Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 193. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Engin orð geta lýst sorginni
2. 21 Íslendingur með fallega húð
3. Vítaspyrna Vlaar fór mögulega …
4. Veltu bílnum í brúðkaupsferðinni
Það verður líf og fjör í Árbæjarsafni
um helgina. Í dag, frá kl. 14, munu
þátttakendur á þjóðdansamótinu
BARNLEK 2014, börn á aldrinum 8 til
18 ára, dansa þjóðdansa frá kl. 14 og
á morgun verður haldin hin árlega
Harmonikuhátíð Reykjavíkur og hefst
hún kl. 13. Munu þar leika margir af
bestu og þekktustu harmonikuleik-
urum Íslands.
Dans og harmoniku-
leikur í Árbæjarsafni
Tvö af ævintýrum Basils fursta
verða flutt næstu fjóra sunnudaga í
Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 kl. 13,
Hættuleg hljómsveit og Falski um-
boðsmaðurinn, í útvarpsleikgerð og
leikstjórn Viðars Eggertssonar.
„Í ævintýrum Basils fursta koma
oftast fyrir bæði reglulega fagrar
glæpadrósir og glæpakvendi og það
eru sko engar dúkkulísur! Stella, lafði
Ethel og Sæta Emmy, svo nokkrar séu
nefndar, eru engin lömb að leika sér
við. Þess á milli eru svo ungar, sak-
lausar og fallegar stúlkur, reglulega
geðugar og viðfelldnar í umgengni,
sem þeir Basil fursti og hinn ófor-
betranlegi Sam Foxtrot, aðstoðar-
maður hans, bjarga oft úr ótrúlegustu
hremmingum,“ segir í tilkynningu frá
Útvarpsleikhúsinu. Hvoru ævintýri er
skipt í tvo hluta og á morgun verður
fluttur fyrri hluti Hættulegrar hljóm-
sveitar, sá seinni 20. júlí. 27. júlí og 4.
ágúst verður svo Falski umboðsmað-
urinn á dagskrá.
Sögumaður er
Gísli Rúnar Jóns-
son og meðal
leikara eru Harald
G. Haralds og
Ragnheiður Elva
Arnardóttir.
Ævintýri Basils fursta
í Útvarpsleikhúsinu
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægur vindur og víða skúrir, einkum síðdegis, en áfram rigning á
Suðausturlandi. Hiti 10 til 18 stig.
Á sunnudag Norðaustan 5-10 m/s. Rigning með köflum, einkum um landið suðaustan-
vert, en úrkomulítið norðan- og vestanlands fram eftir degi. Hiti 10 til 17 stig.
Á mánudag Breytileg átt 5-10 m/s. Skúrir en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti 10 til 15 stig.
Úrslitaleikur 13. júlí? Það er kannski
fulldramatísk lýsing á viðureign
Stjörnunnar og FH sem fram fer í
Garðabænum á morgun. En samt.
Þetta er leikur sem hefur óhemju-
mikið vægi í baráttunni um Íslands-
meistaratitilinn 2014. Þetta eru tvö
efstu lið Pepsi-deildarinnar. Næstum
því tvö langefstu liðin eftir að KR
missteig sig illilega gegn Þór. »4
Mikilvægur slagur
Stjörnunnar og FH
Arne Elovsson, varaforseti
Handknattleikssambands
Evrópu, sem situr í ráði Al-
þjóðahandknattleiks-
sambandsins (IHF council),
segir að við upphaf fundar
ráðsins í Zagreb á þriðju-
daginn hafi verið lögð fram
lagabreyting frá fram-
kvæmdastjórn IHF sem varð
til þess að Evrópa átti ekki
aukasætið víst umfram
aðra. »1
Byrjað var á laga-
breytingum
Þýskaland og Argentína leika til úr-
slita um heimsmeistaratitilinn í
knattspyrnu klukkan 19 annað kvöld í
Rio de Janeiro. Þá er
það spurning hvort
einstaklingsframtak
Lionels Messi eða
öflug liðsheild
Þýskalands
verður það
sem ræður
úrslitum um
hvar stytt-
an eftir-
sótta verður
geymd næstu
fjögur árin.
»2-3
Lionel Messi eða
þýska liðsheildin?
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ætli nokkur staður á Íslandi hæfi
jafnvel fyrir giftingar og helgi-
staðurinn við Öxará? „Skundum á
Þingvöll og treystum vor heit“ er
sungið og í bakgrunni heyrist takt-
fastur trumbusláttur. Og í þessu
endurspeglast kannski kjarni hjóna-
vígslna og þeirra skuldbindinga sem
þar liggja að baki. Hjónaleysin heita
hvort öðru traustri fylgd til fram-
tíðar, enda hafa þau fundið sama
taktinn sín í millum. Þetta er ekki
flókið.
Ásatrú við Öxarárfoss
Þau Nataasha Helen Svan og Nig-
el John Hand frá Wolverhampton á
Mið-Englandi, sem hingað komu
með skemmtiferðaskipi síðastliðinn
þriðjudag, nýttu þá nokkurra
klukkustunda viðdvöl hér til að láta
pússa sig saman. Fóru austur á
Þingvöll, sem segja má að sé heitur
reitur hamingjunnar.
„Yfir sumarið er þetta ein til tvær
hjónavígslur á viku í kirkjunni og svo
bætast við skírnir og fermingar. Síð-
an borgaralegar athafnir sem sýslu-
maður eða fulltrúi hans annast. Oft á
Hakinu eða annars staðar utandyra.
Þá eru hér einnig athafnir á vegum
annarra trúfélaga, svo sem Ása-
trúarfélagsins, gjarnan við Öxarár-
foss. Við getum skotið á að þetta séu
kannski þrjátíu eða fjörutíu hjóna-
vígslur á ári,“ segir Guðrún Kristins-
dóttir, yfirlandvörður á Þingvöllum.
Það sem af er þessu ári hefur
sýslumaðurinn á Selfossi gefið sam-
an fern brúðhjón á Þingvöllum, en
þau voru 23 í fyrra.
Fangið af helgi og fegurð
Þingvellir eru innan sóknarmarka
sr. Egils Hallgrímssonar, sóknar-
prests í Skálholti. Hann segist
gefa þar saman átta til tíu
brúðjón á ári hverju. Skál-
holtskirkja njóti sannar-
lega vinsælda, en í júlí, sem er vin-
sælasti brúðkaupsmánuðurinn, sé
hún oft teppt vegna tónleikahalds. Í
fjölda athafna hafi Þingvellir því
vinninginn en það færist þó í vöxt að
fólk láti gefa sig saman á óvenju-
legum stöðum, svo sem uppi á jökl-
um, við fallega fossa og svo fram-
vegis.
Guðrún Kristinsdóttir telur
ástæður þess að fólk velur Þingvelli
fyrir persónulegar athafnir marg-
víslegar. Oft er um að ræða erlenda
ferðamenn, fólk sem er fangið af
helgi og fegurð staðarins. Sama máli
gegni um Íslendinga; fólk sem ef til
vill hefur búið lengi erlendis og hefur
í sumum tilvikum ekki mikil tengsl
við einstakar kirkjur á Íslandi og því
verði Þingvellir fyrir valinu.
Heitur reitur hamingjunnar
Allt að fjörutíu
hjónavígslur á
Þingvöllum árlega
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hamingja Nataasha Helen Svan og Nigel John Hand frá Bretlandi létu gefa sig saman á Þingvöllum í vikunni.
Í prestakalli sr. Egils Hallgríms-
sonar í Skálholti eru tíu kirkjur; í
Biskupstungum, Gríms-
nesi, Grafningi, Laugar-
dal og sú tíunda er á
Þingvöllum. „Þetta er
mikið úrval,“ segir Eg-
ill. Þarna séu guðs-
þjónustur alltaf öðru
hverju en brúðkaup
heyri til undan-
tekninga. Helst
ef fólk eigi sérstök tengsl við við-
komandi kirkjustað.
„Það eru jafnt Íslendingar sem
útlendingar sem ég gef saman á
Þingvöllum. Og allt kallar þetta á
undirbúning. Útlendingar þurfa áð-
ur en að athöfn kemur að vera búnir
að senda ýmsa pappíra um sína
stöðu. En það bara fylgir. Mér finnst
alltaf jafngaman að gefa brúðhjón
saman; vera þátttakandi í þeirra
stærstu stund,“ segir sr. Egill.
Taka þátt í stærstu stund
PRESTURINN ER MEÐ KIRKJUR Í MIKLU ÚRVALI
Egill
Hallgrímsson