Morgunblaðið - 08.07.2014, Page 12

Morgunblaðið - 08.07.2014, Page 12
SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þegar sumarið gengur í garð og mestar líkur eru á að veðurguðirnir séu miskunnsamir Frónverjum nota mörg ástfangin pör tækifærið og ganga í hjónaband. Þó að veðráttan þetta sumarið hafi ekki verið upp á marga fiska eru þeir fulltrúar trúar- og lífsskoðunarfélaga sem Morgun- blaðið hefur rætt við sammála um að þessi árstíð sé sú vinsælasta til að ganga í hnapphelduna. Erlend bylgja Þeim sem láta gefa sig saman að heiðnum sið hefur fjölgað á síðustu árum og hefur nokkuð stór bylgja af útlendingum komið hingað til lands í því skyni. „Það er orðið mjög vinsælt og ég held að það sé jafnvel gert út á það af einhverjum ferðaskrifstofum. Þetta hefur alltaf fylgt okkur í gegnum söguna. Þetta er orðið eitt- hvað sem fólk veit af og spyrst út,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélagsins. Hann áætlar að á þriðja tug er- lendra para komi hingað til lands í sumar til að láta gefa sig saman að heiðnum sið. Þau leiti í fallega, myndræna staði til að halda athafn- irnar og fossar hafi verið ákaflega vinsælir. Allur gangur sé á því hvort brúðhjónin hafi tengingu við ásatrúna eða ekki. „Ég hef gefið saman pör þar sem önnur mann- eskjan er múslimi, kaþólikki eða jafnvel sjíki. Fólk upplifur okkur sem valkost sem er ekki á skjön við þess eigin trúarlega bak- grunn. Mér finnst það lík- legt,“ segir Hilmar Örn. Oft hjartnæmar stundir „Þetta er vinsælasti tíminn en það er bara þannig með landið okk- ar að það getur brugðið til beggja vona með veðrið. Það getur komið fyrir að fólk sé heppnara með veðrið um miðjan vetur en að sumri til. Veðrið er nú samt alls ekki aðal- málið í þessu,“ segir Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Linda- kirkju. Minni athafnir þar sem aðeins nánustu aðstandendur brúð- hjónanna eru viðstaddir og skyndi- hjónavígslur hafa verið meira áber- andi á þessu ári en oft áður að hans mati. „Það er merkilega mikið af því. Það er jafnvel fólk sem er búið að vera lengi í sambandi og vill ganga frá þessu. Þá er ekkert tilstand. Fólk mætir í kirkjuna, það er lítil athöfn og svo er farið út að borða á eftir. Þetta eru oft mjög hjartnæm- ar stundir þó að það sé ekki mikið í kringum þetta,“ segir Guðmundur, sem hefur það þó á tilfinningunni að yngra fólk sé meira fyrir hefð- bundnari brúðkaup. Velja sér oft að vera utanhúss Athafnastjórar Siðmenntar fengu á síðasta ári heimild til að gefa fólk saman eftir að ný lög um trú- og lífsskoðunarfélög tóku gildi en höfðu fram að því haldið táknrænar athafnir fyrir brúðhjón. Að sögn Steinars Harðarsonar, sem hefur verið athafnastjóri frá því að sú þjónusta félagsins fór af stað, segir að þeim fjölgi stöðugt sem láti gefa sig saman borgaralega. „Við höfum mest að gera á sumr- in. Þeir sem gifta sig borgaralega velja sér oft að vera utanhúss og nota veðurblíðuna,“ segir hann. Þannig voru allar hjónavígslur sem Steinar stjórnaði í júní utan- húss. Veðrið setti strik í reikninginn um síðustu helgi en hann segir flesta þó hafa plan B til að lenda ekki í vonskuveðri og barningi. „Fólk treystir ekki algerlega á veðr- áttuna,“ segir hann. Sumarið er tími brúðkaupanna  Vinsælasta árstíðin til að ganga í hnapphelduna þó að erfitt sé að reiða sig á veðrið  Bylgja út- lendinga kemur til að láta gefa sig saman að heiðnum sið  Þeim fjölgar sem gifta sig borgaralega 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014 „Júní, júlí og ágúst eru brúðkaupsmánuðirnir og svo þynnist þetta bara í báðar áttir. Þetta virðist alltaf vera svipaður fjöldi sem giftir sig milli ára. Það er svo sem ekki allt í hvítum síð- um kjólum. Það eru alls konar athafnir,“ segir Sigurdís Ólafsdóttir, eigandi brúðarkjólaleig- unnar og verslunarinnar Tveggja hjartna, sem leigir út fatnað fyrir karla og selur brúðarkjóla. Ekki eru miklar tískusveiflur í klæðnaði brúðhjóna en þó verða breytingar á sniði og efnum. Eins og með bíla þá komi nýjar árgerðir á hverju ári, segir hún. Sami liturinn, sérstaklega á brúðarkjólunum, sé hins vegar alltaf ríkjandi. „Það er seint sem þessi fíla- beinslitur dettur út,“ segir Sigurdís um brúðarkjól- ana. Almennt er fatnaður brúðgumanna hefðbundnari en brúðanna. Um þessar mundir er smóking með vesti vinsælastur í karlatískunni. „Fyrir nokkrum árum voru röndóttar buxur og síð- jakkar vinsælastir en núna trónir smóking á toppn- um,“ segir Sigurdís. Breytingarnar eru hins vegar meiri í kvenfatn- aðinum, hvort sem það er í brúðarkjólum eða öðrum klæðum. „Blúndan kemur sterk inn þetta árið í kjólum og jökkum við kjóla,“ segir Sigurdís. Blúndan kemur sterk inn í brúðartískuna EKKI MIKLAR TÍSKUSVEIFLUR Í KLÆÐNAÐI BRÚÐHJÓNA Á MILLI ÁRA Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ást Margir kjósa að láta gefa sig saman úti í náttúnni og hafa fossar verið eftirsóttir sem sviðsmynd brúðkaupa. Marple-málið er það nýjasta í röð þeirra sem sérstakur saksóknari hef- ur höfðað gegn Hreiðari Má Sigurðs- syni, fyrrverandi forstjóra Kaup- þings, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg. Það snýst um fjármuni sem Marple Holding S.A. SPF, í eigu Skúla Þorvaldssonar, fékk frá Kaup- þingi. Skúli og Guðný Arna Sveins- dóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, eru einnig ákærð í mál- inu. Hreiðar Már og Guðný Arna eru ákærð fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Magnús er ákærður fyrir hlutdeild í fjárdrætti og umboðssvikum Hreið- ars Más og Guðnýjar Örnu og Skúli er ákærður fyrir hylmingu. „Sú hátt- semi sem ákærðu, Hreiðari Má, Guð- nýju Örnu og Magnúsi, er gefin að sök í ákærunni miðaði öll að því að færa fjármuni, um 8 milljarða króna, úr sjóðum Kaupþings hf. til Marple án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki og bæta með því fjárhagsstöðu Marple,“ segir í ákærunni. „Í öllum tilvikum röskuðu ákærðu fjárskiptagrundvellinum með ólögmætri tilfærslu fjármuna frá Kaupþingi hf. til Marple og ollu ákærðu Kaupþingi hf. tjóni.“ Í ákærunni segir að ávinningur hinna meintu brota hafi allur verið færður inn á reikning Marple. „Upp- lýst er að hluti ávinnings brotanna var fluttur í ársbyrjun 2009 af reikn- ingi Marple hjá Kaupþingi Lúxem- borg inn á reikning SKLux en þaðan hafa síðan verið færðar verulegar fjárhæðir inn á reikninga hinna félag- anna sem krafist er upptöku hjá.“ Slitastjórn Kaupþings gerir þá kröfu í málinu að öll ákærðu greiði samtals tæpa níu milljarða króna í skaðabætur. Átta milljarðar færðir til Skúla  Saksóknari segir tilfærslu fjármuna hafa verið ólögmæta Morgunblaðið/G.Rúnar Kaupþing Hreiðar Már Sigurðsson á meðan hann sagði allt leika í lyndi. Áþreifanleg vellíðan EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.