Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014
Íslensku sveitinni, sem teflir í
opnum flokki ólympíumótsins í
Tromsö í Noregi sem hefst í byrjun
ágúst, er raðað í 43. sæti á styrk-
leikalistanum en sveitina skipa í
stigaröð greinarhöfundur, Hjörvar
Steinn Grétarsson, Hannes Hlífar
Stefánsson, Guðmundur Kjartans-
son og Þröstur Þórhallsson. Liðs-
stjóri er Jón L. Árnason. Sem ein-
valdur tók hann að sér að velja
hópinn en aðeins sæti Íslandsmeist-
arans er tryggt samkvæmt lögum
Skáksambandsins. Tvær breytingar
hefur Jón gert á hópnum frá því í
Istanbúl 2012.
Kvennaliðið er eins skipað skipað
og í Istanbúl: Lenka Ptacnikova,
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir,
Tinna Kristín Finnbogadóttir, Jó-
hanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa
María Kristínardóttir munu tefla
fyrir Íslands hönd. Liðsstjóri er
Ingvar Jóhannesson.
Fimm sterkustu þjóðirnar í opna
flokknum eru Rússar, Úkraínu-
menn, Frakkar, Ungverjar og
Bandaríkjamenn.
Mikil athygli beinist að norsku
sveitinni sem skartar heimsmeist-
aranum Magnúsi Carlsen á 1. borði.
Aðrir í sveitinni eru Simen Agde-
stein, Jon Ludwig Hammer, Leif
Erlend Johannessen og Kjetil Lie.
Sveitin er í 15. sæti í styrkleikaröð-
inni. Nær allir bestu skákmenn og
-konur heims taka þátt í þessu móti.
Tromsö er jafnframt vettvangur
kosningar til forseta FIDE en Garrí
Kasparov sækir hart að Kirsan Ilj-
umzhinov sem setið hefur í tæplega
20 ár. Staðan mun vera tvísýn en
Kasparov nýtur stuðnings allra
Norðurlandaþjóðanna.
Undanfarið hafa fjölmörg skák-
mót verið haldin víða sem varða
beint val á landsliðum líkt og Skák-
þing Íslands í vor. Þess utan hafa
menn og konur verið að undirbúa
sig hver í sínu horni. Okkar öflug-
asta skákkona; Lenka Ptacnikova,
situr þessa dagana að tafli í Plov-
div í Búlgaríu á Evrópumóti
kvenna. Eftir fimm umferðir er
hún í námunda við toppinn með
þrjá vinninga. Keppendur eru 116
talsins. Taflmennska hefur verið
frískleg sbr. eftirfarandi sigur í 3.
umferð:
Lenka Ptacnikova – Svetla Jord-
anova (Búlgaríu)
Enskur leikur
1. c4 Rf6 2. g3 c5 3. Bg2 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. Rc3 Rc7 6. Rf3 Rc6 7.
0-0 e5 8. b3 Be7 9. Bb2 0-0 10. Re1
Bd7 11. Rd3 f6 12. f4 exf4 13. Rxf4
Kh8 14. e3 De8 15. Hc1 Hd8 16.
Re4 b6 17. g4!?
Þessu peði er falið stórt hlutverk
eftir byrjun sem telja má hefð-
bundna.
17. … Re6 18. Rd5 Re5 19. g5
Rd3 20. gxf6 Rxb2 21. Dc2!
21. fxe7 er freistandi en gengur
ekki einfaldlega vegna 21. … Rxd1
og þegar allt verður talið hefur
svartur hagnast á þeim vopna-
viðskiptum.
21. … Bb5 22. fxe7 Hxf1+ 23.
Bxf1 Hxd5 24. Bxb5 Dxb5 25. Dxb2
De8 26. b4!
Á meðan svartur er enn að kljást
við e7-peðið er rétti tíminn að opna
línur á drottningarvæng.
26. … Dxe7 27. bxc5
Svartur getur haldið í horfinu
með því að leika 27. … bx45 eða
27. … Rxc5. En vegna þess hversu
liðfár hvítur er á kóngsvæng rær
búlgarska stúlkan á önnur mið.
27. … Rg5?
28. cxb6!
Krókur á móti bragði. Nú strand-
ar 28. … Rxe4 á 29. Hc8+ Hd8 30.
De5! með vinningsstöðu.
28. … Rh3+ 29. Kf1 Hf5+ 30.
Ke2 axb6 31. Hc8+ Hf8 32. De5!
Rg1+ 33. Kd1 Df7 34. Hxf8+ Dxf8
35. Rd6 Df3+ 36. Kc2 Dc6+ 37. Dc3
Da4+ 38. Db3 Dc6+ 39. Dc4 Dxc4+
Fær ekki lengur forðast drottn-
ingaruppskiptin sem tryggja sigur
Lenku.
40. Rxc4 Rf3 41. Rxb6 Kg8 42.
a4!
– og svartur gafst upp.
Hitað upp fyrir ól-
ympíumótið í Tromsö
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR VW
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Ófriður á vinnu-
markaði, kjaradeilur,
verkföll og lagasetn-
ingar hafa verið of-
arlega í umræðunni
síðastliðna mánuði.
Það hefur gætt óþols
félagsmanna ASÍ eftir
kjarabótum, sem ég
tel að nokkrar grein-
ar atvinnulífsins geti
staðið undir, ekki síst
útflutningsgrein-
arnar. En samflot í kjarasamn-
ingum hefur komið í veg fyrir að
þær greinar sem geta staðið undir
hærri launum hafi samið um
launakjör umfram lágmark sam-
flotsins. SA og ASÍ fóru af stað
með góðar væntingar, um 2,7%
launahækkanir, eða 9.700 kr. á
mánuði, sem tryggja átti nokkra
kjarabót og stöðugleika í þjóð-
félaginu með aðgerðapakka frá
ríkisstjórninni. Í stuttu máli þá
fóru þeir samningar í gegn þrátt
fyrir nokkra andstöðu, sérstaklega
fiskvinnslufólks. Síðan hefur
hverri launadeilunni af annarri
lokið með tugþúsunda hækkunum,
70-80 þús. króna launahækkanir
sem gjarnan eru skýrðar með hag-
ræðingu, breyttu vinnu- og vakta-
fyrirkomulagi bæði á almenna
markaðinum og þeim opinbera.
Hluti þeirra samninga hefur al-
gjörlega gengið á svig við þau fyr-
irheit sem lægstlaunaða fólkið var
tilbúið að axla ábyrgð á. Hlaðmenn
á Keflavíkurflugvelli hækkuðu í
launum um 9.700 kr. á mánuði en
flugstjórar um 80.000 kr. Það var
ekki tífaldur munur á launahækk-
unum sem farið var með af stað í
kjarasamningum á vinnumarkaði,
en það er niðurstaðan.
Það er mikilvægt að ná hagræð-
ingu fram í kjarasamningum, en
þá á það að ná til allra sem taka á
sig og eru þátttakendur í hagræð-
ingu. Í fiskvinnslu, sérstaklega
uppsjávarveiðum, hefur orðið gríð-
arleg verðmætaaukning vegna
falls krónunnar, hagræðingar,
fækkunar starfsfólks
og framleiðniaukn-
ingar síðustu ár, sem
hafa fært fyrirtækj-
unum miklar tekjur
og eigendum góðan
arð. Það er mikilvægt
að undirstöðuat-
vinnugreinarnar búi
við góðan hagnað og
hafi getu til fjárfest-
inga og taki virkan
þátt í samfélagslegri
ábyrgð. Tölur um 30-
50% lækkun launa-
kostnaðar í fisk-
vinnslu af framleiðsluverðmæti sl.
5-7 ár eru staðreynd án þess að
það hafi skilað sér í launaumslagið
hjá verkafólki. Það sama má segja
um aðrar útflutningsgreinar eins
og ferðaþjónustuna. Ef það á
endalaust að stíga ofan á lægst-
launaða fólkið í þjóðfélaginu sem
stendur undir mestu verðmæta-
sköpuninni, í fiskvinnslu, ferða-
þjónustu og annarri gjaldeyris-
skapandi starfsemi, verður enginn
friður á vinnumarkaði. Stóriðjan
er ekki með láglaunastefnu og
greiðir tvöföld laun á við aðrar út-
flutningsgreinar.
Sem þingmaður hef ég tekið
þátt í að greiða atkvæði með lög-
um á tvær vinnudeilur. Það voru
þung spor, en stigin af ábyrgð sem
mér fannst verjandi við þær að-
stæður. En við verðum að finna
nýjar leiðir til árangurs. Það hefur
þó komið í ljós að lögin um
Herjólfsdeiluna voru mistök að því
marki að ekki var gert ráð fyrir
kjaradómi ef deiluaðilar næðu ekki
saman fyrir ákveðinn tíma eins og
í flugmannadeilunni. Þrátt fyrir
lög og frestun aðgerða gengur
hvorki né rekur í kjaradeilu undir-
manna á Herjólfi og verulegar
blikur á lofti í þeirri deilu. Enn og
aftur hvet ég deiluaðila til að ná
samningum því ef sumarið dugar
ekki til að ná fram kjarasamningi
þá gerist það ekki í haust þegar
ferðamannatíminn verður liðinn.
Við verðum að ná almennri sátt
á vinnumarkaði, hjá því opinbera á
almenna markaðinum og þar verða
allir að koma að borðinu. Vinnu-
staðasamningar hafa gefið góða
raun eins og í stóriðjunni. Þar hef-
ur lengi verið góður friður og þeir
samningar hafa tryggt mun betri
laun en almennt á vinnumark-
aðinum og ólíkar starfsstéttir náð
að tryggja sameiginlega hagsmuni
sína og fyrirtækjanna þar sem
tekið er tillit til ábyrgðar, mennt-
unar og stöðu í fyrirtækinu. Fyrir-
tæki á borð við Herjólf og Ice-
landair eru vinnustaðir sem ættu
að gera slíka samninga.
Á Íslandi eru tækifæri framtíð-
arinnar í sjálfbærri nýtingu ork-
unnar, fegurð landsins og auðlind-
um til sjávar og sveita. Erlendar
þjóðir og ferðamenn horfa öfund-
araugum á þessar auðlindir.
Ferskleiki og hreinleiki íslenska
fisksins og landbúnaðarafurða eru
eftirsótt gæði eins og frumkvöðl-
astafsemin og hátækniiðnaðurinn,
sem ferðamenn vilja sjá í sínu
rétta umhverfi og hvernig við bú-
um í þessu hreina og fallega landi.
Það er í okkar höndum að skapa
og viðhalda því trausti og stöðug-
leika sem fær fólk til að flykkjast
hingað. Það gerist með sátt á
vinnumarkaði.
Þrátt fyrir að verkfallsvopn
hverrar stéttar sé grundvöllur
verkalýðsbaráttunnar verðum við
að finna leiðir til þess að það vopn
sé aðeins notað þegar allt um
þrýtur og þar er ábyrgðin beggja
viðsemjenda. Á síðustu mánuðum
höfum við öll gert okkur grein fyr-
ir því að þessi staða er óviðunandi
og við verðum að finna lausn.
Lausn sem felur í sér betri kaup-
mátt og rekstraröryggi fyrir at-
vinnulífið, það eru sameiginlegu
hagsmunirnir sem allir geta varið.
Vinnustaðasamningar og
friður á vinnumarkaði
Eftir Ásmund
Friðriksson »Hlaðmenn á Kefla-
víkurflugvelli hækk-
uðu í launum um 9.700
kr. á mánuði en flug-
stjórar um 80.000 kr.
Ásmundur
Friðriksson
Höfundur er alþingismaður.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
– með morgunkaffinu