Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 35
þakkir fyrir samveruna. Ég veit að þú ert á betri stað án verkja og nýtur nýrrar tilveru. Hugur minn og okkar allra er hjá þér og fjöl- skyldu þinni á þessum erfiða tíma. Þótt við höldum að við séum kannski viðbúin kemur dauðinn okkur alltaf í opna skjöldu og okk- ur þykir hann óréttlátur. Eða eins og Gerður Kristný orðaði það í ljóði sínu Maðurinn með ljáinn: Hann kemur mér í opna skjöldu þar sem hann blasir við á gamalli ljósmynd Það er ekki blikandi ljárinn sem kemur upp um hann heldur hnausþykk gleraugun Það hlaut að vera að hann sæi illa eins ómannglöggur og hann getur verið Elsku Björk og fjölskylda, ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur og styðja. Ykkar vinkona, Rakel. Alltaf þegar okkur systkinun- um var sagt að nú værum við að fara vestur datt okkur fyrst í hug að þá kæmum við bráðum til þín og fjölskyldurnar þinnar í Smiðju- götunni. Það voru alltaf miklar gleðifréttir. Bræður mínir byrjuðu strax að hlakka til að horfa á fót- boltann með þér og segja þér hvernig þeim hafði gengið á fót- boltamótum og æfingum á meðan ég, mamma og Björk gátum bras- að fullt saman. Og þegar þú eld- aðir fyrir okkur urðum við aldrei fyrir vonbrigðum því það kunnirðu svo sannarlega! Þú varst alltaf bú- inn að lesa þér vel til áður en þú byrjaðir að elda og kyntir upp í webbanum. Við fengum leiðbein- ingar í beinni um hvernig maður ætti að grilla, svo að þú kenndir okkur margt um grill og elda- mennsku. Þegar ég fékk símtal frá pabba mínum um að þú hefðir ver- ið greindur með lífshættulegan sjúkdóm átti ég erfitt með að trúa því en vonaði auðvitað það besta, eins og við öll. En það rætast ekki allar óskir og mikið eigum við systkinin eftir að sakna þess að koma til Sverris og Bjarkar á Ísa- firði. Auðvitað höldum við nú samt áfram að kíkja til hennar Bjarkar þinnar og reynum að passa hana vel. Þín verður sárt saknað, kæri Sverrir. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar. Þakklæti og trú. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt visa veg og taka á móti mér. (Þýð. Ingibjörg Gunnarsdóttir) Elsku Björk, Helga, Birkir, Lóa og aðrir aðstandendur. Við systk- inin sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur á þessum erfiðum tíma. Kveðja, Viktoría, Sigurður og Garðar. Það var erfitt símtal þegar minn besti vinur hringdi í mig og sagðist hafa greinst með erfiðan sjúkdóm. Við vorum vinir frá barnæsku og ótal minningar komu upp í hug- ann. Við vorum Hlíðavegspúkar og tókum upp á mörgu á æskuárun- um. Dúfur og kattaveiðar, kofa- byggingar og margt fleira. Svo tóku við unglingsár, þar sem við félagar skelltum okkur aðeins 16 ára gamlir í puttaferðalag og fleiri ferðir. Og ekki má gleyma skemmtilega árinu í Kaupmanna- höfn, þar sem við unnum og leigð- um saman, frábærum tíma sem hefur oft verið rifjaður upp. Við áttum mörg sameiginleg áhuga- mál og gátum við alltaf rætt saman um golfið og fótboltann. Sverrir var harður stuðningsmaður Leeds og þegar við stofnuðum fótbolta- félagið Boltar í æsku tók hann ekki annað í mál en að búningarnir væru alhvítir. Ég er svo ótrúlega heppinn að hafa kynnst þér, Sverrir minn, því stoltari og heiðarlegri manni hef ég ekki kynnst á ævinni. Þegar þú kynntist Björk var ég afar þakk- látur fyrir að hafa fengið að taka þátt og fylgjast með ykkar kæru fjölskyldu, því mikil gleði hefur alltaf verið í kringum ykkur. Þegar ég flutti frá Ísafirði héld- um við góðu sambandi símleiðis. Það verður erfitt að geta ekki spjallað um allt milli himins og jarðar við þig og heyra í þér. Þú fylgdist ávallt með fjölskyldu minni og varst alltaf til staðar fyrir okkur, og börnin litu upp til þín. Strákarnir voru einkum spenntir þegar við fórum vestur í Smiðju- götuna og horfðum á fótbolta, sem sonum mínum fannst vægast sagt ekki leiðinlegt, og þegar þú grill- aðir á webbanum fyrir okkur það var sannkölluð hátíð. Þú varst allt- af vel lesinn um allt og vissir svo margt, eða eins og strákarnir segja: „Ef Sverrir segir það, þá er það rétt.“ Ég á svo erfitt með að skrifa þetta, það er súrt að vera bú- inn að missa þig. Þegar ég er að skrifa þetta spyrja strákarnir: „Ertu að skrifa um Sverri?“ „Já,“ segi ég. „Þá hefur þú margt að skrifa um.“ Það er ótrúlegt hvað þú gast tekist af miklu æðruleysi og raunsæi á við sjúkdóminn. En ég veit að þú hefur það betra á nýjum stað og núna þjáistu ekki. Hér er texti sem mér finnst orða einhvern veginn allt sem mig lang- ar að segja, elsku vinur minn: Þegar augu þín opnast sé ég ásýnd dauðans speglast þeim í. Ég sá rauðan himin rifna í tvennt og ryðgaðar hendur þungar sem blý. Ég sat við rúm þitt og þagði með þér þjakaður af myndum í huga mér. Þú sagðist trúa og trú þín var sterk. Ég trúði aldrei á kraftaverk. Ég sá brimhvítan sársaukann svæfa þig soga þig út á djúpin blá ég sá skugga skríða yfir andlit þitt skilja augun ljósinu frá. Menn segja minningar séu hjartans hilling handrit töpuð skrifuð upp á ný og árin renna með straumnum stríða stillur hugans sökkva svo í. Þegar augu mín opnast sé ég ævi þína renna þeim hjá. Stundum finnst mér ég heyra hlátur og hjarta mitt fyllist af ljúfsárri þrá. Ég minnist þín – ég minnist þín. (Bubbi Morthens) Elsku Björk, Birkir, Helga, Lóa og fjölskyldur ykkar, Sigga, Unn- steinn, Ninni og fjölskyldur, miss- irinn er mikill og megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Guð veri með ykkur. Ykkar vin- ur, Þórir Ágúst. Elsku vinur minn, Sverrir, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Mig setur hljóðan. Veit ekki hvað ég hugsa, hvað ég geri, hvað ég á að segja. Það eru svo erfitt að kveðja þennan hjartahlýja og góða vin. Allt sem við höfum brallað saman í gegnum tíðina, allir fótboltaleik- irnir, golfferðirnar, bíltúrarnir og ekki má gleyma áhuga okkar á mat, Sverris að elda og minn að borða, en mest elskaði Sverrir að grilla á Webernum sínum og ég að borða kræsingarnar sem hann bar fram. Minn besti vinur kenndi mér að njóta lífsins eins og það kom fyr- ir. Minningu hans geymi ég í hjart- anu. Ég og Sigga mín biðjum Björk, Birki og Helgu ásamt móður, tengdamóður, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstand- endum Guðs blessunar. Ljósið á himnum lýsir þér fallegi drengur í hjarta mér og fleiri hér brostin er einn strengur. (höf. ók.) Sigríður Gunnsteinsdóttir og Magnús Samúelsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Atvinnuauglýsingar 569 1100 PÍPULAGNINGAMENN ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræðaíbúðarhúsnæði,atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mann- virkjagerð sem og jarðgangagerð og jarðvinnuframkvæmdir bæði hérlendis og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla og framsækna einstaklinga, með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir. ÍAV er eina verktakafyrirtækið á Íslandi sem hefur bæði ISO 9001 gæðavottun og OSHAS 18001 öryggisvottun. ÍAV óskar eftir að ráða öfluga pípulagningamenn til starfa. Verkefnin sem unnið er að eru á höfuðborgarsvæðinu og á suðurnesjum. Í boði er:  Góð verkefnastaða  Góð laun fyrir rétta aðila  Góður aðbúnaður og starfsandi Nánari upplýsingar veitir Snæbjörn R. Rafnsson, verkefnastjóri pípulagna í síma 660-6201. Umsóknir óskast lagðar inn í gegnum heimsíðu ÍAV, www.iav.is OHSAS 18001 Occupational Health and Safety Management OHS 606809 ISO 9001 Quality Management FM 512106 Við breytum vilja í verk Óskað er eftir verk- eða tæknifræðingi með reynslu af stýrikerfum (PLC og SCADA). Viðkomandi þarf að geta fylgt eftir kerfum á verkstað bæði á Íslandi og erlendis, aðallega Noregi. Leitað er eftir metnaðar- fullum einstaklingi í framtíðarstarf, sem hefur áhuga á að vinna í fjölbreyttu umhverfi. Hæfniskröfur: • Verk- eða tæknifræði menntun er nauðsynleg • Haldgóð reynsla og þekking á hönnun og forritun iðnstýrikerfa • Reynsla í einhverjum af eftirfarandi hugbúnaði; Siemens, Rockwell, Schneider Electric, ABB, Wonderware eða Lab View. Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast í gegnum heimasíðu EFLU, www.efla.is/umsokn-um-starf, fyrir 25. júlí næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Brynjar Bragason, sviðsstjóri Iðnaðarsviðs, brynjar.bragason@efla.is. EFLA verkfræðistofa óskar eftir starfsmanni á iðnaðarsvið EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir vandaða þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni. Við lítum á öll verkefni sem tækifæri til þess að stuðla að framförum og efla samfélagið. EFLA býður upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og sterka liðsheild yfir 240 samhentra starfsmanna. HÖFÐABAKKI 9 • 110 REYKJAVÍK • 412 6000 • www.efla.is • ÍSLAND • DUBAI • FRAKKLAND • NOREGUR • SVÍÞJÓÐ • PÓLLAND • RÚSSLAND • TYRKLAND Þjónustustjóri/útgerð Útgerðarfyrirtæki óskar eftir að ráða þjónustu- stjóra. Starfið felst í þjónustu við frystiskip félagsins og birgja ásamt tilfallandi störfum. Æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu á sjávarútvegi. Umsóknir sendist á box@mbl.is merkt: ,,Þ – 25690”. Bakari (konditor) Brauðgerð Kr. Jónssonar & co á Akureyri óskar eftir að ráða bakara (konditor) til framtíðarstarfa. Leitað er eftir samviskusömum og röskum aðila með reynslu. Vinnutími er afar hagstæður. Brauðgerðin leitar einnig eftir bakaranema á samning. Nánari upplýsingar veita Birgir í síma 864 5901 og Kjartan í síma 864 5902 Bakari Yfirbakari óskast Bakarí á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir yfir- bakara til starfa. Leitað er eftir áhugasömum, duglegum, skipulögðum og metnaðarfullum einstaklingi. Kostur er ef viðkomandi hefur reynslu úr sambærilegum störfum. Sendið svar á yfirbakari@mail.com. Fyllsta trúnaðar verður gætt í öllum samskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.