Morgunblaðið - 08.07.2014, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014
✝ Stefán GunnarHaraldsson
fæddist í Braut-
arholti í Skagafirði
12. september
1930. Hann lést á
heimili sínu í Víði-
dal 24. júní 2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Jó-
hanna Gunn-
arsdóttir frá
Keflavík í Hegra-
nesi og Haraldur Bjarni Stef-
ánsson frá Brautarholti, Stefán
var næstelstur barna foreldra
sinna. Systkini hans eru: Hauk-
ur, f. 5.7. 1927, d. 9.9. 2013,
giftur Erlu Guðjónsdóttur f.
3.9. 1932; Sigurður, f. 7.2. 1936,
giftur Þóru Ingimarsdóttur, f.
21.3. 1936; Bragi, f. 27.4. 1942,
giftur Eygló Jónsdóttur, f.
18.12. 1939; stúlkubarn, fætt
andvana 1946.
Þau eiga þrjú börn og þrjú
barnabörn og búa á Víðimýri.
4) Margrét Sigurlaug, f. 11.12.
1968, tónlistarkennari, gift
Ólafi Hafsteini Einarssyni, f.
25.3. 1961. Þau eiga þrjú börn
og búa á Hvoli í Ölfusi.
Áður en Stefán festi ráð sitt
vann hann ýmis störf, m.a. hjá
byggingarverktökum, í vega-
vinnuflokki, við mjólkurflutn-
inga og nokkur sumur hjá Bún-
aðarsambandinu á jarðýtu.
Stefán og Marta stofnuðu ný-
býli út úr landi Víðimýrar sem
þau nefndu Víðidal. Þar hófu
þau búskap árið 1954. Stefán
vann við búskap alla sína tíð
auk þess sem hann var vörubíl-
stjóri og vann því utan heimilis,
einkum yfir sumartímann.
Hann var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Skagafjarðar og
vörubílstjórafélagsins Fjarðar.
Hann söng með Karlakórnum
Heimi og kirkjukór Víðimýrar-
kirkju í 60 ár og nú síðustu ár
var hann í Kór eldri borgara.
Útför Stefáns verður gerð
frá Víðimýrarkirkju í dag, 8.
júlí 2014, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Á gamlársdag
1954 giftist Stefán
Gunnar Mörtu
Fanneyju Svavars-
dóttur, f. 8.11.
1931, d. 15.5. 2013.
Þau eignuðust
fjögur börn, þau
eru: 1) Svavar Har-
aldur, f. 22.2. 1952,
bóndi í Braut-
arholti, giftur
Ragnheiði G. Kol-
beins, f. 18.8. 1957. Þau eiga
sex börn og fjögur barnabörn
og búa í Brautarholti. 2) Pétur
Helgi, f. 12.7. 1954, útibússtjóri
Kaupfélags Skagfirðinga í
Varmahlíð og bóndi, giftur
Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur,
f. 11.6. 1961. Þau eiga fjögur
börn og tvö barnabörn og búa í
Víðidal II. 3) Jóhanna Sigríður,
f. 2.1. 1961, kennari, gift Einari
Erni Einarssyni, f. 18.8. 1960.
Elsku pabbi minn.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Elsku pabbi, góða ferð í sum-
arlandið, ég veit að mamma tek-
ur vel á móti þér. Þín dóttir
Jóhanna Sigríður (Sigga).
Elsku pabbi minn. Dagurinn
sem ég hef kviðið alla ævi er
runninn upp, þú ert farinn frá
mér. Það eru bara örfáir dagar
síðan við sátum við eldhúsborðið
hér heima í Víðidal og áttum
góðar stundir saman, en nú sit
ég hér ein og skrifa minning-
arorð um þig.
Já, tilveran breytist á einu
augabragði. Við áttum fullt af
frábærum stundum og alltaf
glatt á hjalla og stutt í grín. Þau
voru ófá símtölin á milli okkar.
Morgunspjall milli tíu og ellefu
og svo líka heyrst eftir hádegi.
Oftar en ekki að velta fyrir okk-
ur einhverri tónlist, sungnar lín-
ur og spilað á píanóið. Tónlistin
tengdi okkur svo þykkum þræði.
Þú varst svo mikill tónlistarunn-
andi og hafðir fallegustu tenór-
röddina. Yndislegan blæ sem ylj-
aði hjartarótum þess sem hlýddi.
Þú varst minn sterki bakhjarl
í tónlistarnáminu frá því að ég
var sjö ára. Hvattir, leiðbeindir
og sagðir hvað þér fannst. Það
var best í heimi að hafa þig í
salnum á tónleikum og fá álit
þitt. Þitt álit skipti mig mestu.
Þú komst alltaf á alla tónleika
sem ég hélt og varst svo stoltur
af litlu stelpunni þinni. Einnig
komstu oft til okkar fjölskyld-
unnar á Hvoli og þar áttum við
góðar stundir. Þú naust þess að
vera með Óla í hestastússinu
enda þið miklir vinir. Að hafa þig
hjá okkur um síðustu jól var
ómetanlegt.
Þú naust þess að ferðast og
oft skruppum við í stutta bíltúra,
síðasti bíltúrinn okkar var svo
hinn 11. júní þegar við fórum
Sæmundarhlíðina. Síðasta heim-
sóknin mín til þín er dýrmæt í
minningasjóðinn. Við sátum á
bekknum í sólinni og nutum lífs-
ins saman eins og við gerðum
alltaf.
Síðasta ferðin þín á Suðurland
var svo laugardaginn 21. júní
þegar þú komst til að vera við
útskrift hjá Helgu Sjöfn. Þú
varst svo ánægður með þennan
dag. Hittir Óla í Borgarnesi og
fórst með honum upp á Snæfells-
nes, komst svo í síðasta sinn til
mín og fórst auðvitað í hesthúsið.
Síðan áttum við dýrmætan dag á
Freyjugötunni í veislunni hennar
Helgu Sjafnar.
Já pabbi minn, þú kunnir að
hafa lífið skemmtilegt. Þú varst
alltaf glaður og eins og þú sagðir
svo oft „alltaf eitthvað til að
hlakka til“. Þú sást nefnilega
alltaf það bjarta í tilverunni.
Nú er allt breytt og dagarnir
langir. Síminn hljóður og enginn
sem bíður á tröppunum í Víðidal
þegar við rennum í hlað. Ekki
hægt að hringja í þig en símtölin
voru mörg á hverjum degi. Ég
fæ aldrei aftur að heyra þig
svara „sæl elskan mín“ og ekki
kveðjuna þína „bless elskan mín
og Guð veri með þér“. Söknuður-
inn er sár. Þú varst nefnilega
ekki bara besti pabbinn í öllum
heiminum heldur varstu stór
hluti af mér. Tenging okkar
sterk.
Nú þakka ég allar dásemd-
arstundirnar og allar minning-
arnar sem við fjölskyldan mun-
um ylja okkur við. Ég veit að þú
ert kominn til mömmu og ert í
góðra vina hópi syngjandi og ríð-
andi um blómaengið á Mósa.
Tíminn flýgur áfram og hann teymir
mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það
hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolít-
ið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.
(Megas)
Elsku pabbi, Guð veri með
þér, við hittumst síðar.
Þín dóttir,
Margrét Sigurlaug (Magga).
Kæri tengdafaðir, ég man það
sem gerst hefði í gær þegar ég
sá þig fyrst. Vorið 1987, sólríkan
fallegan vordag, mætti ég þér á
afleggjaranum rétt fyrir neðan
Víðimýri, þið Marta komuð út af-
leggjarann, ég var að koma mína
fyrstu ferð í Víðidal með henni
Möggu þinni. Auðvitað varst þú
tortrygginn, gat það verið að ör-
verpið þitt hún Magga væri
komin með kærasta? Það reynd-
ist svo vera og síðan þá hafa
fundir okkar verið ófáir og sím-
tölin mörg.
Þú varst magnaður maður og
miklum kostum búinn. Oft rædd-
um við um hross og gátum létti-
lega haft sterkar skoðanir og
verið með myndrænar lýsingar á
kostum þeirra og göllum. Núna
geri ég tilraun til að koma þeirri
mynd sem ég hef af þér til skila,
það reynist mér líklega ekki eins
létt og þegar ég lýsti fyrir þér
hrossum.
Bráðgreindur, andans maður,
teinréttur, bjartur yfirlitum,
ávallt glaður, húmoristi, afburða-
söngmaður og hagyrðingur af
bestu gerð.
Þú vildir alltaf vera þar sem
fjörið og fólkið var en varst einn
þeirra sem kunna að hætta
leiknum þá hæst hann ber.
Þú naust þess að ferðast um
landið, enda gerðuð þið Marta
mikið af því og á þeim nærri 30
árum sem við áttum saman slóg-
umst við Magga og börnin
stundum með í för. Úr þeim
ferðum eigum við margar góðar
minningar. Síðustu ferðina sem
við fórum saman vorum við tveir
einir, nokkrum dögum áður en
þú kvaddir fórum við vestur í
Hrísdal á Snæfellsnesi að sækja
hryssu, nema hvað. Maður var
ekki einn á ferð með þig sem
ferðafélaga; þekktir landið og
söguna þannig að upplifunin af
umhverfinu varð fyrir vikið
sterk.
Stefán, þú varst mér meira en
tengdafaðir, þú varst minn besti
vinur. Við heyrðumst daglega og
stundum oft á dag, þess sakna
ég.
Ég kveð þig, Stefán, með
söknuði og virðingu. Þinn
tengdasonur,
Ólafur H. Einarsson
(Óli Haddi).
Þegar gróðurangan og lit-
skrúð jarðar var að komast í há-
mark kvaddi Stefán í Víðidal, í
túninu heima með ástvini sína
sér við hlið. Það var aldrei hljótt
um tengdapabba og var hann
ávallt hrókur alls fagnaðar hvar
sem hann fór, mannvinur mikill
og tryggur sínum en þó með
sterkar skoðanir á málefnum
lífsins. Hann var ættarhöfðingi
mikill og hélt vel utan um fjöl-
skyldu og vini og gaf sér tíma til
að fylgjast vel með öllum barna-
og barnabörnum sínum og skilur
hann eftir sig stóran hóp af
föngulegu fólki sem hann var af-
ar stoltur af. Söngur og tónlist
var ástríða Stefáns og ófáar
stundirnar sem sungið var í Víði-
dal og líf og fjör í bænum. Þá var
eins gott fyrir söngfuglana í fjöl-
skyldunni að syngja rétt og fara
vel með, því tengdapabbi gerði
kröfur til sín og annarra þegar
tónlist var annars vegar. Þegar
við lítum yfir líf og starf Stefáns
í Víðidal getum við með sanni
sagt: Sjá það er harla gott, – það
sem þú hefur unnið fyrir fjöl-
skyldu þína, sveit þína og sam-
félag. Minning þín mun lifa.
Þakka þér fyrir 32 ára kraft-
mikla og góða samfylgd, kæri
tengdapabbi.
Nú húmi slær á hópinn þinn,
nú hljóðnar allur dalurinn
og það, sem greri á þinni leið
um því nær heillar aldar skeið.
Vor héraðsprýði horfin er:
öll heiðríkjan, sem fylgdi þér.
Og allt er grárra en áður var
og opnar vakir hér og þar.
Þér kær var þessi bændabyggð,
þú bast við hana ævitryggð.
Til árs og friðar – ekki í stríð –
á undan gekkstu í háa tíð.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Mig langar að minnast míns
kæra bróður með nokkrum orð-
um. Bikar minninganna er
barmafullur. Stefán varð bráð-
kvaddur á Jónsmessu, 24. júní
sl., í túninu heima. Engan stað
hefði hann fremur kosið til að
enda sína ævi en í túninu þar
sem þau Marta hófu sitt land-
námsstarf fyrir rúmum 60 árum.
Á frumbýlisárum þeirra féllu
margir svitadropar til jarðar,
það er mér vel kunnugt um. Ég
kom mjög oft til þeirra á fyrstu
árum þeirra í Víðidal, þá ungur
og ólofaður maður. Við bræður
vorum mjög samrýndir frá
fyrstu tíð, ég fór bara til þeirra
til að hitta þau, hlæja og spauga
saman, stundum var sest við
orgelið og tekið lag eða við fór-
um í eina bröndótta, en kannski
stundum til að rétta örlitla hjálp-
arhönd við búskapinn. Alltaf átti
Marta súkkulaðitertu og fleira
gott með kaffinu.
Minningarnar eru bjartar
þegar litið er til baka er við vor-
um litlir drengir að alast upp í
Brautarholti. Þá lékum við okk-
ur t.d. oft suður við læk á sumrin
eða á sleðanum á vetrum. Fór-
um svo að hjálpa til við búskap-
inn þegar geta og kraftar leyfðu.
Snemma varð Stebbi mjög lið-
tækur í umgengni og notkun
hesta og áhugamaður um hesta-
mennsku sem fylgdi honum til
æviloka; átti og ræktaði lands-
frægt hestakyn. Söngurinn var
Stebba í blóð borinn og snemma
fór hann að syngja, hafði ágæta
tenórrödd. Í miklu uppáhaldi hjá
Stebba voru Sólsetursljóðin sem
þeir sungu saman, Stefán Ís-
landi, frændi okkar, og Guð-
mundur Jónsson. Gekk það svo
langt að hann ákvað að kenna
mér lagið og æfingin fór fram í
gamla skálanum í Brautarholti.
Þá var ég níu ára og Stebbi á
fimmtánda ári. Þetta gekk ekki
nógu vel, ég var ekki nógu
snöggur að koma inn á réttum
stöðum og Stebbi varð hálfargur
við mig. En er árin liðu tókst
þetta betur. Stebbi fór í orgel-
nám eftir fermingu og eignaðist
þá orgel. Þá söng hann í kirkju-
kór alla sína tíð. Stebbi var mik-
ill trúmaður og var ekki í vafa
um líf eftir dauðann. Hann varð-
veitti sína barnatrú vel, sem
móðir okkar blessuð lagði ríka
áherslu á að kenna sonum sínum
í bernsku. Snemma eignaðist
Stebbi vörubíl og stundaði vöru-
bílaakstur á sumrin með bú-
skapnum. Árið 1978 eignaðist
hann nýjan vörubíl sem lengi
hafði verið draumur hans, al-
vörubíl sem vinnufélagar hans
sögðu að væri með „stóru vél-
inni“.
Margra ánægjustunda minn-
ist ég í tengslum við karlakórinn
svo og daglegra samskipta sem
með árunum fóru vaxandi, ekki
síst eftir að hann missti Mörtu
sína. Hann var alltaf svo hress
og kátur og upplífgandi að hitta
hann.
Stebbi var gæfumaður í lífinu,
eignaðist góða konu og fjögur
mannvænleg börn og afkomend-
ur þeirra Mörtu, sem eru komnir
á þriðja tug, veittu þeim ánægju
og gleði sem hann kunni svo vel
að meta.
Elsku Haddi, Pétur, Sigga og
Magga og fjölskyldur ykkar. Við
Þóra og fjölskylda sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra. Minningin er björt.
Megi góður Guð styrkja okkur
öll.
Kæri bróðir minn. Að lokum
langar mig að þakka þér sam-
fylgdina nú er leiðir skilur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Þinn bróðir,
Sigurður.
Glaður og reifur
skyli gumna hver,
uns sinn bíður bana.
(Úr Hávamálum)
Í dag er Stefán frá Víðidal
kvaddur. Lagður til hinstu hvílu
í Víðimýrarkirkjugarði. Glaður
og reifur, mínar minningar um
Stebba bróður eru einmitt þann-
ig.
Í Brautarholti, æskuheimili
okkar, var líka oft glatt á hjalla.
Allt frá því að ég, krakkinn,
byrjaði að létta undir með full-
orðna fólkinu var gáski og létt-
leiki, stundum stríðni sem ein-
kennir minningarnar frá æsku
minni með Stebba bróður. Að
loknum vinnudegi í sveitinni var
stundum brugðið á leik í túninu
heima, nýbúið að setja hey í
bólstra (galta) og kjörið fyrir
feluleik.
En svo leið tíminn fljótt, er lit-
ið er til baka, ég smápolli og
Stebbi ungi töffarinn í blóma
lífsins. Skemmtanir og böll voru
í boði um helgar eins og vera bar
og stundum langur vinnudagur í
búskapnum, og þurfti því að hafa
hraðann á að gera sig kláran til
að fara á ball. Oft var ég búinn
að bursta skóna hans Stebba til
að flýta fyrir þegar svo bar undir
og bíllinn beið á veginum. Þá var
líka sett brilljantín í hárið og
mér fannst hann flottur. Ekki
fannst mér þó alltaf skemmtilegt
að bursta og faldi mig stundum,
en Stebbi hafði lag á litla bróður.
Fyrr en varði var Stebbi búinn
að stofna sitt eigið heimili með
Mörtu eiginkonu sinni, blessuð
sé minning hennar, fyrst í Laug-
arbrekku og síðan í Víðidal. Oft
kom ég til þeirra og þar naut ég
mikilla og góðra veitinga og
gleðistunda sem ég geymi í
minningunni. Nú á seinni árum
urðu heimsóknirnar strjálli en
alltaf er við hittumst var stutt í
hláturinn og slegið á létta
strengi sem Stebba var svo eig-
inlegt. Einnig minnist ég frá
yngri árum þegar Stebbi hafði
hafið vörubílaakstur að ég fékk
að fara með honum í nokkra
túra, bæði í vegavinnu og við
annan flutning. Hafði gaman af
að skoða tæki og tól og það sem
fyrir augu bar og ræða um mál-
efni líðandi stundar í gamni og
alvöru. Og eftir að Stebbi hóf
einnig búskap í Víðidal átti ég
þangað margar heimsóknir og á
stundum tók ég þátt í heyskap,
sló með dráttarvél og þess hátt-
ar. Og alltaf beið mín veisluborð
í mat og drykk hjá þeim hjónum
í Víðidal. Allar þessar stundir
rifjast upp og margar fleiri þeg-
ar leiðir skiljast og fyrir þær
þakka ég af alhug.
Nú hefur þú lagt upp í lang-
ferðina sem allra bíður og stund-
um þarf engan undirbúning,
bara lagt af stað. Þannig fannst
mér þú fara, veifaðir hendi er við
kvöddumst á stéttinni fyrir örfá-
um dögum. Ég veit að söngur
ómar og ljós skín þar sem tekið
hefur verið á móti þér í öðrum
heimi.
Öllum fjölskyldunum frá Víði-
dal bið ég allrar blessunar og
styrk frá almættinu. Við hjónin
og okkar fjölskyldur sendum öll-
um innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þín, elsku
bróðir, hvíl í friði.
Bragi Haraldsson.
Elsku afi minn, laugardaginn
21. maí stóðum við í eldhúsinu á
Freyjugötunni og föðmuðumst.
Þú stóðst andspænis mér, horfð-
ir beint í augun á mér og sagðir:
„Mikið óskaplega hlakka ég til
að sjá þig næst.“ Ekki hvarflaði
að mér að þetta væri í síðasta
skipti sem þínar sterku og miklu
hendur héldu þéttingsfast utan
um mig.
Þegar ég hugsa til baka er
mér efst í huga þakklæti fyrir
allar þær frábæru stundir sem
við eyddum saman. Allar sam-
verustundirnar á Hvoli, veislurn-
ar, hestamótin, þorrablótin eða
hvað sem það var, alltaf varst þú
fyrstur á staðinn. Í kringum þig
var ávallt mikil gleði, mikið
sungið og mikið gaman. Að koma
til ykkar ömmu í Víðidal var
engu líkt. Oftar en ekki stóðst þú
úti á stétt, brostir út að eyrum
og tókst á móti okkur með faðm-
lögum og kossum.
Þú varst alltaf svo stoltur af
þínu fólki og elskaðir þegar öll
fjölskyldan kom saman. Sam-
band okkar var mjög sterkt og
er ég mjög þakklátur fyrir það.
Sama hvar í heiminum ég bjó;
alltaf varst þú með puttann á
púlsinum og fylgdist með mér.
Við töluðum mikið saman, hvort
sem það var í síma, gegnum net-
ið eða í bréfum. Minnisstæð eru
mér síðustu jól hérna heima á
Hvoli þar sem þú varst hjá okk-
ur. Þú sast í stofunni og horfðir
stoltur á Ingibjörgu litlu systur
opna pakkana. Ingibjörg er mjög
mikil afastelpa og sagði oft að ef
hún flytti frá Hvoli myndi hún
flytja til afa. Þó svo að ég hefði
viljað hafa þig hjá mér miklu
lengur veit ég að ykkur ömmu
líður vel saman núna.
Þó sorgin sé mikil þá kvöldsólin sest,
með tárum en gleði er kveðjan
jú best.
Ég hugsa til baka, mikið var nú
gaman,
því elskuðum við öll að vera hér
saman.
Dagarnir líða, ég sakna þín svo,
smá spjall um hrossin myndi
gleðj’okkur tvo.
Við hlógum og sungum, þú gladdir
mitt hjarta,
um ókomin ár lifir minning þín bjarta.
Ég sakna þín og elska þig
óendanlega mikið, elsku afi
minn. Mikið óskaplega hlakka ég
til að sjá þig næst.
Þinn afadrengur,
Oddur.
Elsku afi minn, takk fyrir all-
ar þær stundir sem við höfum
átt saman, þær voru margar og
munu lifa í minningunni. Það var
yndisleg stund sem við áttum
saman laugardaginn 21. júní sl.
þegar ég útskrifaðist úr Háskól-
anum. Mamma, pabbi og Aron
komu suður til að fagna með mér
og auðvitað óskaði ég þess að þú
gætir verið með okkur. Þú
ákvaðst að koma með sem leyni-
gestur í óvæntri veislu sem þið
og fjölskyldan á Hvoli hélduð
mér. Þessi dagur er mér ógleym-
anlegur og er þetta besta gjöf
sem ég gat fengið frá þér, að
hafa þig með á þessum stóra
degi. Þú hafðir alltaf áhuga á því
sem ég var að gera, spurðir mig
út í námið og hvattir mig til dáða
að verða skólastjóri í framtíðinni
því þú taldir mig hafa alla eig-
inleika til þess. Ég mun hafa
þetta bak við eyrað, afi minn, og
Stefán Gunnar
Haraldsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn.
Takk fyrir allar stund-
irnar okkar saman. Þú
varst besti afi í öllum heim-
inum. Ég sakna þín.
Þín afastelpa,
Ingibjörg.