Morgunblaðið - 22.08.2014, Page 10

Morgunblaðið - 22.08.2014, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þ egar ég var 10 ára gamall fór ég með frænda mín- um út í skóg og átti að drepa kanínu – sem ég gerði. Mér leið alveg hrikalega eftir það en fjölskyldan mín var mjög ánægð með að fá kan- ínu í kvöldmatinn. Eftir það hefur þessi kanína ásótt mig og er ein- kennismerki mitt í dag,“ sagði vegg- listamaðurinn Pure Evil um leið og hann rétti blaðamanni auglýsingu um listaverkasýningu sem hann heldur í Gallerí Fold í tengslum við Menningarnótt. Borðar ekki dýr Eftir þessa lífsreynslu er hann „animisti“ og trúir því að andi búi í öllum hlutum náttúrunnar, jafnt dýrum sem steinum og stokkum, auk þess er hann grænmetisæta. Lista- mannsnafnið er langt frá því að vera lýsandi fyrir þennan geðþekka lista- mann sem á og rekur tvö gallerí í London og í ofanálag er ábyrgur fað- ir. Ekki samur eftir að hafa drepið kanínu Vegglistamaðurinn Pure Evil heldur sýningu á verkum sínum í Gallerí Fold á Menningarnótt. Hann mun gefa 30 listaverk sem hann hefur komið fyrir víðs- vegar um borgarlandið en vísbendingar um hvar þau er að finna birtast á sam- félagsmiðlum. Mikil gróska í vegglistinni hér á landi kemur honum á óvart. Hann á og rekur tvö gallerí í London. Honum hefur verið líkt við Banksy. List Eitt af 23 verkum sem eru á sýningunni Martröð í Gallerí Fold. Á umræddri vefsíðu er sýnt á stór- kostlega einfaldan hátt hvernig hægt er að búa til ljósakrónu úr dekki af reiðhjóli. Ekki er hægt að segja annað en að hugmyndin sé býsna góð og komi nokkuð vel út eins og sjá má. Sýndar eru myndir af hverju skrefi fyrir sig, alls 11, hvernig eigi að búa ljósakrónuna til. Ef gamalt reiðhjól er til í geymslunni og til stendur að farga því er allt eins gott að gefa því örlítið framhaldslíf með því að búa til prýðilega ljósakrónu. Stöngin sem nær úr ljósakrónunni og upp í loft er stöng sem alla jafna er notuð til að hengja upp sturtuhengi. Þetta er því einföld og ekki kostnaðarsöm lausn sem kemur hreint ekki svo illa út. Á þessari síðu, wikiHow.com, er hægt að leita að ótal ráðum um hvernig eigi að búa til hitt og þetta, allt frá frumlegum hugmyndum til þeirra einfaldari. Vefsíðan http://www.wikihow.com/Make-a-Bike-Wheel- Chandelier Ljósakróna Ef þig vantar töff ljósakrónu þá er þessi alveg málið. Nýttu hjól sem ljósakrónu Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bílamenning í Porsche salnum! Porsche hefur haft mótandi áhrif á bílamenningu heimsins með einstakri hönnun, tækninýjungum og framúrskarandi gæðum. Komdu í heimsókn og sjáðu glæsileikann sem Porsche hefur upp á að bjóða. • Porsche Boxster - verð frá 10.950 þús. kr. • Porsche 911 - verð frá 19.900 þús. kr. • Porsche Panamera - verð frá 15.900 þús. kr. • Porsche Cayenne - verð frá 13.950 þús. kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.