Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 29
ensku: common law). Fyrir áhrif
breska heimsveldisins býr nú
þriðjungur mannkynsins eða um
2,3 milljarðar fólks við almanna-
lög (common law).
Þörf nýrra saman-
burðarrannsókna
Konrad Maurer rannsakaði
rætur þessa réttarkerfis sem var
til forna á Norðurlöndum og má
vissulega telja að verk Maurers
hafi enn á okkar dögum þýðingu
fyrir rannsóknir á almannalögum
(common-law) í hinum engil-
saxneska heimi og víðar. Áhuga-
vert væri fyrir íslenska réttar-
sögufræðinga og fleiri að rann-
saka og bera nú saman almanna-
lög og meginlandsrétt, t.d. hvor
betur henti lýðræði og rétti ein-
staklingsins. Nú þegar yfir okkur
og Englendinga hellast megin-
landslög frá Evrópusambandinu
(ESB) verða slíkar spurningar
ennþá áleitnari. Við þurfum að
líta betur í kringum okkur og
vega stöðugt og meta hvað okkur
er fyrir bestu.
Það sem hér hefur verið vikið
að er einungis lítið merki um hið
mikla gildi ferðalags Konrads
Maurers um land okkar fyrir
rúmlega hálfri annarri öld. Á
Ferðafélag Íslands lof skilið fyrir
að standa að þeirri upprifjun
ferðar hans og fræðistarfa sem
framundan er, en þar mun gefast
einstakt tækifæri til að bera sam-
an gamlan tíma og nýjan. Full
ástæða er til að hvetja áhugafólk
til að taka þátt í ferðinni sem án
efa verður í senn fræðandi og
skemmtileg.
Frekari upplýsingar um ferð-
ina: www.fi.is
til Englands á fimmtu öld og
voru kölluð engil-saxnesk lög
(Anglo-Saxon).
Það merkilega gerðist síðan að
forngermanskur réttur hopaði á
meginlandi Evrópu, þegar Þjóð-
verjar tóku upp rómversk lög um
1.500.
Sú breyting breiddist svo út
um alla Evrópu utan Englands,
þannig að þessi nýi meginlands-
réttur (civil law) barst einnig til
Norðurlandanna, Færeyja, Ís-
lands og Grænlands.
Með Engil-Söxum hélt þróun
forn-germansks réttar hins vegar
áfram og barst um allan heim
undir heitinu almannalög (á
»Mikilvægi framlags
Konrads Maurers til
íslenskrar menningar
verður seint ofmetið.
Höfundur er lögfræðingur.
Skálholt
29. júníKlausturhólar
30. júní
Hraungerði
2. júlí
Mosfell
Sámsstaðir
Þingskálar
Holt
Ármót Arnarbæli
Stóri-Núpur
14. júlí
Þjórsárholt
Stóruvellir
11. júlí
Auðsholt
1. júlí
Á ferðaslóðir Konrads Maurers
Ferð Konrads Maurers 1858 (dags. vísa til brottfarardags)
Ferð vildarvina á vegum Ferðafélags Íslands
Móeiðarhvoll
3. júlí
Skógar
5. júlí
Egilsstaðir
Kálfholt
Bergþórshvoll
Steinar
Þórsmörk
Hlíðarendi
Seljaland
Kaldaðarnes
Vatnsdalur
10. júlí
Breiðabóls-
staður
9. júlíOddi
Eyvindarholt
6. júlí
Eyvindarmúli
8. júlí
Keldur
Kross
4. júlí
Torfastaðir
Frumkvöðull Konrad Maurer.
MESSUR 29á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar
úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Helena Guðlaug, Petrea, Lára Sóley og Sigrún
Magna leika.
ÁSKIRKJA | Helgihald liggur niðri út júlí-
mánuð vegna sumarleyfis sóknarprests og
starfsfólks Áskirkju.
ÁRBÆJARKIRKJA | Samstarfssvæði Árbæj-
ar, Grafarholts og Grafarvogssókna stendur
fyrir útimessu á Nónholti (nálægt sjúkrastöð-
inni Vogi) á sunnudaginn. Gengið verður frá Ár-
bæjarkirkju kl. 10.15 og athöfnin á Nónholti
hefst klukkan 11. Sæti verða á staðnum. Jafn-
framt verður boðið upp á keyrslu frá Árbæj-
arkirkju að Nónholti fyrir þá sem þess þurfa.
Flemming Viðar Valmundsson leikur á harm-
ónikku. Boðið verður upp á grillaðar pylsur eftir
messu.
BESSASTAÐASÓKN | Sumarmessa kl. 11 í
Garðakirkju. Eitt barn fermt. Sr. Friðrik J. Hjart-
ar prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er
Bjartur Logi Guðnason. Sumarmessurnar eru
sameiginlegar fyrir Garða- og Bessa-
staðasókn.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sumarmessa sunnudag-
inn 13. júlí kl. 11.
Morgunstund með lofgjörð og hvetjandi orð-
um. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðspjall
dagsins fjallar um miskunnsemi og dæmisag-
an er um flísina og bjálkann. Félagar úr Kór Bú-
staðakirkju syngja undir stjórn Jóns Bjarnason-
ar.
Þetta er fjórði sunnudagur eftir þrenning-
arhátíð og litur messuklæða er grænn. Messu-
þjónar aðstoða og prestur er sr. Pálmi Matt-
híasson. Molasopi og hressing eftir messu.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11 séra Hjálmar
Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kamm-
erkór Dómkirkjunnar og organisti er Kári Þor-
mar.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30,
kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga
kl. 18, og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á
spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sumarguðsþjónusta
fjölskyldunnar í Selskógi kl. 11.
Prestur sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir. Tónlist
Torvald Gjerde. Pylsuveisla í skóginum eftir
guðsþjónustuna.
GARÐAKIRKJA | Sumarmessa kl. 11. Eitt
barn fermt. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti er Bjartur Logi
Guðnason. Söfnuðurinn syngur.
GRAFARVOGSKIRKJA | Útiguðsþjónusta á
Nónholti kl. 11. Í fallegum skógarreit rétt neð-
an við Vog, hægt er að aka að staðnum. Sr.
Vigfús Þór Árnason leiðir stundina sem er á
samstarfssvæði Árbæjar-, Grafarholts- og
Grafarvogssóknar. Sæti verða á staðnum fyrir
kirkjugesti. Flemming Viðar Valmundsson leik-
ur á harmónikku. Gengið verður að Nónholti frá
Árbæjarkirkju, Guðríðarkirkju og Grafarvogs-
kirkju kl. 10.15. Boðið verður upp á grillaðar
pylsur og gos. Börnin eru boðin velkomin í
þennan sælureit við voginn.
GRENSÁSKIRKJA | Vegna sumarleyfa er
Grensáskirkja lokuð frá 8. júlí til 8. ágúst. Bent
er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum. Sé þörf fyr-
ir aðra prestsþjónustu má leita til nágranna-
presta.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta klukkan 14 í hátíðasal Grundar.
Séra Sigurður Pálsson þjónar. Organisti er
Kristín Waage.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgihald og af-
mælisganga.
Helgistund í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Org-
anisti er Douglas Brotchie. Prestur er sr. Þór-
hildur Ólafs. Eftir helgistundina verður gengið
að Flensborgarhöfn að minnismerkinu um
fyrstu lútersku kirkjuna sem stóð á Háa-
granda. Eftir gönguna til baka verður boðið upp
á kex og kaffi í Ljósbroti Strandbergs, safn-
aðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju. Áætlaður
komutími þangað kl. 12.15.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birg-
ir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór
Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Stein-
ar Sólbergsson. Sögustund fyrir börnin. Al-
þjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laugard. kl. 12
og sunnud. kl. 17. Andreas Meisner organisti
frá Þýskalandi leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er
Bjarni Jónatansson. Prestur sr. María Ágústs-
dóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar
og þjónar fyrir altari. Færeyskur kór frá Austur-
ey syngur í guðsþjónustunni.
LAUGARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr.
Bjarni Karlsson þjónar.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta í Lága-
fellskirkju kl. 11. Umsjón hefur Skírnir Garð-
arsson.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sumarsamstarf
kirknanna í Kópavogi.
Sunnudagaskóli í Lindakirkju kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór
Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Örn Bárður
Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffi-
sopi á Torginu eftir messu.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjón-
usta sunnudag 13. júlí kl. 14. Sr. Egill Hall-
grímsson annast prestsþjónustuna. Organisti
er Sigrún Steingrímsdóttir.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í
Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3.
hæð. Ræðumaður Guðlaugur Gunnarsson.
Túlkað á ensku. Barnapössun.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr.
Óskar Hafsteinn Óskarsson. Organisti Jörg
Sondermann. Félagar úr kirkjukórnum leiða
söng. Súpa og brauð. Sjá selfosskirkja.is.
SELJAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Ólaf-
ur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kór Selja-
kirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti: Tómas
Guðni Eggertsson. Altarisganga.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl.
11. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur
annast stundina. Kaffiveitingar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 17. Sr. Kristján Valur Ingólfsson Skál-
holtsbiskup annast prestsþjónustuna. Í
messunni verður flutt tónlist frá sumartón-
leikum helgarinnar.
SLEÐBRJÓTSKIRKJA í Jökulsárhlíð |
Sameiginleg sumarmessa Kirkjubæjar- og
Sleðbrjótssókna verður í Sleðbrjótskirkju kl.
14.
Prestur sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir. Organisti
Magnús Magnússon. Kór Kirkjubæjar- og
Sleðbrjótssókna leiðir söng.
STRANDARKIRKJA | Minnt er á tónlistarhá-
tíðina Engla og menn laugardag kl. 14. Messa
sunnudag kl. 14. Svavar Stefánsson messar.
Jörg Sondermann spilar. Kór Þorlákskirkju
syngur. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Kristján
Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Lágafellskirkja í Mosfellsbæ.
ORÐ DAGSINS:
Verið miskunnsamir.
(Lúk. 6)
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is
Jón Guðmundsson, lögg. fastsali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fastsali.
Suðurgata - Heil húseign
Virðulegt timburhús á steinkjallara við Suður-
götu 12 í Reykjavík. Húsið er kjallari og tvær
hæðir, samtals 357,2 fm að gólffleti auk
21,8 fm bílskúrs. Húsið stendur á fallegri og
gróinni um 900 fm lóð. Átta bílastæði eru á
baklóð hússins og möguleiki er á að fjölga
bílastæðum á lóðinni enn frekar. Húsið var
reist árið 1899 af Ásgeiri Sigurðssyni kaup-
manni. Fyrir rúmlega 20 árum var
húsið allt endurnýjað að utan sem
innan. Undanfarin 25 ár hafa verið
starfræktar læknastofur í húsinu og
hentar það mjög vel undir hvers
konar þjónustustarfsemi auk þess
sem það myndi sóma sér vel sem
glæsilegt íbúðarhús í hjarta
borgarinnar.
manns eru alvarlega særðir og
sjúkrahúsin ráða engan veginn við
allan þennan fjölda. Þar ríkir líka
skortur á lyfjum, tækjum, vara-
hlutum, hreinu vatni og rafmagni
eins og annars staðar á Gaza, sem í
sjö ár hefur búið við algera inni-
lokun, verið í herkví Ísraelsstjórn-
ar.
Umheimurinn horfir að mestu
aðgerðalaus á grimmdarlegt fram-
ferði Ísraels. Víða fara fram mót-
mæli en þeir sem völdin hafa grípa
ekki inn í. Það þyrfti ekki nema
eitt símtal frá Obama Bandaríkja-
forseta til Netanyahu, forsætisráð-
herra Ísraels. Obama getur krafist
þess að Netanyahu stöðvi blóðbaðið
og semji um vopnahlé eins og gert
var í nóvember 2012.
Palestínumenn þurfa alþjóðlega
vernd og þurfa hana strax. Það er
góðs viti að Mannréttindanefnd SÞ
hefur, eins og varlega er orðað þar,
til skoðunar hvort árásir Ísr-
aelshers á óbreytta borgara á Gaza
feli ekki í sér stríðsglæpi.
Í ljósi fjöldamorðanna sem fram-
in eru af Ísraelsher á Gaza er ekki
nema von að Abbas forseti Palest-
ínu eigi engin önnur orð um stríðs-
glæpi Ísraelsstjórnar en þjóðar-
morð.
blóðbaðið á Gaza
Höfundur er læknir og formaður
Félagsins Ísland-Palestína.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/