Morgunblaðið - 24.05.2014, Page 36

Morgunblaðið - 24.05.2014, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Kær vinur og vinnufélagi, Aðal- björn Kjartansson, er fallnin frá langt um aldur fram. Kynni okkar Aðalbjörns hófust þegar það kom í hlut undirritaðs og Gunnars Dungal, forstjóra Pennans, að ráða Aðalbjörn í starf lagerstjóra húsgagnala- gers Pennans fyrir síðustu alda- mót. Aðalbjörn gegndi ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Pennann á þeim tíma sem hann var hjá Pennanum. Eftir að hafa gegnt lagerstjórastarfinu í nokkur ár söðlaði Aðalbjörn um og réði sig viðskiptastjóra í söluteymi hús- gagna. Að lokum og í ljósi mik- illar reynslu og hæfileika var svo Aðalbirni boðin staða vöru- stjóra húsgagna og gegndi hann þeirri stöðu þar til hann lét af störfum hjá Pennanum vegna aldurs. Aðalbjörn var einstak- lega vandvirkur og samvisku- samur starfsmaður sem var um- hugað um að starf hans styrkti og efldi fyrirtækið. Aðalbjörn reyndist Pennanum öflugur og góður starfskraftur alla tíð. Hann var mjög vinsæll meðal samstarfsmanna og alltaf var stutt í grín og glens. Ég minnist þess að einu sinni kom Aðal- björn að máli við mig og sagðist hafa áhuga á að ráða ungan son sinn sem bílstjóra á lagernum. Það var auðsótt mál og var fljót- lega ljóst að þar var á ferðinni framúrskarandi starfskraftur, Kjartan, sem fljótlega fékk stöðuhækkun, var ráðinn í stöðu deildarstjóra og viðskiptastjóra húsgagna og er einn af burðar- ásum fyrirtækisins í dag. Það er óhætt að segja að það hefur ver- ið mikið lán fyrir Pennann að njóta starfskrafta svo frábærra feðga. Aðalbjörn Þór Kjartansson ✝ Aðalbjörn ÞórKjartansson fæddist í Reykjavík 8. febrúar 1943. Hann lést á heimili sínu 10. maí 2014. Útför Aðalbjörns fór fram frá Stór- ólfshvolskirkju 17. maí 2014. Það kom fljót- lega í ljós að Að- albjörn var mikill gleðimaður og var honum tekið opn- um örmum af öll- um samstarfs- mönnum. Við héldum auðvitað frábær starfs- mannapartí þar sem „Pennaband- ið“ tróð upp með Aðalbjörn í broddi fylkingar með harmonikkuna og við Kjartan spiluðum svo eitthvað á gítar með. Þetta voru frábærar samkomur sem skipuðu sérstak- an sess í hjörtum okkar allra. Aðalbjörn var ákaflega ráða- góður og skynsamur maður sem gott var að reiða sig á og þiggja ráð hjá. Hann var alltaf jákvæð- ur og lausnamiðaður og til í að takast á við nýja hluti. Ég átti þess kost að fara í veiði með þeim feðgum í Rang- árnar sem voru ógleymanlegar ferðir þar sem skemmtilegheit og grín var alls ráðandi. Sviplegt og ótímabært fráfall Aðalbjörns kom okkur öllum á óvart og er ennþá sorglegra í ljósi þess að þau hjónin höfðu nýlega flutt heimili sitt austur og ætluðu að njóta þar efri ár- anna. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þeim góða dreng, Aðalbirni. Að lokum vil ég votta Dúnu og fjölskyldunni dýpstu samúð. Guðni Jónsson. Andlát míns góða vinar Að- albjörns Kjartanssonar, Alla, eins og hann var ávallt kallaður, kom manni í opna skjöldu, enda þótt vitað væri að heilsa hans væri bágborin. Þrátt fyrir veik- indin var kjarkur hans og vilji ávallt óbugaður og villti manni sýn um það hversu veikur hann raunverulega var. Hann sló ekki af og hélt sínu striki ótrauður til hinsta dags. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu á Hvols- velli þegar vinnuhelgi var að hefjast hjá okkur félögunum í Rangárbakkafélaginu. Eigi má sköpum renna. Aðalbjörn og Kristrún kona hans (Dúna) voru nýflutt aftur til Hvolsvallar, þar sem þau höfðu áður búið lengst af, og sannaðist þar hið fornkveðna að römm er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til. Það voru aðeins liðnir tveir mánuðir frá því að þau fluttu þangað að Alli var all- ur. Kynni okkar Alla hófust fljót- lega eftir að ég og fjölskylda mín flutti austur á Hvolsvöll haustið 1975, þegar ég hóf störf sem fulltrúi sýslumanns Rang- árvallasýslu. Þótt við hefðum báðir alist upp á svipuðum slóð- um í Reykjavík í æsku, þá var það fyrst á Hvolsvelli árið 1976, sem leiðir okkar lágu saman. Við vorum báðir stofnfélagar í Kiwanisklúbbnum Dímon í árs- byrjun 1976 og tókust fljótlega með okkur góð kynni. Síðan þá hefur vinátta okkar verið órjúf- anleg og við höfum starfað náið saman á margvíslegum vett- vangi, svo sem í Kiwanisklúbbn- um Dímon, Stangaveiðifélagi Rangæinga og Rangárbakka- félaginu. Við Alli vorum saman í stjórn Stangaveiðifélags Rangæinga árið 1980 þegar ákveðið var að taka upp samskipti við þýska veiðifélagið Fischereiverein Niedersonthofener See í Allgäu, Bayern. Þau tengsl sem þar hafa myndast standa enn og hafa margar hópferðir verið farnar til Allgäu, síðast haustið 2010 er einn góðvinur okkar, Jo- sef Müller, sem nú er nýlátinn, fagnaði 70 ára afmæli sínu. Í störfum sínum fyrir fiskeld- isfélagið Búfisk átti Alli sinn stóra þátt í mesta fiskiræktará- taki sem framkvæmt hefur verið á Íslandi er grunnur var lagður að hafbeit í Rangánum með þeim árangri að þær eru nú með bestu laxveiðiám landsins. Hann hafði stundum á orði að þeir sem fyrstir kveiktu eldana nytu þeirra sjaldnast. Undanfarin ár höfum við nokkrir fyrrum félagar í Stangaveiðifélagi Rangæinga átt okkar sameiginlega sælureit, sem er gamla veiðihúsið Rang- árbakki í landi Stórólfshvols. Þar höfum við átt margar ánægjulegar stundir þar sem Alli var hrókur alls fagnaðar og lék á harmóníku og saxófón jöfnum höndum af fingrum fram, enda var hann afar músík- alskur. Rangárbakki er sá stað- ur sem Alli hafði sterkar tilfinn- ingar til og lagði hann þar gjörva hönd á margt. Þar hafði hann unun af að dveljast í faðmi náttúrunnar. Við þann stað var hugur hans bundinn er hann féll frá. Alli var í eðli sínu frum- kvöðull og fylginn sér. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær í ljós tæpitungulaust. Við fráfall hans er skarð fyrir skildi og hans er sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Við Ragna vottum Dúnu, börnum þeirra og barnabörnum dýpstu samúð. Eggert Óskarsson. Látinn er fyrir aldur fram góðvinur minn til fjölda ára, Að- albjörn Kjartansson. Kynni okk- ar hófust fyrir alvöru er Kiw- anisklúbburinn Dímon á Hvolsvelli var stofnaður 1976. Hann var einn af stofnendum klúbbsins og var ein af drif- fjöðrum hans um árabil. Þá kynntist ég Alla vel og varð okkur vel til vina og entist sú vinátta allt til æviloka. Margs er að minnast úr klúbbastarfinu, ýmsar fjáraflanir fyrir styrkt- arsjóð s.s. flugeldasala, sala á jólasælgæti, fisksala o.fl. Fisk- salan gat verið mjög krefjandi og gekk þannig fyrir sig að við keyptum fisk beint upp úr bát í Þorlákshöfn óslægðan, ekið var með fiskinn í áhaldahús vega- gerðarinnar á Hvolsvelli, þar sem við fengum aðstöðu til að gera að aflanum áður en farið var með hann í sölu. Þar var alltaf glatt á hjalla og Alli hrók- ur alls fagnaðar. Svo var farið að selja, gengið í hús á Hvols- velli, keyrt í Landeyjarnar, austur undir Eyjafjöll og í Fljótshlíð. Eitt sinn fengum við Alli það hlutverk að fara í sölu- ferð í Fljótshlíðina. Við fórum á Bronkóinum hans Alla með kerru aftan í. Segir nú ekki af ferð okkar fyrr en við komum að Kollabæ og ég tek að mér að banka upp á og bjóða fisk. Eng- inn kom til dyra, svo ég sneri til baka og þegar ég kom inn í bíl til Alla var hann heldur glað- hlakkalegur og bendir mér vin- samlega á að ég hafi bankað á mjólkurhúshurðina. Þegar við komum í Kirkjulækjarkot, en þar er töluverð þyrping húsa, tekur Alli forystu og gengur að húsinu sem næst var. Enginn virtist heima, en þegar betur var að gáð var kross á stafni hússins. Var þetta kirkja hvíta- sunnumanna. Það er svo margs að minnast frá samstarfi okkar Alla, bæði í starfi og leik sem ég er afar þakklátur fyrir. Er mér var fyr- ir átta árum kippt út úr hinu daglega amstri er ég lenti í al- varlegu slysi kom vinátta og tryggð Alla við mig og fjöl- skyldu mína vel í ljós. Hann hef- ur allan þennan tíma verið reglulega í sambandi, annað- hvort í síma eða með heimsókn- um. Skorti okkur aldrei um- ræðuefni er við hittumst, vantaði frekar meiri tíma. Fyrir þessa vináttu og tryggð vil ég og fjölskylda mín þakka alveg sérstaklega. Viljum við votta Dúnu og fjölskyldu innilega samúð okkar. Hvíl í friði. Tryggvi Ingólfsson. Fallinn er frá alltof snemma frábær vinur og samstarfsmað- ur, Aðalbjörn Þór Kjartansson. Mikill söknuður ríkir í hópnum enda Alli með litríkari per- sónum sem við höfum kynnst á lífsleiðinni. Hann var penni góð- ur og átti það til að senda hópn- um skoðanir sínar í máli og myndum á tölvupósti hér áður fyrr, gjarnan á föstudögum. At- hugasemdir og tilsvör hans lifa enn þó nokkur ár séu síðan hann lét af störfum. Alli var þó ekki lengi að tileinka sér nýja tækni og fór stórum á facebook enda ekki maður sem lá á skoð- unum sínum. Fór ekki framhjá neinum hvar okkar maður stóð í pólitík eða enska boltanum. Alli var mikill gleðigjafi og alltaf til í að slá upp gleðskap. Voru ófáar ferðir farnar á „Kneipen“, haldið upp á Dóra- dag og árlega tekinn Þorláks- messuhittingur á Vox. Hann og Dúna voru nýflutt austur á gamlar heimaslóðir en hann lét okkur vita þegar hann kíkti inn fyrir stuttu að ekki væri mikið mál að skreppa í bæinn og taka hitting. Í samkvæmum var hann hrókur alls fagnaðar og mætti þá gjarnan með nikkuna og saxófóninn. Einnig sá hann um skipulagningu og framkvæmd golfmóta Pennans sem haldin voru á hans heimaslóðum á Strandavelli. Ferðalög, veiði- skapur, ljósmyndun og golf voru honum hugleikin og eigum við fjársjóð í ljósmyndum sem hann tók við hin ýmsu tækifæri. Minning um einstakan vin mun lifa áfram í huga okkar allra. Dúnu, Kjartani og fjölskyld- um þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku vinur. Hæ og hó og lengi lifi Gudda! Fyrir hönd vinnufélaga í hús- gagnadeild Pennans, Dóra. „Ég er kominn heim“ er fal- legt gamalt lag sem á ný hefur fengið vængi og er oft leikið. Lagið og textinn komu upp í huga minn þegar mér voru færðar þær sorgarfréttir að Að- albjörn vinur minn Kjartansson væri látinn. Horfinn til austurs- ins eilífa, ferðalagið sem bíður okkar allra en enginn veit hve- nær verður farið. Alli, eins og við kölluðum hann alltaf í dag- legu tali, var mikill Hvolsvell- ingur og unni byggðarlaginu. Hann sýndi samfélaginu mikinn áhuga enda bjó hann hér um áratugaskeið. Oftast var talað um Alla og Dúnu konu hans í sama orðinu en þau voru ein- staklega samrýmd hjón og eign- uðust mannvænleg og dugleg börn og barnabörn. Alli og Dúna voru nýlega flutt aftur heim á Hvolsvöll. Voru búin að koma sér notalega fyrir. Voru í raun að undirbúa það að eiga hér notalegt ævikvöld. Alli gat verið fastur fyrir og svolítið sérvitur í jákvæðri merkingu orðsins. Hann var að sansa og raða upp ýmsum myndum og minningum, já- kvæður og glettinn, hann var duglegur að taka þátt í um- ræðum, t.d. á Fésbókinni. Þar kom frá honum mörg spekin, af- dráttarlaus afstaða til manna og málefna. Alli var vinur vina sinna og varði þá með oddi og egg, jafnvel þó að þeir væru „framsóknarpu….“ en þess virð- ingarheitis naut ég gjarnan þegar hann ávarpaði mig. Við gengum ekki í takt í stjórn- málum eða í smekk á knatt- spyrnuliðum en það gerði ekk- ert til, það styrkti bara vináttu okkar. Einu sinni samdi ég lítið lag sem heitir Framsóknar- samba en í textanum stendur: Alla, alla skal virkja. Vinur minn Aðalbjörn snéri textanum strax uppá sjálfan sig og söng: Alla, Alla skal virkja. Hann kom með saxófóninn og puntaði verulega uppá lagið. Þannig var hann mjög tónelskur, flinkur saxófónleikari. Hann fór ekki troðnar slóðir og var mikill frumkvöðull. Hann átti stóran þátt í að gera Eystri-Rangá að einni vinsælustu laxveiðiá lands- ins. Hann var farsæll sveitar- stjórnarmaður hér um tíma og tók virkan þátt í félagsmálum. Þó að nokkur aldursmunur hafi verið með okkur félögunum var vinskapurinn alltaf á jafnrétt- isgrunni. Enda einn af kostum Alla að varðveita barnið í sér. Ég var ekki nema 14 ára þegar ég spilaði í hjómsveit með Alla. Um það var gert sérstakt sam- komulag við foreldra mína. Þó að spilafélagarnir fúlsuðu ekki við brjóstbirtunni létu þeir hana alveg vera þegar „litli trommu- leikarinn“ var með þeim. Þeir stóðu fullkomlega við samkomu- lagið. Við kvöddumst með faðm- lögum laugardaginn fyrir páska á Uppsölum, horfðum til Vest- mannaeyja og skiptumst á lof- orðum. Ég geymi þau loforð og leyndarmál í hjarta mínu sem endurspeglar djúpa vináttu okk- ar. Ég enda þessi litlu minning- arbrot með fallegu ljóðabroti eftir föður minn Pálma Eyjólfs- son: Eitt ævintýri lífsins liðið er. Hinn ljúfa minning áfram fylgir þér. Ekkert svar við örlögunum fæst og enginn veit hver kvaddur verður næst. Aðalbjörn vinur minn er kominn alla leið heim. Guð blessi minningu þína, góði vin- ur. Hugheilar samúðarkveðjur sendum við Steinunni, Dúnu og fjölskyldunni allri. Ísólfur Gylfi Pálmason. Leiðir okkar lágu saman í Skógaskóla 1957 þar sem við dvöldum í þrjá vetur og undum okkur svo vel að við töldum jafnan síðan að þetta væri ein- hver mestur hamingjutími í ævi okkar, enda jafnan vitnað til þess þegar við hittumst. Alli hafði nokkra sérstöðu meðal okkar strákanna, hann var með útlendingslegt yfirbragð, fríður og brúneygur. Snemma kom í ljós að hann var ærið kaskur og fylginn sér hvar sem hann kom því við. Svo brá á hann ljóma frægðar, því hann hafði nýlega unnið það afrek að vinna sjálfan Friðrik Ólafsson í fjöltefli. Um margt hafði hann nokkra yfir- burði og þá nefni ég tónlist- argáfuna og ágæta námshæfi- leika þegar tími gafst til þess, sem oft var harla naumur, enda þurfti fótboltinn sinn tíma á hverjum degi. Alli hafði vinstri fót sem hefði dugað öllum mönnum í hvaða deild sem var og er þá ónefndur hraði hans og snerpa. En algjöra sérstöðu hafði hann þegar kom að gríni og glensi. Öll nutum við þess að fá ómælt gaman og látbragð sem Alla var einum lagið og það breyttist ekkert þótt árunum fjölgaði. Úrtöku góður íslensku- kennari okkar, Jón Jósep, stakk einu sinni upp á því í kennslu- stund, að Alli gerðist „skrípikall í Reykjavík“og efaðist ekki um hæfileikana. Næsta vetur komu þær Dúna og Þórunn í Skóga og snemma þróuðust kærleikar með þeim og okkur Alla og hefur enst all- ar götur síðan. Þessi bekkur hefur haldið hópinn og hist reglulega og ríkir þar góð vin- átta og glaðværð. Hlutur Alla var mikill í þessu starfi öllu, enda var hann skipulagður og nýtti sína góðu tölvukunnáttu til þess að halda saman hópnum og boða til fagnaðar. Snemma bar á því hjá Alla að honum var annt um að varðveita og skrá með öruggum hætti, sem voru verðmæti að hans mati. Þannig færði hann til bókar flestar skákir og úrslit knattspyrnu- leikja sem hann tók þátt í. Þá var jafnan lýst hverjir skoruðu og ekki síst nokkur aðdragandi, til að mynda kom oft fyrir í textanum, að eftir gott upphlaup á vinstri kantinum kom fastur bolti fyrir markið og skorað með öruggum skalla. Alli var í raun mikill alvöru maður og í öllum sínum störfum var heiðarleikinn og samvisku- semin í fyrirrúmi. Allt var á réttum stað og framkvæmt á réttum tíma. Hann hafði sterkar skoðanir og fylgdi Sjálfstæðis- flokknum, en líkaði illa þegar forustan fór út af í auðveldum beygjum. Nokkur undanfarin ár hefur Alli mátt búa við dapurt heilsufar, en því hefur hann mætt með æðruleysi og karl- mennsku. Þann 1. maí fékk hann leyfi læknis síns til að mæta hjá Hrefnunum á Selfossi á sinn síðasta vinafund með Skógamönnum. Þessi fundur og flutningurinn á Hvolsvöll síðustu daga segir mér að Alli hefur hugsað sitt og viljað koma Dúnu sinni á við- kunnanlegan stað, þar sem ætt- ingjar og vinir voru fyrir flestir til þess styðja hana og styrkja í sorginni. Við skólasystkini Alla frá Skógaskóla söknum nú vinar í stað og það skarð sem hann skilur eftir verður aldrei fyllt, en þess mun einlægt minnst á fundum okkar að hann var hinn stóri gleðigjafi. Elsku Dúna og fjölskylda, við Þórunn vottum ykkur öllum innilega samúð. Árni Emilsson. Í dag kveð ég kæran vin, hann Aðalbjörn Þór Kjartans- son. Mér verður hugsað um okkar fjölmörgu og góðu sam- verustundir í gegnum árin. Alli og Dúna hafa verið kærir vinir í mörg ár og margs er að minnast og þakka og verður mér hugsað til Spánarferðanna okkar og góðvildar þeirra og vinskapar þegar hann Hörður minn kvaddi. Ég mun alltaf líta eftir henni Dúnu þinni. Hvíl í friði, kæri vinur, og takk fyrir allt. Björg. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Dóttir mín, systir okkar og mágkona, INGIBJÖRG GUÐLAUG ARADÓTTIR frá Klöpp, Sandgerði, Hafnargötu 70, Keflavík, lést fimmtudaginn 15. maí á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Innilegar þakkir til starfsfólks deildarinnar fyrir einstakan hlýhug og umhyggju. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Erla Thorarensen, Einar Valgeir Arason, Karen Elizabeth Arason, Lína María Aradóttir, Ólafur E. Pálsson, Ari Haukur Arason, Anna María Hilmarsdóttir, Jón Örvar Arason, Eygló Eyjólfsdóttir, Viðar Arason, Unnur S. Óskarsdóttir, Hrannar Þór Arason, María Elfa Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.