Morgunblaðið - 22.08.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 22.08.2014, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 ✝ Anna MaríaGuðmunds- dóttir (Ana Pan- corbo Gomez) fædd- ist í Madríd 26. janúar 1921. Hún lést á Droplaug- arstöðum 10. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru Antonía Go- mez saumakona og Antonio Pancorbo húsgagnasmiður. Anna var elst sex systkina en þau voru, Ma- nola, f. 25.12. 1924, d. 17.11. 2008, Francisco, f. 8.11. 1925, d. 8.11. 1986, Isabel, f. 12.1. 1928, Josefina, f. 14.11. 1929, og Angel- ines, f. 20.5. 1931. Fyrri eiginmaður Önnu Maríu var Jose Carrasco og áttu þau eina dóttur, Marie Jo Etchebar, fv. verslunarmaður, f. 26.5. 1939, maki Jean Etchebar, f. 27.1. 1933. Börn þeirra eru a) Annie Etchebar, f. 1960, dóttir hennar er Kattalin de Gugliemi, f. 1980, sambýlismaður Ilan Coste Cha- dóttir, f. 21.9. 1972. Börn þeirra eru Jóhann Snær, f. 1996, Héð- inn Már, f. 2003, og Telma Sif, f. 2007. Með fyrri sambýliskonu sinni, Hjördísi Kjartansdóttur, f. 13.12. 1965, á Hannes Andreu Björk, f. 1988. Anna María ólst upp í Madrid. Hún missti ung foreldra sína og fór snemma að vinna fyrir sér. Hún vann m.a.við hjúkrun bæði í spænsku borgarastyrjöldinni og eftir stríðslok. Árið 1957 flutti hún til Íslands og giftist Guð- mundi Jóhanni ári síðar. Þau bjuggu alla tíð á Íslandi og lengst af á Urðarstíg 7a. Hér á landi vann hún við ýmiss konar störf og seinustu árin í býtibúri á meðgöngudeild LSH. Anna María fléttaði skemmti- lega saman íslenskan og spænsk- an menningarheim. Hún tók virkan þátt í íslensku samfélagi og fylgdist með þjóðmálum. Einnig var hún í góðum tengslum við fjölskyldu sína og vini á Spáni og reyndi að heim- sækja þau eins oft og hægt var. Hún hafði mikla ánægju af ferðalögum, bæði innanlands sem utan. Útför Önnu Maríu fer fram frá Lágfellskirkju í dag, 22. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 13. rayre og börn þeirra eru: Elia og Sarah. b) Jean Francois Etchebar, f. 1962, d. 25.5. 2012. c) Valerie Etc- hebar, f. 1963, maki Fabrice Baude og dætur þeirra eru Camille og Justine. Seinni eig- inmaður Önnu Mar- íu var Guðmundur Jóhann Guðmundsson, kennari og skólastjóri, f. 26.6. 1934, d. 26.1. 2011. Börn þeirra eru 1) Rósa María Guðmundsdóttir geð- hjúkrunarfræðingur, f. 25.7. 1959, maki Guðmundur Ómar Óskarsson, f. 10.2. 1952. Börn þeirra eru a) Anna Lilja, f. 1983, sonur hennar er Daniel Ómar, b) Sunna Ósk, f. 1987, maki Sig- hvatur Halldórsson, sonur þeirra er Halldór Elí. c) Hugrún Una, andvana fædd 1995. d) Hlynur Freyr, f. 1996. 2) Hannes Ingi lögfræðingur, f. 30.9. 1963, maki Ingibjörg Elísabet Jóhanns- Tengdamóðir mín, Anna María Guðmundsdóttir, lést að morgni sunnudagsins 10. ágúst sl. 93 ára að aldri. Heilsu hennar hafði hrakað nokkuð hratt undanfarin þrjú ár, en fram yfir nírætt var hún við ágæta heilsu. Hún var kvik í hreyfingum og hélt sínum dökka háralit langt fram á átt- ræðisaldur. Anna María var um margt mjög sérstök kona og sama má segja um lífshlaup hennar. Hún flutti frá Spáni til Íslands 36 ára að aldri og giftist inn í góða fjöl- skyldu sem tók henni opnum örmum. Mér er sagt að hún hafi verið fljót að ná þeim tökum á íslensku að hún gæti gert sig þokkalega skiljanlega, en líklega ekki haft þolinmæði eða áhuga á að læra málið til hlítar. Hún talaði alltaf spænsku við börn sín og eigin- mann og eftir að ég kom inn í fjöl- skylduna lærði ég málið líka til að skilja hvað tengdamamma var að segja. Það hefur auðgað líf mitt mikið að kynnast og geta haft samskipti við Pepy dóttur hennar og fjöl- skyldu í Frakklandi og ættingja Önnu Maríu á Spáni og víðar og kynnast þannig menningu þess- ara landa. Anna María var lífsglöð og hress kona, hafði gott skopskyn og gerði oft að gamni sínu. Hún tók vel á móti þeim sem litu inn á Urðarstígnum og voru þá gjarn- an bakaðar pönnukökur og fleira gott gefið með kaffinu. Einnig eldaði hún góðan mat, bæði samkvæmt íslenskum og spænskum hefðum, t.d. voru spænsku tortillurnar hennar mjög vinsælar. Tengdamamma var félagslynd og var m.a. mörg ár í Húsmæðra- félagi Reykjavíkur. Einnig tók hún þátt í félagsstarfi Sóknar og fór með þeim í ferðalög o.fl. Hún heimsótti ættingja á Spáni, Frakklandi og Ítalíu en hún fór einnig í ýmsar aðrar ferðir s.s. til Danmerkur, Þýskalands og Grænlands þar sem hún steig dans með grænlenskum konum. Hún var aldrei hrædd við að prófa eitthvað nýtt og fór m.a. í vélsleðaferð á Vatnajökli þegar hún var komin á áttræðisaldur. Hún var bjartsýn og vongóð til hinstu stundar, beið eftir því að losna við göngugrindina og fór á flug við að skipuleggja ferð til Spánar þegar hún yrði hressari. Ellin var því tímabundið ástand í hennar huga. Ég þakka Önnu Maríu sam- fylgdina öll liðnu árin. Blessuð sé minning hennar. Ómar. Mig langar til að minnast fyrr- verandi tengdamóður minnar, Önnu Maríu, í nokkrum fátæk- legum orðum. Ég kynntist Önnu Maríu fyrst þegar við Hannes, sonur hennar, urðum par en þá bjó Hannes hjá foreldrum sínum, Guðmundi og Önnu Maríu, á æskuheimili sínu á Urðarstíg 7. Það vildi svo til að við unga parið dvöldum mikið á heimili Hannesar í tilhugalífinu og tók Anna María á móti mér opnum örmum og opnaði heimili sitt fyrir mér. Anna María var gullfalleg kona, hin meðfædda suðræna fegurð fór ekki fram hjá nokkr- um manni og var hún alla tíð ung- leg með afbrigðum. Hún var dugnaðarforkur, vinnusöm, mikil húsmóðir og hugsaði vel um bónda sinn. Hún var blátt áfram, næstum óþægilega hreinskilin, með mikinn húmor en umfram allt var hún hjartahlý og góð manneskja. Þó svo að lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum, vinna þurfti mikið til að ná endum saman, var alltaf stutt í glettnina og prakkarann í henni. Anna María var spænsk en bjó lengst af hér á Íslandi. Dveljandi á heimili hennar komst ég ekki hjá því að læra smávegis í spænsku þar sem að hún talaði gjarnan móðurmál sitt við son sinn. Að því bý ég enn. Í eldhúsinu var hún í essinu sínu. Minnistæðar eru dýrindis máltíðir sem hún galdraði fram að spænskum hætti sem að voru mér, Íslendingnum, framandi, eins og djúpsteikti saltfiskurinn og spænsku eggjakökurnar, sem voru mitt uppáhald. Við Hannes eignuðumst sam- an dóttur, Andreu Björk, og þótti Önnu Maríu óskaplega vænt um hana og var hún henni yndisleg amma sem Andreu þykir svo vænt um. Við Hannes slitum samvistum þegar dóttir okkar var 4 ára og þá minnkuðu samskiptin á milli okkar Önnu Maríu en hún átti alltaf sérstakan stað í mínu hjarta. Ég hitti Önnu Maríu síðast milli jóla og nýárs þar sem ég og Andrea, sem var í jólaleyfi frá námi í Danmörku, heimsóttum hana á Landspítalann. Hún hafði veikst hastarlega og þegar við komum inn til hennar var hún sofandi, svo undur falleg og vel tilhöfð, í fölbleikri peysu og með naglalakk í stíl. Við vöktum hana og ég gleymi því aldrei hve hún ljómaði þegar hún sá Andreu sína standa við rúmstokkinn. Þessi yndislega síðasta stund sem við mæðgurnar áttum með elsku Önnu Maríu verður geymd í hjörtum okkar alla tíð. Guð blessi þig, Anna María. Hjördís. Ein af fyrstu minningum okk- ar um ömmu var þegar hún dans- aði með okkur í stofunni á Urð- arstíg. La Lambada hljómaði í plötuspilaranum og pönnuköku- ilmurinn angaði um húsið. Amma gerði nefnilega bestu pönnukök- ur í heimi. En það voru ekki bara pönnukökurnar sem voru svona góðar hjá henni, allur matur var steiktur upp úr ólívuolíu og bragðaðist yfirnáttúrulega. Hún hafði mjög sterkar skoðanir varð- andi mat og vildi t.d. bara egg og flatkökur úr Kolaportinu og eru Kolaportsferðirnar ásamt heim- sóknum í Sundhöllina einar af fyrstu minningum okkar frá helgunum sem við gistum á Urð- arstígnum. Amma var pjattrófa og vildi alltaf líta vel út. Henni fannst gaman að fara með okkur í Kringluna að skoða föt en í þeim ferðum átti hún til að hverfa. Amma var nefnilega mjög óþol- inmóð og lá henni svo mikið á að labba áfram á meðan við vorum að skoða eitthvað. Síðustu ár ævi hennar vildi hún helst ekki kaupa sér neitt nýtt nema fullvissa sig fyrst um að einhverri okkar fynd- ist flíkin falleg svo hún myndi örugglega nýtast eftir hennar dag. Amma hefði eflaust greinst ofvirk ef hún væri barn í dag. Hún gat ekki beðið eftir að við opnuðum pakkana á jólunum og var oftast spenntari en börnin. Amma gat oft heldur ekki beðið eftir að maður svaraði henni, heldur var hún búin að svara sjálf. Hún spurði spurningar og sagði síðan ákveðið „neeeeeiiii“ og gaf þannig ekki mikla val- möguleika á svari. Ömmu tókst á skemmtilegan hátt að búa til sitt eigið tungumál, sem oft var blanda af spænsku og íslensku. Dæmi um skemmtileg orð, sem við munum eflaust nota sjálfar í framtíðinni og hlæja að minningunum, voru „Félas“ (Húsmæðrafélagið), „resoða“ (ryksuga) og „orní“ (ofn). Amma talaði mikið og var ekki hrædd við að tala við ókunnuga. Fólk elskaði að tala við hana og fannst hún rosalega fyndin, þó að það skildi kannski ekki allt. Þegar við gistum á Urðar- stígnum fengum við að sofa uppí hjá ömmu. Hún talaði svo mikið þegar við vorum að fara að sofa að oft liðu klukkutímar frá því að við fórum uppí og þangað til við sofnuðum. Hún skipaði okkur að fara að sofa en þegar við heyrð- um hana síðan draga djúpt and- ann vissum við að nú kæmi önnur buna af sögum. Hún amma sagði líka svo skemmtilega frá og oft voru sögurnar ýktar. Hún hafði ekki bara þörf fyrir að tala þegar hún var vakandi, heldur talaði hún einnig uppúr svefni og jafn- vel hló og rembdumst við þá við að halda niðri í okkur hlátrinum. Amma var ekki hrædd við að segja það sem henni fannst og var það oft á tíðum eitthvað sem flestir myndu ekki þora að benda öðrum á, t.d. ef einhver var búinn að fitna of mikið að hennar mati. Það er skrítið að amma, sem er búin að vera svo stór hluti af lífi okkar og okkur fannst vera eilíf, sé farin og það á eflaust eftir að taka langan tíma að venjast því. Afi okkar var þess fullviss að við færum á betri stað eftir veru okk- ar hér á jörðinni og því trúum við. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Hvíldu í friði. Þínar dótturdætur, Anna Lilja Ómarsdóttir og Sunna Ósk Ómarsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Anna María Guðmundsdóttir Afi minn var algjör toppmað- ur. Allir sem komu nálægt hon- um heilluðust af persónuleika hans undireins. Hann var mér virkilega mikil fyrirmynd og ég dáðist að honum frá því ég fædd- ist. Hann fór alltaf með mig í veiði og kenndi mér allt sem ég kann. Hann leysti alltaf flækjurnar á línunni minni, setti alltaf beituna fyrir mig og studdi mig áfram þangað til ég veiddi fisk og ef ég veiddi engan fisk þá sagði hann bara: „Tökum þetta næst.“ Afi Guðjón Breiðfjörð Ólafsson ✝ Guðjón Breið-fjörð Ólafsson fæddist á Patreks- firði 29. apríl 1952. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 1. ágúst 2014. Útför Guðjóns fór fram frá Vídal- ínskirkju 13. ágúst 2014. kom alltaf að styðja mig þegar ég var að keppa, sama hvort það var í körfubolta, handbolta eða fót- bolta, hann stóð allt- af á hliðarlínunni og öskraði mig áfram. Það er svo margt sem ég get sagt um afa minn sem er gott, ég get ekki nefnt einn slæman hlut, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa fólki með hvað sem er, hann leysti það og gerði það allt- af á fallegan hátt. Ég get ekki út- skýrt söknuðinn sem ég er að upplifa og að fá aldrei að veiða með honum eða heyra öskur hans á hliðarlínunni, en ég veit að hann mun alltaf verða hjá mér og passa mig. Hvíldu í friði, elsku besti afi Guðjón minn, þú munt alltaf eiga stað í hjarta hjá mér og ég mun aldrei gleyma þér. Þinn elskandi dóttursonur, Guðjón Einar Guðrúnarson. Við vorum á leiðinni norður í Ólafsfjörð til að halda upp á 60 ára fermingarafmælið okkar. Þá hringdi síminn og okk- ur var tilkynnt að ein úr hópnum okkar, hún Gréta Sigursteins, hefði látist um nóttina. Enn einu sinni vorum við minnt á hve skammt bilið er á milli lífs og dauða. Um kvöldið sameinuð- umst við á heimili eins úr hópn- um, kveiktum á kertum og töl- uðum saman. Gréta hafði talað í síma við eina úr hópnum fyrir rúmri viku. Það lá vel á henni og hún hlakkaði mjög til að hitta gömlu félagana. Við hittum Grétu ekki mikið síðustu áratugina. Hún bjó lengi erlendis en síðustu árin á Akureyri. Tvisvar sinnum mætti hún er við skólasystkinin hittust. Þá var gott að hitta hana. Það var alltaf eins og við hefðum hitt hana í gær. Við minnumst Grétu, dökkhærðu stúlkunnar með brúnu augun og fallega bros- ið. Alltaf ljúf og í góðu skapi. Innilegar samúðarkveðjur send- um við Ólafi eiginmanni hennar og Garðari Inga syni þeirra. Gréta Soffía Sigursteinsdóttir ✝ Gréta SoffíaSigursteins- dóttir fæddist 6. júní 1940. Hún lést 29. maí 2014. Út- för Grétu fór fram 13. júní 2014. Einnig systkinum Grétu og fjölskyldum þeirra Grétu þökkum við samfylgdina og kveðjum hana með erindum úr ljóðinu „Úti við yzta haf“ eft- ir föður hennar. Ég fæddist úti við yzta haf þar átti ég fyrstu sporin og stundum gat ég af gleði þá grátið á hörðu vorin þegar ég regnið fyrsta fann og fífillinn endurborinn. Þá heyrði ég marga myrka nótt mararbáruna dynja á freðinni jörð með fimbulgný og fjöruna undir stynja, og mér kom í hug, að mundi þá Múli og Gjögur hrynja. En ströndin úti við yzta haf á unað í sínum dróma. Stjörnunóttunum stilltu á stirnir á helga dóma og myrkir vogar og mjallhvít sker í mánaskininu ljóma. Þar getur líka hinn létti blær leikið um bjargsins rætur og sólin rís þar í rökkurhjúp og roðnar um sumarnætur Múlinn stígur í morgunsól en maríustakkurinn grætur. (Sigursteinn Magnússon) Fyrir hönd árgangs 1940, Grímur Grímsson. Mér er ljúft að minnast með nokkr- um orðum Sigurðar Hólm Þórðarsonar vélsmiðs, sem lést 31. júlí síðastliðinn, samstarfs- manns míns til margra ára, og fjalla um hlutdeild hans í vel- gengni Marel. Í tengslum við þróun Raun- vísindastofnunar HÍ á tölvuvogum Sigurður Hólm Þórðarson ✝ Sigurður HólmÞórðarson fæddist 22. júlí 1923. Hann lést 31. júlí 2014. Sigurður var jarðsunginn 6. ágúst 2014. fyrir fiskvinnslu var leitað til Sigurðar um smíði á vogarpalli. Þessi þróun tölvuvoga var sprotinn að því sem síðar varð Marel. Þetta var upphaf að sam- starfi sem hélst í meira en 20 ár og var einkar farsælt. Þegar Marel hóf að markaðssetja vogirnar vöktu þær ekki síður athygli fyrir útlitið en tækninýjungar. Svo vönduð smíði, frágangur og útlit var þá ekki þekkt í vogariðnaðin- um. Verkmetnaður Sigurðar og kröfur hans til gæða smíðinnar voru óvenjuleg, hvergi mátti vera agnúi þar á. Nákvæmni Sigurðar var alltaf í hundruðustu hlutum úr millimetra þegar aðrir smíðuðu í millimetrum. Í vélsmiðju Sigurðar á Skemmuvegi í Kópavogi störf- uðu frábærir smiðir sem gátu upp- fyllt þessar kröfur. Á bernskuár- um Marel var kannað að láta aðra en Sigurð smíða stálhluta varanna, en gæðin voru aldrei sambærileg og framleiðsla Marel úr ryðfríu stáli var því alltaf hjá Sigurði. Snemma á tíunda áratug síð- ustu aldar fórum við stjórnendur Marel að horfa til þess að brátt yrði Sigurður sjötugur og hvernig mætti tryggja að Marel nyti áframhaldandi starfskrafta Sig- urðar og hans frábæru starfs- manna. Við ræddum því við Sigurð hvort hann væri tilbúinn að selja okkur smiðjuna og starfa jafn- framt áfram hjá okkur. Ég segi ekki að Sigurður hafi tekið þessu fagnandi en eftir að hafa rætt þetta nokkrum sinnum við okkur féllst hann á málaleitan okkar og gengið var frá kaupum Marel á smiðjunni skömmu fyrir sjötugs- afmæli hans. Allt samstarf mitt við Sigurð var afskaplega farsælt og gott. Sigurður var einstaklega ljúfur maður og þægilegur í öllu sam- starfi, hann samþykkti ekki allar tillögur mínar strax en með við- ræðum og fortölum féllst hann að lokum á þær flestar. Hann vildi hafa hlutina í föstum skorðum og ekki breyta því sem reynst hafði honum vel. Nokkrum árum eftir að Marel keypti smiðjuna og Sigurður var kominn vel yfir sjötugt ræddi ég við hann hvort hann vildi ekki fara að minnka vinnu og fara að njóta lífsins. Hann var nú ekki alveg á því en féllst þó að lokum á að minnka vinnuna í 50%. En hann hélt áfram að mæta og fara heim á svipuðum tíma og áður, ég gerði ekki athugasemdir við það. Sig- urður vann hjá Marel allt til þess að fyrirtækið flutti starfsemi sína í Garðabæ. Þá sagðist hann ekki viss um að rata á nýja staðinn og lét af störfum, þá hátt á áttræð- isaldri. Með Sigurði er genginn einn af frumkvöðlum í smíði úr ryðfríu stáli á Íslandi og ég tel að á engan sé hallað þótt ég segi að hann setti kröfurnar um gæði smíðinnar sem aðrir höfðu til fyrirmyndar og leit- uðust við að ná. Við sem störfuðum með Sigurði minnumst hann fyrir hans ljúfu persónu og gott viðmót, en ekki hvað síst sem manns sem hafði einstaklega mikinn verkmetnað og gerði miklar kröfur til sín og starfsmanna sinna um gæði vinn- unnar sem hann og þeir fram- kvæmdu. Fjölskyldu Sigurðar sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Geir A. Gunnlaugsson, fyrrverandi forstjóri Marel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.