Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.07.2014, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.7. 2014 N ú eru fjórir mánuðir liðnir síðan Morgunblaðið upplýsti að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefði látið greiða sér þann kostnað sem hann hafði af mála- vafstri sínu gegn Seðlabanka Íslands. Málarekstur bankastjórans gegn bankanum sem hann stjórnar sýndi óvenjulegt dómgreindarleysi, og er ekkert sambærilegt dæmi þekkt. Hann tapaði málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og ákvað að áfrýja því til Hæstaréttar Íslands. Þar tapaði hann málinu einnig. Á báðum dómstigum krafðist bankinn, svo sem sjálfsagt var, að tapaði Már máli sínu skyldi honum gert að greiða bankanum þann kostnað sem hann hafði af þessum sérkennileg málarekstri. Banki sem gerir slíkar kröfur fyrir dómi, með fullri vitneskju bankaráðs, er ekki um leið að pukrast með að ætla sér að greiða málskostnað bankastjórans auk síns eigin. Falið fyrir bankaráðinu Enda er fyrra bankaráðið algjörlega saklaust af slík- um tvískinnungi. Það sem einn einstaklingur í banka- ráðinu gerði síðan, án nokkurrar heimildar, batt hvorki bankaráðið né bankann. Bankaráð Seðlabankans, sem setið hefur í eitt ár, hafði ekkert heyrt af því að ákveðið hefði verið að greiða Má Guðmundssyni persónulegan kostnað hans af því að stefna bankanum og krefjast viðbótarlauna við þau laun sem kjaranefnd hafði að lögum ákvarðað honum. Viðbótin var hærri en meðallaun á almennum vinnu- markaði. Á sama tíma og þetta dómsmál stóð mættu æðstu embættismenn bankans á fundi hér og þar og vöruðu alvörugefnir við því að laun almennings hækk- uðu um 10–12.000 krónur á mánuði. En það var ekki aðeins það bankaráð sem setið hefur í heilt ár sem ekki hafði heyrt orð af þessum óvenju- lega gerningi. Bankaráðinu sem sat allan þann tíma sem þessar greiðslur fóru fram var haldið óupplýstu. Enginn embættismaður innan bankans skrifaði upp á þessar launagreiðslur til samþykktar. Sérstakar regl- ur gilda í bankanum um það hverjir geti heimilað slík- ar greiðslur utan bankastjórans sjálfs. Enginn sem slíkar heimildir hefur samþykkti greiðslurnar en samt voru þær inntar af hendi. Aðkoma Ríkisendurskoðunar Eftir að Morgunblaðið hafði birt fréttir sínar og bankaráð bankans hafði sannreynt að þær voru réttar óskaði það eftir áliti Ríkisendurskoðunar á málinu. Endurskoðun tók sér langan tíma til vinnslu þess álits og því vakti það mikla undrun hversu veikt og vand- ræðalegt það var, er það loks barst. Skýrslan virðist leggja framburð fyrrverandi formanns bankaráðsins til grundvallar gagnrýnislítið og án frambærilegrar skoðunar og þar er dregin upp sú mynd að bankastjór- inn sjálfur hafi ekki haft neitt með þessar greiðslur til sjálfs sín að gera og varla haft vitneskju um þær! Þess- ir örlætisgerningar hafi allir verið gerðir að frum- kvæði og á ábyrgð formanns bankaráðsins og hann hafi ekki rætt þær við nokkurn mann. Seðlabanka- stjórinn vissi og veit fullvel að bankaráðsformaður hef- ur ekkert stöðulegt umboð til slíkra verka frekar en einstaklingur úti í bæ. Hafi þessar miklu summur bor- ist óvænt inn á bankareikninga hans, eins og Íslenskar getraunir hefðu sent þær, hlaut hann að rannsaka mál- ið. Rökstuðningur formannsins, sem Ríkisendurskoðun reynir að réttlæta að nokkru, er einkum sá að hann hafi talið að bankaráðið myndi vera samþykkt þessu, þótt slíkt hafi aldrei verið þar rætt, hvað þá samþykkt. Á þeim langa tíma sem Ríkisendurskoðun er að bjástra við að setja saman þessa óburðugu og raunar óboðlegu skýrslu ræða starfsmenn hennar aldrei við þá sem sátu í bankaráðinu, sem algjörlega var farið á bak við. Þar sem látið er eins og seðlabankastjórinn sjálfur hafi ekki komið að málinu, sem er ekki trúverð- ugt, svo ekki sé meira sagt, hefði verið nauðsynlegt að kanna aðkomu staðgengils hans, aðstoðarbankastjór- ans. Ekkert er um það. Þegar í ljós kemur að enginn þeirra sem að lögum hafa prófkúru fyrir bankann Var efnakljúfur sjálfrar náttúr- unnar notaður í kattaþvott og hvítskúringu? Reykjavíkurbréf 04.07.14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.