Morgunblaðið - 08.07.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.07.2014, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2014 ✝ Þórdís GuðrúnKristjánsdóttir fæddist 7. mars 1920 á Gunn- arstöðum á Langa- nesströnd. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu föstudaginn 20. júní 2014. Þórdís var dóttir hjónanna Kristjáns Friðriks Friðfinnssonar, fædds í Haga í Vopnafirði, og Jak- obínu Þórdísar Gunnlaugs- dóttur, fæddrar á Gunn- arsstöðum i Skeggjastaðahreppi. Þórdís var elst af tíu systkinum, næst var Hrefna, f. 8. maí 1922, d. 9. maí 2013, Ólöf Ágústa, f. 4. feb. 1924, d. 13. des. 1992, Ol- geir, f. 26. des. 1926, Halldóra Helga, f. 2. júní 1928, Helga, f. 17. júní 1929, d. 24. feb. 1982, Ruth, f. 31. ágúst, d. 3. mars 2010, Ingibjörg, f. 12. júní 1932, Þórunn Sigríður, f. 26. okt 1933, d. 18. okt. 1998, Ing- ólfur, f. 14. mars 1935, d. 12. nóv. 2012. Þórdís ólst upp á bænum Merki í Vopnafirði. Eftir að hafa stundað nám við Héraðs- skólann á Eiðum eyddi hún hluta af sumrinu með fjölskyld- unni á Merki en fór þá til Reykjavíkur þar sem hún starf- aði á saumastofu. Hún hafði aðsetur hjá föðurbróður sínum Sveinbirni og konu hans Guð- rúnu. Guðrún sú var dóttir hjónanna í Hella- túni, Guðmundar og Þórunnar, en þau ólu upp eig- inmann Þórdísar, Ólaf Helga Guð- mundsson, f. 8. ágúst 1912, d. 21. júní 1996. Þórdís og Ólafur giftust 14. desember 1939 og áttu þau tvær dætur, Þórunni og Jak- obínu. Þórunn var f. 19. sept. 1939 d. 4. sept. 1990, maki hennar Einar Kristinsson, f. 12. des. 1938. Jakobína er fædd 1. sept. 1941, maki hennar Ing- ólfur Gylfi Jónasson, f. 30. nóv. 1937, d. 2. mars 2000. Barnabörnin eru fjögur en elsta barnabarnið er látið, barnabarnabörnin eru tíu og barnabarnabarnabörnin þrjú. Þórdís bjó í Hellatúni til árs- ins 2000 en þá flutti hún á Hellu ásamt dóttur sinni Jak- obínu en flutti svo á Hjúkr- unar- og dvalarheimilið Lund á Hellu árið 2004 þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Þórdísar fer fram frá Oddakirkju í dag, 8. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku amma Dísa, nú þegar þú hefur kvatt okkur streyma fram margar góðar minningar. Það var svo gott að alast upp með ömmu Dísu í næsta húsi sem barn. Frá ömmu Dísu fór enginn svangur og að getað hlaupið beint úr skólabílnum til ömmu Dísu og fengið nýbakað með kaffinu er hlý minning. Amma Dísa fylgdist líka alltaf með hvernig mér gekk í skólanum. Ef ég var að fara í próf bað hún alltaf fyrir mér og að mér myndi ganga vel. Því amma Dísa var mjög trúuð og bað mikið. Hún kenndi mér margar bænir og kenndi mér að fara með faðirvorið á hverju kvöldi. Einnig er mér það ofar- lega í huga hvað jólasveinninn var alltaf örlátur í gamla bænum hjá ömmu Dísu og afa Óla. Amma Dísa hafði einstaklega góða og hlýja nærveru og slapp- aði ég alltaf svo vel af þegar ég kom heim til ömmu Dísu hvort sem það var í gamla bæinn í Hellatúni eða herbergið hennar á Lundi og oftar en ekki blundaði ég því ekki var stressið í kringum hana ömmu Dísu. Margar góðar minningar eig- um við amma Dísa síðustu árin og alltaf var gott að enda kvöld- vaktina á Lundi hjá ömmu og spjalla um daginn og veginn og hlusta á Passíusálmana þegar þeir voru lesnir í útvarpinu. Amma Dísa var mjög jarðbundin, róleg og hlý kona sem fór ekki mikið en þurfti alltaf að vita af fólkinu sínu og að öllum liði vel og allir væru frískir. Alltaf spurði amma um stelpurnar mínar og ef hún vissi að þær væru veikar varð hún ekki róleg fyrr en þær væru orðnar frískar. Amma Dísa, ég mun aldrei gleyma þér og stundunum sem við áttum saman, að hafa verið með þér hefur gert mig að betri manneskju. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Hvíl í friði, elsku amma Dísa. Hjördís Rut Albertsdóttir. Elsku amma Dísa Þakklæti fyllir hjarta okkar, meira nú en áður því þú hefur kvatt hið jarðneska líf. Þakkæti fyrir að þú fórst í Hellatún, þakk- læti fyrir að hugsa um Óla, þakk- læti fyrir að vera til staðar fyrir alla, þakklæti fyrir að veita þenn- an frið og þessa sátt sem fylgdi þér ávallt, þakklæti fyrir kvöld- stundirnar með þér og Hrefnu systur þinni á Lundi. Þakklæti fyrir að börnin okkar fengu að kynnast ömmu Dísu og síðast en ekki síst þakklæti fyrir starfsfólk Lundar þar sem þú áttir heimili síðasta áratuginn. Þú munt lifa í hjarta okkar um alla tíð. Hrefna, Ólafur og börnin. Þórdís Guðrún Kristjánsdóttir HINSTA KVEÐJA Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Þakka þér fyrir, elsku systir. Halldóra Helga og Ingibjörg Kristjánsdætur. ✝ Elín Sum-arliðadóttir fæddist 25. nóv- ember 1923. Hún lést 27. júní 2014. Foreldrar henn- ar voru Sumarliði Guðmundsson, fæddur í Miðhúsum í Reykjafirði 30. september 1888, dáinn 11. nóvember 1959 og María Frið- gerður Bjarnadóttir, fædd á Eyri í Vatnsfjarðarhreppi 7. október 1892, dáin 23. febrúar 1966. Alsystkin Elínar eru Bjarni Hólmgeir Sumarliðason, f. 4.2. 1921, d 25.5. 1994, Magnús P.K. Sumarliðason, f. 12.7. 1922, d 17.8. 2008, Björg Sum- arliðadóttir, f. 17.6. 1925, d. 14.6. 2014, Guðjóna S. Sum- arliðadóttir, f. 7.10. 1927, d. 15.11. 2002, Kjartan Helgi Sum- arliðason, f. 22.9. 1929, d. 9.6. lengst af í Skarðshlíð 12c. Börn þeirra eru fimm: 1) Guðrún, f. 13. janúar 1950, gift Gunnari Reyni Bæringssyni, f. 7. júlí 1949, d. 9. október 2008, eiga þau 3 börn, 8 barnabörn og 1 barnabarnabarn, 2) Bryndís, f. 22. október 1951, gift Sigurði Halldóri Jóhannssyni, f. 1952, og eiga þau 3 börn og 6 barna- börn, 3) María, f. 19. júní 1953, gift Baldri Erni Baldurssyni, f. 1951, eiga þau 3 börn og 10 barnabörn, 4) Sigurður Líndal, f. 8. ágúst 1954, giftur Kristínu Hjaltalín, f. 1956, og eiga þau 3 börn og 7 barnabörn, 5) Arna Þöll, f. 6. september 1958, gift Jóni Í. Guðmann, f. 1958, og eiga þau 3 börn og 4 barnabörn. Elín og Arnfinnur fluttust til Akureyrar árið 1948. Elín vann lengst af við þrif í Prentsmiðju Odds Björnssonar, einnig vann hún á Barnaheimilinu Stekk. Hún starfaði líka á Hótel Varð- borg. Hún starfaði mikið við fé- lagsstörf hjá stúkunni, einnig með konum musterisriddara á Akureyri. Útför Elínar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 8. júlí 2014, kl. 13.30. 2012, Rúrik Sum- arliðason, f. 1932, Kristján Sum- arliðason, f. 1933. Samfeðra eru Pét- ur G. Sum- arliðason, f. 24.7. 1916, d. 5.9. 1981, Björg Sum- arliðadóttir, f. 27.5. 1917, d. 7.7. 1917. Elín var sett í fóst- ur 5 ára gömul að Þúfum í Ísafjarðardjúpi. Fóstur- foreldrar hennar voru Páll Páls- son hreppstjóri, f. 10.9. 1891, d. 8.9. 1972 og Björg J. Andr- ésdóttir, f. 13.2. 1893, d. 19.10. 1966. Fóstursystkinin voru Páll Pálsson, f. 1922, d. 2008, Ást- hildur Pálsdóttir, f. 1925, Unnur Hermannsdóttir, f. 1919 og Fjóla Hermannsdóttir, f. 1936. Elín giftist 24. júní 1949 Arn- finni Arnfinnssyni, f. 28.1. 1923, d 28.12. 2013. Heimili þeirra var Elsku mamma mín, það var skrítið að rétt þegar við vorum bú- in að jarða kerið hans pabba hinn 20. júní dreymdi mig að hann kæmi til mín með farseðil handa þér og þegar ég skoða farseðilinn þá er það gamall merkimiði á ferðatösku. Viku seinna ert þú far- in til hans að kvöldi 27. júní, það er greinilegt að pabbi vildi fá þig til sín. Þú varst svo stór hluti af lífi okkar allra. Varst alltaf að hugsa um barnabörnin þín, hvað þú gæt- ir nú gefið þeim, hvort heldur það væru afmælis- eða jólagjafir eða bara eitthvað sem þau vantaði. Það var alveg yndislegt að ferðast með þér, þú hafðir svo gaman af því að vera í bíl og ég tala nú ekki um að keyra vestur í Víkina fögru sem ykkur pabba þótti svo vænt um. Með nesti og gleðina sem skein af þér, þú varst eins og lítil stelpa, lékst á als oddi og sagðist sko aldrei vera þreytt þótt þú vær- ir orðin 87 ára í síðustu ferðinni. Það er döpur tilhugsun að geta ekki hitt þig á hverjum degi eins og ég er búin að gera síðustu árin og fá ekki að sjá brosið þitt og finna hlýjuna frá þér. Elsku besta mamma, ef til væri keppni þar sem dæmt væri um duglegustu, sterkustu og sjálf- stæðustu mæðurnar myndir þú vinna titilinn fyrirvaralaust. En nú veit ég að þér líður betur því þú sagðir oft við mig: Það er ekki gaman að vera svona. Mig langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði: Við kveðjum þig og krjúpum hljótt við kistuna þína, góða nótt og góðan dag. Í Guðs þíns sal þér gleðin aldrei bregðast skal. Þín gleði ei brást, þó gengi mót, þeim grátna fékkst þú raunabót. Af gæðum heims var hönd þín snauð, en hjartað fullt af kærleiks auð. Í andans heimi okkar skín hin engilhreina minning þín. Við hlýtt og strítt að banaskál þitt bros mun verma okkar sál. Í heimi má ei hæli fást jafn hlýtt og þína móðurást. Þér væri Guð hvað varst þú mér, hann vefji þig að hjarta sér. (Þuríður Gísladóttir) Þú ert mín móðir, mín vinkona, minn demantur. Elsku mamma, hvíl þú í friði, ég mun sakna þín. Takk fyrir allt. Hinsta kveðja, þín dóttir, María Arnfinnsdóttir (Maja). Elín Sumarliðadóttir Sumarið 1961 kom ég tíu ára gam- all til landsins frá út- löndum til sumar- dvalar og var í heimsókn á Íslandi. Það var mikið ævintýri og margt öðruvísi. Hjó strax eftir þessum undarlegu bílum sem voru á göt- um Reykjavíkur, svokölluðum Willys-jeppum með kassayfir- byggingu. Afi minn átti einnig einn slíkan, módel 1942. Átti ég eftir að eignast þann bíl þegar ég fékk bílprófið og var það hinn bezti gripur. Egill Vilhjálmsson Erlendur Björnsson ✝ ErlendurBjörnsson fæddist 27. mars 1935. Hann lést 5. júní 2014. Útför Erlends fór fram 18. júní 2014. var mikill vinur Sig- urðar afa míns og kom ég oft á skrif- stofu Egils við Hlemm með afa. Á meðan vinirnir töl- uðu saman fékk ég leyfi til að skoða mig um í fyrirtækinu, á lagernum og inni á verkstæðinu þar sem vaskir menn unnu við að gera við þessa skrýtnu Willys-jeppa og smíða á þá hús sem kölluð voru Egils hús. Lagerinn var stórkost- legur og afgreiðslan átti sér stað yfir borð og afgreiðslumenn sér- fræðingar á sínu sviði og er ómet- anlegt að hafa fengið að upplifa andrúmsloftið þarna og annars staðar í gömlum rótgrónum fyr- irtækjum landsins. Inni á verk- stæðinu unnu vaskir menn og þar hef ég eflaust hitt Linda í fyrsta sinn án þess að vita hver hann væri né vitaskuld að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman alloft aftur. Hóf störf í „ferðabransanum“ 14 ára gamall og sýndi kvikmyndir í Tjarnarbúð fyrir gesti af skemmti- ferðaskipum og var það mikil ábyrgð. Síðar upp úr 1975 man ég eftir fyrstu ferðunum með Linda út á land og var alltaf mikil ánægja að vera með honum enda bæði húmor og skap svipað hjá báðum. Það eru ekki margir í þjóðfélag- inu sem gera sér grein fyrir hversu mikil vinna það var og er að vera rútubílstjóri á Íslandi. Langur er vinnudagurinn og strangur og álagið oft ofurmannlegt. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónusta á Ís- landi byggist á tveimur meginstoð- um og þær eru „hundaheppni“ og ósérhlífni íslenzkra rútubílstjóra, sem eru alla daga að passa upp á að rekast ekki hver utan í annan á mjóum vegum, sneiða hjá gangandi og hjólandi fólki og varast slæmar vegaxlir. Að loknum akstursdegi með ferðamenn hefst mikið starf rútubílstjóra því þá taka við þrif og frágangur bifreiða og komast bíl- stjórar oft ekki í kvöldmat fyrr en seint að kvöldi. Töluvert álag er við að hlaða töskum alla daga og af- hlaða ef skipt er daglega um næt- urstað. Álagið er mikið og svo ég tali nú ekki um álagið sem fylgir því að hafa alls kyns sérvitringa sem leiðsögumenn og hópstjóra frá öll- um hugsanlegum bakgrunni og löndum. En Lindi tók þessu öllu með sinni stóísku ró og drakk í sig áhrifin og naut þess með sínum hljóðláta hætti að hlusta á blessaða leiðsögumennina blása út um allt og alla. Lindi var búinn að sjá þetta allt saman áður og þurfti ekkert að æsa sig yfir neinu sérstöku. Hann hélt sinni ró og var kletturinn sem allir dáðu og litu til enda vinmarg- ur. Ég er afar þakklátur fyrir öll þau skipti sem ég hafði tækifæri til að ferðast með Linda vítt og breitt um okkar fagra land og get auð- veldlega sagt að ég sakna hans mjög sem og fjölmargir aðrir leið- sögumenn. Blessuð sé minning Linda og sendi ég fjölskyldu hans og vinum sterkar samúðarkveðjur. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Kæra amma okkar, núna ertu farin frá okkur og við sitjum eft- ir og skiljum ekki neitt. Mikið er tilveran undarleg án þín. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Allt sem þú gafst okkur og það að vera alltaf tilbúin að styðja okkur í öllu sem við tökum okkur fyrir Kristrún Ingi- björg Fanney Þórhallsdóttir ✝ Kristrún Ingi-björg Fanney Þórhallsdóttir fæddist á Lang- húsum í Fljótsdal 4. apríl 1939. Hún lést á heimili sínu, Ár- skógum 34, Egils- stöðum, 21. júní 2014. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Val- þjófsstaðarkirkju 28. júní 2014. hendur. Þú gerðir líf okkar auðugra og munum við halda minningu þinni á lofti. Þegar þú hefur vind í fang, þá haltu höfðinu hátt. Hræðstu ei myrkrið, það mun birta til. Því að ljós heimsins mun þér lýsa í gegnum dauðans dimman dal. Hann fer á undan í gegnum storm og regn. Þú munt aldrei ganga einn, munt aldrei ganga einn. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hvíl í friði, elsku amma okkar. Emil Atli og Erla Björg Fanney. Við vorum þeirr- ar gæfu aðnjótandi að þekkja Ernu Bryndísi í nokkur ár. Hún hafði ný- lega greinst með þann sjúkdóm, sem síðar bar hana ofurliði. Þrátt fyrir það var hún full af fjöri, atorku, með áhuga á sínum nánustu, vinum, félögum, sam- félaginu og umheiminum. Erna Bryndís var pólitísk í bestu merkingu þessa orðs. Hún var heimskona með sýn úr austri og vestri en hún vann í mörg ár sem endurskoðandi í Bandaríkjunum og Danmörku. Hún vildi skapa samfélag sem skapaði öllum tækifæri. Hún Erna Bryndís Halldórsdóttir ✝ Erna BryndísHalldórsdóttir fæddist 3. ágúst 1951. Hún lést 17. júní 2014. Útför Ernu Bryndísar fór fram 25. júní 2014. studdi þá sem áttu undir högg að sækja bæði hér- lendis og erlendis. Erna Bryndís hafði opinn hug og nægi- legt sjálfstraust til að berjast fyrir því að Ísland kannaði möguleika á nánara samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir. Erna Bryndís var örlát, gestrisin og mikill og góður fé- lagi. Hún var á fullri ferð að skipuleggja næstu ferðir af út- sjónarsemi og áhuga. Erna Bryndís varð loks að játa sig sigraða. Dauðinn kemur oft á óvart, ekki síst þegar hann leggur að velli fólk í blóma lífs- ins. Erna Bryndís var kona sem margir munu sakna. Við sendum dætrum hennar og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Fríða Bjarnadóttir og Tómas Zoëga. Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.