Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Maðurinn þarf alltaf að kanna
ókunnar slóðir og nema lönd. Það
býr bókstaflega í eðli okkar. Mér
finnst því mjög gaman að gera þess-
ari könnun skil með sýningu,“ segir
Örlygur Hnefill Örlygsson, stofn-
andi og safnstjóri The Exploration
Museum sem verður opnað á Húsa-
vík í dag, laugardag. Forseti Íslands
og ráðherrar verða meðal gesta við
opnunina.
Í frægðarför frá Íslandi
Könnunarsafn gæti verið lausleg
þýðing á heiti safnsins, þar sem
brugðið er ljósi á sögu geimferða,
kapphlaupið á pólana og leiðangra
norrænna víkinga fyrir þúsund ár-
um eða svo. Upphaf þessa verkefnis
er að árið 2011 stóð Örlygur Hnefill
að sýningunni Geimfarar í Þingeyj-
arsýslu. Þar voru uppi ýmsar mynd-
ir og munir sem tengjast æfinga-
ferðum geimfaraefna NASA hingað
til lands í aðdraganda Appolo-
ferðanna til tunglsins frá 1969 og
næstu ár þar á eftir.
Ferðir geimfaranna hingað til
lands voru tvær, sú fyrri 1965 og hin
tveimur árum síðar. Meðal þeirra
sem komu voru Neil Armstrong og
Buzz Aldrin og með þekkingu frá Ís-
landi héldu þeir í sína frægðarför til
tunglsins í júlí 1969.
„Geimferðirnir til Íslands eru
staðreynd sem hefur alltaf heillað
mig – og sjálfsagt er bæði satt og
rétt sem hefur verið haldið fram að
afrek Armstrongs, sem fyrstur
manna sté fæti á mánann hafi líklega
meiri sögulega þyngd en landa-
fundir Kristófers Kólumbus. Og það
er heillandi að rætur þessa ævintýr-
is eru íslenskar,“ segir Örlygur.
Á safninu nýja verður leitast eftir
að skoða hlutverk Íslands í könn-
unarsögu heimsins. Fyrstur manna
sem til Íslands kom segir Örlygur
Hnefill að hafi sennilega verið hinn
sænski Garðar Svavarsson sem
sigldi á Skjálfanda þar sem nú er
Húsavík. Leysingi hans Náttfari
varð eftir á Íslandi og tók sér ból-
festu hér – talsvert á undan Ingólfi
Arnarsyni. Samt hefur Náttfari allt-
af verið fótnóta í sögunni en verða
nú á sýningunni gerð verðug skil.
Á báða pólana
Þá hafa pólferðirnar einnig ís-
lenska skírskotun; Íslendingar hafa
farið á þá báða og meðal muna sem
því tengjast og verða á Húsavíkur-
safninu er úlpa Vilborgar Örnu Giss-
urardóttur sem hún klæddist í hinni
frækilegu suðurpólsför sinni fyrir
tveimur árum.
Kanna nýjar lendur verald-
arinnar í safninu á Húsavík
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Geimfari Örlygur Hnefill Örlygsson á safninu The Exploration Museum Húsavík sem verður opnað í dag.
Appolo-áætlunin og úlpa frá Vilborgu Önnu Atburðir með sögulega þyngd
Hjá NASA, geimvísindastofnun
Bandaríkjanna, var talið að jarð-
myndunum á tunglinu og íslenskum
eldfjallaslóðum gæti svipað saman.
Sú var rót æfingaferða tunglf-
araefna stofnunarinnar, manna
sem síðar héldu hátt upp í geim.
Þegar til tunglsins var komið kom í
ljós að náttúrufar þar og á Íslandi
var ólíkt. Öðru er þó haldið fram í
daglegu tali, enda þarf góð saga
ekki alltaf að gjalda sannleikans.
Náttúran á tungli ólík Íslandi
GEIMFERÐAÁÆTLUNIN NÁÐI HINGAÐ TIL LANDS
Landkönnun Geimfarar við Herðubreið.
Aðalfram-
kvæmdastjóri
UNESCO, Irina
Bokova, kemur
til landsins um
helgina. Hún
mun m.a. hitta
ráðhera að máli
og sitja kvöld-
verðarboð for-
seta Íslands. Á
mánudaginn mun Bokova tala á
opnum fyrirlestri í Hátíðarsal Há-
skóla Íslands. Fyrirlesturinn er öll-
um opinn og hefst kl. 16.
Stjórnandi UNESCO
heimsækir Ísland
Irina Bokova
Stjórn verkefnisins Hæg breytileg
átt býður til opinnar samræðu um
íbúðir og íbúðahverfi framtíð-
arinnar á tveimur fundum í dag, kl.
10 í Iðnó og kl. 13 í Gasstöðinni við
Hlemm. Kynntar verða hugmyndir
og tillögur að íbúðum og hverfum
sem eru á vinnslustigi. Í kjölfarið
verða pallborðsumræður.
Fundir um íbúða-
hverfi framtíðar
Metal kertahús
32cm
Vegghorn
Púði
50 x 50 cm
Viðarbakkar
Rugguhestur
38cm
Veggmynd
93 cm
Kertaglös m. texta
Buddha höfuð
20 x 30 cm
www.danco.is
Heildsöludreifing
Viðarklukka „Home“
120 x 59 x 4 cm
Fyrirtæki og verslanir
Við eigum mikið úrval af fallegri gjafavöru
Viðarlugt
31 x 37 cm
TIL SÖLU:
Gott tækifæri fyrir duglega menn.
Áhugasamir hafi samband við Jens Ingólfsson,
jens@kontakt.is, símar 414 1200 og 820 8658.
ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI
Í BYGGINGARIÐNAÐI
Til sölu er rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði
sem annast m.a. steinslípun í nýbyggingum og háþrýstiþvott.
Góð verkefnastaða og ágætur hagnaður.
2-3 starfsmenn auk eiganda.
Tilvalið tækifæri fyrir duglegan mann með
verkstjórnarhæfileika og áhuga á að fara með eigin rekstur.
Auðveld kaup.
H
a
u
ku
r
0
5
.1
4
Fundur forsætisráðherra Norður-
landanna verður haldinn við Mý-
vatn mánudaginn 26. maí í boði Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar
forsætisráðherra.
Á fundinum verða norræn mál-
efni til umfjöllunar en einnig efna-
hagsmál og stjórnmálaþróun í Evr-
ópu. Á þriðjudag eiga forsætis-
ráðherrarnir fund í Hofi á Akureyri
með formönnum landsstjórna Fær-
eyja, Grænlands og Álandseyja,
framkvæmdastjóra Norrænu ráð-
herranefndarinnar og forseta
Norðurlandaráðs.
Mývatn Forsætisráðherrar Norðurlanda
hittast í Mývatnssveit á mánudag.
Forsætisráðherrar
hittast við Mývatn
Aukablað
alla þriðjudaga