Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 2014 Kaupum alla bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hyggjast leita réttar síns  Tveir áður grunaðir menn í LÖKE-málinu ætla að krefja ríkið um skaðabætur  Telja aðgerðir tilefnislausar og harkalegar  Mál þriðja manns ekki fellt niður Kjartan Kjartansson Guðni Einarsson Lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Nova sem bornir voru sökum um brot á fjarskiptalögum og hlutdeild í meintum brotum í opinberu starfi ætla að leita réttar síns vegna þess sem þeir telja tilefnislausar og harkalegar aðgerðir lögreglu gagnvart þeim í LÖKE-málinu svonefnda. Ríkissaksóknari ákvað að fella niður mál gegn tvímenningunum þar sem ekkert hefði komið fram sem benti til þess að þeir hefðu brotið fjar- skiptalög eða átt hlutdeild í brotum annarra í mál- inu. Að sögn Garðars St. Ólafssonar, lögmanns tví- menninganna, hyggjast þeir krefjast skaðabóta og jafnframt kanna möguleika á að leita réttar síns hvað varðar rangar sakargiftir, þar sem þeir hafi saklausir verið bornir sökum um refsiverðan verknað. Mál gegn þriðja manninum, lögreglumanni, hefur ekki verið fellt niður. Mennirnir þrír voru saman í lokuðum hópi á Facebook. Meint brot lögreglumannsins fólst í óeðlilegum flettingum í málakerfi ríkislögreglu- stjóra, LÖKE. Hann var sakaður um að deila upp- lýsingum úr kerfinu í spjallhópnum. Starfsmanni Nova var vikið úr starfi eftir að málið kom upp en lögfræðingurinn var í leyfi frá sínu starfi á meðan rannsókn þess fór fram. Morgunblaðið/Árni Sæberg RLS Flett var upp í málakerfi embættisins. Áfram er unnið samkvæmt óvissu- stigi vegna jökulhlaupsins í Múla- kvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Sérfræðingar á vegum Veðurstof- unnar hafa mælt styrk lofttegunda sem losna úr hlaupvatni við jaðar Sólheimajökuls og komist að því að enn stafar veruleg hætta af þeim. Ferðafólki og fararstjórum er ráð- lagt að halda sig í a.m.k. 100 m fjar- lægð frá Jökulsá á Sólheimasandi og einnig varar Veðurstofan eindregið við því að nálgast uppstreymisstað- ina því eitraðar lofttegundir gætu valdið fólki heilsutjóni og jafnvel dauða. Vinnueftirlitið fer einnig fram á að öllum sé beint frá hættu- svæðunum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglan á Hvolsvelli mælast til þess að farið sé eftir ráðleggingum Veðurstofunnar og Vinnueftirlitsins á meðan óvissu- stig er í gildi. if@mbl.is Ennþá óvissustig vegna Múlakvíslar Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Umræðan um meinta kynþátta- hyggju Framsóknarflokksins í kringum borgarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík í vor spratt upp frá því hversu illa núverandi stjórnarand- stöðuflokkar á Alþingi hafa tekið kosningaósigri sínum í alþingiskosn- ingunum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráð- herra og formaður flokksins, í ræðu við upphaf miðstjórnarfundar flokksins í gær. „Að menn skuli nýta slíkt mál í pólitískum tilgangi, til að ná höggi á andstæðingana, er nýr lágpunktur í stjórnmálaumræðu seinni tíma. Það er ekki bara alvarlegt að saka sak- laust fólk um þennan hlut, það er líka alvarlegt að nota svo alvarlegt mál í pólitískum tilgangi,“ sagði hann. Hagvaxtarkippur Þá fór Sigmundur Davíð yfir verk Framsóknarflokksins í ríkisstjórn til þessa og taldi hann meiri árangur hafa náðst en hann hefði þorað að vona við upphaf samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn. Hagvöxtur hefði tekið mikinn kipp, verðbólgan væri undir markmiðum Seðlabankans og það hefði haldist þannig. Ennfremur benti hann á að at- vinnuleysi væri í kringum 4% sem væri lægra en hjá sambærilegum þjóðum og ferðamönnum hefði fjölg- að um rúmlega þriðjung á tímabilinu. Skuldamál urðu forsætisráðherra einnig að umtalsefni. Sagði hann að stefnan væri að fyrir lok ársins 2020 yrði skuldastaða Íslands orðin ein sú besta í Evrópu. Það væri raunhæft markmið. Áfram þyrfti að sýna að- hald í rekstri ríkissjóðs. Endurfjár- mögnun erlendra skulda ríkisins í vikunni sem lækkaði vexti af þeim um heilt prósentustig væri staðfest- ing á árangri ríkisstjórnarinnar. „Spari sér æsinginn“ Sigmundur Davíð sá einnig tilefni til að ræða mögulega komu banda- rísku verslanakeðjunnar Costco hingað til lands og umræðu í kring- um hana. Sagði hann marga hafa get- að „sparað sér æsing yfir því“ með því að gera sér grein fyrir því að reglur Evrópusambandsins leyfðu ekki innflutning á bandarísku kjöti sem rætt var um. Langmest af bandarísku kjöti væri sprautað með vaxtarhormónum og sýklalyfjum, bakteríumyndun væri meiri í því og því væri það þvegið upp úr ammón- íaki. „Hverjir eru afturhaldssamir? Þeir sem vilja styðja við heilnæma og góða matvöru og byggja upp mat- vælaiðnaðinn hér á landi eða þeir sem vilja láta slíkt lönd og leið og telja það einangrunarhyggju að mega ekki flytja inn eins mikið stera- kjöt og menn vilja?“ spurði Sigmund- ur Davíð. Alvarlegt að saka saklaust fólk um kynþáttahyggju  Árangur stjórnarinnar framar vonum  Sagði bandarískt kjöt „sterakjöt“ Morgunblaðið/Eggert Ungliði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði dóttur sína og líklega yngsta liðsmann flokksins, Sigríði Elínu, sér til halds og trausts á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem fór fram á Hótel Sögu í gær. Víkingur AK 100 kvaddi heimahöfn sína á Akranesi í gær eftir 54 ára farsæla þjónustu, en skipið hefur verið selt til Danmerkur. HB Grandi seldi Víking AK til Danmerkur fyrir 2,1 milljón DKR eða rúmar 43 milljónir ISK. Vík- ingur AK er mikið aflaskip sem reynst hefur mjög vel í gegnum tíð- ina. Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjan á Akranesi lét smíða skipið, en það var gert í Þýskalandi árið 1960. Víkingur AK landaði síðast loðnu á vertíðinni 2013. Farinn til Danmerkur Víkingur AK kvaddi heimahöfn sína á Akranesi í gær Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu óskar eftir vitnum að lík- amsárás sem átti sér stað við Grímsbæ á Bú- staðavegi í Reykjavík að- faranótt sunnu- dagsins 6. júlí á milli klukkan 4 og 5. Þar var ráðist á karlmann á sex- tugsaldri. Sérstaklega er óskað eftir að ökumaður leigubíls sem talinn er hafa átt leið hjá hafi samband við lögreglu. Árásarmennirnir óku með mann- inn að Irish Pub við Reykjavíkur- veg í Hafnarfirði. Þeir sem hafa orðið vitni að því eru einnig beðnir um að hafa samband við lögreglu. Óska eftir vitnum að líkamsárás á Bústaðaveginum Greiðlega gekk að finna banda- rískan göngu- mann í Hoffells- dal í gærkvöldi. Maðurinn hafði lagt af stað á miðvikudag og ætlaði að koma til byggða í gær. Innst í Hoffellsdal treysti hann sér hins vegar ekki lengra vegna vatnavaxta í Hoffellsá. Því óskaði hann eftir aðstoð og fóru fimmtán björgunarsveitarmenn frá Horna- firði eftir honum. Maðurinn hafði skilað ferða- áætlun á vefnum Safetravel.is sem auðveldaði leitina en auk þess hafði eiginkona hans sem dvaldist á Höfn fylgst með honum. Fannst hann nokkurn veginn á þeirri leið sem hann hafði ætlað sér að fara. Ferðamaður fannst eftir skamma leit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.