Morgunblaðið - 22.08.2014, Side 8

Morgunblaðið - 22.08.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Styrmir Gunnarsson var á sinnivakt í gær og vitnar til fróð- leiks úr The Guardian:    Í 3 mánuði í röðhefur aukning í smásölu í Bretlandi farið minnkandi. Það hefur ekki gerzt frá árinu 2009.    Þetta gerist þráttfyrir að stór- markaðir hafi lækk- að verð í harðri bar- áttu um viðskiptavini. Tölur sýna að Bretar eyða 1,3% minna í mat en fyrir ári.    Umsvif einkafyrirtækja á evru-svæðinu fara minnkandi, en undantekningin er Þýzkaland. Frakkland er í stöðnun. Atvinnu- ástand í Frakklandi fer versnandi.    Gullverð fer lækkandi.    Nýjar tölur frá Kína benda til aðefnahagskerfið þar sé að hiksta.    Ofangreint er byggt á brezkablaðinu Guardian í morgun.    Dettur einhverjum í hug að Ís-land eitt muni blómstra??“    Því má svara eins og meistariMegas þegar hann var spurður hvort hann hefði vænst þeirra verð- launa sem ráðherra hafði þá nýver- ið rétt honum: „Það er alltaf von,“ sagði söngvaskáldið.    Þar með lauk viðtalinu. Styrmir Gunnarsson Við höldum í hana STAKSTEINAR Megas Veður víða um heim 21.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 heiðskírt Bolungarvík 12 heiðskírt Akureyri 12 heiðskírt Nuuk 10 skúrir Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 17 skýjað Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 13 skúrir Glasgow 13 skúrir London 17 skýjað París 18 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 17 léttskýjað Vín 20 léttskýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 22 skýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 21 skúrir Montreal 22 alskýjað New York 26 léttskýjað Chicago 24 alskýjað Orlando 33 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:41 21:21 ÍSAFJÖRÐUR 5:35 21:37 SIGLUFJÖRÐUR 5:18 21:20 DJÚPIVOGUR 5:08 20:53 Íbúar nýrra sveitarfélaga sem orðið hafa til á síðustu árum með samein- ingu eru ósammála þeirri fullyrð- ingu að þjónusta sveitarfélagsins hafi almennt batnað eftir að hið sam- einaða sveitarfélag varð til. Ekki er heldur að sjá á skoðanakönnun sem gerð hefur verið að sameiningin hafi aukið fólki bjartsýni á framtíð sam- félagsins. Þá finnst íbúunum ekki að sameiningin hafi aukið samheldni meðal íbúa sveitarfélagsins. Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi vinna að skýrslu um samein- ingu sveitarfélaga þar. Gerð var skoðanakönnun meðal íbúa nokk- urra sveitarfélaga sem orðið hafa til við sameiningar á síðustu árum og spurt um áhrif sameiningar á gæði þjónustu við íbúa. Niðurstaðan er heldur neikvæð, sérstaklega hjá íbú- um úr fámennari sveitarfélögunum. Aðeins annað yfirbragð var á svörum þátttakenda þegar þeir voru spurðir um einstaka þjónustuliði. Þeir töldu að þjónustan hefði í fæst- um tilvikum versnað. Það á þó við um refa- og minkaeyðingu, félags- heimili, áhaldahús, félagslegar leigu- íbúðir og afrétta- og fjallskilamál. Þjónustan er hins vegar talin hafa batnað við liðveislu, slökkvilið, gámastöðvar, málefni fatlaðra og fé- lagsstarf aldraðra. helgi@mbl.is Telja þjónustuna ekki hafa batnað  Samheldni sameinaðra sveitarfélaga á Vesturlandi ekki talin hafa aukist Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Nokkur sveitarfélög sameinuðust í Borgarbyggð. Íbúar í Úlfarsárdal og Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafa deilt um staðsetningu fjar- skiptaturns í Úlfarsfelli. Gert var ráð fyrir í deiliskipulagi að svæðið þar sem fjarskiptaturninn er staðsettur yrði svokallað „óbyggt svæði“. Byggingarleyfið úrskurðað ógilt Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði bygging- arleyfið ógilt, þar sem ekki var óskað meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir leyfisveitingunni. Var þá krafist þess að fjarskiptaturninn yrði fjarlægður en Reykjavíkurborg varð ekki við þeirri bón og vísaði Umhverfis- og skipulagsráð til þess að byggingafull- trúa Reykjavíkurborgar væri heimilt að fjarlægja turninn en bæri þó ekki skylda til þess, þótt byggingarleyfið hafi verið fellt úr gildi. Þá var einnig vísað til þess að sett var ný reglugerð eftir byggingu fjarskiptaturnsins sem heimilar minniháttar fram- kvæmdir á svæðum sem eru skil- greind í deiliskipulögum sem „óbyggð svæði“. Málið bíður nú efnisúrlausnar hjá úrskurðarnefnd Umhverfis- og auð- lindamála. Deila um mannvirki í Úlfarsfelli  Íbúum í Úlfársdal finnst brotið á sér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.