Morgunblaðið - 22.08.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.08.2014, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 ✝ Jónína Magn-úsdóttir fædd- ist í Reykjavík 19. júlí 1940. Hún lést 14. ágúst 2014 á LSH í Fossvogi. Foreldrar henn- ar voru Elín Mál- fríður Magnús- dóttir, f. 10.9. 1912, d. 4.7. 1987, og Magnús Þór- arinn Sigur- jónsson, f. 31.8. 1918, d. 21.10. 2009. Systkini Jónínu eru Ólaf- ur Magnússon, f. 15.11. 1938, Gylfi Magnússon, f. 3.7. 1946, Anna Sigurlaug Ólafía Magn- úsdóttir, f. 31.10. 1948, Sig- urjón Magnússon, f. 19.1. 1955, og Halldór Kristján Stefánsson, órsdóttur, f. 23.11. 1966. Börn þeirra eru Andri Már og Bjarki. 4)Anton Jóhannesson, f. 8.4. 1966. 5)Guðríður Ósk Jó- hannesdóttir, f. 18.11. 1967, gift Jaap de Wagt, f. 29.7. 1957. Börn þeirra eru Sientje Sól- björt Nína og Alex Matthías Dagur. 6) Guðjón Jóhannesson, f. 5.5. 1969, unnusta hans er Juliana Fedorenko. Börn Guð- jóns eru Snorri Karl, Ástrós Edda, Elísabet Karín og Pétur Alex. Jónína ólst upp á Stokkseyri og lauk hún landsprófi þaðan. Flutti hún síðan til Reykjavíkur þar sem hún bjó alla ævi. Meðal annars á Suðurlandsbraut 86 og 75a, í Breiðholti; á Írabakka 2 og Hjaltabakka 8 og síðast í Grafarvogi á Veghúsum 31. Hún sinnti ýmsum störfum, meðal annars í Axminster, Kleppsspítala og á Sólheimum. Útför Jónínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 22. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 15. f. 12.7. 1951, d. 18.11. 2003. Börn Jónínu eru 1) Sigurður Ingvar Geirsson, f. 22.10. 1958, giftur Jó- hönnu Waage, f. 28.10. 1961. Börn þeirra eru Sigríður Árný, Geir og Atli Þór. Eiga þau sjö barnabörn. 2) Við- ar Geirsson, f. 2.6. 1960, kvæntur Jóhönnu Sæv- arsdóttur, f. 24.10. 1962. Börn þeirra eru Ólína, Karitas og Silja Rós. Eiga þau þrjú barna- börn. Viðar á einnig Guðmund Viktor og tvö önnur barnabörn. 3) Hannes Geirsson, f. 25.12. 1961, í sambúð með Ernu Arn- Það er svo óraunverulegt að skrifa minningargrein um ömmu Nínu núna því við héldum öll að hún myndi lifa í meira en öld, svo heilsuhraust og þrautseig var hún. Okkar helstu minningar tengd- ar henni eru Þórsmerkurferðirn- ar, sumarbústaðaferðirnar, bæj- arferðirnar og fjölskylduboðin. Það var aðdáunarvert hversu dugleg hún var að fara með okkur barnabörnin öll út um allt og það hindraði hana ekki þó hún væri bíllaus. Við ferðuðumst ýmist um á tveimur jafnfljótum eða með al- menningssamgöngum og okkur fannst það æðislegt enda margt að sjá á leiðinni og hún þreyttist aldr- ei á að fræða okkur um nöfn á plöntum, fuglum og ýmsum mark- verðum stöðum. Hún var trúuð kona og aldrei reyndi hún að þröngva trúarskoð- unum sínum upp á okkur en við lærðum engu að síður að bera virðingu fyrir lífsviðhorfum og trú hennar. Heima hjá henni var ekkert sjónvarp en þrátt fyrir það leidd- ist okkur aldrei því við höfðum alltaf nóg fyrir stafni með skap- andi verkefnum eins og myndlist, tónlist, leiklist o.fl. Hún hvatti okkur óspart áfram og hrósaði okkur í hástert og minningarnar frá þessum tímum eru ennþá til í formi ljósmynda, teikninga og myndbandsspóla sem hún varð- veitti eins og sjáaldur augna sinna. Það var aldrei sælgæti í boði hjá ömmu nema á tyllidögum og í kvöldkaffinu en það truflaði okkur ekki neitt enda vissum við að hún vildi lifa heilsusamlegu líferni. Við virtum það mikils og báðum hvorki um né komum með sælgæti þegar heim til ömmu var komið. Amma Nína kenndi okkur að meta náttúruna, okkur sjálf og fjölskylduna og samvera með henni var eins og lærdómsríkt ferðalag því alltaf lærðum við og upplifðum eitthvað nýtt. Hún vildi allt fyrir okkur og aðra gera og setti oftar en ekki hagsmuni annarra ofar sínum með góðmennsku sinni og dugnaði. Við erum mjög þakklát fyrir all- ar þær stundir sem við áttum með henni og munum varðveita minn- ingu hennar í huga okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Með sárum söknuði kveðjum við ömmu okkar en núna er hún farin heim eins og hún sagði alltaf sjálf. Sigríður (Siddý), Geir og Atli Sigurðarbörn Jónína Magnúsdóttir ✝ Kristján Jóns-son fæddist í Hafnarfirði 20. apríl 1925. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi 16. ágúst 2014. Foreldrar Krist- jáns voru Jón Andrésson múr- arameistari í Hafn- arfirði, f. 7.7. 1898, d. 19.12. 1969, og kona hans Sveinbjörg Kristjánsdóttir hús- móðir og verkakona í Hafnar- firði, f. 14.2. 1902, d. 1.2. 1990. Systkini Kristjáns voru: 1) Stef- anía Andrea, f. 8.12. 1926, d. 10.4. 2010, 2) Guðbjörg Erla, f. 16.2. 1931, d. 10.9. 2007, 3) Ein- ar, f. 4.1. 1935, 4) Kristinn, f. 21.7. 1940, d. 28.1. 1998, 5) Jó- hann, f. 10.12. 1948, d. 17.1. 2013. Kristján kvæntist 15.10. 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- rúnu Helgu Karlsdóttur, f. 20.11. 1924. Foreldrar hennar voru Karl H. Ó. Þórhallsson, f. 25.2. 1896, d. 11.3. 1974, og kona hans Guðrún Sigríður Þor- steinsdóttir, f. 12.9. 1898, d. 10.7.1970. Kristján og Guðrún eignuðust bandi, barnsfaðir Magnús Geirs- son, f. 17.1. 1958: Arnór, f. 28.12. 1982, Sigríður Eva, f. 23.10. 1984. 4) Reynir Krist- jánsson, f. 10.3. 1961. K. Helga Kristín Hauksdóttir, f. 29.12. 1961. For. Haukur Skagfjörð Jósefsson, f. 6.1. 1937, d. 21.10. 1999, og kona hans Guðrún Stef- ánsdóttir, f. 25.2. 1939. Börn þeirra: Andri Már, f. 11.9. 1985, Birgir Rafn, f. 11.9. 1985. 5) Þór Kristjánsson, f. 22.5. 1965. K. Magný Ósk Arnórsdóttir, f. 26.10. 1968. For. Arnór Pét- ursson, f. 14.11. 1949, og Áslaug Magnúsdóttir, f. 29.12. 1950. Börn þeirra: Björgvin Viktor, f. 27.10. 1985, Arnór Ingi, f. 19.4. 1990, Jón Þór, f. 5.7. 1993, Ás- laug Ýr, f. 11.3. 1995. Kristján var fæddur í Hafn- arfirði og bjó allan sinn aldur þar. Hann lærði múraraiðn hjá Einari Sigurðssyni og lauk sveinsprófi 1947. Kristján var félagi í Iðnaðarmannafélagi Hafnarfjarðar frá 1948 og var einn stofnenda Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði 13. janúar 1967. Hann sat í stjórn þess í áraraðir og var heið- ursfélagi síðustu árin. Kristján var lengst af sjálfstætt starfandi múrarameistari. Útför hans fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 22. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 15. fimm börn. 1) Jón Karl Kristjánsson, f. 23.9. 1948. K. Ágústa Hafdís Finnbogadóttir, f. 14.10. 1950. For. Guðjón Finnbogi Einarsson, f. 14.7. 1921, d. 3.4. 2001, og kona hans Hólm- fríður Bergey Gestsdóttir, f. 13.7. 1923. Börn þeirra: Finnbogi, f. 3.3. 1969, Lilja, f. 24.12. 1970, Laufey, f. 17.6. 1990. Ingibjörg, f. 30.7. 1969. 2) Kristján Rúnar Kristjánsson, f. 8.5. 1953, d. 18.8. 2006. K. Bára Þórarinsdóttir, f. 24.6. 1955. For. Þórarinn Árnason, f. 24.5. 1924, og Guðný Þorvaldsdóttir, f. 24.1. 1929. Börn þeirra: Guðný Helga, f. 30.1. 1973, Guð- rún Sigríður, f. 26.10. 1974, Sveinbjörg, f. 25.4. 1981, Krist- jana, f. 2.9. 1983. 3) Hrafnhildur Kristjánsdóttir, f. 12.11. 1956. M. Stefán Gunnarsson, f. 4.7. 1962. For. Gunnar Larsson, f. 13.10. 1913, d. 29.12. 1978 og Ólöf Guðný Ólafsdóttir, f. 17.3. 1921. Börn þeirra: Kristján Ari, f. 18.11. 1987, Ólöf Rún, f. 21.1. 1992, Silja Dögg, f. 8.12. 1994. Börn Hrafnhildar frá fyrra sam- Hinn 16. ágúst síðastliðinn kvaddi okkur mikilvæg mann- eskja, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. Á kveðjustundum eins og þessari rifjast upp margar góðar minningar af tímum sem við átt- um saman. Þar má helst nefna jól, páska, sumarbústaðaferðir og heimsóknir. Þessar stundir verða ekki eins eftir að Kristján kvaddi okkur og skilur það eftir sig mik- inn söknuð. Það sem einkennir minningarnar er að Kristján og Guðrún voru mjög samrýnd líkt og álftarpar, þau eyddu öllum sín- um stundum saman og er aðdáun- arvert hvað þau voru samstiga í lífinu. Þær fáu stundir sem Krist- ján var einn á ferð var þegar hann kom við á partasölunni og sá um uppvaskið og veitti Þóri og Jóni Þóri góðan félagsskap og er hans sárt saknað þar. Þegar vafi var á veðri í Grímsnesi var gott að leita til Kristjáns þar sem hann var oft sannspárri en helstu veðurfræð- ingar landsins og sérstaklega um veðrið nálægt bústöðum okkar þar. Það var mikil tilhlökkun á föstudögum þegar við fórum aust- ur í sumarbústaðinn okkar og vissum við að von væri á Kristjáni og Guðrúnu fljótlega eftir að bíln- um var lagt þar sem þau fylgdust vel með okkur. Nú er baráttu þinni í þessu lífi lokið og megi eitthvað betra taka við hjá þér en við sem eftir lifum yljum okkur við góðar minningar um stundirnar sem við áttum sam- an. Megi mömmu, tengdamömmu, ömmu og langömmu vegna vel um ókomna tíð og munum við leggja okkur fram við að gera daga henn- ar góða. Við fjölskyldan viljum senda þakkir til starfsfólks hjúkr- unarheimilisins Sólvangs í Hafn- arfirði fyrir frábæra umönnun. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta, skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þór Kristjánsson, Magný Ósk Arnórsdóttir, Björgvin Viktor, Arnór Ingi, Jón Þór, Áslaug Ýr, makar og barnabarnabörn. Það er stundum sagt að maður velji sér ekki foreldra og ef það er rétt þá gat ég ekki verið hafa verið lánsamari. Æskuárin, unglingsár- in, fullorðinsárin, allt tímabil sem kalla fram ljúfar minningar um einstakan föður. Minnugur, jarð- bundinn, öfgalaus, fylginn sér, góður verkmaður, eftirsóttur fag- maður, útsjónarsamur, nægju- samur, æðrulaus, traustur, góður félagi, góður eiginmaður, góður afi og langafi, góður tengdapabbi, frábær faðir, einstakt ljúfmenni, aldrei leiðindi, þakklátur, áhuga- samur, upplýstur. Hvað er hægt að biðja um meira. Far þú í friði, kæri faðir. Reynir. Jæja þá er komið að kveðju- stund, kæri mágur, nú ertu laus við allar þrautir og búinn að fá hvíldina. Ég gæti skrifað heila bók um ykkur hjón og það sem þið haf- ið fyrir mig gert. Þið voruð nýgift og flutt til Hafnarfjarðar. Ég var tíu ára þegar foreldrar okkar systra fluttu út á land og ég varð eftir hjá ykkur hjónum. Þú tókst mér vel og varst óskaplega góður við mig en ég var hjá ykkur í fimm ár. Þú varst sannkallaður gull- moli, ég man aldrei eftir að þú haf- ir skipt skapi, þó ekki skaplaus, fastur fyrir ef því var að skipta. Það var alveg sama hvað ég bað þig að gera fyrir mig, alltaf varstu tilbúinn til að hjálpa, hvort sem það var að múra, flota eða hvað sem var. Ég varð fyrir mikilli sorg þegar ég missti son minn, sextán ára gamlan. Hver annar en þú og hún Guðrún systir mín hjálpuðu mér þá? Þið stóðuð eins og klettar við bakið á mér og leidduð mig í gegn- um erfiðasta hjallann eina ferðina enn, þá ég var hjá ykkur í þrjá mánuði. Ég mun sakna ykkar mikið því þið komuð hingað í Löngubrekkuna í hverri viku minnst tvisvar sinnum, stundum þrisvar. Það er svo margs að minnast. Árið 1999 fórum við, þrjár systur og eiginmenn okkar, til Benedorm. Alltaf komuð þið til okkar á morgnana til að vita hvernig við hefðum það, svo mikil var umhyggjan fyrir okkur. Kæri mágur, hafðu þökk fyrir alla þá hlýju og góðvild sem þú hefur sýnt mér frá því þú komst í þessa fjölskyldu. Að endingu, ég mun gera allt sem ég get fyrir hana Guðrúnu Helgu þína. Hvíl í friði, kæri vinur. Þórdís. Kristján Jónsson ✝ Svandís Guð-jónsdóttir fæddist 16. febrúar 1929. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk 13. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru Þuríður Guðrún Vigfús- dóttir, f. á Hrauki, V-Landeyjahr., Rang., 12.3. 1900, d. 30.8. 1946, og Guðjón Úlf- arsson, f. í Fljótsdal í Fljótshlíð, Rang., 24.5. 1891, d. 13.5.1960. Svandís átti átta systkini, þau eru Guðlaug Guðjónsdóttir, f. 15.7. 1921, d. 26.10. 2009. Ágúst Þór Guðjónsson, f. 7.5. 1923, d. 22.4. 1992. Úlfar Guðjónsson, f. 11.9. 1924, d. 13.7. 1980. Óskar Guðjónsson, f. 13.2. 1926, d. 8.3. 2001. Bragi Þór Guðjónsson, f. 5.8. 1927. Hörður Guðjónsson, f. 23.5. 1930, d. 2.1. 2001. Gunn- hildur Guðjónsdóttir, f. 4.1. 1933, d. 6.11. 2004. Lóa Guð- jónsdóttir, f. 21.5. 1938. Svandís giftist 11. maí 1961 eftirlifandi eiginmanni sínum, Rafni Viggóssyni hús- gagnabólstrara, f. 11.5. 1931. Börn Svandísar eru Viðar Hafsteinn Eiríksson, f. 7.6. 1952. Guðjón Þór Rafnsson, f. 5.8. 1958. Guðrún Jóhanna Rafns- dóttir, f. 18.11. 1959, og Rafn Rafnsson, f. 30.5. 1964. Viðar er kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 7.3. 1955. Börn þeirra eru Linda, f. 1976, og Guð- mundur Hafsteinn, f. 1979. Börn Lindu eru Bjarki Már, f. 1997, Katla, f. 2003, og Anný, f. 2012. Sambýliskona Guð- jóns Þórs er Ingrid Kaufmann, f. 5. ágúst 1957. Barn Ingridar er Anna Carlström, f. 1985. Fyrri sambýliskona Guðjóns Þórs er Lise-Lotte Carlsten. Börn Guð- jóns Þórs og Lise-Lotte eru Jo- hannes Carlsten, f. 1985, og Joa- kim Carlsten, f. 1988. Guðrún er gift Gunnari S. Gunnarsyni, f. 8.12. 1958 . Börn þeirra eru Árni Rafn, f. 1980, Þór, f. 1982, og Svandís, f. 1991. Sambýlis- kona Rafns er Sif Sigurð- ardóttir, f. 5.10. 1966. Börn þeirra eru Anna Birna, f. 1987, Jón Emil, f. 2004, Eyþór, f. 2008, og Atli, f. 2008. Barn Önnu Birnu er Sigurður Orri, f. 2013. Samhliða húsmóðurstarfi og heimilisrekstri starfaði Svandís lengst af við fatasaum og fata- viðgerðir, í blómaverslun, við umönnun og sem matráðskona. Útför Svandísar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 22. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Amma Svandís var einstök. Sem fyrsta ömmubarnið naut ég þeirra forréttinda að hafa alla hennar ömmu athygli fyrstu æviár mín. Ég var mikið hjá henni á meðan við bjuggum í Reykjavík. Hún hafði endalausa þolinmæði og var alltaf til í að leika og lesa. Ég átti eina uppá- halds bók og hún las hana aftur og aftur og aftur, þangað til ég, 2-3 ára gat „lesið“ bókina ut- anað. Ég man ennþá textann úr bókinni „En hvað það var skrít- ið.“ Ég hélt áfram að heimsækja hana eftir að við fluttum norður. Þá kom ég í sumarfríum og dvaldi hjá þeim Rabba. Í þess- um heimsóknum brölluðum við margt. Ég man eftir að hafa fengið að koma með henni í vinnuna, bæði þar sem hún vann við heimaaðstoð og einnig þegar hún vann á heimili fyrir fötluð börn. Við fórum oft í sund í Laugardalslaug og alltaf endaði sú ferð á pylsu úr pylsu- vagninum. Við fórum með Akra- borginni á Skagann og skoð- uðum okkur þar um og tókum strætóferðir í bæinn. Ég hélt áfram að heimsækja ömmu eftir að ég eltist og var flutt aftur til Reykjavíkur. Við gátum setið löngum stundum og spjallað um allt milli himins og jarðar og oftar en ekki leiddust samtöl okkar út í umræður um yfirnáttúrulega hluti. Ósjaldan settumst við niður saman og skoðuðum myndir frá því í gamla daga. Samband okkar var einstakt. Það kom alloft fyrir að ég tók upp símann til að hringja í hana og hún var þá á leiðinni að hringja í mig og öfugt. Við bjuggum í íbúð á stiga- ganginum þeirra Rabba, þegar við áttum elsta strákinn okkar. Mér fannst ómetanlegt að hafa hana svo nálægt og geta alltaf hlaupið til hennar. Við Bjarki Már vorum mikið hjá henni og hún passaði hann oft. Elsku amma Svandís, ég á eftir að sakna þín mikið. Síðustu orð mín til þín voru „sjáumst“ og við munum sjást aftur. Linda. Nú er yndislega amma mín farin frá okkur og þegar ég hugsa til baka sé ég sterka konu sem gaf endalaust af sér. Hún er góð fyrirmynd. Amma Svandís gladdi mig, huggaði mig, fræddi mig, pass- aði uppá mig, hvatti mig og veitti mér innblástur. Það að sitja í eldhúskróknum hjá ömmu var besta skemmtun, enda komum við frændsystkinin oft til ömmu eftir skóla eða í há- degishléum, borðuðum saman og hlógum. Það var eins konar hefð að koma til ömmu, setjast inn í eldhús og fá sér eitthvað gott að borða og spjalla, fara svo inn í herbergi og spila, leggja kapal, skoða myndaal- búm eða leysa krossgátu. Amma spáði kannski í kaffibolla eða las eitthvað sniðugt. Svo fórum við og kíktum á sjón- varpið eða einhver kom í heim- sókn. Þegar maður gisti hjá ömmu og gat ekki sofnað þá lofaði hún því að hún myndi sko ekki sofna á undan manni. Maður treysti því fullkomlega, enda stóð hún alltaf við það og strauk á manni bakið þangað til að maður sofn- aði. Mér þykir það leitt að sonur minn fái ekki að kynnast þér en ég mun sjá til þess að hann viti hver þú varst og hvað þú varst góð manneskja. Elsku amma mín, eitt af mín- um helstu markmiðum í lífinu er að verða eins góð mamma og amma og þú. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Ástar- og saknaðarkveðja Anna Birna. Svandís Guðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku hjartans mamma mín. Nú kveð ég þig með söknuð í hjarta og þakk- læti. Starfsfólki á 3. hæð suð- ur á hjúkrunarheimilinu Mörk sendum við þakkir fyrir frábæra umönnun. Hvíl í friði. Þín dóttir Guðrún Jóhanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.