Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Side 56
SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2014 Það kannast eflaust margir við draugasöguna um Djáknann á Myrká en myndlistarkonan Sandra Rós Björnsdóttir hefur sett söguna í nýjan bún- ing og stefnir á að gefa hana út í teiknimyndasögubók. Sandra stendur nú fyrir söfnun fyrir útgáfu bókarinnar en slík útgáfa getur verið kostn- aðarsöm. „Söfnunin hefur gengið frekar vel miðað við að ég er ekki þekkt. Við er- um komin upp í tæplega 70% og það eru 10 dagar eftir í dag, sunnudag. Stærsta áskorunin er að ná takmarkinu, þá getum við sent myndasöguna í prentun,“ segir Sandra. Sandra hefur unnið að teiknimyndasögunni undanfarna mánuði og verður bókin fyrir alla sem hafa áhuga á teiknimyndasögum, ævintýrum og íslenskum þjóðsögum. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja verkefnið á heimasíðu Söndru, www.krumla.com. Teikning af Guðrúnu, einni aðalpersónu sögunnar um Djáknann á Myrká, eftir Söndru Rós. DJÁKNINN Á MYRKÁ Í NÝJAN BÚNING Draugaleg teiknimyndasaga Sandra Rós Björnsdóttir. Jeremiah Heaton, íbúi í Abingdon í Virginíuríki í Bandaríkjunum, heldur því fram að hann sé kon- ungur Norður-Súdan, lands sem er uppspuni frá rótum. Hinn 16. júní síðastliðinn uppgötvaði hann landspildu milli Egyptalands og Súdan sem hvorugt ríkið gerir til- kall til, og setti þar niður fána- stöng. Þetta lagði hann á sig vegna þess að dóttur hans langaði að verða prinsessa. Nú gerir hann til- kall til konungsríkisins Norður- Súdan og gerir kröfu um að al- þjóðasamfélagið viðurkenni kon- ungsveldi hans. Um þetta er fjallað á vefritinu vox.com. Þessi undarlegheit eiga við rök og lög að styðjast. Alvörulönd hafa gert nákvæmlega hið sama, ekki síst á nýlendutímanum í Afríku og Suður-Ameríku. Í alþjóðalögum er að finna terra nullius-reglu sem varðar óbyggð landsvæði sem ekk- ert ríki á. Mörg fordæmi eru til fyrir beitingu reglunnar. Deila Kínverja og Japana um Senkaku- eyjar grundvallast á terra nullius. Á 20. öld töpuðu bæði Norðmenn og Marokkómenn dómsmálum fyr- ir Alþjóðadómstólum þar sem þeir vísuðu til terra nullius. Heaton hefur því rétt fyrir sér að því leyti að Norður-Súdan er frjálst að eigna sér landsvæði sem enginn annar gerir tilkall til. Vandamálið er að Norður-Súdan er ekki alvöruríki og Heaton getur ekki haldið því fram að hann sé þjóðflokkur á svæðinu. Því er ólík- legt að hann fái kröfu sína stað- festa, þótt lögfræðin að baki henni sé traust, og dóttir hans verður að lifa áfram án prinsessutitils. BANDARÍKJAMAÐUR VILL VERÐA KONUNGUR NORÐUR-SÚDAN Dóttir verði prinsessa Konungur Norður-Súdan vill öðlast viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Ken, ástmaður Barbie. Gunnsteinn Helgi Maríusson, eigandi Sushi Samba. Bastian Schweinsteiger, landliðsmaður Þýskalands. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 09.07.14 - 16.07.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson Iceland Small World - stór Sigurgeir Sigurjónsson Stúlkan frá Púertó Ríkó Esmeralda Santiago Niceland Kristján Ingi Einarsson Vegahandbókin 2014 Steindór Steindórsson Amma biður að heilsa Fredrik Backman Bragð af ást Dorothy Koomson Frosinn - Þrautir Walt Disney Frosinn - Anna og Elsa eignast vin Walt Disney I was here Kristján Ingi Einarsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.