Morgunblaðið - 24.05.2014, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014
Traust á getu fólks
til að taka ákvarðanir
um eigin framtíð er
einn af grundvall-
arþáttum lýðræðisins.
Núna á sunnudag
munu borgarar Úkra-
ínu ganga að kjörborð-
inu til að kjósa sér nýj-
an forseta í kosningum
sem án efa eru meðal
þeirra mikilvægustu í sögu landsins.
Allir Úkraínubúar ættu að taka þátt í
því að móta framtíð eigin ríkis.
Það gleður mig að kjörstaðir verða
opnir í yfir 90 prósent kjördæma
landsins, að Krímskaga und-
anskildum. Horfur eru á að kosning-
arnar geti farið eðlilega fram í yf-
irgnæfandi meirihluta hinna 25
héraða Úkraínu. Það er líka gott að
heyra að úkraínska
þingið hefur efnt til sér-
stakra ráðstafana til að
gera íbúum á Krím
kleift að kjósa.
Eftir margra mánaða
fréttir af óstöðugleika,
sem undirróður Rússa
kynti undir, er auðvelt
að gleyma því að frið-
sælt hefur verið í
stórum hlutum Úkra-
ínu. Út um allt í þessu
víðfeðma landi hefur
fólk almennt haldið sínu
striki. Jákvæðar niðurstöður út eft-
irlitsleiðöngrum sendimanna ÖSE,
þar á meðal frá Íslandi, votta að þetta
eru marktækar kosningar sem upp-
fylla alþjóðlega staðla um undirbún-
ing og framkvæmd. Kjósendur hafa
úr breiðu úrvali frambjóðenda að
velja, sem standa fyrir ólíkar skoð-
anir sem miðlað er til kjósenda í sjálf-
stæðum fjölmiðlum. Það eru því allar
forsendur uppfylltar til að nið-
urstöður kosninganna muni end-
urspegla raunverulegan vilja úkra-
ínsku þjóðarinnar.
Þessar kosningar eru þannig til
komnar að fyrri forseti flúði af hólmi
eftir áralanga gerspillta stjórnartíð.
Þjóðþing Úkraínu, kjörið lögmætri
kosningu, brást við á réttan hátt með
því að boða til þessara kosninga og
skipa bráðabirgðaríkisstjórn. Hún
bað um og fékk stuðning langstærsta
hluta alþjóðasamfélagsins fyrir að-
gerðum sínum í þessu millibils-
ástandi. Rússneska sambandslýðveld-
ið nýtti tækifærið til að innlima Krím
með ólögmætum hætti og espa til
ófriðar víðar í suður- og austurhluta
Úkraínu.
Herskáu aðskilnaðarsinnarnir í Do-
netsk og Luhansk eru ekki fulltrúar
íbúa þessara héraða, hvað þá Úkraínu
allrar. Nýleg skoðanakönnun sýndi að
70 prósent íbúa Austur-Úkraínu vildu
áfram tilheyra Úkraínu. En þrátt fyr-
ir það reyna þessir svokölluðu að-
skilnaðarsinnar – sem lúta forystu
manna sem hvað búnað, þjálfun og
hegðun varðar gefa ástæðu til að ætla
að séu liðsmenn rússneskra sérsveita
– vísvitandi að grafa undan stöð-
ugleika í Úkraínu. Sums staðar hafa
þeir efnt til hlægilegra tilrauna til
þjóðaratkvæðagreiðslna og sett á fót
skrípa-ríkisstjórnir. En vandamálið
er að þetta er sannarlega ekkert gam-
anmál: Þeir hafa drepið, rænt og mis-
þyrmt þeim sem andæft hafa hinum
sjálfsyfirlýstu lénsveldum þeirra.
Þeir hafa látið fordæmingu Flótta-
mannahjálpar SÞ og alþjóða-
samfélagsins sem vind um eyru þjóta
og ofsótt og tekið í gíslingu blaða-
menn, kjörna fulltrúa og starfsmenn
kjörstjórna. Þessir misindismenn
hafa ekki hikað við að beita glæpum
eins og að ræna banka, stela vopnum
og haga sér eins og mafíugengi.
Fólk hefur af því lögmætar áhyggj-
ur í Úkraínu af hvernig tryggja megi
að öll þjóðin fái sagt sitt álit, og að
framtíðarstjórnskipan landsins tryggi
með skilvirkum hætti að allir íbúar og
öll héruð landsins eigi sér jafnréttháa
fulltrúa á landstjórnarstiginu. Það er
mikilvægt að íbúar austur- og suður-
hluta landsins, sem höfðu áhyggjur af
því hvert landið væri að stefna, eigi
sér fulltrúa á landstjórnarstiginu og
að á þá sé hlustað.
En ríkisstjórn og þjóðþing Úkra-
ínu hafa brugðist við; margvísleg lög
hafa verið sett sem eiga að tryggja
að allir landshlutar eigi sér málsvara
í höfuðborginni og við höfum nú þeg-
ar séð þjóðarsáttarferli sett af stað,
sem fulltrúar frá öllu landinu taka
þátt í, þar á meðal talsverður fjöldi
frá Austur-Úkraínu. Úkraínumenn
eru með réttu að reyna að finna sínar
eigin lausnir á vandamálunum sem
þeir standa frammi fyrir, og alþjóða-
samfélagið verður að gefa þeim svig-
rúm til að ljúka því ferli.
Þetta er ástæðan fyrir því að við
höfum áhyggjur af því að stjórnvöld í
Moskvu séu að ala á andrúmslofti
ótta, með stuðningi áróðursher-
ferðar sem hefur af ásetningi blásið
upp meintan stuðning íbúa í héraði
við aðgerðir aðskilnaðarsinna og
gert lítið úr samhug úkraínsku þjóð-
arinnar.
Úkraína er fullvalda, sterkt og
sameinað ríki. Þegar Úkraínumenn
ganga að kjörborðinu á sunnudag
munu þeir, sama hverjum þeir veita
atkvæði sitt, vera að kjósa með
Úkraínu.
Fyrr í þessum mánuði lýsti Pútín
Rússlandsforseti kosningunum sem
„skrefi í rétta átt“. Úkraína þar sem
stöðugleiki, velmegun og friður ríkir
er keppikefli allra þeirra sem hags-
muna eiga að gæta í þessum heims-
hluta. Þessar kosningar eru mik-
ilvægur áfangi á leiðinni að því
marki. Úkraínumenn hafa rétt á að
ráða framtíð sinni sjálfir.
Nýtt upphaf fyrir Úkraínu
Eftir David
Lidington
»Úkraína þar sem
stöðugleiki, velmeg-
un og friður ríkir er
keppikefli allra þeirra
sem hagsmuna eiga að
gæta í þessum heims-
hluta.
David Lidington
Höfundur er Evrópumálaráðherra
Bretlands.
Bréf til blaðsins
Það eru að koma
kosningar og aft-
ur heyrist sami
söngur hinna
góðu frambjóð-
enda, um að þeir
ætli að huga að
öryrkjum og öldr-
uðum, ja svei, ég
kannast við þenn-
an söng á háum
tónum sóprans,
en þegar fólkið kemst að verður
röddin fölsk og niður fyrir bassann.
Á meðan þingmenn bulla út og suður
um osta og matarkörfu, þá eru auð-
menn að eignast hitt og þetta af auð-
lindum landsins. Því er landinu ekki
stjórnað? Takið kvótann af Vísi fyrst
þeir koma svona fram. Setjið þak á
húsaleiguverð, kannski að það séu
börn og barnabörn þingmanna og
auðmanna sem eru að græða, þannig
að ekkert er gert í því. Takið á versl-
unareigendum sem sífellt hækka
verð. Komið í veg fyrir arðrán á öldr-
uðum. Hvert eru auðlindir landsins
að fara ? Hættið þessari forræð-
ishyggju með fjölskyldur landsins.
Þið eruð að ala upp fólk sem enda-
laust þarf að sjá um. En það fækkar
vinnandi höndum, sem eiga að
standa undir kröfum ykkar. Árni
Páll sagði að sorglegt væri hvað
margir hættu námi til þess að fara í
vinnu. „Vinnan göfgar manninn.“
Hver á að vinna grunnstörfin? Þeir
bulla margt þingmennirnir. Við eig-
um víst öll að læra viðskipta- og lög-
fræði og nýta klækina sem þar lær-
ast á hina óskólagengnu. Mikill er
hrokinn. Nú er fólk tryllt yfir ferða-
málum landsins, allir með dollara í
augunum. En botninn getur snögg-
lega dottið úr þeirri atvinnugrein,
það hefur sýnt sig hjá öðrum þjóð-
um. Aftur að Alþingi, utanríkismál
virðast léttvæg miðað við aðstoð-
arfólk ráðherra. Þarf ekki í það ráðu-
neyti reynt, eldra og klókt fólk?
Eygló Harðardóttir er ósköp við-
kunnanleg, en ekkert kemst í fram-
kvæmd af því að hún talar bara og
talar. Ekki er komin leiðrétting til
handa öryrkjum og öldruðum, ekki
er búið að aftengja lífeyrisgreiðslur
frá bótum. Ríkið tekur skatt af líf-
eyrissjóðsgreiðslum og lækkar líka
bótagreiðslur, sami eigandi, það er
ríkið margtekur af því sem fólk fær.
Í raun ætti fólk sem er undir 200.000
krónum á mánuði að vera skattlaust.
En er eitthvað gert? Þið hafið það
sjálf svo gott og auðvelt er að segja
við aðra: „Þetta er nóg handa þér.“
Ég ætla ekki að kjósa og taka þátt í
þessum skrípaleik lengur, það er
komið nóg. Búin að hlusta á sömu
þvæluna í 50 ár, eða frá 17 ára aldri.
Hvað varðar ESB, ætlið þið líka að fá
undanþágur frá því að Evrópubúar
kaupi hér jarðir og komi með sína
dýrastofna ? Þið lýðræðisgargandi
rithöfundar og háskólafólk skuluð
hugsa um að það sem við eigum get-
um við misst á sekúndubroti. Of dýrt
er að fórna landinu fyrir osta, styrki
og hina frægu matarkörfu.
STEFANÍA JÓNASDÓTTIR,
Sauðárkróki.
Ýmislegt
Frá Stefaníu Jónasdóttur
Stefanía
Jónasdóttir
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS
…OGÞÚVELURLENGRI LEIÐINAHEIM.
HENTAR MJÖG VEL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR ÞAR SEM „MICRO“ FJAÐRANDI STELLIÐ
ÉTUR Í SIG GRÓFA MALBIKIÐ OG GERIR HJÓLAFERÐINA ENN ÞÆGILEGRI
ÞÚ NÝTUR ÞESS
AÐ MOKA INN KÍLÓMETRUNUM
Á CANNONDALE SYNAPSE.
229.900.-
TILBOÐ
47,4 fm sumarhús í landi Svartagils með glæsilegu útsýni.
Lóðin er 2.500 fm eignarlóð.
Hitaveita, ofnakerfi, stór sólpallur og heitur pottur.
Óskað er eftir tilboði í húsið og skal því skilað inn á skrifstofu Mikluborgar Lágmúla 4
fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 4. júní. Tilboðum verður svarað þann 5. júní.
Seljandi áskilur sér rétt til að taka hæsta tilboði eða hafna öllum.
Lágmúla 4 www.miklaborg.is
Básar 11 - Borgarbyggð - Tilboð óskast3 1 1Borgarnes
OPIÐ HÚS
Laugardag 24. maí 14:00 - 16:00
Allar nánari upplýsingar veitir
Heimir H. Eðvarðsson
sölufulltrúi
sími: 893-1485
heimir@miklaborg.is
Óskar R. Harðarson
hdl. og löggiltur fasteignasali
Ekið er fram hjá Hreðavatnsskála
í Borgarfirði og beygt inn fyrsta
afleggjara til hægri. Sumarhúsa-
byggð sést á hægri hönd.