Morgunblaðið - 22.08.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.08.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Tökur á fyrri hluta nýrrar ís- lenskrar kvikmyndar, Hrútar, hóf- ust í vikunni í Bárðardal í Suður- Þingeyjarsýslu og standa fram til 2. september. Grímur Hákonarson leikstýrir myndinni, en spurður hvers vegna Bárðardalur varð fyr- ir valinu sem tökustaður, segir hann: „Það var nú bara hálfgerð tilviljun. Ég var að leita að tveim- ur samliggjandi sveitabæjum og var búinn að keyra um allt landið í leit minni að þeim. Ég var svo að hlusta á viðtal við Hörð Torfason á Rás 1 og rambaði þá á Bólstað og Mýri í Bárðardal. Þeir hentuðu algjörlega sem tökustaður í alla staði,“ segir Grímur. Kvikmyndin fjallar um bræður sem hafa ekki talast við í 40 ár en búa þó hlið við hlið í afskekktum dal og fylgjast reglulega með hvor öðrum í gegnum kíki. Með aðal- hlutverk fara þeir Sigurður Sig- urjónsson og Theódór Júlíusson, en meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk eru Jón Benón- ýsson, Charlotte Böving, Gunnar Jónsson, Ingrid Jónsdóttir, Viktor Már Ragnarsson, Jörundur Ragn- arsson og Sveinn Ólafur Gunn- arsson. „Það er einnig mjög skemmtilegt að við erum með slatta af leikurum úr sveitinni í ýmsum hlutverkum. Það passar svo vel inn í sögu kvikmyndarinn- ar,“ segir Grímur. Að sögn Sigurðar Sigurjóns- sonar leikara ganga tökur vel, en hann segir að vel hafi verið tekið á móti öllum þeim sem koma að vinnslu kvikmyndarinnar. „Þetta fer mjög vel af stað og það eru all- ir mjög almennilegir við okkur í Bárðardal. Þetta eru langir og strangir vinnudagar og ég er að fást við hluti sem ég er ekki vanur að gera dags daglega. Ég hef ver- ið að baða hrúta, þukla og annað þannig að ég læri ýmislegt hérna í sveitinni,“ segir Sigurður. Áætlað er að seinni hluta kvik- myndatöku ljúki í nóvember á þessu ári og að myndin verði frumsýnd haustið 2015. Bræður hafa ekki talast við í 40 ár Ljósmynd/Grímar Jónsson Hrútar Á tökustað í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Frá vinstri Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson leikstjóri og Theódór Júlíusson.  Tökur fara nú fram í Bárðardal Rúmlega 40 stofnanir, fé- lagasamtök og sérfræðingar koma að út- færslu götu- lokana og örygg- ismála til að reyna að tryggja að allt gangi vel fyrir sig á menn- ingarnótt í Reykjavík. Í þessum hópi eru m.a. lögregla, slökkvilið, Hjálparsveit skáta, Landhelg- isgæslan og margir fleiri. „Það mikilvægasta í þessu er að búa okkur undir það sem kemur von- andi aldrei fyrir á menning- arnótt,“ segir Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu. „Eins og sýndi sig á Skeifubrun- anum í vor þá getur ýmislegt kom- ið fyrir og okkar ábyrgð liggur í því að reyna að tryggja aðgengi ef slíkt gerðist. Við vonumst til að fólk sýni því skilning að lokanir eru nauðsynlegar fyrir hátíð af þessari stærðargráðu.“ Mikil vinna lögð í öryggismál á menn- ingarnótt á morgun Einar Bárðarson VIÐTAL Skúli Halldórsson sh@mbl.is Jarðvísindamenn telja berggang hafa myndast undanfarna daga í sprungu sem liggur frá suðvestri til norðausturs um Dyngjujökul. Í gær var flæði kvikunnar talið hafa hægt tölu- vert á sér. Páll Einarsson jarð- eðlisfræðingur segir það eðlilega þróun. „Þegar svona berggangur myndast þá fer flæðið vanalega hratt af stað en hægir svo á sér eftir því sem hann lengist, þar sem mótstaðan við flæðið eykst með lengd berg- gangsins. Því er alveg viðbúið að kvikustraumurinn hægi á sér. Horfa þarf þó á lengra tímabil áður en ein- hverju slíku er spáð með vissu.“ Hann segir skjálftana oftast vera á því svæði þar sem gangurinn er að lengjast. „Skjálftarnir verða þannig helst við broddinn á straumnum þar sem hann liggur um sprunguna.“ Aðspurður hversu lengi kvikan sé að storkna segir hann það fara eftir því á hvaða dýpi hún sé. „Einnig fer það mjög mikið eftir því hversu þykkan berggang kvikan myndar. Ef hann er tvöfalt þykkari þá er kvikan fjórfalt lengur að storkna. Varminn í bergganginum helst þá betur í honum sjálfum.“ Hann segir að þessi gangur ætti að storkna tiltölulega hratt. „Þessi gangur virðist ekki vera nema metri á breidd svo það tekur hann örugg- lega nokkra daga að storkna þegar flæðið stöðvast. En dögunum fjölgar fljótt um leið og berggangurinn þykknar.“ Reynsla frá Kröflueldum Hann segir það erfitt að segja til um gerð kvikunnar sem streymir úr iðrum Bárðarbungu. „Líkast til hef- ur hún svipaða efnasamsetningu og sprungugosin á Dyngjuhálsi eða þá Veiðivatnagosið. Oft er þó meira á seyði í svona megineldstöðvum og því er erfitt að segja. Ef gos verður þá munu vísindamenn taka sýni og sjá hvers kyns kvikan er.“ Aðspurður segir hann að storknun kvikunnar fylgi að öllu jöfnu ekki skjálftavirkni. „Yfirleitt hætta skjálftarnir um leið og kvik- ustreymið, að minnsta kosti þessir stærri.“ Hann segir Kröflueldana, sem áttu sér stað á árunum 1975 til 1984, hafa gefið vísindamönnum mikla reynslu af myndun bergganga. „Þá voru í kringum 20 svona atburðir þannig að þetta samband á milli skjálfta og kvikustreymis er vel þekkt þaðan. Þessi atburðarás núna minnir í raun sífellt meira á Kröflu- eldana.“ Páll segir aðstæður til mælinga vera mun betri núna en þegar Kröflueldarnir áttu sér stað. „Með tilkomu stafrænu tækninnar í kring- um árið 1990 varð algjör bylting hvað varðar mælingatækni.“ Minnir mjög á Kröflueldana  Páll Einarsson segir eðlilegt að kvikuflæði hafi hægt töluvert á sér Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er ekki óróleiki í nokkrum manni sem ég hef hitt og ég hef ekki orðið var við neina breytingu á hátt- um fólks. Það góða við þetta, ef eitt- hvað gott er hægt að segja, er að fyr- irvarinn er það langur að við getum alltaf forðað okkur,“ segir Einar Ófeigur Björnsson, formaður Búnað- arsambands Norður-Þingeyinga og bóndi á Lóni II í Kelduhverfi, um ástandið í sveitinni vegna hugsanlegs jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum. Segir Einar að allir á þessu svæði viti hvernig sandarnir fyrir botni Öx- arfjarðar hafi myndast og kippi sér ekki upp við fréttir af jarðskjálftum í jöklinum. Rætt hefur verið um að það taki hlaupvatnið um tíu tíma að ná til sjávar. „Ef þetta skellur á þá fyrirskipa yfirvöld rýmingu. Ég býst við að við fáum að fara heim fljótlega, eftir að ljóst verður hvert umfangið verður,“ segir Einar Ófeigur. Hann segir verst ef svo illa færi að brúna á Jökulsá tæki af. Það myndi raska skólahaldi. „En það er óþarfi að mála skrattann á veginn, svona fyrir- fram.“ Rýming skipulögð Miklar annir hafa verið hjá ábyrgðarmönnum almannavarna á Norður- og Austurlandi og sam- starfsfólki þeirra síðustu daga. „Áherslan í dag hefur ekki síst verið á framkvæmd rýmingar, að skipu- leggja hana í þaula,“ segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík. „Ég tel að við séum eins vel í stakk búin til að mæta þessu, og hægt er að ætl- ast til.“ Fulltrúar almannavarna, vísinda- menn og fulltrúar ýmissa félagasam- taka og stofnana héldu íbúafund í Öxarfjarðarskóla í Lundi í gær- kvöldi. Farið var yfir rýmingaráætl- anir og aðra vinnu yfirvalda og hlust- að á sjónarmið heimamanna. Viðbragðsáætlun verður til Ekki var til nein viðbragðsáætlun um þá vá sem stafar af eldgosi í norð- anverðum Vatnajökli og jökulhlaupi enda ekki verið gert áhættumat. Svavar segir að stuðst sé við almenna áætlun og svo séu nýjar áætlanir að verða til jafnóðum. Hann segir gott að geta haft þennan aðdraganda til að búa sig undir hugsanlegt áfall. Rýmingin miðast einkum við fólk sem búsett er fyrir botni Öxarfjarð- ar. Þá segir Svavar að fjöldi ferða- fólks sé á svæðinu, ekki síst í Jökuls- árgljúfrum. Unnið sé náið með Vatnajökulsþjóðgarði sem hafi sér- staka rýmingaráætlun. Svavar segir erfiðast að eiga við rýmingu hálend- isins vegna þess hversu litlar bjargir sé þar að fá og fyrirvarinn skammur. Því hafi verið byrjað á að rýma það svæði í öryggisskyni. Ljósmynd/Bandaríska geimferðamiðstöðin og bandaríska jarðfræðistofnunin Vatnajökull Við fyrstu athugun sérfræðinga Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands á gervitunglamynd sem tekin var af Vatnajökli um hádegið í gær er ekki að sjá áhrif kvikuhreyfinga á yfirborði Bárðarbungu eða Dyngjujökuls í norðvestanverðum jöklinum. Snjóað hefur á hájöklinum en svartir ösku- flekkir, væntanlega úr Grímsvatnagosinu, sjást á Skeiðarárjökli í suðri. Óþarfi að mála skrattann á vegginn  Rýmingar- áætlun vegna hlaups kynnt íbú- um við Öxarfjörð „Það var ákveðið að taka þetta, til að firra sig vandræðum ef eitthvað leiðinlegt gerðist. Þetta svæði er nálægt ánni, hluti af hugsanlegu flóðasvæði,“ sagði Jón Ingi Hin- riksson, gangnaforingi í Vogum í Mývatnssveit í gær. Mývetningar smöluðu svokallað Veggjasvæði sem er austan við Nýjahraun, við Jökulsá á Fjöllum. Bændur í Keldu- hverfi og Öxarfirði hafa einnig smalað sandana við Jökulsá, í sama tilgangi. Mývetningarnir settu féð á vagna við gangnamannakofann Péturskirkju og óku í Voga. Þar var féð dregið í sundur, eitthvað á fjórða hundrað fjár. Jón Ingi segir að svæðið sem smalað var sé lítið og féð það fátt að það skipti ekki öllu máli varð- andi afkomuna. Stutt sé í að slát- urhús verði opnuð. „Við erum alveg róleg og vonum það besta. Ég tel að flóðin hafi ekki mikil áhrif hjá okkur en það getur orðið verra ef við fáum ösku frá gosinu.“ Til að firra sig vandræðum FLÓÐASVÆÐI SMÖLUÐ Bárðarbunga Tungnafells- jökull Kverkfjöll VAT N A J Ö KU L L Dyngjujökull Þróun skjálftavirkni Heimild: Veðurstofa Íslands 16. ágúst 17. ágúst 18. ágúst 19. ágúst 20. ágúst 21. ágúst Berggangur Páll Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.