Morgunblaðið - 22.08.2014, Side 16

Morgunblaðið - 22.08.2014, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 STUTTAR FRÉTTIR ● Hugbúnaðarfyrirtækið Vettvangur og vefstofan Sendiráðið hafa samein- ast undir merkjum Sendiráðsins. Alls verða starfsmenn Sendiráðsins þá sjö talsins og er fyrirtækið í eigu starfs- manna. Í fréttatilkynningu segir að með sam- einingunni verði til eitt öflugasta fyrir- tæki landsins á sviði vefhönnunar og opinna hugbúnaðarlausna. Skrifstofur Sendiráðsins eru á tólftu hæð í Turninum í Kópavogi. Fram- kvæmdastjóri Sendiráðsins er Rósa Stefánsdóttir, en hún er jafnframt for- maður Samtaka vefiðnaðarins (SVEF). Sendiráðið var stofnað síðasta haust af reynslumiklu fólki í vefhönnun og markaðssetningu. Veffyrirtæki sameinast ● Farþegum um Keflavíkurflugvöll gæti fjölgað um 14,3% á milli ára á tímabilinu 26. október 2014 til 25. mars á næsta ári, samkvæmt gögnum Isavia yfir úthlutuð stæði á flugvellinum. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningardeildar Íslandsbanka. Þar segir að ef litið sé á aukninguna hlutfallslega á milli mánaða komi í ljóst að hún verði mest í nóvember, um 21,5%. Yfir aðra mánuði nemi aukn- ingin hins vegar 11–13%. Flugfarþegum gæti fjölgað um 14,3% Steinþór Pálsson, bankastjóri Lands- bankans, í afkomutilkynningu. Arðsemi eigin fjár eftir skatta lækkaði lítillega á milli ára og nam 12,8%. Hreinar vaxtatekjur bankans lækkuðu um tæplega tvo milljarða króna og voru samtals 15,2 milljarðar á fyrri helmingi ársins. Eigið fé bankans nam í lok júní 236 milljörðum króna og hefur það lækk- að um 2,3% frá áramótum. Sú lækkun skýrist af arðgreiðslu til hluthafa – ríkið á um 98% hlut – að fjárhæð tæp- Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 14,9 millj- örðum króna samanborið við 15,5 milljarða hagnað á sama tíma fyrir ári. Á öðrum ársfjórðungi var bókfærð- ur 4,9 milljarða hagnaður vegna sölu Landsbankans á 9,9% eignarhlut í Framtakssjóði Íslands og öllum hlut bankans í IEI slhf. Vaxtatekjur bankans lækkuðu um 10% frá fyrra ári og hreinar þjónustu- tekjur stóðu í stað. Rekstrarkostnað- ur hélst nánast óbreyttur að raungildi milli tímabilanna þegar tekið hefur verið tillit til hlutabréfatengdra greiðslna til starfsmanna á fyrra ári. „Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða Landsbankans er með ágætum. Virð- isaukning eigna hefur staðið undir óvenjulega stórum hluta tekna á árinu, en á móti er vaxtamunur tölu- vert lægri en á fyrra ári. Samanlagt hefur frá stofnun bankans orðið virð- isrýrnun á útlánum hans,“ segir lega 20 milljarða króna á fyrsta árs- fjórðungi. Kostnaðarhlutfall fyrstu sex mán- uði ársins var 54,9%, en það var 42,1% á sama tíma í fyrra. Rekstr- arkostnaður bankans hefur lítið breyst, en lægri tekjur á fyrsta árs- fjórðungi 2014 skýra hærra kostnað- arhlutfall á fyrri helmingi ársins, seg- ir í tilkynningu bankans. Heildarvanskil hjá fyrirtækjum og heimilum stóðu í 4,0% í lok júní 2014, en voru 5,3% í lok árs 2013. Afkoma Hreinar vaxtatekjur Landsbankans lækkuðu um 1,8 milljarða á fyrri helmingi ársins og voru samtals 15,2 milljarðar króna á þeim tíma. Landsbankinn hagnast um 14,9 milljarða króna  Virðisaukning eigna skýrir stóran hlut hagnaðar BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Kauphöll Íslands hefur heimilað Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group, að sitja í stjórn N1 sem skráð er á markað. Hann tók sæti í stjórn þess á miðvikudaginn. Jón dró framboð sitt til stjórnarsetu í N1 til baka í lok mars eftir að Kauphöllin gerði alvarlegar athugasemdir við hæfi hans til að sitja í stjórn skráðs fé- lags í ljósi þess að hún hafði áminnt FL Group/Stoðir á þeim tíma sem Jón var forstjóri félagsins. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að Kauphöllin hafi vísað til þess að mikilvægt væri að stjórnend- ur ættu ekki feril að baki sem gæti stefnt í hættu orðstír félagsins og dregið úr trausti á markaðnum. Verklag miðast við fimm ár Páll Harðarson, forstjóri Kauphall- arinnar, segir að verklag Kauphallar- innar miðist við að þegar fimm ár séu liðin frá þeim atburðum sem urðu til- efni til athugasemda geti viðkomandi farið fram á endurmat. Jón hafi óskað eftir því þegar tímamörkin voru liðin og þetta sé niðurstaðan. „Endurmatið fór fram með samtöl- um við Jón og að þeim loknum skrif- aði hann okkur bréf. Okkur fannst í ljósi þessara samtala og yfirlýsinga Jóns ekki ástæða til að gera athuga- semdir við hæfi hans,“ segir Páll í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður hvort margir hafi farið á sama lista og Jón sagðist Páll ekki geta tjáð sig um það. Heimildir herma að Jón hafi ekki verið upplýstur um að hann væri á listanum fyrr en hann hugðist taka sæti í stjórn N1. „Það skýtur skökku við,“ sagði Jón í opnu bréfi í mars, „að kauphöllin ætli að leggja til grund- vallar í afgreiðslu sinna mála að það sé réttlætanlegt að áminning kaup- hallarinnar sem er orðin nánast 5 ára gömul, og í tveimur tilvikum 6 ára gömul, geti leitt til þess að vafi leiki um hæfi einstaklings til að sitja í stjórn skráðs hlutafélags.“ Jón sóttist eftir að sitja í stjórn N1 eftir að fjárfestingarfélag á vegum eiginkonu hans og fjölskyldu hennar festi kaup á bréfum í félaginu í hluta- fjárútboði í aðdraganda skráningar á markað. Jón er framkvæmdastjóri Helgafells sem á 4% hlut í N1, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Á hluthafalista er félagið skráð með 2,6% hlut og stafar mismunurinn af því að kaupin eru að hluta fjármögnuð með framvirkum samningum. Slík eign er skráð á þann sem lánar fyrir viðskiptunum. Helgafell er stærsti einkafjárfestirinn í N1 en lífeyrissjóð- ir eru áberandi á hluthafalistanum. Fyrirtækið er í eigu eigenda fjöl- skyldufyrirtækisins Nathan & Olsen sem m.a. flytur inn Cheerios. Jón er eiginmaður Bjargar Fenger sem á heildverslunina og fleiri fyrirtæki ásamt bróður sínum og móður. Athugasemdirnar þrjár Líkt og fram hefur komið voru at- hugasemdir Kauphallarinnar þrjár. Jón upplýsti um það í bréfi, sem birt var í Kauphöllinni og er öllum að- gengilegt, þegar hann dró framboð sitt til baka í mars. Þar sagði hann að tvær áminningar sneru að skráningu nýrra hluta í kjölfar hlutafjárhækk- unar hjá FL Group í desember 2007 og hvenær upplýsingaskylda hefði orðið virk gagnvart markaði vegna sölu á eignarhlutum í Commerzbank í janúar 2008. Síðasta tilvikið varðaði birtingu ársreiknings vegna ársins 2008, sem Kauphöllin taldi að hefði verið of sein. Jón sagði að vegna þeirrar óvissu sem skapast hefði eftir bankahrunið hefði verið ógerlegt að birta ársreikning fyrir apríllok 2009, eins og reglur Kauphallarinnar gerðu ráð fyrir. Jón Sigurðsson fær heimild til að sitja í stjórn N1  Kauphöllin heimilar Jóni að sitja í stjórn N1 og vísar í fimm ára reglu Hluthafar Fjölskylda Jóns Sigurðssonar fjárfesti í N1 í hlutafjárútboði. Morgunblaðið/Þórður Dró framboð til baka í mars » Jón Sigurðsson dró framboð sitt til stjórnarsetu í N1 til baka í lok mars. » Þá hafði Kauphöllin gert at- hugasemdir við hæfi hans til að sitja í stjórn skráðs félags. » Var vísað til þess að hún hafði áminnt FL Group/Stoðir á þeim tíma sem Jón var for- stjóri félagsins. » Fjölskylda Jóns á 4% hlut í N1 og er stærsti einkafjárfest- irinn á hluthafalista. Páll Harðarson Jón Sigurðsson                                     ! "#! !" $ "! ! !%  %#$$ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 # !$ "%$ !"% $$% $"# !$ $% % %#"! #!  % " !" $ $% !%# !$ $ %##% !"#! Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali www.gljufurfasteign.is Í Brekkuskógi, Biskupstungum, eru til ráðstöfunar nokkrar fallegar, kjarri vaxnar, sumarhúsalóðir á skipulögðu svæði. Rafmagn, heitt og kalt vatn að lóðarmörkum og gott vegakerfi. Um er að ræða eitt vinsælasta sumarhúsasvæði landsins. Á morgun, laugardag 23. ágúst, verða lóðirnar til sýnis frá kl. 13:00–18:00 Allar frekari upplýsingar verða á staðnum. Sjón er sögu ríkari. Athygli verðar sumarhúsalóðir – Opið hús Gljúfur fasteignasala hefur til sölumeðferðar góð skógræktarsvæði. Fjárfesting til framtíðar. Nánari upplýsingar eingöngu veittar hjá fasteignasala með tölvupósti: jonholm@gljufur.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.