Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
✝ Jónína Guð-mundsdóttir,
oftast kölluð Nína,
fæddist á Þingeyri
29. júlí 1916. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Tjörn á
Þingeyri 2. júlí
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Magn-
fríður Benjamíns-
dóttir, f. 1876, d.
1959, og Guðmundur Þorláks-
son, f. 1876, d. 1932. Hálf-
bróðir Jónínu var Böðvar Guð-
mundsson, f. 1927, d. 2000.
Jónína giftist 5. febrúar
1938 Birni Jónssyni, sjómanni
og síðar fiskimatsmanni, f.
18.8. 1910, d. 8.8. 1988. For-
eldrar hans voru Guðrún
Gísladóttir og Jón Guðmundur
Jóhannsson í Lækjartungu.
Jónína og Björn eignuðust
þrjú börn: 1. Birna, f. 1941, d.
2007, maki Júlíus G. Bjarna-
son, f. 1939. Börn þeirra eru:
a) Magnfríður, f. 1961, dóttir
Katla, f. 1989, í sambúð með
Tómasi Andra Axelssyni. b)
Finnbogi Helgi Snæbjörnsson,
synir þeirra eru Alexander Al-
mar, f. 1995, Aron Atli, f. 2002
og Alvar Auðunn, f. 2007. d)
Birna, f. 1980, sambýlismaður
Gestur Valur Svansson, börn
þeirra eru Andri Blær, f. 2003,
og Jóhanna Guðrún, f. 2007. 3.
Kolbrún, f. 1953, maki Bjarni
Jónsson, f. 1959. Börn: Jón
Björn, f. 1974, maki Steinunn
Svansdóttir, sonur Tómas
Logi, f. 2003, fyrir átti hann
Drífu Hrönn, f. 1998, og hún
Eið Snæ, f. 1996. b) Harpa
Hrund, f. 1978, sambýlismaður
Helgi Magnús Valdimarsson,
sonur Kári Hrafn, f. 2011, fyr-
ir átti hún Freyju Rún, f. 2001,
og hann Huga Baldvin, f. 2004.
c) Þóra, f. 1983, sambýlis-
maður Jón Einar Valdimars-
son.
Jónína bjó mestalla ævina á
Þingeyri og var elst allra íbúa
Ísafjarðarbæjar við andlát.
Hún var síldarstúlka um 1935-
38, bæði í Ingólfsfirði og á
Siglufirði, húsmóðir, starfaði
við fiskvinnslustörf og við
mötuneyti við Hraðfrystihús
Dýrfirðinga og fleiri fyrirtæki
í firðinum. Hún var mikil
áhugakona um garðrækt, póli-
tík og íslenskan handbolta.
Jónína verður jarðsungin
frá Þingeyrarkirkju í dag, 12.
júlí 2014, kl. 14.
Bjarni Már, f.
1962, maki Jóna
Björg Björgvins-
dóttir. Börn þeirra
eru Kolbrún
Birna, f. 1990, og
Júlíus Freyr, f.
2001. c) Björn
Starri, f. 1967,
sambýliskona Bo-
zena Teresa Bialk.
Börn hennar eru
Dagný, f. 1993,
Daníel, f. 1997, og Alexandra,
f. 2000. c) Ragna Valdís, f.
1973, dóttir Birna, f. 2010. 2.
Páll, f. 1944, maki Jóhanna
Björg Ström, f. 1948. Börn
þeirra eru: a) Jónína, f. 1966,
maki Jón Arnar Magnússon,
sonur þeirra Magnús Páll, f.
1999, samfeðra eru Þorkell og
Bryndís. b) Viktor, f. 1968,
sambýliskona Signý Þöll Krist-
insdóttir, börn þeirra eru Mar-
grét Embla, f. 2008, og Auður
Alma, f. 2010. Fyrir átti Viktor
þau Guðna Pál, f. 1987, sam-
býliskona Eva Alfreðsdóttir,
og Viktoríu Kristínu, f. 1997.
c) Elva Björg, f. 1975, maki
Það er komið að leiðarlokum
Nínu tengdamóður minnar og
fylgjum við henni til grafar á
Þingeyri, en hún lést 2. júlí.
Hana vantaði örfáa daga upp á
að verða 98 ára gömul og var
hún orðin södd lífdaga.
Hennar kynslóð upplifði
kreppuna upp úr 1930 og voru
þau hjón Björn og Nína eð-
alkratar enda studdu þau
hreyfingar verkalýðsstéttarinn-
ar og fylgdu Alþýðuflokknum
að málum. Nína vann ýmis
störf um ævina, s.s. á símstöð-
inni og í frystihúsinu. Hjónin
tóku virkan þátt í starfi Verka-
lýðsfélagsins Brynju á Þingeyri
og var Björn formaður þess um
tíma. Einnig voru þau þátttak-
endur í pöntunarfélaginu auk
þess að nýta sér lestrarfélagið,
sem var mikilvægur þáttur í
menningarlífinu á staðnum.
Þeir eru orðnir nokkrir ára-
tugirnir síðan ég kynntist Kol-
brúnu, dóttur þeirra Björns og
Nínu, og voru samskipti okkar
ávallt góð þó að ekki værum við
sammála um öll málefni eins og
gengur og gerist. Nína var trú-
uð en ég trúlaus og skapaði það
stundum umræðu en að sjálf-
sögðu vorum við ekki sammála
um lífsskoðunina eða hlutverk
þess ósýnilega. Að sjálfsögðu
var pólitík rædd og ekki var
eining um öll málefni. En aldrei
varð okkur sundurorða enda
samtölin ávallt á vinsamlegum
nótum.
Andlát náinnar persónu er
alltaf erfitt og sorglegt en ég
vil nota þetta tækifæri til að
beina sjónum að lífinu og mik-
ilfengleika þess og þeim mörgu
minningum sem aðstandendur
eiga hver um sig um samskipti
sín við Nínu. Þegar hún varð
níræð mætti nánast allur ætt-
leggur hennar vestur á Þing-
eyri til að halda upp á þennan
merkilega dag.
Þegar tækifæri gafst heim-
sóttum við Kolbrún og börn
þau Bjössa og Nínu bæði að
sumri sem og um jól og alltaf
var vel tekið á móti okkur og
tilhlökkun ömmu og afa að fá
að hitta barnabörnin og skot-
tast aðeins með þau. Eins komu
þau stöku sinnum í heimsókn
til okkar í höfuðborgina og
voru þá fagnaðarfundir.
Við Kolbrún vorum svo lán-
söm að hafa Nínu innibúandi
hjá okkur í nokkurn tíma eftir
að Björn var látinn og við flutt
heim til landsins eftir margra
ára dvöl erlendis. Hún bjó á
efri hæðinni og hafði hana fyrir
sig og föggur sínar. Mér fannst
það ágætt fyrirkomulag en hún
valdi síðar að flytja aftur í
Dýrafjörðinn þegar langþráð
elliheimili var reist á staðnum
og bjó Nína þar allt til loka við
góða aðhlynningu starfsfólks.
Mér er einnig minnisstætt
þegar hún átti 95 ára afmæli,
en hún hafði gefið út þá yfirlýs-
ingu að hún vildi alls ekki vera
heima þann dag heldur heim-
sækja gömlu síldarverksmiðj-
una í Ingólfsfirði á Ströndum!
Nína hafði ásamt fleiri Dýrfirð-
ingum unnið við síldarvinnslu
þar í kringum 1935. Að sjálf-
sögðu var orðið við óskum
hennar og fórum við Kolbrún
ásamt Palla og Lillu og gistum
fyrst í Djúpuvík áður en Ing-
ólfsfjörður var heimsóttur á af-
mælisdaginn. Sama dag var
haldið heim á leið og gist í
Heydölum í Djúpinu og snædd-
ur málsverður til heiðurs af-
mælisbarninu. Skemmtu allir
sér vel og þó sérstaklega Nína.
Að lokum vil ég þakka fyrir
35 ára samfylgd með Nínu og
ánægjuleg kynni okkar. Megi
minning hennar lengi lifa.
Bjarni Jónsson.
Elsku amma, eða vinkona
mín eins og við oftast kölluðum
hvor aðra þegar ég var lítil
stelpa. Ég var á leiðinni til þín
með fjölskylduna mína vestur á
Þingeyri núna í næstu viku til
að fá að hitta þig kannski í síð-
asta sinn. Við náðum ekki að
kveðjast augliti til auglitis svo
ég vil fá að kveðja þig með
þessum orðum. Þú varst alveg
einstök kona í mínum augum.
Þú varst góð í að segja sögur,
sumar mörgum sinnum. Þú
varst með einlægan hlátur sem
allir smituðust af en á sama
tíma gastu líka kallað ýmislegt
sem börn ættu ekki að heyra,
sérstaklega þegar þú fylgdist
með handboltanum hjá „strák-
unum okkar“ eða varst ósam-
mála einhverjum stjórnmála-
manni í sjónvarpsfréttunum.
Þú hafðir áhuga á að klæðast
fínum fötum og settir upp vara-
lit á ótrúlegustu stöðum til að
vera vel til höfð. Þú varst al-
gjör dansdrottning á yngri ár-
um og þið afi höfðuð gaman af
því að ferðast um landið. Þú
varst mikill fuglavinur og áttir
fallegasta garð sem ég hafði
séð sem lítil stelpa. Ég vil
þakka þér fyrir að kenna mér
að virða dýr og náttúruna.
Ég vil þakka þér fyrir öll
sumrin sem ég kom til þín sem
stelpa, sem í mínum augum
voru eins og að koma í Paradís.
Alltaf þegar ég kom úr fluginu
frá Reykjavík hafðir þú pantað
það sem ég kallaði alvörumjólk,
frá bóndanum sem beið mín á
tröppunum í mjólkurbrúsa þótt
þú værir fyrir löngu farin að
kaupa mjólk í fernu út úr búð.
Takk fyrir alla lítrana af rab-
arbaragraut sem enginn gerði
betur enn þú. Takk fyrir allt
hrósið og knúsin sem þú gafst
mér endalaust þegar ég var lítil
stelpa.
Þín vinkona og dótturdóttir,
Harpa Hrund Bjarnadóttir.
Elsku amma, í dag fylgjum
við þér til hinstu hvílu. Minn-
ingar hafa streymt fram und-
anfarna daga eftir fráfall þitt
og við systkinin höfum rifjað
upp sögur af þér og afa. Síðar í
þessum mánuði hefðir þú orðið
98 ára gömul. Það er hár aldur
og það hafa verið forréttindi að
eiga þig sem ömmu svona lengi.
Þú elskaðir blóm og garðinn
þinn, enda var hann ótrúlega
fallegur og þú eyddir löngum
stundum þar. Amma var mjög
pólitísk og munum við eftir
heimsóknum þingmanna í kaffi
til þeirra afa. Hún var skoð-
anamikil enda hikaði hún ekki
við að rífast við sjónvarpið þeg-
ar umræðuþættir voru og gat
þá fussað, sveiað og bölvað.
Amma hafði mjög sterkar skoð-
anir og munum við eftir mörg-
um rökræðum milli hennar og
pabba þar sem hann sat við
eldhúsborðið en hún stóð og
hafði pabbi lúmskt gaman af að
æsa hana upp. Amma hafði
mikla frásagnarfærni og það
var erfitt að komast að þegar
hún átti orðið. Hún sagði
skemmtilega frá og með mjög
leikrænum tilburðum og hefði
sennilega getað orðið góð leik-
kona. Amma var húmoristi og
sá oft spaugilegur hliðar lífsins.
Alltaf var hún tilbúin að hjálpa
við heimalærdóminn og eigum
við ófáar minningarnar um
þegar við sátum og lásum fyrir
hana heimalesturinn. Alla tíð
las amma mjög mikið og mun-
um við eftir dönsku blöðunum
sem voru alltaf til á heimilinu.
Segja má að tíminn milli klukk-
an fimm og sex á daginn hafi
verið hennar tími, þá naut
amma sín og horfði á Leið-
arljós, Glæstar vonir eða aðrar
sápuóperur og þegar það var í
sjónvarpinu mátti alls ekki
trufla hana og ef maður kom í
heimsókn á þessum tíma
fékkstu enga ömmuþjónustu.
Hreinskilni, rökfesta og hlýja
eru orðin sem koma upp þegar
hugsað er til ömmu. Hún var
sérstaklega góð kona sem vildi
öllum vel, var fjölskyldan
henni mjög kær og hlúði hún
vel að sínum nánustu. Þegar
farið var í heimsókn til ömmu
var ávallt boðið upp á eitthvað
og var henni mikið í mun að
eiga eitthvað til að bjóða, oft-
ast voru það kleinur sem hún
gerði svo góðar.
Elsku amma, þú varst okk-
ur sannarlega góð fyrirmynd,
staðföst, trygg og trú. Að lok-
um ætlum við að fara með bæn
sem þú kenndir okkur öllum
og við höfum alltaf varðveitt í
hjarta okkar:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Systkinin á Brekkugötu,
Jónína, Viktor, Elva, Birna.
Elsku amma Nína kvaddi
okkur skömmu fyrir 98 ára af-
mælið. Við kveðjustund er mér
efst í huga umhyggja ömmu í
yfir hálfa öld og sú innsýn sem
ég fékk í líf hennar kynslóðar í
sjávarþorpi á Vestfjörðum, af
nákvæmum og oft á tíðum líf-
legum frásögnum ömmu. Í
gegnum sögu hennar, og einn-
ig langömmu minnar og nöfnu,
sá ég konur sem dreymdi um
að mennta sig meira en höfðu
ekki tækifæri til þess vegna
fátæktar. Amma Nína missti
föður sinn 15 ára og þurfti að
vinna fyrir heimilinu. Má rekja
sögu fiskvinnslu á landinu í
stafsævi hennar: saltfiskverk-
un, síldarsöltun og hraðfrysti-
hús. En lífið var ekki bara
fiskur. Amma var létt á fæti
og dansleikir fyrir sjómenn í
vari í Dýrafirði og á síldar-
plönum á Ströndum komu oft
upp í sögum frá yngri árum.
Eftir að þau Bjössi afi byggðu
sér hús við Brekkugötuna
ræktaði hún fallegan garð í
frístundum . Hún hafði yndi af
blómum og bókum og var
þakklát fyrir að geta lesið í ell-
inni. Amma Nína var alla tíð
áhugasöm um þjóðmálaum-
ræðu og fréttir af umheimin-
um og lág ekki á skoðunum
sínum um menn og málefni.
Hún hefði án efa staðið sig vel
í þrætupólitíkinni á alþingi og
barist þar fyrir jöfnuði og
betri kjörum fyrir alþýðuna og
þá sem minna mega sín. Afi
Bjössi lést fyrir rúmum 25 ár-
um. Amma talaði alltaf vel um
hann þegar hún rifjaði upp æfi
sína síðustu árin og auðheyrt
að hún syrgði hann. Það var
líka mikið áfall að elsta barnið
hennar, Birna móðir mín, fór á
undan henni fyrir um sjö ár-
um. Ég trúi því að þau hafi
tekið vel á móti ömmu og að
hún hafir yfirgefið jarvistina
sátt með langt lífshlaup. Minn-
ingin um góða ömmu mun lifa.
Ó, sláðu hægt mitt hjarta
og hræðstu ei myrkrið svarta.
Með sól og birtu bjarta
þér birtist vor á ný.
Og angan rósa rauðra,
mun rísa af gröfum dauðra.
Og vesæld veikra og snauðra
mun víkja fyrir því.
(Steinn Steinarr)
Magnfríður.
Margar minningar koma
upp í huga mínum þegar ég
hugsa til ömmu minnar. Á
hverju sumri frá sex ára aldri
fór ég til Þingeyrar til þess að
eyða sumrinu hjá ömmu og afa.
Á þessum aldri var ég vanur að
stunda bryggjuveiði og þótti
það ekki leiðinlegt. Sú iðja
gekk oft langt fram á kvöld og
þurfti amma iðulega að hóa í
mig þegar komið var að mat-
artíma. Var hún þá vön að
ganga út á veröndina og góla á
strákinn sinn „Jombi, komdu
heim“.
Þegar ég óx úr grasi fór ég
að stunda sjómennsku á sumrin
með Palla og Viktori, frændum
mínum. Alltaf sá amma til þess
að ég færi rétt klæddur út á
sjóinn og passaði upp á að ég
vaknaði á réttum tíma fyrir
hverja sjóferð.
Amma var mjög trúuð og var
sú manneskja sem kenndi mér
faðir vorið og aðrar bænir í
bernsku. Þó svo ég sé ekki trú-
aður í dag, minnist ég þó þess
ætíð. Amma hafði mjög sterkar
stjórnmálaskoðanir og var iðu-
lega gaman að hlusta á hana og
Pál, son hennar, ræða stjórn-
mál.
Elsku amma, veit þú ert
komin á betri stað, kær kveðja
og takk fyrir allt sem þú gafst
mér.
Jón Björn,
Steinunn og börn.
Fyrstu kynni mína af ömmu
Nínu voru fyrir rúmum 50 ár-
um þegar hún, ein síns liðs, tók
á móti mér í þennan heim á
heimili sínu að Brekkugötu 24 á
Þingeyri. Þessi heiðurskona
hélt síðan áfram að stjana við
mig þegar ég bjó á heimili
ömmu og afa á sumrin öll mín
unglingsár þegar ég dvaldi á
Þingeyri og stundaði sjóinn
með Palla frænda. Þegar ég lít
til baka þá átta ég mig á hve
dýrmætt það var að fá að
dvelja á heimili ömmu og afa á
unglingsárunum og kynnast
lífsgildum þeirra sem stunduðu
sína vinnu af alúð og voru ósér-
hlífin í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur. Megin tilgangur
lífsins hjá þeim var að hlúa að
sínum nánustu umfram allt
annað og ég minnist þess ekki
að amma Nína hafi nokkurn
tíma sagt styggðaryrði um sína
nánustu, þó svo að hún hefði
sterkar skoðanir og réttlætis-
kennd og léti ráðamenn oft
hafa það óþvegið, þó oftast í
eintali við útvarpstækið.
Eftir að við Jóna hófum okk-
ar búskap á Þingeyri þá var
það hluti af tilveru okkar að
heimsækja ömmu og afa á
Brekkugötuna þar sem spjallað
var um lífið og tilveruna, maður
kom aldrei að tómum kofanum
hjá ömmu í þjóðfélagsumræð-
unni þar sem hún fylgdist vel
með öllu og hafði ákveðnar
skoðanir á hlutunum og hafði
hún gaman af því að spjalla við
gesti sína á milli þess sem hún
lagði sig fram um að troða í þá
alls kyns góðgæti þar til allir
stóðu á blístri.
Það sem reyndist mér erf-
iðast í samskiptum mínum við
ömmu Nínu var að gera henni
greiða, bíltúrar og annað smá-
legt, þar sem hún linnti ekki
látum að reyna að gjalda fyrir
greiðann því hún vildi aldrei
skulda neinum neitt þó svo hún
væri alltaf reiðubúin að stjana
við aðra án endurgjalds. Þetta
lýsir vel hennar kynslóð sem ég
er ævinlega þakklátur fyrir að
kynnast með því að umgangast
hana og hlusta á fjölmargar
sögur af lífsbaráttu samferða-
manna á fyrrihluta síðustu ald-
ar.
Elsku amma Nína, nú ert þú
farin yfir móðuna miklu eftir
nær heila öld hérna megin og
við sem fengum að kynnast þér
geymum með þakklæti og hlý-
hug minninguna um þig sem
sterka og litríka persónu. Meg-
ir þú hvíla í friði með fjölmörg-
um vinum og ættingjum þínum
sem fóru langt á undan þér.
Bjarni, Jóna og börn.
Jónína
Guðmundsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHEIÐUR KRISTINSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 15. júlí nk.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á
líknarstofnanir.
Ásta Úlfarsdóttir, Kristinn Þórir Sigurðsson,
Þórunn Úlfarsdóttir, Haraldur Þór Ólason,
Ásgeir Úlfarsson, Ína Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
STEINAR ÞÓR GUÐJÓNSSON,
lést aðfaranótt mánudagsins 7. júlí.
Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 14. júlí kl. 15.00.
María Jolanta Polanska,
María Magdalena Steinarsdóttir, Hjörleifur Björnsson,
Sandra M. Steinarsdóttir Polanska, Kjartan Guðjónsson,
Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir,
Hilmar Guðjónsson, Agnes Henningsdóttir,
Marta Guðjónsdóttir, Kjartan G. Kjartansson,
Raggý Björg Guðjónsdóttir
og barnabörn.