Morgunblaðið - 24.05.2014, Side 42

Morgunblaðið - 24.05.2014, Side 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, sem ber ekki ómerkilegri titil en aðvera ræðumaður Íslands í Morfískeppninni árið 2014, á tví-tugsafmæli í dag. Ekki nóg með það heldur útskrifast hún einnig af félagsfræðibraut frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í dag. „Það verður fögnuður heima hjá mér. Útskriftarveisla í formi kokteilboðs. Svo ætlum við vinirnir að fara saman út um kvöldið í út- skriftarpartí. Þetta verður frekar stór veisla, enda tvöföld ástæða til þess að fagna,“ segir Katrín. Hún er fráfararandi oddviti í nemenda- félagi Flensborgarskólans en nú tekur við nýr kafli í lífi hennar. Í fyrstu ætlar hún að taka sér frí frá námi og vinna í eitt ár. Í kjölfarið er hugmyndin að fara í lögfræðinám við Háskóla Íslands. „Ég hef stefnt að því mjög lengi að fara í lögfræðinám,“ segir Katrín. Hún segir að hennar helstu áhugamál séu að koma fram og sinna félags- störfum. „Það er kannski skrítið að flokka ræðumennsku undir áhugamál, en engu að síður er ræðumennska og ræðuskrif eitthvað sem heillar mig mikið,“ segir Katrín. Foreldrar hennar eru Sigur- laug Anna Jóhannsdóttir og Ásgeir Örvar Jóhannsson og á hún eina systur, hana Jóhönnu Freyju. Hún er í framboði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þar sem hún skipar 9. sæti. „Mér finnst mjög skemmtilegt að vera komin inn í þennan geira og hef mikinn áhuga á stjórnmálum,“ segir Katrín. vidar@mbl.is Katrín Ósk Ásgeirsdóttir er tvítug í dag Björt framtíð Katrín Ósk Ásgeirsdóttir útskrifast úr Flensborgar- skólanum í Hafnarfirði í dag auk þess að fagna tvítugsafmæli. Fögnuður ríkir hjá ræðumanninum Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Lara Mist Jóhannsdóttir (8 ára), Þórgunnur Una Jónsdóttir (10 ára), Kol- brún Bjarkey Matthías- dóttir (10 ára) og Álfrún Freyja Heiðarsdóttir (10 ára) héldu tombólu við verslun Samkaupa v/ Byggðaveg á Akureyri. Alls söfnuðust 14.135 kr. sem þær styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta Kópavogur Baltasar Máni fæddist 18. ágúst. Hann vó 2.908 g og var 46 cm langur. Foreldrar hans eru Þór Rafnsson og Berglind Ýr Baldvins- dóttir. Nýir borgarar Akureyri Þröstur Atlas fæddist 16. ágúst kl. 22.32. Hann vó 4.152 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Hafrún Halla Ingvarsdóttir og Gunnar Þórir Björnsson. H allgrímur Indriðason fæddist í Reykjavík 24.3. 1974 og ólst upp í Vesturbænum, nánar tiltekið á Hjarðarhag- anum. Á sumrin dvaldi hann mikið á æskuslóðum föður síns í Kristnesi í Eyjafirði, þar sem afi og amma Hall- gríms bjuggu og störfuðu. Hann gekk í Melaskóla og Hagaskóla og lærði að auki á píanó í Tónmennta- skólanum í Reykjavík. Hann lauk þar fimmta stigi eftir gamla kerfinu. Hallgrímur fór svo í MR og varð stúdent 1994, en samhliða því námi lærði hann á saxófón í djassbraut Tónlistarskóla FÍH. Síðan fór hann í íslensku í háskólanum og lauk BA- prófi árið 1997 með rússnesku sem aukafag. Vildi alltaf vinna við fjölmiðla „Hugur minn stefndi frá unglings- árum alltaf á vinnu við fjölmiðla. Ég hafði ekki skrifað mikið í skólablöð eða neitt slíkt en þegar ég var í há- skólanum tók ég þátt í að skrifa blað um internetið sem Lindin, fyrirtæki sem móðir mín átti ásamt fleirum, gaf út. Það kom aðeins eitt tölublað út af því. Í mars 1997 bauðst mér hluta- starf hjá DV við að sjá um tölvu- síðurnar og var ég í því meðan ég var Hallgrímur Indriðason, fréttamaður hjá RÚV – 40 ára Fjölskyldan Hallgrímur, Líf, Sif og Rósa við fermingu Lífar fyrir tveimur árum. Heiðursfélagi Liver- poolklúbbsins á Íslandi Frá árshátíð Liverpoolklúbbsins Hallgrímur á spjalli við Robbie Fowler. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Laugardagstilboð – á völdum glösum Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af glösum fyriröll tækifæri Cancun Sevillia Barista Gem Marguerita Quartz Opið laugardaga kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.