Morgunblaðið - 08.07.2014, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík
Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is
Heilsuborg ermálið
þegar þú vilt:
• Faglega þjónustu
• Heimilislega líkamsrækt
• Hreyfa þig í notalegu umhverfi
• Öðlast betri heilsu í góðum
félagsskap
• Að lífsgleði og árangur
fari saman
Árin segja sitt1979-2014
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sýnum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
)553 1620
Verið velkominn
Kæri Styrmir. Ég
hef á undanförnum
árum oftast lesið
pistlana þína í Morg-
unblaðinu og hef oft-
ast getað fallist á og
tekið undir skoðanir
þínar um þjóðmál á
Íslandi. Sérstaklega
finnst mér pistill þinn
í Mbl. 5. júlí sl. um
„hina nýju stétt á Ís-
landi“ áhugaverður og get einkum
tekið undir hugleiðingu
þína um hvort „… orð-
ið er nauðsynlegt að
brjóta bankakerfið
upp“.
Ég hef sjálfur verið
þessarar skoðunar um
árabil og haldið henni
fram m.a. í greinum í
Mbl. Banka- og fjár-
málakerfið er mikill
áhrifavaldur í öllu
stjórnmála- og við-
skiptaumhverfi hér á
landi. Smásöluverslun
hefur að mestu verið markaðs-
vædd, með þeim fyrirvara að mikil
skekkja er í aðstöðumun fyrir-
tækja.
– Í fyrsta lagi fóru mörg stór-
fyrirtæki í þrot eftir fjármálahrunið
2008 en voru endurreist eftir mikl-
ar afskriftir með tilstyrk lífeyris-
sjóða, banka og fjármálafyrirtækja.
Önnur fyrirtæki, einkum þau smáu,
sem höfðu verið vel rekin og ekki
tóku þátt í fjárglæfrastarfsemi,
sátu eftir með sárt ennið og skerta
samkeppnisstöðu.
– Önnur ástæðan og ekki veiga-
minni er sú staðreynd að þótt
bankakerfið hafi verið einkavætt á
sínum tíma var það aldrei markaðs-
vætt:
Greiðslumiðlunarkerfið með
debet- og kreditkortum er miðstýrt
kerfi sem gerir ráð fyrir að óskyld-
ir aðilar borgi meirihluta kostnaðar
við rekstur þess. Hinir raunveru-
legu viðskiptamenn banka og
kortafyrirtækja, sem fá kortin gef-
ins, borga minnihlutann á beinan
og gagnsæjan hátt. Ætlast er til að
kostnaður vegna þessa fyrir-
komulags sé innifalinn í vöru- og
eða þjónustuverði. Korthafar hafa
engar forsendur til að gera sér
grein fyrir raunkostnaði kortanotk-
unarinnar. Aðstaða aðila á markaði
er síðan mjög misjöfn. Mun auð-
veldara er að fela kostnaðinn þegar
verslað er fyrir háar fjárhæðir en
þegar um lágar fjárhæðir er að
ræða. Þjónustugjöld eru svo mishá
eftir veltu. Snjóboltaáhrif koma síð-
an misjafnlega hart niður á aðilum
t.d. vegna áhrifa virðisaukaskatts-
ins, (25,5% vsk. vegur þyngra en
7% eða enginn vsk.). Þetta er
dæmigert kerfi um niðurgreiðslur
og þar með ekki í takt við markaðs-
kerfið. Afleiðing greiðslumiðl-
unarkerfisins er sú að smáir aðilar
á markaði eru að deyja smátt og
smátt, hinir stóru og sterku ná und-
irtökunum og verða allsráðandi.
Gulrótin fyrir frumkvöðla og nýja
aðila á markaði er horfin. Fjár-
málafyrirtæki og bankar átu hana.
Verðtryggingin er annað dæmi
um skort á samkeppni. Vísitölur
eru grundvöllur fyrir þeim álögum
sem koma á verðtryggðu lánin okk-
ar. Þarna er um að ræða handstýr-
ingu opinberra aðila (vísitölur eru
reiknaðar af Hagstofu Íslands).
Vaxtakjör hér á landi stjórnast þar
með ekki af markaðslögmálinu eins
og víðast annars staðar í heiminum,
þar sem eðlilegt framboð og eðlileg
eftirspurn ráða ferðinni. Menn
ættu að velta því fyrir sér hvers
vegna verðtrygging var afnumin af
launum á sínum tíma? Mín skoðun
er sú að markaðurinn hafi ekki risið
undir þeim álögum. Á sama hátt tel
ég að hagkerfið rísi einfaldlega ekki
undir vísitölubindingu lána, þegar
til lengri tíma er litið. Markaðurinn
og hagkerfið verða að aðlagast hinu
sjálfstýrða kerfi sem markaðskerfið
getur boðið upp á. Lykillinn er eðli-
leg og heiðarleg samkeppni.
Í þriðja lagi eru seðilgjöld þau
sem bankar og ýmsir aðrir krefjast
að mínu mati alvarleg stílbrot. Mér
hefur skilist að það sé grundvallar-
atriði í kröfuréttinum að skuldarar
eigi heimtingu á reikningi vegna
skuldakröfu, án viðbótarkostnaðar,
að því tilskildu að krafa sé greidd á
tilskildum degi. Ýmsar leiðir eru
færar til að standa skil á greiðslum
svo sem að greiða kröfuhafa sjálf-
um eða í starfsstöð hans, með milli-
færslum inn á bankareikning o.fl.
Þó að samningarétturinn sé sterkur
fæ ég ekki skilið að hægt sé að
semja sig frá því að fara að megin-
reglu laga. Leiðin sem bankar og
ýmsir aðrir fara er að setja ákvæði
í samninga þar sem skuldareig-
endur áskilja sér rétt til að inn-
heimta slíkan kostnað. Þarna sýnist
mér vera um að ræða samstilltar
aðgerðir og samantekin ráð þessara
aðila.
Lífeyrissjóðir, bankar og aðrar
fjármálastofnanir eru ráðandi afl í
íslensku viðskiptalífi og miklir
áhrifavaldar. Starfshættir þessara
aðila eru á margan hátt afskaplega
óeðlilegir og óheiðarlegir og ekki í
takt við meginreglur markaðs-
kerfisins. Eðlileg og heiðarleg sam-
keppni ætti að vera í þessum geira
viðskipta og þar þarf löggjafinn að
koma að málum. Það verður að
brjóta upp miðstýringuna, sam-
starfið og samráðið. Ýmsar leiðir
eru að þeim markmiðum en um-
fjöllun um slíkt kallar á aðra grein.
Sögu heyrði ég af kaupmanni, sem
rak verslun í rúm 30 ár. Haft var
eftir honum að hann hefði ekki ann-
að gert í þessi 30 ár en að vinna
fyrir bankann.
Dýrið gengur laust
Eftir Sigurð
Lárusson
Sigurður Lárusson
» Greiðslumiðlunar-
kerfið með debet- og
kreditkortum er mið-
stýrt kerfi sem gerir ráð
fyrir að óskyldir aðilar
borgi meirihluta kostn-
aðar við rekstur þess.
Höfundur er kaupmaður.
Margir vitja æskuslóða sinna á
sumrin til þess að eiga þar góða
stund. Það snertir fólk að hugsa til
þeirra lífskjara
sem forfeðurnir
bjuggu við. Þeir
þurftu að berjast
afar hart til þess
að hafa til hnífs
og skeiðar og
harla fátt var þá
um tómstundir og
skemmtanir.
Samgöngur á
landi voru ekki
öðruvísi en svo að
ferðast var á fæti, en á hestum hið
lengra. Það var ekki skroppið sem
snöggvast til vina og kunningja sem
fjarri bjuggu. Því var það oft svo að
flyttist fólk burt úr sínu heimahéraði
mátti segja að það hefði að fullu
kvatt æskustöðvarnar.
Þannig var það með ömmu mína.
Hún fæddist og ólst upp á bakka
bæjargilsins hér í Ólafsvík. Ung
kynntist hún afa mínum sem kom
hingað til róðra. Þau bjuggu fyrst í
Ólafsvík en árið 1906 fluttust þau í
annað hérað, þar sem þau svo
bjuggu síðan. Amma fæddi þrettán
börn. Þar af voru þrennir tvíburar.
Tíu barnanna lifðu. Þau amma og afi
höfðu ekki rúmt um hendur en ekki
var sultur. Því mátti segja að þau
kæmust bærilega af.
Það hefur verið mikið lagt á
ömmu, sem sagt var að væri fíngerð
kona. Afi var hins vegar mikill vexti.
Hann var duglegur að sjá fyrir
heimilinu. Fór hann mikið til róðra
og aðdrátta til Ólafsvíkur eftir að
þau fluttu þaðan.
Amma sat þá heima og gat ekki
gert víðreist. Ég er hreint ekki viss
um að hún hafi komið til Ólafsvíkur
eftir að hún flutti þaðan, en föður
sinn fékk hún til sín síðustu ár hans.
Ekki hefur hún farið til ljósmynd-
ara, því mér er ekki kunnugt um að
til sé mynd af henni. Hún dó árið
1937. Mér verður stundum hugsað
til hennar núna seinni árin.
Amma mín
lék sér hérna
við lækinn
lítil hnáta
amma mín
sem ég sá aldrei
enn sem þá
hjalar straumur
við steina
hindfætt stúlka
gengur hjá
og gefur
fallegt bros
það er brosið
hennar ömmu
síungt
eins og lækurinn.
HELGI KRISTJÁNSSON
Ólafsvík.
Brosið hennar ömmu
Frá Helga Kristjánssyni
Helgi
Kristjánsson
Bréf til blaðsins