LISTARSÝNING Í KUNSTSCHLAGER ALGJÖR BOMBA 49RAGGI BJARNA 12 Morgunblaðið/Kristinn Fordómar Pape Mamadou Faye, Víkingi.  „Það er rasismi á Íslandi og löngu tímabært að við horfumst í augu við það vandamál. Ég hef hins vegar aldrei látið mótlæti af þessu tagi brjóta mig niður, þvert á móti hef ég notað það sem hvatningu og til að standa mig ennþá betur. Rasisminn hefur gert mig sterkari.“ Þetta segir Pape Mamadou Fa- ye, leikmaður Víkings, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins. Pape er fæddur í Senegal en hefur búið hér frá ellefu ára aldri. „Þegar ég var þrettán eða fjór- tán ára fór að bera á fordómum í minn garð. Inni á vellinum kom fyrir að andstæðingar mínir fóru yfir strikið og í áhorfendastúk- unni létu foreldrar og aðrir áhorfendur ekki sitt eftir liggja. „Það var mjög sárt að upplifa þetta en í miðjum leik var lítið sem ég gat gert. Kári Jónasson þjálfari tók hins vegar upp hanskann fyrir mig á hliðarlín- unni og lét áhorfendur gjarnan hafa það óþvegið. Ég er honum þakklátur fyrir það.“ Rasismi er vanda- mál á Íslandi AGS sé bjartsýnni » Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra segir AGS telja horfurnar í hag- kerfinu bjartari en áður. » Hann boðar frekari aðgerðir í byggðamálum á næstu árum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir brýnt að gæta áfram aðhalds í ríkisfjármálum á næstu árum og tryggja að fjármál ríkisins ýti ekki undir verðbólgu. Nýir kjarasamningar séu innan settra verðbólgumarkmiða. „Við getum á mjög skömmum tíma sveiflast úr samdráttarskeiði yfir í þess háttar uppgangstíma, að við þurfum að fara að gæta að okkur, að valda ekki beinlínis verðbólgu með því að slaka á aðhaldinu,“ segir Bjarni og bendir á að hagvaxtartölur fyrir 2013 og 2014 séu jákvæðari en „hægt var að gera ráð fyrir fyrir ári“, þegar ný ríkisstjórn tók við. Bjarni segir aðspurður ekki sjálf- gefið að ríkisskuldir muni minnka jafnhratt á næstu árum og nýlegar spár hafa gefið til kynna. „Það gerist ekki af sjálfu sér að mikið svigrúm skapist til að greiða niður skuldir. Það er hins vegar for- gangsatriði í mínu ráðuneyti að finna leiðir til að lækka skuldir og draga úr mikilli vaxtabyrði ríkissjóðs. Í því samhengi er sala á hlut ríkisins í Landsbankanum ein lykilaðgerðin,“ segir Bjarni sem telur brýnt að tryggja áfram sátt á vinnumarkaði. MÞjóðarskútan komin á ... »4 Ríkið ýti ekki undir þenslu  Fjármálaráðherra boðar áfram aðhald í ríkisfjármálum  Aukin umsvif ríkis geti kynt undir verðbólgu  Ekki sjálfgefið að ríkisskuldir lækki hratt næstu ár Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Framtíð Lilja Sigríður Einarsdóttir og Sólrós Vaka Birkisdóttir með ný- borin lömb á Móeiðarhvoli. Nýtt, stórt fjós sem byrjað er að byggja á bænum Móeiðarhvoli II í Rangárþingi eystra er hannað með það í huga að þar sé hægt að hýsa stærri kýr en þær íslensku, einhvern tímann á líftíma hússins. Básarnir eru lengri og breiðari en hefðbundið er. Birkir Arnar Tómasson bóndi segir að íslensku kýrnar mjólki ekki nógu mikið og þurfi að kynbæta þær með innfluttu erfðaefni. Meiri framkvæmdahugur er í kúa- bændum en verið hefur undanfarin ár. Aukin sala mjólkur á innlenda markaðnum og tækifæri til útflutn- ings ýta undir það. Fá ný fjós hafa verið byggð síðan fyrir bankahrun. Nú er hafin bygging nokkurra stórra og meðalstórra fjósa á Suður- og Norðurlandi. Fjósið á Móeiðar- hvoli er byggt yfir 130 kýr og tvo mjaltaþjóna og gert ráð fyrir þeim möguleika að tvöfalda kúafjöldann og nota fjóra mjaltaþjóna. „Mér finnst bjart framundan. Það hlýtur að verða vöxtur í matvæla- framleiðslu og meiri markaður en er í dag,“ segir Birkir Arnar. »14 Byggt yfir stærri kýr  Framkvæmdahugur í kúabændum  Byrjað á fjósum „Það kom fjöldi fólks og opnunin lukkaðist ákaf- lega vel,“ sagði Kristín Jóhannsdóttir, forstöðu- maður Eldheima í Vestmannaeyjum. Safnið var opnað formlega í gær og verður opnað almenn- ingi klukkan 11.00 í dag. Safnhúsið er alls 2.000 fermetrar og var byggt yfir hús sem stóð að Gerðisbraut 10 og grófst undir vikri í gosinu en var síðar grafið upp. Auk minja um Heimaeyjargosið 1973 er sýn- ing um Surtseyjargosið 1963 og um jarðsögu Vestmannaeyja í Eldheimum. Gert er ráð fyrir um 15.000 gestum á þessu ári. »20 Safn um eldsumbrotin á Heimaey og í Surtsey Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Vestmannaeyjum í gær  Afar misjafnt er eftir sveit- arfélögum á sunnanverðu landinu hvaða málefni einkenna helst kosninga- baráttuna. Í Reykjanesbæ eru það einkum at- vinnu- og húsnæðismál, í Árborg er áhersla á velferðarþjónustuna og í Vestmannaeyjum eru samgöngu- mál ofarlega á baugi. »22-23 Mörg mál brenna á Sunnlendingum Nýjasta verk myndlistarmannsins Matthews Barneys, kvikmyndin RIVER OF FUNDAMENT, verður sýnd á Listahátíð á þriðjudaginn. Listamaðurinn mun sjálfur kynna myndina, sem er í grunninn róttæk endursköpun á Ancient Evenings, skáldverki Normans Mailers um egypska guði, en sögusviðið er bandarískar stórborgir. Myndin er samstarfsverkefni Bar- neys og tónskáldsins Jonathans Beplers en í einkaviðtali við Morg- unblaðið sagði Barney að þegar hann las Ancient Evenings hefði honum liðið eins og hann væri með óperu í höndunum. Hann segir verkið í kjarna sínum fjalla um um- breytingu. „Þarna er á ferð útskiptan- leiki landslags og persóna, á ólíku ástandi, sem er fyrir hendi í tiltek- inni persónu og í breytilegu lands- lagi, sem mér finnst mjög heillandi.“ »52 Nýjasta verk Matthews Barneys sýnt á Listahátíð Matthew Barney

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.