Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Barack Obama Bandaríkjaforseti
bauðst í gær til að aðstoða við að
binda enda á átök Ísraela og Ha-
mas-samtakanna á Gaza-svæðinu
en ólíklegt er að samkomulag náist
á næstunni um vopnahlé. Yfir
hundrað Palestínumenn liggja í
valnum eftir fjögurra daga loftárás-
ir Ísraelshers, þeirra á meðal börn
og fleira saklaust fólk.
Obama hringdi í Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra Ísraels,
og kvaðst vera tilbúinn að aðstoða
við að koma á vopnahléi eins og í
nóvember 2012 þegar Egyptar og
Bandaríkjamenn höfðu milligöngu
um vopnahléssamning til að binda
enda á mannskæðar loftárásir
Ísraelshers og flugskeytaárásir
Hamas.
Embættismenn utanríkisráðu-
neytis Egyptalands fordæmdu í
gær loftárásir Ísraela á óbreytta
borgara og flugskeytaárásir Hamas
á byggðir í Ísrael. Þeir sögðust
hafa rætt við leiðtoga Ísraela og
Hamas-samtakanna en viðbrögðin
hefðu einkennst af „þrjósku“ sem
kæmi aðeins niður á saklausu fólki.
Hvorki Ísraelsstjórn né leiðtogar
Hamas léðu máls á því að hefja við-
ræður um vopnahlé. Haft var eftir
Netanyahu að slíkar viðræður væru
„ekki einu sinni á verkaskránni“ og
Ismail Haniya, pólitískur leiðtogi
Hamas á Gaza, tók í sama streng.
„Ísraelar áttu upptökin að ófriðn-
um og þurfa að stöðva árásirnar,
því við erum bara að verja okkur,“
sagði Haniya.
Yfir hundrað fallnir
Samkvæmt síðustu fréttum í gær
höfðu 103 Palestínumenn beðið
bana og hátt í 700 særst í loft-
árásum Ísraelshers síðustu fjóra
daga. Ísraelar segja „tugi hryðju-
verkamanna“ liggja í valnum en
læknar á Gaza segja að á meðal
þeirra sem hafi látið lífið séu mörg
börn, konur og fleiri saklausir
Gaza-búar.
Enginn Ísraeli hefur beðið bana í
flugskeytaárásum Hamas en tíu
Ísraelar hafa særst, þar af tveir
alvarlega.
Ísraelsher hafði í gær gert árásir
á meira en þúsund skotmörk á
Gaza-svæðinu. Hamas-menn höfðu
skotið 426 flugskeytum og sprengi-
kúlum en Ísraelsher skotið niður
Allt tal um
vopnahléssamn-
ing skotið niður
Ísraelar og Hamas daufheyrast við
áskorunum um viðræður
AFP
Sjö menn slösuðust í troðningi á götum Pamplona á
Norður-Spáni í gær þegar hópur fólks hljóp undan sex
fullvöxnum nautum 830 metra leið eftir þröngum
götunum. Nautahlaupið er daglegur liður í San
Fermin-hátíðinni. Alls hafa fimmtán manns látið lífið í
slíkum nautahlaupum á hátíðinni frá árinu 1911.
Storkuðu nautum og fóru sér að voða
Dagblöð í Þýskalandi fögnuðu í gær
þeirri ákvörðun þýsku ríkisstjórnar-
innar í fyrradag að vísa fulltrúa
bandarísku leyniþjónustunnar CIA í
Berlín úr landi vegna meintra njósna
hennar um þýska stjórnmálamenn.
Nokkur blaðanna sögðu að það
hefði verið löngu tímabært að grípa
til slíkra aðgerða til að mótmæla
njósnastarfsemi bandarískra leyni-
þjónustumanna í Þýskalandi. Dag-
blaðið Frankfurter Allgemeine Zeit-
ung sagði að Angela Merkel,
kanslari Þýskalands, hefði sýnt að
hún væri ekki „kjölturakki“ Baracks
Obama Bandaríkjaforseta.
Fréttaveitan AFP hefur eftir
stjórnmálaskýrendum í Berlín að
brottvísunin marki tímamót í sam-
skiptum Bandaríkjanna og Þýska-
lands. „Í Bandaríkjunum er litið á
brottvísunina sem táknræna aðgerð
af hálfu Þjóðverja,“ sagði Hans
Kundnani, sem stjórnar rannsókn-
um evrópsku hugveitunnar ECFR í
utanríkismálum. „Hún hefur samt
áhrif á tengsl ríkjanna því að það er
mjög stórt skref að tilkynna opinber-
lega að stöðvarstjóra CIA hafi verið
vísað úr landi.“
Frank-Walter Steinmeier, utan-
ríkisráðherra Þýskalands, sagði í
gær að brottvísunin væri „rétt og
mátulegt svar við trúnaðarbresti“.
Hann sagði að samstarfið við Banda-
ríkin í öryggismálum væri mjög
mikilvægt, m.a. vegna átakanna í
Úkraínu og Mið-Austurlöndum, en
það þyrfti „ekki aðeins að byggjast á
trausti, heldur einnig gagnkvæmri
virðingu“. bogi@mbl.is
Sögð marka tímamót
Blöð í Þýskalandi fagna þeirri ákvörðun stjórnarinnar að
vísa CIA-manni úr landi vegna njósna um stjórnmálamenn
AFP
Á þýska þinginu Angela Merkel og
Steinmeier utanríkisráðherra.
Kynntu þér borgirnar á uu.is
Borgarferðir
Dublin og Bratislava
Dublin 23.–26. okt., 20.–23. nóv.
Bratislava 11.–15. september
Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi.
Sími 585 4000 www.uu.isLaugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is
VÉLAR OG TÆKI FRÁ
FARTOOLS
Veltisög
1800w
kr. 109.700
Borðsög 1200w
kr. 38.700
Laser
fjarlægðarmælir
kr. 6.980
Borabrýni
f. 3-10mm bora
kr. 10.750
Vinkildrif
kr. 3.690
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16