Morgunblaðið - 08.07.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.07.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014 VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. Gagnaílát fyrir örugga eyðingu gagna Þú setur gögnin í læst ílátið og hringir í okkur þegar þarf að tæma. Við komum, skiptum um ílát og eyðum gögnunum PDC / 32 lítra Tekur allt að 10 kg af pappír S-76 / 76 lítra Tekur allt að 30 kg af pappír Mál: 70 (h) x 28 (b) x 51 (d) E-120 / 120 lítra Tekur allt að 55 kg af pappír Mál: 93 (h) x 48 (b) x 56 (d) E-240 / 240 lítra Tekur allt að 120 kg af pappír Mál: 107 (h) x 58 (b) x 74 (d) Bæjarflöt 4 / 112 Reykjavík / Sími 568 9095/www.gagnaeyding.is Örugg eyðing gagna yfir 20 ár STUTTAR FRÉTTIR ● Hagnaður lögmannsstofunnar BBA Legal nam 134 milljónum króna á liðnu ár samanborið við 162 milljóna króna hagnað á árinu 2012. Tekjur BBA Legal námu samtals 524 milljónum króna og drógust lítillega saman á milli ára. Greiddur arður til eigenda lög- mannsstofunar var 154 milljónir króna borið saman við 259 milljóna arð- greiðslu árið áður. Hluthafar BBA Legal voru sex í árslok 2013 og nam hlutur þeirra á bilinu 10-20%. Á meðal eigenda BBA Legal eru lög- mennirnir Baldvin Björn Haraldsson, Einar Baldvin Árnason, Katrín Helga Hallgrímsdóttir og Bjarki H. Diego. Hagnaður BBA minnkar ● Farþegum Icelandair fjölgaði um 15% í júní miðað við sama tíma í fyrra og voru þeir 309 þúsund talsins. Nam framboðsaukning á milli ára 16%. Sætanýting var 82,5% og jókst um 0,4 prósentustig á milli ára. Fella þurfti nið- ur 65 flugferðir og breyta 10 þúsund bókunum vegna verkfallsaðgerða flug- virkja í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Herbergjanýting á hótelum Iceland- air var 77,8% og jókst um 4,3 pró- sentustig frá því í júní 2013. Farþegum Icelandair fjölgaði um 15% í júní Íslenska ríkið undirbýr nú í fyrsta skipti í tvö ár að sækja sér lánsfé á erlendum mörkuðum. Hafa stjórn- völd í þessu skyni ráðið bankana Barclays, Citi, Deutsche Bank og JPMorgan til að hafa umsjón með skuldabréfaútboðinu. Fram kemur í frétt Financial Times að áformað sé að gefa út skuldabréf í evrum til sex ára. Ríkissjóður Íslands gaf út skuldabréf að fjárhæð milljarður Bandaríkjadala, jafnvirði 115 millj- arða króna, í maímánuði árið 2012. Eru bréfin til tíu ára og bera 5,875% fasta vexti. Ávöxtunarkraf- an á tíu ára bréfunum hefur lækkað talsvert og er komin niður í 4,3%, að því er segir í frétt Financial Times. Morgunblaðið/Jim Smart Lánsfé Fyrsta erlenda skuldabréfa- útgáfan í tvö ár er í pípunum. Ríkið undirbýr skuldabréfaútgáfu  Áformar að gefa út evrubréf til sex ára FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Tap Rio Tinto Alcan á Íslandi rúm- lega tvöfaldaðist í fyrra og nam 31,8 milljónum Bandaríkjadala. Það jafn- gildir um 3,6 milljörðum íslenskra króna. Árið 2012 nam það hins vegar 15,4 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,7 milljörðum króna. Tap félagsins fyrir skatta var 41,3 milljónir Bandaríkjadala, 4,7 millj- arðar króna, á árinu samanborið við tap upp á 18,4 milljónir Bandaríkja- dala árið 2012. Alls hefur því tap félagsins fyrir skatta á undanförnum tveimur árum numið tæpum sjö milljörðum króna. Árið 2012 var félagið í fyrsta sinn rekið með tapi frá því að Rannveig Rist tók við sem forstjóri þess í byrj- un árs 1997. Þess má geta að saman- lagður hagnaður félagsins á árunum 2007 til 2012 var um 150 milljónir Bandaríkjadala, eða um sautján milljarðar króna á núverandi gengi. Félagið rekur álverið í Straums- vík. Ólafur Teitur Guðnason, upplýs- ingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Ís- landi, segir að þegar tekjurnar reyn- ist vera minni en gjöldin beinist sjónir snemma að heimsmarkaðs- verðinu á áli. „Það hefur verið og er ennþá mjög lágt,“ segir hann í sam- tali við Morgunblaðið. Álverð þokast upp á við Í byrjun árs 2013 var álverðið um 2.075 Bandaríkjadalir á tonnið en í lok árs hafði það lækkað umtalsvert og nam 1.784 Bandaríkjadölum. Ál- iðnaðurinn hefur um nokkurt skeið staðið frammi fyrir vanda vegna um- frambirgða af áli. Þó hefur álverðið aðeins þokast upp á við það sem af er ári og nam það í lok júnímánaðar 1.838 Bandaríkjadölum. Með aukinni eftispurn á heimsvísu og minnkandi birgðum reikna sérfræðingar með að þessi þróun haldi áfram og álverðið hækki á næstu árum. Ólafur Teitur bendir enn fremur á að með nýjum raforkusamningi, sem gerður var við Landsvirkjun árið 2010, hafi tenging raforkuverðs við álverð verið afnumin. „Ef sá samn- ingur væri enn í gildi er óhætt að segja að við værum að borga umtals- vert minna fyrir orkuna en við erum að gera í dag,“ segir hann. Hann nefnir einnig að afskriftir vegna mikilla fjárfestinga félagsins á undanförnum árum hafi skipt miklu máli. „Við erum núna á lokametrun- um í rúmlega sextíu milljarða króna fjárfestingarverkefni og eftir því sem sá búnaður sem við fjárfestum í er tekinn í notkun verður hann af- skrifaður. Þetta eru allt þættir sem vega mjög þungt.“ „Róðurinn er áfram þungur“ Spurður um horfurnar fyrir þetta ár segir Ólafur Teitur að umtalsvert tap hafi verið á rekstri félagsins það sem af er ári. „Þannig að róðurinn er áfram þungur,“ segir hann. Fram kemur í ársreikningi félags- ins að salan hafi aukist um 4,6% í fyrra og verið 41,3 milljónir Banda- ríkjadala. Þá jukust eignir félagsins um rúmar þrjátíu milljónir Bandaríkja- dala í fyrra og námu rúmum 726 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 82,4 milljarða króna, í árslok 2013. Skuldir félagsins drógust sam- an á milli ára og námu í árslok 144,5 milljónum Bandaríkjadala og þá jókst eigið fé þess um rúmar fjörutíu milljónir Bandaríkjadala. Nam það 581,6 milljónum Bandaríkjadala í lok árs 2013. Skuldir félagsins við móðurfélagið, Rio Tinto Alcan Gro- up, námu um 85 milljónum Banda- ríkjadala og jukust örlítið milli ára. Skera niður á öllum sviðum Í ársskýrslu Rio Tinto kemur fram að félagið hafi fækkað starfs- mönnum um 61 í fyrra. Starfsmenn hafi verið 462 talsins í byrjun árs en 401 í árslok. Þrátt fyrir þessar aðhaldsaðgerðir var félagið áfram rekið með tapi. Ólafur Teitur bendir á að félagið hafi þurft að skera niður og gæta að- halds á öllum sviðum þess. Aðspurð- ur segir hann hins vegar að nú sé komið að ákveðinni endastöð í þeim efnum, að minnsta kosti ef ástandið versni ekki frekar. 3,6 milljarða króna tap á rekstri Rio Tinto Alcan  Tapið tvöfaldaðist milli ára  „Róðurinn þungur“ og útlit fyrir umtalsvert tap í ár Straumsvík Árið 2012 var Rio Tinto Alcan á Íslandi í fyrsta sinn rekið með tapi frá því að Rannveig Rist tók við sem forstjóri þess í byrjun árs 1997. Morgunblaðið/Ómar Auka framleiðsluna » Áform voru uppi um að auka framleiðslu álversins í Straumsvík úr 190 þúsund tonnum á ári í 230 þúsund. » Félagið samdi við Lands- virkjun árið 2010 um kaup á raforku vegna stækkunarinnar. » Í fyrra tilkynnti félagið að það myndi aðeins auka fram- leiðslugetuna um 15 þúsund tonn í stað þeirra 40 þúsund tonna sem áformað var. » Það svarar til 8% aukningar. » Samningurinn við Lands- virkjun gildir til 2036.                                     ! "#$! %"$ # ## %$" ! $!! !! &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5    "#% %"  %! #! %# "! $!! $   !"# "#! %"# "% # %## # $! % ! %"! $% Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.