Morgunblaðið - 08.07.2014, Qupperneq 40
ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 189. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. „Ég fór bara að vinna“
2. Eldsvoðinn úr öryggismyndavél
3. Ekkert annað en kraftaverk
4. Engin skýring á brunaboðum …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvikmyndaritið Variety segir frá
því að kvikmyndaleikstjórinn Haf-
steinn Gunnar Sigurðsson sé farinn
að undirbúa næstu kvikmynd sína,
Kanarí, og stefni að því að hefja tökur
á henni á næsta ári. Hafsteinn segir í
samtali við blaðamann Variety á kvik-
myndahátíðinni Karlovy Vary í Tékk-
landi, þar sem nýjasta kvikmynd
hans, París norðursins, verður heims-
frumsýnd í dag, að Kanarí fjalli um
mann sem þurfi að yfirstíga flug-
hræðslu eftir að unnusta hans heldur
utan í nám. Hann sæki námskeið til
að vinna bug á hræðslunni og til að
útskrifast þurfi hann að fljúga með
hópi flughræddra til Þýskalands. Sú
ferð endar illa. Hafsteinn segir að
myndin verði meiri gamanmynd en
París norðursins sem sé öllu drama-
tískari. Hann leitar nú þýskra með-
framleiðenda að Kanarí á Karlovy
Vary, skv. Variety.
Ljósmynd/Mummi Lú
Flughræðsla í næstu
kvikmynd Hafsteins
Fyrsta skemmtikvöld leikkonunnar
Ólafíu Hrannar Jónsdóttur og leik-
arans Þorsteins Guðmundssonar verð-
ur haldið á fimmtudaginn í Bæjarbíói
kl. 21. Lolla og Steini ætla að skemmta
íbúum höfuðborgarsvæðisins og ná-
grannabæja höfuðborgarinnar í sumar
með uppistandi, upplestri, leikþáttum,
tónlist, gríni og bjóða upp á bingó en
bingóspjöld
fylgja að-
göngu-
miðum,
skv.
Midi-
.is.
Gamanmál og bingó
með Lollu og Steina
Á miðvikudag og fimmtudag Suðaustlæg og síðan suðvestlæg
átt, 5-10 m/s. Rigning með köflum S- og V-lands en annars þurrt
og bjartviðri NA-til. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast um landið NA-vert.
Á föstudag Gengur í suðaustan og austan 8-13 m/s með rigningu.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestlæg átt, 3-8 m/s, og rigning um
tíma á Vestfjörðum. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast fyrir austan.
VEÐUR
Víkingur Reykjavík og ÍBV
tryggðu sér í gærkvöldi sæti í
undanúrslitum Borgunarbikars-
ins í knattspyrnu karla. Víkingur
vann BÍ/Bolungarvík 3:0 á Torf-
nesvelli á Ísafirði þar sem Ívar
Örn Jónsson skoraði tvö mörk.
ÍBV átti hins vegar í basli með
Þrótt en náði að knýja fram sig-
ur í framlengingu
með marki Gunn-
ars Þorsteins-
sonar. »2
Víkingur og ÍBV
í undanúrslit
Hvað verður um sóknarleik Bras-
ilíumanna án Neymars þegar þeir
mæta Þjóðverjum í undanúrslitum
HM í kvöld? Spilamennska Bras-
ilíumanna í keppninni hefur ekki ver-
ið neitt sérstök. Þeir eru vissulega
ósigraðir en dómarinn var þeim hlið-
hollur gegn Króötum í opnunarleik
mótsins, þeir gerðu jafntefli við
Mexíkó og vítaspyrnukeppni þurfti til
að útkljá slag liðsins gegn Síle. »4
Gengur sóknarleikur
Brasilíu án Neymars?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Orðin „útfararkaffi“ og „burðarbiti“ hafa
fengið nýtt hlutverk í íslenskri tungu
ásamt fjölda annarra orða sem hægt er að
finna í slangurorðabók íslenskufræðing-
anna Einars Björns Magnússonar og
Guðlaugs Jóns Árnasonar. Slangur-
orðabókina hefur verið að finna á netinu
frá árinu 2010 en að sögn Einars, annars
ritstjóra bókarinnar, stendur til að gefa
hana út á prenti.
„Þetta byrjaði árið 2004 þegar ég fékk
styrk frá nýsköpunarsjóði námsmanna til
að gera slangurorðabók á netinu. Í fram-
haldi af því langaði mig að gefa út bók svo
ég fékk Guðlaug með mér í þetta,“ segir
Einar, en þeir kynntust þegar þeir voru
báðir við nám í íslensku við Háskóla Ís-
lands. Þeir töluðu við Forlagið vegna út-
gáfu orðabókarinnar og þar var vel tekið í
hugmyndina.
„Við höfum nú verið að safna orðum í
nokkur ár og stefnum á að gefa bókina út
á næsta ári. Það er hægt að safna enda-
laust af orðum, það þarf bara að láta
verða af þessu,“ segir Einar.
Þúsundir orða hafa borist
Allir geta sett nýyrði eða slangur inn á
síðuna og hafa landsmenn verið duglegir
að bæta við slanguryrðum í orðabókina að
sögn Einars.
„Við fórum af stað með þessa vefsíðu og
báðum fólk að senda inn orð og hafa bor-
ist þúsundir orða síðan þá. Við förum yfir
orðin, finnum skýringar og dæmi og
könnum hvort orðin séu í notkun,“ segir
Einar. Hann segir margt af því sem sent
er inn vera einkahúmor og bull sem þeir
hendi út jafnóðum.
Aðspurður hvaða orð séu í uppáhaldi
hjá honum segir hann þau vera mörg og
hann geti ekki gert upp á milli orða. Af
nýyrðum nefnir hann orðin ellinaðra og
smúðingur. Samkvæmt orðabókinni er
ellinaðra rafskutla fyrir gamalt fólk eða
þá sem eiga erfitt með gang og smúðingur
er þykkur drykkur t.d. úr ávöxtum og
skyri og er myndað af enska orðinu
smoothie og íslenska orðinu búðingur.
Nammviskubit og spjallsími
Vinir safna saman
slanguryrðum
Morgunblaðið/Þórður
Slangurorðasafnarar Íslenskufræðingarnir Einar Björn, til hægri, og Guðlaugur Jón, til vinstri, eru ritstjórar
íslensku slangurorðabókarinnar. Allir áhugasamir geta sett nýyrði eða slangur inn á vefsíðu bókarinnar.
Guðlaugur Jón Arason, annar ritsjóri slangurorða-
bókarinnar, setti saman stórskemmtilega vísu þar
sem hann notaði slanguryrði úr orðabókinni:
Þér skilmysdu klofklaufa skinkur sem
horkókið súpið
hvar skyldi vor æska í lífinu leita sér fanga?
Er helköttuð kremfressin hauslaus um
göturnar ganga
vort hellaða land sekkur dýpra í
algleymisdjúpið
Eflaust skilur fólk vísuna misjafnlega
vel enda er fjölda nýyrða og slanguryrða
að finna í textanum.
Þeir sem vilja átta sig betur á innihaldi
vísunnar geta farið inn á heimasíðu
slangurorðabókarinnar þar sem skýringar er að
finna.
Slóðin á síðuna er: www.slangur.snara.is.
Notaði slangur í vísugerð
HELKÖTTUÐ KREMFRESS
Dæmi úr slangurorðabókinni
Drekasvæðið sn. hk.
svæðið í nágrenni
söluturnsins Drekans við
Njálsgötu
lúxusvandamál no. hk.
vandamál sem helgast
oftast af offramboði af
einhverju sem er ekki
slæmt í sjálfu sér
minnispinni no. kk.
minnislykill, usb-lykill
nammviskubit no. hk.
samviskubit yfir að hafa
borðað of mikið nammi
skrúðkrimmi no.kk.
útrásarvíkingur
spjallsími no. kk.
einfaldur farsími sem
notaður er til að tala
og senda skilaboð en
ræður ekki við flóknari
viðfangsefni eins og
snjallsími
Þrjú íslensk landslið í golfi, karla-,
kvenna- og piltalandsliðið, hefja í
dag keppni á Evrópumótunum í
þremur mismunandi löndum. Úlfar
Jónsson landsliðsþjálfari segir að
sett hafi verið krefjandi markmið
fyrir öll liðin, boginn sé
spenntur hátt,
en samt sé full
trú á því að
þeim
mark-
miðum
verði náð. »4
Krefjandi markmið sett
fyrir öll golflandsliðin