Morgunblaðið - 08.07.2014, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014
✝ RagnhildurGunnarsdóttir
(Ransí) fæddist í
Reykjavík 21. júní
1934. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 29. júní
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Guðjónsson skipa-
miðlari, f. í Reykja-
vík 26.12. 1909, d.
22.12. 1992, og Unnur Magn-
úsdóttir, f. 8.5. 1913 í Görðum,
N-Dakota, d. 19.11. 1983. Systk-
ini Ragnhildar eru: Unnur, f.
1938, gift Henrik Jan Sande,
Bergljót, f. 1940, Hanna, f.
Berglind, f. 1989, sonur hennar
er Hrafn Elí, og Elísabet Eva, f.
1997. 2) Gylfi, f. 1956, kvæntur
Svandísi Kristiansen, f. 1959.
Börn þeirra eru Birgir, f. 1986,
Bergþóra, f. 1989, og Gunnar, f.
1993. 3) Unnur, f. 1958. Börn
hennar eru Kjartan, f. 1976,
dóttir hans er Hrafnhildur, f.
2006, og Þórunn f. 1991. 4)
Kjartan, f. 1960, kvæntur Hall-
dóru Ingólfsdóttur, f. 1964.
Dætur þeirra eru Hildur, f.
1989, og María, f. 1991. 5) Guð-
laug Hildur, f. 1966, gift Rúnari
Einarssyni, f. 1971. Börn þeirra
Ragnar Sveinn, f. 1995, og
Ragnhildur, f. 2001.
Ransí ólst upp á Smáragötu 7
og bjó alla sína ævi í Reykjavík.
Lengst af var hún heimavinn-
andi og vann um árabil í Vest-
urbæjarapóteki.
Útför hennar fer fram frá
Neskirkju í Reykjavík í dag, 8.
júlí 2014, klukkan 13.
1942, sambýlis-
maður Sigurður
Steinþórsson, og
yngstur er Magnús,
f. 1945, kvæntur
Sigríði Eyjólfs-
dóttur.
Hinn 30. október
1954 giftist Ragn-
hildur Birgi Ott-
óssyni, f. 6. júní
1934. Þau eign-
uðust fimm börn: 1)
Gunnar, f. 1955. Dætur hans
eru Björg, f. 1978, Magnea
Lára, f. 1981, í sambúð með
Snorra Halldórssyni, f. 1980,
dætur þeirra Maríanna Katrín
og Stefanía Bryndís. María
Hugur minn hvarflar aftur um
40 ár. Það var sólbjartur dagur
og við mamma sátum úti á altani.
Hún að prjóna eins og vanalega.
„Er ekki sól fyrir austan, eigum
við ekki að skella okkur?“ Við fór-
um af stað, skelltum nokkrum
kótelettum og kaffi í kassa og
þeystum af stað á Austin Mini-
inum. Þá var langt að keyra aust-
ur í Mosfellssveit, enn lengra að
komast til Þingvalla. Vegurinn
var frekar mjór malarvegur og
holurnar sem litli Mini-inn fann
voru óteljandi. Mamma elskaði
Þingvelli og sérstaklega Heiðar-
sel sem var bústaður þar sem hún
og fjölskylda hennar eyddu
mörgum sumrum æskunnar. Við
hossuðumst spenntar og glaðar í
rykmekki austur í Þingvallasveit.
Þegar þangað var komið var afi
Gunnar nýkominn á fína Citroën-
bílnum sínum. Hann spurði
hvernig ferðin hefði gengið og
mamma svarar að holurnar hefðu
verið helst til margar. „Holur?“
hváði hann, „ég fann ekki fyrir
holum. Vegurinn var bara fínn.“
Líf okkar mömmu saman var svo-
lítið eins og þessi litla saga. Við
tvær að taka skyndiákvarðanir. Í
Austin Mini á leið út á land. Hlæj-
andi og spjallandi í sólinni. Það
voru margar holur á veginum en
einhvern veginn tókst okkur allt-
af að hossast yfir þær. Þangað til
sú síðasta kom. Hún var bara of
djúp og breið og mamma dreif
ekki yfir. Ég er litla barnið henn-
ar og var því skiljanlega oft ein
með henni. Gjarnan ef við hittum
nýtt fólk sagði hún: „Má ég
kynna skuggann minn, hana Lau-
lau.“ Lengi vel vann mamma í
Vesturbæjarapóteki sem var
steinsnar frá heimilinu. Ég man
lyktina úr apótekinu mjög vel
enda þótti mér hún með eindæm-
um góð. Lykt sem var eins og
ilmvatnið hennar mömmu í mörg
ár. Mamma var mikil félagsvera
og naut þess að vera innan um
fólk. Síðustu árin fór hún reglu-
lega í Múlabæ og átti þar ynd-
islegar stundir á uppáhaldsstaðn-
um, handavinnustofunni. Þar var
setið við hannyrðir, spjallað og
hlegið mikið og dátt. Mikið þótti
henni gott og gaman að fara í
„leikskólann“ eins og við kölluð-
um Múlabæ og það er ég viss um
að hláturinn hennar hafi smitað
marga. Það var svo yndislegt
hvað hún hló innilega og oft
fylgdu gleðitár. Í gegnum árin
nutum við mamma þess oft að
spjalla saman. Hún dæmdi ekki
það sem ég sagði og leyndarmál-
in geymdi hún með sér. Hún
leyfði mér að vera ég sjálf og
njóta mín í eigin skinni. Hún var
fordómalaus með öllu, var alltaf
til í að sjá fegurðina í hverri
manneskju. Hún var ekki endi-
lega dugleg að hafa samband við
aðra, en aðrir sóttu í að vera með
henni. Allir voru velkomnir.
Mamma var með mikil hannyrða-
kona og afskaplega listræn í öllu
sem hún tók sér fyrir hendur.
Það var hún sem kenndi mér að
meta handavinnu, virði þess að
skapa og njóta. Hún var gleði-
gjafinn minn, kennarinn minn og
besti vinur minn. Hún kenndi
mér að meta einfaldleikann í
þessum fagra heimi. Að njóta
þess sem að höndum ber hverju
sinni og að bera virðingu fyrir
náttúrunni og náunganum. Ég er
mömmustelpa og hef hingað til
illa þrifist án hennar. En nú er
víst kominn tími til að verða full-
orðin og sjá um mig sjálf. Við
sjáumst í Nangijala, elsku
mamma mín.
Guðlaug Hildur.
Við sem höfum verið svo lán-
söm að eiga mömmu, alast upp
með henni og hafa hana ætíð inn-
an seilingar finnum óhjákvæmi-
lega fyrir miklum missi þegar
hún fellur frá.
Mamma, sem hefur alltaf verið
til staðar og er þar allt í einu ekki
lengur. Ekkert er sjálfsagt og
sorgin og söknuðurinn er mikill
og áþreifanlegur.
Í minningunni er mamma mín
hláturmild með fallegt bros, fal-
lega brún, með krullur, gleraugu
og létt á fæti. Mjúk og með góða
lykt í hálsakoti. Hún var þolinmóð
við okkur systkinaskarann þótt
eflaust hafi tekið á að sinna okkur
öllum. Þá skipti ekki máli hvort
við vorum í harki eða handbolta á
ganginum inni eða bara að slást.
Hún eyddi ekki púðri í skammir
heldur gall í henni: „Slást úti!“ Þá
hafa þau verið ófá tonnin af þvotti
sem þurfti að þvo og mat sem
þurfti að elda. Það kunni hún vel
og bjó til besta mat í heimi.
Mamma var listamaður í hönd-
unum og hafði ótrúlega næmt
auga fyrir litum og litasamsetn-
ingum og saumaði út mörg lista-
verkin. Þá prjónaði hún óhefð-
bundnar, frumlegar og fallegar
lopapeysur í tugatali fyrir afkom-
endurna, hannaði og saumaði út
glæsilega púða og heklaði ófá fal-
leg rúmteppi. Hins vegar átti hún
frá fyrstu tíð í miklu stríði við
saumavélar og játaði sig snemma
sigraða í þeirri baráttu.
Mamma hafði lag á að sjá það
góða í fari fólks og hallmælti
fáum. Hún dró fólk ekki í dilka og
hélt góðum tengslum við ættingja
og vini, ekki síst þá sem höfðu
farið halloka í lífinu. Hún var
mikil félagsvera og vissi fátt
betra en að vera með fjölskyld-
unni.
En lífið eins og gengur var
ekki bara dans á rósum. Hún
glímdi við heilsuleysi síðari
hluta ævinnar og hefti það þátt-
töku hennar í ýmsum samkom-
um. Hún kom þó alltaf þegar
hún treysti sér til og skemmti
sér manna best. Síðustu árin var
hún í dagvist í Múlabæ, sem hún
kallaði leikskólann sinn. Þar
eyddi hún dagpörtum með jafn-
öldrum, við handavinnu og
spjall og þar var oft mikið hleg-
ið. Hún varð áttræð viku fyrir
andlát sitt og tók þátt í þeirri
gleði á sinn hátt þrátt fyrir að
vera þrotin að heilsu og kröft-
um.
Mamma var sannkallað sum-
arbarn enda fædd á sumarsól-
stöðum. Hún unni íslenskri nátt-
úru og átti mestallt sitt líf afdrep
í Heiðarseli, sumarbústað fjöl-
skyldunnar við Þingvallavatn,
þar sem við stórfjölskyldan átt-
um saman ótal indælar stundir.
Hjartans þökk fyrir allt sem
þú gafst mér og góða ferð í sum-
arlandið, elsku mamma mín. Þín
dóttir,
Unnur.
Elsku amma Ransí. Takk fyrir
allar góðu stundirnar og alla ást-
ina. Takk fyrir gleðistundirnar í
Heiðarseli, notalegu jólin, tölvu-
leiki á Bestó, teppin, púðana,
peysurnar og allt hitt.
En þó að þagni hver kliður
og þó að draumró og friður
leggist um allt og alla,
ber hjarta manns svip af sænum,
sem sefur framundan bænum
með öldur sem óralangt falla.
Því særinn er veraldarsærinn,
og sjálfur er vesturbærinn
heimur sem kynslóðir hlóðu,
með sálir sem syrgja og gleðjast
og sálir sem hittast og kveðjast
á strönd hinnar miklu móðu.
(Tómas Guðmundsson)
Þín
Þórunn.
Rannsí, eins og hún var kölluð,
kynntist ég snemma á lífsferlin-
um, eða við fjögurra ára aldur er
ég flutti á Sóleyjargötu 33. Hún
bjó á Smáragötu 7 og var garðleið
á milli okkar mikið notuð. Strax
tókst með okkur mikill vinskapur
sem stóð ævilangt. Saman geng-
um við í gegnum árin á Grænu-
borg og æfingadeild Kennara-
háskóla Íslands og brölluðum við
mikið saman. Margar voru hug-
myndir okkar á þeim árum og 10
ára var ætlun okkar að stofna
bensínstöð sem átti að verða ævi-
starf okkar. Ekki varð af þeim
plönum og héldum við áfram námi
í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar en
eftir hann skildu leiðir þar sem ég
fór í Menntaskólann í Reykjavík
en hún í skóla á Englandi. Sam-
bandið rofnaði samt aldrei og
skrifuðumst við á. Seinna fór hún í
skóla í Sviss. Ég var síðan send í
sama skóla og hún í Englandi og
kom hún og heimsótti mig þar á
meðan á dvöl minni stóð. Stund-
uðum við þar að borða á indversk-
um stöðum þar sem mest fékkst
að borða og verðlag var ódýrast,
því skömmtun var í gangi í Bret-
landi á þessum tíma og má segja
að þar hafi hagsýni okkar frá
æsku sýnt sig. Í menntaskóla
stofnuðum við saumaklúbb sem
Rannsí átti aðild að og lifir hann
ennþá í dag. Rannsí giftist ung
Birgi Ottóssyni og eignuðust þau
fimm efnileg börn. Á uppeldisár-
um barna okkar var mikið sam-
band okkar á milli og hjálpuðum
við hvor annarri ef þörf var á.
Seinna á lífsleiðinni fórum við að
ferðast mikið saman bæði hér-
lendis og erlendis og er margs að
minnast og hlýja sér við frá öllum
þeim ferðum. Ég vil þakka Rannsí
fyrir ævilanga trausta vináttu og
minningar sem ég á frá kynnum
okkar. Birgi og fjölskyldu sendi ég
innilegar samúðarkveðjur með
söknuði eftir góðri vinkonu.
Anna Kristjánsdóttir.
Ragnhildur
Gunnarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Yndislega, góða og frá-
bæra amma mín sem var
alltaf góð og kom fram við
aðra eins og hún vildi að
aðrir kæmu fram við sig.
Ég á alltaf eftir að sakna
hennar.
Um þig minning á ég bjarta
sem yljar eins og geisli er skín.
Þú áttir gott og gjöfult hjarta
og gleði veitti návist þín.
(Höf. ók.)
Ástarkveðja, nafna þín,
Ragnhildur
✝ Sölvi Jónassonfæddist á
Hnjótshólum, Ör-
lygshöfn, Barða-
strandarsýslu 11.
maí 1916. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 19. júní
2014.
Sölvi var sonur
hjónanna Jónasar
Jónssonar, f. 1875,
d. 1965, og Jónu
Valgerðar Jónsdóttur, f. 1878,
d. 1961. Systkini Sölva voru
Guðmundur, f. 1903, d. 1903,
Guðjón, f. 1904, d. 1981, Krist-
ín, f. 1907, d. 1970, Valgerður,
f. 1910, d. 1995, Kristinn, f.
1912, d. 1974, Guðbjartur, f.
1913, d. 1958, og Lára, f.
1919, d. 1941.
Eiginkona Sölva var Guðný
Sigrún Jónsdóttir, f. 1908, d.
1989. Foreldrar hennar voru
Jón Jónsson, f. 1869, d. 1954,
Lambeyri á Rauðasandi og 10
ára gamall að Tungumúla á
Barðaströnd. Árið 1927, þá 11
ára, fer Sölvi að Bakka í Ket-
ildalshreppi í Arnarfirði til
Böðvars Pálssonar útvegs-
bónda og eiginkonu hans Lilju
Árnadóttur, þar bjó hann til
ársins 1940. Á Bakka kynntist
Sölvi eiginkonu sinni, Sig-
rúnu. Þau gengu í hjónaband
1940 og hófu búskap í Mel-
húsum og síðar í Neðribæ í
Selárdal, þar bjuggu þau til
ársins 1947 er þau fluttu til
Bíldudals. Þau fluttu til
Reykjavíkur 1957 og bjuggu
þar upp frá því.
Á Bíldudal stundaði Sölvi
sjómennsku ásamt almennum
verkamannastörfum, á sumrin
vann hann við brúar- og
bryggjusmíði. Eftir að Sölvi
og Sigrún fluttu til Reykjavík-
ur vann Sölvi við húsa- og
húsgagnasmíði, lengst af hjá
trésmiðjunni Meið.
Útför Sölva fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 8. júlí
2014, klukkan 13.
og Guðmunda
Guðmundsdóttir, f.
1874, d. 1955, frá
Dynjanda í Arn-
arfirði. Sonur
Sölva og Sigrúnar
er Haukur, f.
1940, kvæntur
Drífu Jónsdóttur.
Fyrri eiginkona
hans er Kristín
Árnadóttir og eiga
þau dæturnar Sig-
rúnu Hrönn, Elínu Helgu og
Svanhildi Hrund. Fyrir átti
Sigrún dótturina Ernu Svan-
hildi Tessnow, f. 1935, d.
1997, sem Sölvi ól upp sem
sína eigin dóttur.
Sölvi ólst upp hjá foreldrum
sínum á Hnjótshólum í Örlygs-
höfn, síðar fluttu þau í Kefla-
vík á Barðaströnd. Sumarið
1924, er Sölvi var átta ára,
var hann sendur í vist, fyrst
að Lambavatni, síðan að
Mig langar með fáum orðum að
minnast tengdaföður míns, Sölva.
Sölvi var mikið ljúfmenni, vinnu-
samur og með sterka réttlætis-
kennd. Hann bar mikla umhyggju
fyrir afkomendum sínum og
fylgdist með þeim í leik og starfi.
Sölvi var mér einstaklega góður
og áttum við margar góðar stund-
ir saman síðustu árin. Hann var
duglegur að segja frá æsku sinni
og uppvexti og var mikið í mun að
deila því með fjölskyldunni. Hvíl í
friði, kæri Sölvi.
Fyrst er að vilja veginn finna,
vaka, biðja í nafni hans,
meistaranna meistarans.
Þreytast ekki, vinna, vinna,
vísdóms æðstu köllun sinna:
Leita sífellt sannleikans.
(Guðm. Guðm.)
Kristín.
Í dag kveðjum við afa Sölva,
hann var afi, langafi og langa-
langafi, hann fylgdist vel með af-
komendum sínum og kallaði okkur
kvenfélagið sitt. Það kom til af því
að í 73 ár, frá því að pabbi okkar
systra fæddist, fæddust bara stelp-
ur inn í fjölskylduna, við systur,
dætur okkar og lítil langalangafa-
dóttir. Svo bættist í lok síðasta árs
lítill drengur í hópinn og fékk sá
nafnið Þorsteinn Sölvi, mikið var
afi stoltur af nafna sínum. Það
breytti því þó ekki að við vorum
áfram kvenfélagið.
Afi var duglegur, ósérhlífinn,
ákveðinn, með sterkar skoðanir á
hlutunum. Honum var mikið í
mun að sjá um sig sjálfur og
bjarga sér, ekki biðja um aðstoð
nema nauðsyn bæri til.
Hann var handlaginn og iðinn,
féll aldrei verk úr hendi, smíðaði,
prjónaði og gerði við, þeir eru ófá-
ir smíðagripirnir sem hann lætur
eftir sig, nytjagripir sem hafa
gengið á milli kynslóða.
Síðustu ár varði afi miklum
tíma í að rifja upp atburði úr
bernsku sinni, rifjaði það upp af
mikilli nákvæmni og rakti svo at-
burðarásina þegar við komum í
heimsókn. Honum þótti gott að fá
okkur til sín, fá að segja okkur
sína sögu og rifja upp gamla tíma,
en af nógu var að taka.
Við erum þakklátar fyrir sam-
veruna og geymum hjá okkur
minninguna um ljúfan mann, hvíl í
friði.
Þegar dags er þrotið stjá
þróttur burtu flúinn.
Fátt er sælla en sofna þá
syfjaður og lúinn.
(Rögnvaldur Björnsson)
Sigrún, Elín og Svanhildur.
Elsku langafi okkar, við gleym-
um ekki stundunum þegar við
sem litlar stelpur komum í heim-
sókn til þín í Bólstaðarhlíðina,
borðuðum karamellukúlurnar úr
kristalskálinni, teiknuðum eftir
rósettunum í dúknum á stofu-
borðinu, lékum með litla hvíta bíl-
inn og það var sama hvað hann
ferðaðist um íbúðina, hann var
alltaf kominn á staðinn sinn í hill-
unni. Hlustuðum á sögurnar frá
því að þú varst smápolli sem þú
mundir svo vel þó þær hafi gerst
snemma á seinustu öld sem virtist
vera svo ótrúlega langur tími fyrir
okkur.
Æskan okkar var allt önnur en
þín þar sem þú þurftir átta ára
gamall að fara að vinna fyrir sjálf-
um þér og vannst hart allt þitt líf
til að koma þér upp góðu lífi fyrir
þig og fjölskylduna. Þó að tímarn-
ir hafi breyst getum við haft dugn-
að þinn okkur til fyrirmyndar.
Með aldrinum fækkaði heim-
sóknum okkar til þín en það var
alltaf jafn gott að koma og við vor-
um alltaf velkomnar. Þú mundir
eftir öllum afmælum og varst ein-
staklega gjafmildur.
Það er sárt að kveðja þig en við
huggum okkur við hversu langa
og viðburðaríka ævi þú lifðir,
gleðjumst yfir því að hafa náð að
kynnast þér og kynna þig fyrir
nýjustu laufblöðunum á ættar-
trénu sem þú sáðir. Við vonum
innilega að þú sért kominn þangað
sem þú vildir fara og sért með
þeim sem þú elskaðir.
Þrek er gull en gull eru líka tárin,
guðleg svölun hverri þreyttri sál.
Stundum þeim er þrekið brýnt og
kraftur
þögul höfuð féllu tár um kinn.
En sama rósin sprettur aldrei aftur,
þótt önnur fegri skreyti veginn þinn.
(Guðmundur Guðmundsson)
Hjartans kveðjur, þínar
langafadætur,
Kristín, Guðlaug, Hrefna
Hörn, Rannveig Rögn og
Kolbrá Sölva.
Segja má að með Sölva Jónas-
syni, sem kvaddur er í dag, hverfi
síðasta tenging okkar systkina við
sögu sem hófst fyrir réttum
hundrað árum þegar afi okkar og
amma, Böðvar Pálsson og Lilja
Árnadóttir, gengu í hjónaband og
stofnuðu síðar heimili á Bakka í
Bakkadal í Ketildölum, Arnar-
firði. Mamma sagði okkur oft frá
lífinu á Bakka á fyrri hluta síðustu
aldar þegar hún var að alast upp.
Hún sagði okkur meðal annars frá
öllu því fólki sem ólst þar upp eða
dvaldi á heimilinu um lengri og
skemmri tíma, ungu og gömlu
fólki sem ýmist voru skyldmenni
eða vandalausir. Einn þeirra sem
með þessum hætti tengdust heim-
ilinu á Bakka var Sölvi.
Sögurnar af lífinu í Ketildölum
á fyrri hluta aldarinnar voru sög-
ur af góðu mannlífi, miklum sam-
gangi milli bæja, samhjálp, sam-
vinnu, félagslífi og skemmtunum.
Á Bakka var t.d. Gerða gamla sem
hafði mömmu okkar í hávegum,
þarna var Teddi frændi, Rúna,
Svana og Sölvi svo fáein séu
nefnd. Einhvern veginn kom allur
þessi mannfjöldi ekki alveg heim
og saman við líf kjarnafjölskyldu í
Reykjavík á seinni hluta aldarinn-
ar svo okkur var þetta lengi nokk-
ur ráðgáta. Ekki var ráðgátan
minni þegar okkur gafst síðar
færi á að skoða húsakynnin á
Bakka því fermetrarnir þar voru
litlu meiri en þeir sem við bjugg-
um við í Reykjavík.
Sölvi var einn þessara þátttak-
enda í lífinu fyrir vestan og svo
þegar flestir voru fluttir suður
upp úr miðri öldinni voru Sölvi og
Rúna eitt af því fólki sem næst
stóðu afa og ömmu í Reykjavík. Í
fari Sölva var traust og áreiðan-
leiki það sem manni dettur fyrst í
hug, einnig rík umhyggja hans
fyrir fólkinu sínu og góðvild í
garð samferðamanna sinna. Allt-
af var Sölvi reiðubúinn til hjálpar
og hann var nánast jafnvirkur
þátttakandi í lífi afa okkar og
ömmu í Reykjavík og hann hafði
verið á Bakka. Sölvi bjó yfir
kímnigáfu sem var ekki öllum ljós
vegna þeirrar hæglátu framkomu
sem var aðalsmerki hans. Eftir
því sem við stálpuðumst og
kynntumst Sölva með öðrum
hætti varð okkur betur ljós sú
hlið hans sem ekki blasti við öll-
um, þar sem góðlátlegt grín og
græskuleysi í garð annarra ein-
kenndi frásagnir hans.
Að leiðarlokum þökkum við
Sölva fyrir öll góð kynni og send-
um Hauki syni hans og fjölskyldu
samúðarkveðjur. Blessuð veri
minning Sölva og minningin um
það mannlíf fyrir vestan sem hann
í okkar huga var síðasti fulltrúi
fyrir.
Lilja, Bolli, Sigríður og Böðv-
ar, Auðar- og Héðinsbörn.
Sölvi Jónasson