Morgunblaðið - 22.08.2014, Page 18

Morgunblaðið - 22.08.2014, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á undan-förnum vik-um hefur heimsbyggðin fengið að kynnast hinu sanna eðli öfgasamtak- anna „Ríkis Íslams“, ISIS, þar sem daglega hefur mátt líta nýjar fréttir af ótrúlegum voðaverkum sem samtökin hafa framið á saklausum borgurum í Írak og Sýrlandi. Rán, grip- deildir, nauðganir og morð virðast vera helsta keppikefli þeirra sem standa á bak við samtökin, og gangast þau upp í ofsóknum gegn öðrum trúar- hópum, jafnt innan sem utan íslamstrúar. Hið hrottalega morð á blaðamanninum James Foley, sem tekið var upp og ætlað til sérstakrar dreifingar á netinu, er einungis einn dropi í hafsjó þeirra glæpa sem sam- tökin hafa framið. Morðið á Foley hefur orðið til þess að Bandaríkjamenn hafa nú loksins rankað við sér og neyðast til þess að horfast í augu við afleiðingar af- skiptaleysis af Sýrlandi og ótímabærrar brottfarar Banda- ríkjahers frá Írak. Obama Bandaríkjaforseti flutti harð- orða ræðu á miðvikudag, þar sem hann sagði að ekkert pláss væri fyrir samtök á borð við ISIS á 21. öldinni og að Banda- ríkin myndu berjast gegn þeim. John Kerry utanríkisráðherra bætti um betur á Twitter-síðu sinni og sagði að samtökin yrðu brotin á bak aftur og þeim eytt. Orð eru til alls fyrst, en engu að síður skortir enn á að bandarísk stjórnvöld sýni hvernig þau ætli sér að sigrast á ISIS. Obama hefur áður verið yfirlýsingaglaður en orðum hafa ekki alltaf fylgt athafnir. Að auki glímir Obama við stríðsþreytu í Bandaríkjunum. Þar er lítill vilji til annarra átaka en loftárása, sem geta vissulega tafið framrás ISIS, en líklega ekki stöðvað sam- tökin án herliðs á jörðu niðri. David Cameron, forsætisráð- herra Breta, glímir við áþekk- an vanda. Hann brást fljótt við fregnunum af morðinu með yf- irlýsingum um að Bretar myndu bregðast hart við, enda ljóst af myndbandinu að sá sem framdi ódæðið er frá Bretlandi. Cameron er þó hikandi við frekari hernað í Írak, minn- ugur þess meðal annars hvern- ig breska þingið fór með áform hans um aðgerðir í Sýrlandi. Ekki er hægt að segja annað en að ástandið nú sé að hluta til sjálfskaparvíti Obama. Bandaríkin og bandamenn þeirra fengu mörg tækifæri til þess að hafa áhrif á borg- arastríðið í Sýrlandi og ýta þar undir hófsamari öfl, en létu þau fara forgörðum. Þrautin þyngri verður að uppræta ISIS nú, eftir að samtökin hafa náð fót- festu. Obama heitir að- gerðum gegn ISIS}Sjálfskaparvítið Hún var sér-kennileg sam- koman í sendiráði Ekvador í London, þegar þær fréttir bárust að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hygðist hugsanlega yfirgefa sendiráðið, þar sem hann hefur dvalið síðustu tvö árin í þeim tilgangi að forðast framsal til Svíþjóðar. Assange lék á als oddi og naut augljóslega end- urnýjaðs áhuga fjölmiðlanna, sem fóru mikinn og veltu því upp að hugsanlega væri mað- urinn orðinn heilsulaus af allri inniverunni, og því myndi hann gefa sig á vald breskra yfir- valda. En þrátt fyrir að Assange hefði talað í nærri því klukku- tíma var fátt nýtt í því sem hann sagði, og stóra fréttin, um að hann hygðist yfirgefa sendiráðið í bráð reyndist ekki jafntraust og talið var. Ass- ange lét að því liggja að hann myndi innan skamms verða laus úr prísund sinni, en það yrði ekki vegna heilsuskorts. Síðar var staðfest að Assange krefðist þess að fá að fara til Ekvador óáreittur. Breskir dómstólar hafa þó staðfest ítrekað réttmæti þess að framselja manninn til Sví- þjóðar, þar sem yf- irvöld vilja spyrja hann út í ásakanir um kynferðisbrot gegn tveimur konum þar í landi. Ólíklegt er að Bretar muni vilja gefa nokkuð eftir gagnvart Ass- ange. Viðkvæði Assange hefur ver- ið að ásakanirnar séu yfirvarp til þess að sænsk yfirvöld geti framselt hann til Bandaríkj- anna þar sem hann megi eiga von á illri meðferð. Liggur þó fyrir að bandarísk yfirvöld hafa ekki lýst yfir neinum áhuga á því að fá Assange framseldan, hvorki frá Svíþjóð né frá helsta bandamanni sín- um í Bretlandi, sem væri lík- lega nærtækara fyrir risaveld- ið. Óneitanlega vekur athygli að þessi mikli frömuður prent- frelsis og mannréttinda sé svo hræddur við sænska rétt- arríkið að hann leiti skjóls í sendiráði lands, þar sem blaða- menn eru ofsóttir og pólitísk afskipti eru af fréttaflutningi. Getur verið að ástæðurnar séu aðrar en Assange gefur upp? Assange leitar að athygli á ný}Sérkennileg samkoma Þ að er löngu liðin tíð að hægt sé að tala um femínisma í eintölu. Eins og með ýmsa aðra hugmyndafræði hefur femínismi þróast í margar áttir, sem engu að síður byggjast á sama grunni; sá eða sú sem er femínisti er með- vituð/-aður um að jafnrétti kynjanna sé ekki náð og er tilbúin/n til að leggja sitt af mörkum til að það náist. Að fullyrða að allir femínistar séu karlhatarar, dólgar sem krefjist forréttinda í krafti kyns síns eða eitthvað þaðan af verra er álíka gáfulegt og að segja að allar bækur séu leiðinlegar vegna þess að viðkomandi álpaðist til að glugga í illa skrifaða bók. Einhvers staðar í heiminum deyr kona af barnsförum á 90 sekúndna fresti. Flest dauðs- föllin væri hægt að koma í veg fyrir með réttri meðhöndlun, en konur hafa minna aðgengi en karlar að læknisþjónustu víða í heiminum. Af þeim rúmlega 780 milljónum jarðarbúa sem eru hvorki læsar né skrifandi eru tveir þriðju konur. Það er ekki vegna þess að þær nenni ekki eða hafi ekki áhuga á að læra að lesa, heldur vegna þess að þær fá ekki tæki- færi til þess. Meirihluti þeirra sem eru seldir mansali er konur. Sumar þeirra eru fluttar ólöglega úr heimalandi sínu í þrældóm, aðrar eru seldar í vændi af fjölskyldu sinni. Um 70% þeirra jarðarbúa sem teljast búa við fátækt eru kon- ur. Stúlkur eru ólíklegri en drengir í mörgum löndum til að ná fullorðinsaldri vegna þess að verr er búið að þeim. Það sem lýst er hér að ofan á að mestu leyti við um íbúa annarra heimshluta en okk- ar. Það er þó ekki þar með sagt að þetta komi okkur ekki við og þrátt fyrir að hér, eins og víðast hvar í hinum vestræna heimi, séu kon- um og körlum tryggð sömu lagalegu rétt- indin, þá er víða pottur brotinn. Kynbundinn launamunur er staðreynd, einnig að færri konur eru í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum og þá er kynbundið ofbeldi staðreynd sem ekki er hægt að líta fram hjá. Og þó umfang eða eðli kynjamisréttisins sé ekki það sama hér á landi og víða annars staðar, þá er ekki þar með sagt að það sé ekki til. Myndum við t.d. samþykkja ofbeldisfulla hegðun hér á landi vegna þess að einhvers staðar úti í heimi viðgengst miklu meira ofbeldi? Sé litið til þeirra dæma sem tiltekin eru hér að ofan og þess skal getið að þau voru valin af handa- hófi, því af nógu er að taka þegar kemur að misrétti kynjanna víða um heim, þá getur það varla vakið annað en furðu þegar femínisma er fundið allt til foráttu og þeir sem aðhyllist þessa hugmyndafræði kallaðir ýmsum ónefnum. Hvað skyldu þær konur sem kröfðust kosn- ingaréttar og kjörgengis til jafns við karla fyrir um 100 árum hafa verið kallaðar? Sennilega dólgar eða eitthvað slíkt. Hvað þá með konurnar sem vildu fá aðgengi að mennt- un til jafns við karla? Uss og svei. Þvílíkar frekjur. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Þvílíkar frekjur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Alls hafa 13.003 hlaupararskráð sig til þátttöku íReykjavíkurmaraþoni Ís-landsbanka sem fram fer næstkomandi laugardag. Forskrán- ingu lauk í gær klukkan 13 og höfðu þá 1.075 skráð sig í heilt maraþon- hlaup, 2.421 í hálfmaraþon og 6.448 í 10 kílómetra hlaup. Er um að ræða þátttökumet í öllum þessum vega- lengdum. Forskráðir í fyrra voru 11.971 og er því um að ræða 9% aukningu á milli ára. Tekið er á móti skráningum milli klukkan 14 og 19 í dag á skráningarhátíð Reykjavík- urmaraþonsins sem fram fer í Laug- ardalshöll. Hlaupamenning í sókn Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupastjóri Reykjavíkurmaraþons- ins, segir hlaupamenningu hér á landi vera í mikilli sókn. „Það eru fleiri farnir að tileinka sér þann lífs- tíl að hlaupa allt árið. Hlauparar tengjast hver öðrum og mynda hlaupahópa. Þannig hefur hlaupa- menningin eflst og styrkst,“ segir Svava Oddný sem sjálf hefur lagt stund á útihlaup í 30 ár. „Það þykir eðlilegt í dag að fólk á öllum aldri hreyfi sig, en það er ekki langt síðan margir ráku upp stór augu við það eitt að sjá fólk um fimmtugt hlaupa eða hjóla,“ segir hún og bætir við að hlaup henti vel öllum aldurshópum. „Þegar fólk kemst upp á lagið þá gera flestir þetta af innri gleði enda er skemmti- legt að hlaupa,“ segir hún. Reykjavíkurborg hefur að und- anförnu verið iðin við að leggja nýja stíga um borgarlandið sem hugsaðir eru fyrir göngu-, hjóla- og hlaupa- fólk. Spurð hvort þessar fram- kvæmdir á vegum Reykjavíkur- borgar hafi ýtt undir aukinn áhuga almennings á útiveru, og þá einkum útihlaupum, kveður Svava Oddný já við. „Það er ekki spurning. Það hef- ur sýnt sig alls staðar að þar sem borgarmenningin er í þá átt að gert er ráð fyrir því að fólk sé úti við og útivistarsvæði gerð aðlaðandi þá hefur þetta aukist. Borgin á því þakkir skilið fyrir hvað við eigum flotta og góða aðstöðu til útiveru.“ Spurð hvar skemmtilegast sé að stunda útihlaup í borginni svarar Svava Oddný: „Mér finnst skemmti- legast að hlaupa í Elliðaárdal og Heiðmörk. Þegar maður hleypur um Reykjavík þá upplifir maður hvað það eru mörg skemmtileg svæði til.“ Að hennar mati býður Reykjavík- urborg því upp á mikla fjölbreytni. Nefnir hún í því samhengi að útivist- arfólk geti á ferð sinni um höf- uðborgarsvæðið fylgst með veiði- mönnum, hestafólki og golfiðkendum, svo fátt eitt sé nefnt. „Maður upplifir þannig borgina á allt annan hátt.“ Hlaup og ferðalög góð blanda Erlendir þátttakendur Reykja- víkurmaraþonsins hafa aldrei verið jafnmargir og nú en alls eru for- skráðir 2.226 og eru þeir af 62 þjóð- ernum. Flestir þeirra koma frá Bandaríkjunum, eða 498, en breskir hlauparar, 374 talsins, fylgja þeim fast eftir. Þá eru skráðir hlauparar frá Þýskalandi 246 talsins, Kanada 208 og Noregi 117. Svava Oddný segir mara- þon vera einu vegalengdina þar sem erlendir hlauparar eru í meirihluta. „Þar kemur ferðaþjónustan einkum sterk inn, því fólk sem hleypur maraþon sem lífsstíl er einnig farið að blanda því við ferðalög sín. Það er nefnilega skemmtileg blanda að ferðast og hlaupa,“ segir hún. Metin féllu hvert af öðru í forskráningu Morgunblaðið/Eggert Stemning Vinsældir Reykjavíkurmaraþonsins eru sífellt að aukast. Í ár eru forskráðir 13.003 hlauparar en á sama tíma í fyrra voru þeir 11.971. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupastjóri Reykjavíkur- maraþonsins, segir veðráttuna hér á landi henta vel þeim sem leggja stund á útihlaup. „Veðráttan hentar mjög vel því það er alls ekki gott að hlaupa í miklum hita. Á þessum árstíma sækjast margir eftir því að koma hingað til lands í þeim tilgangi að hlaupa,“ segir hún og heldur áfram: „Þegar maður er kominn af stað og búinn að gíra sig upp þá er í raun voðalega fátt sem stoppar hlaup- ara. Það er t.d. mjög gaman að hitta út- lendinga því þeir eru oft ekki vanir þeim veðrabreytingum sem hér eru; sumstaðar er hífandi rok á sama tíma og það dettur í logn annars staðar. Þeir eru því oft mjög hissa á þessu.“ Veðráttan hentar vel FÁTT STOPPAR HLAUPARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.