Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.07.2014, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2014 Það kannast eflaust margir við draugasöguna um Djáknann á Myrká en myndlistarkonan Sandra Rós Björnsdóttir hefur sett söguna í nýjan bún- ing og stefnir á að gefa hana út í teiknimyndasögubók. Sandra stendur nú fyrir söfnun fyrir útgáfu bókarinnar en slík útgáfa getur verið kostn- aðarsöm. „Söfnunin hefur gengið frekar vel miðað við að ég er ekki þekkt. Við er- um komin upp í tæplega 70% og það eru 10 dagar eftir í dag, sunnudag. Stærsta áskorunin er að ná takmarkinu, þá getum við sent myndasöguna í prentun,“ segir Sandra. Sandra hefur unnið að teiknimyndasögunni undanfarna mánuði og verður bókin fyrir alla sem hafa áhuga á teiknimyndasögum, ævintýrum og íslenskum þjóðsögum. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja verkefnið á heimasíðu Söndru, www.krumla.com. Teikning af Guðrúnu, einni aðalpersónu sögunnar um Djáknann á Myrká, eftir Söndru Rós. DJÁKNINN Á MYRKÁ Í NÝJAN BÚNING Draugaleg teiknimyndasaga Sandra Rós Björnsdóttir. Jeremiah Heaton, íbúi í Abingdon í Virginíuríki í Bandaríkjunum, heldur því fram að hann sé kon- ungur Norður-Súdan, lands sem er uppspuni frá rótum. Hinn 16. júní síðastliðinn uppgötvaði hann landspildu milli Egyptalands og Súdan sem hvorugt ríkið gerir til- kall til, og setti þar niður fána- stöng. Þetta lagði hann á sig vegna þess að dóttur hans langaði að verða prinsessa. Nú gerir hann til- kall til konungsríkisins Norður- Súdan og gerir kröfu um að al- þjóðasamfélagið viðurkenni kon- ungsveldi hans. Um þetta er fjallað á vefritinu vox.com. Þessi undarlegheit eiga við rök og lög að styðjast. Alvörulönd hafa gert nákvæmlega hið sama, ekki síst á nýlendutímanum í Afríku og Suður-Ameríku. Í alþjóðalögum er að finna terra nullius-reglu sem varðar óbyggð landsvæði sem ekk- ert ríki á. Mörg fordæmi eru til fyrir beitingu reglunnar. Deila Kínverja og Japana um Senkaku- eyjar grundvallast á terra nullius. Á 20. öld töpuðu bæði Norðmenn og Marokkómenn dómsmálum fyr- ir Alþjóðadómstólum þar sem þeir vísuðu til terra nullius. Heaton hefur því rétt fyrir sér að því leyti að Norður-Súdan er frjálst að eigna sér landsvæði sem enginn annar gerir tilkall til. Vandamálið er að Norður-Súdan er ekki alvöruríki og Heaton getur ekki haldið því fram að hann sé þjóðflokkur á svæðinu. Því er ólík- legt að hann fái kröfu sína stað- festa, þótt lögfræðin að baki henni sé traust, og dóttir hans verður að lifa áfram án prinsessutitils. BANDARÍKJAMAÐUR VILL VERÐA KONUNGUR NORÐUR-SÚDAN Dóttir verði prinsessa Konungur Norður-Súdan vill öðlast viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Ken, ástmaður Barbie. Gunnsteinn Helgi Maríusson, eigandi Sushi Samba. Bastian Schweinsteiger, landliðsmaður Þýskalands. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 09.07.14 - 16.07.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson Iceland Small World - stór Sigurgeir Sigurjónsson Stúlkan frá Púertó Ríkó Esmeralda Santiago Niceland Kristján Ingi Einarsson Vegahandbókin 2014 Steindór Steindórsson Amma biður að heilsa Fredrik Backman Bragð af ást Dorothy Koomson Frosinn - Þrautir Walt Disney Frosinn - Anna og Elsa eignast vin Walt Disney I was here Kristján Ingi Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.