Morgunblaðið - 22.08.2014, Page 23

Morgunblaðið - 22.08.2014, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts ELÍNAR KRISTÍNAR GUNNARSDÓTTUR, Grenimel 25. Theodóra Ólafsdóttir, Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir, Dóra Björk Guðjónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HILMAR HELGASON bifreiðastjóri frá Gröf í Miklaholtshreppi, Sóleyjarima 5, lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. ágúst. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl. 13.00. Erla Sverrisdóttir, Brynja Hilmarsdóttir, Þorbjörn Sigurðsson, Helga Hilmarsdóttir, Aðalsteinn Þorvaldsson, Gréta Björg Hilmarsdóttir, Ingvar Ólason og barnabörn. ✝ KristmundurJakobsson fæddist á Ísafirði 4. júlí 1923. Hann lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 9. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Þórdís Guð- jónsdóttir frá Ísa- firði, f. 29.9. 1897, d. 20.11.1995 og Jakob Kristmundsson, skipstjóri frá Ísafirði, f. 16.8. 1896, d. 12.12. 1924. Systkini Krist- mundar voru Anna, f. 1920, d. 1942, Unnur, f. 1921, d. 2013 og Jakob, f. 1924, d. 1962. Kristmundur ólst upp á Ísa- firði og áttu móðir hans og systk- ini skjól hjá móðurforeldrum hans eftir að faðir hans fórst í skipsskaða þegar Kristmundur var eins árs. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1937. Kristmundur lauk Samvinnuskólaprófi árið 1944 og vann við raftækjaversl- un Júlíusar Björnssonar 1944-5. Hann lauk prófi frá Loftskeyta- skólanum 1946. Að því loknu starfaði hann sem loft- skeytamaður á b/v Karlsefni frá Reykjavík og síðar á Veðurstofu fræðingur, gift Guðmundi Birni Árnasyni viðskiptafræðingi, f. 28.3. 1979. Börn þeirra eru Brynjar Örn, f. 2004, og Björn Ingi, f. 2009, b) Kristín Björk, f. 1984, lyfjafræðingur, gift Þresti Þór Guðmundssyni lögmanni, f. 5.5. 1980. Börn þeirra Tómas Þór, f. 2009, og Bjarki Þór, f. 2013. 2) Auður kennari, f. 26.5. 1951, d. 12.1. 2009, gift Magnúsi Kjartanssyni, framkvæmda- stjóra, f. 25.10. 1948, d. 29.3. 1995. Börn þeirra eru a) Mar- grét, starfsmaður á Grund, f. 15.7. 1974 og b) Kristmundur, rafvirki, f. 1.9. 1979, kvæntur Höllu Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur nema í verkfræði við HÍ, f. 28.6. 1980. Börn þeirra eru Auður, f. 2003, Magnús Viðar, f. 2009 og Sveinbjörn, f. 2011. 3) Kristín fé- lagsráðgjafi, f. 22.5. 1954, gift Eyjólfi Einari Bragasyni arki- tekt, f. 19.2. 1953. Börn þeirra eru a) Pétur Örn arkitekt, f. 12.2. 1980, í sambúð með Elínu Ösp Gísladóttur mannfræðingi, f. 9.4. 1982. Börn þeirra eru Grímur Nói, f. 2008 og Lóa Björk, f. 2010. b) Elísabet Björt, nemi í hagfræði við CBS, f. 19.6. 1986, gift Jónasi Inga Jónassyni arki- tekt, f. 9.4. 1983. Börn þeirra eru Ísabella Fanney, f. 2008 og Hjör- dís Saga f. 2012. 4) Hannes, f. 25.4. 1961, d. 11.10. 1980. Útför Kristmundar verður gerð frá Áskirkju í dag, 22. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Íslands, en lengst starfaði hann við Loftskeytastöðina í Gufunesi sem yfir- símritari. Jafnhliða starfaði Krist- mundur hjá Al- menna bókafélag- inu og síðar Hagtryggingum. Þegar Kristmundur fór á eftirlaun 1986 bauðst honum starf hjá Sjóvá við umsjón með um- boðum félagsins og starfaði til 73 ára aldurs. Kristmundur var fé- lagi i Oddfellowstúkunni Þorkeli Mána. Hann fór að æfa golf um sjötugt og átti góðar stundir á golfvellinum við Urriðakot og komst í Einherjaklúbbinn. Hinn 29. maí 1948 giftist Kristmundur Ástdísi Gísladóttur húsmóður. Foreldrar hennar voru Gísli H. Gíslason trésmiður, f. 14.7. 1883, d. 3.8. 1973, og Kristbjörg Herdís Helgadóttir, húsmóðir f. 1.11. 1888, d. 23.11. 1963. Börn Kristmundar og Ást- dísar eru: 1) Þórdís, lyfjafræð- ingur f. 13.11. 1948, gift Eiríki Erni Arnarsyni sálfræðingi, f. 19.7. 1949. Börn þeirra eru a) Hildur, f. 13.4. 1978, viðskipta- Kristmundur tengdafaðir minn er horfinn á braut. Við það vakna minningar um glaðværan mann sem sá spaugilega hluta tilverunn- ar og það var stutt í hláturinn. Hann átti auðvelt með umgengni, var orðheppinn og hrókur alls fagnaðar. Kristmundur var víðles- inn, fylgdist betur með fréttum og stjórnmálum en aðrir sem ég hef kynnst og kunni manna best deili á mönnum og málefnum. Sjó- mennska var honum í blóð borinn. Hann var loftskeytamaður í níu ár á Karlsefni upp úr stríðinu og var gaman að heyra hann minnast þess tíma. Þá var siglt með afla til útlanda, þegar utanlandsferðir voru sjaldgæfar. Kristmundur var gæfumaður í fjölskyldulífi. Hann átti góða konu, Ástdísi Gísladóttur og þeirra tengsl voru traust. Kristmundur fylgdist vel með fjölskyldunni og gladdist yfir því sem vel gekk. Hann hafði yndi af því að ferðast um landið og þekkti vel til stað- hátta. Einnig ferðuðust þau Ástdís víða um Evrópu og höfðu dálæti á Þýskalandi og þýskri tónlist. Kristmundur var myndarlegur maður og fagurkeri, sem hafði mikinn áhuga á bílum og fannst mikið frá sér tekið þegar að hann hætti að geta ekið bíl. Kristmundur vann hörðum höndum alla tíð og var ákafamað- ur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var greiðvikinn og lagði gjörva hönd á plóg við hús- byggingu okkar hjónanna. Kristmundur hafði mörg áhugamál, en efst á baugi var skak á trillu sem hann átti hlut í og reri þegar tækifæri gáfust. Einnig hafði hann ánægju af því að spila bridge og renna fyrir sil- ung. Þegar Kristmundur settist í helgan stein tók hann áhugamálin föstum tökum og fór að stunda golf af ástríðu og náði að komast í Einherjaklúbbinn með því að slá holu í höggi. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti fyrir samfylgdina. Bless- uð sé minning hans. Eiríkur Örn Arnarson. Við heimsóttum afa í vor á Grund, þar sem hann hafði fengið fínt herbergi með útsýni yfir garð- inn. Við gæddum okkur á bakkelsi og stálumst í kaffi úr vakther- berginu. Hann var hinn hressasti og eins og venjulega þá gantaðist hann með það hvað hann væri orð- inn helvíti gamall, búinn að ná svona háum aldri, ha! Gerði grín að því og sagði að það væri mesta furða að hann tórði enn þá. Hann gæti ekki kvartað, endurtók hann, hann hefði alla tíð verið heilsu- hraustur og varla nokkurn tíma orðið veikur. Mér fannst heimsóknin til afa í þetta skiptið minna mig á Austur- brúnina, heimili afa og ömmu. Allt í kring voru þaðan munir og hús- gögn. Ég man vel eftir mér þaðan sem krakki og myndin af afa og ömmu í huganum er samtvinnuð því húsi. Þar sem andrúmsloft fyrri kynslóða hvíldi yfir, umvafið gömlum og grónum munum, var sem nokkurs konar fjársjóðskista fyrir mig, forvitinn pjakk sem fékk að róta og skoða. Innan um gamla tóbakslykt og pípur dúkk- uðu upp Morse-tæki, zippo- kveikjarar og munir frá ferðalög- um þeirra hjóna. Suðræn áhrif frá fjarlægum sólarlöndum áttu það til að koma í bylgjum eftir hverja heimkomu með Mallorca-slegnum harmonikkuvölsum á kassettum sem hljómuðu hvort sem var heima eða í bíltúrum á Þingvelli. Ömmu til samlætis hefur hann ef- laust sett sig lítið á móti, ég þykist þó vita það að hann var meira fyr- ir að hlusta á fréttirnar. Enda var hann lærður loft- skeytamaður og vanur að hafa eyrað þétt upp að viðtækinu. Hann lagði mikið á sig til þess að ná fréttunum, og hagræddi oft deginum samkvæmt því. Það er skemmst frá því að segja að fyrir nokkrum árum fór hann með okk- ur ásamt fleirum í fjölskylduferð til Ísafjarðar að heimsækja bernskuslóðirnar. Þaðan fórum við í Aðalvík á Hornströndum til að njóta þess að vera fjarri ys og þys. Það kom ekki í veg fyrir að afi stillti á fréttirnar og hlustaði af at- hygli á fjármálafréttir úr höfuð- staðnum á hæstu stillingu, í af- skekktri Aðalvíkinni. Okkur hinum til mismikillar gleði. Hann fylgdist vel með þjóð- félagsumræðunni og var alla tíð sem ég þekkti hann mjög upptek- inn maður. Hann hætti ekki að vinna fyrr en 73 ára og hann átti sér mörg áhugamál. Hann átti ásamt félaga sínum um tíma trillu nefnda Boggu og ég fékk að fara með honum og pabba í túra á sjó- inn. Það voru ævintýraferðir af annarri vídd fannst mér, pollan- um. Hann var gamall frímerkja- safnari, krossgátusnillingur og greiddi úr flækjum myndagátu Moggans um jólin á undan öllum öðrum. Mamma gat alltaf hringt í hann ef fylla þurfti í eyðurnar. Og þrátt fyrir að búa einn eftir sjötugt var hann mjög duglegur að koma sér í selskap og byrjaði til að mynda að stunda golf af kappi. Stundum mátti hann varla vera að því að staldra við í heimsókn því hann var á leiðinni í sund, golfið eða annan gleðskap. Mér hefur alltaf þótt vænt um það hvað hann var áhugasamur um það sem ég hef verið að gera. Borið hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og viljað sjá veg hennar sem vænstan. Spurði alltaf um at- vinnuhorfur og velgengni. Hann vissi hvernig það var að þurfa að vinna fyrir sér og skapa farsælan grunn fyrir fjölskylduna. Afi tók hlutunum eins og þeir komu. Hann gekk í gegnum sitthvað á lífsleiðinni og það má læra af mörgu í fari hans en hann þurfti að bíta á jaxlinn oftar en einu sinni og sýndi þrautseigju og eljusemi. Við fjölskyldan kveðjum afa með hlýhug. Pétur Örn og Elín Ösp. Kæri afi minn, nú er komið að kveðjustund. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og þeirri visku og fróðleik sem þú deildir með mér. Ég man vel eftir heimsóknum í Austurbrúnina til ykkar ömmu, húsið sem þú reistir sjálfur og mamma ólst upp í. Við eigum margar góðar stundir sam- an en mér er sérstaklega minn- isstæð ferðin sem við fórum til Ísafjarðar og sigldum út í Aðalvík. Það var gaman að koma á bernskuslóðir þínar og sjá hvar þú ólst upp. Þú varst sérlega fróður um Ísafjörð og þau kennileiti sem tilheyrðu æskuárum þínum. Það var gaman að ræða við þig um daginn og veginn enda varstu með puttann á púlsinum um hvað var að gerast í samfélaginu hverju sinni. Þú varst mjög félagslyndur og fannst gaman að ræða málefni líðandi stundar, þá sér í lagi í pott- inum í Laugardalnum. Þú varst vinnusamur alla þína tíð bæði í leik og starfi og mættir öllum þín- um verkefnum af metnaði. Ég dáðist að því hve duglegur þú varst á eftirlaunaárum þínum, byrjaðir að stunda golf og varst virkur í Oddfellow ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Dagskráin var þétt setin og fannst mér gaman hve virkt félagslíf þitt var enda varstu hress og skemmtilegur. Vonandi get ég tekið eitthvað af þessum góðu eiginleikum þínum með mér í gegnum lífið. Takk fyr- ir allt, afi minn. Þín Elísabet Björt Eyjólfsdóttir. Í dag kveð ég elskulega afa minn. Afi var góðhjartaður, gáf- aður og mjög uppátækjasamur. Hann var mikill afi, lék með manni, alltaf að kyssa og knúsa mann. Við áttum margar góðar stundir hjá honum og ömmu í Austurbrúninni og dýrindis jóla- boðin sem þar voru. Þegar ég var orðin stærri en hann þá kallaði hann mig samt Didda litla með hláturtón. Svo var hann mikill viskubrunnur sem maður gat leit- að til og leyst heimsins vandamál yfir kaffibolla. Hann hafði mikinn áhuga á að vita hvað var að gerast í lífi manns og samgladdist manni þegar vel gekk. Það eru ótalmargar sögur sem koma upp í huga manns, veiðiferð- irnar sem voru mikil ævintýri og enduðu stundum í ferð upp á slysó að fjarlægja öngul úr fingri, kinn eða eyra. Bústaðarferðirnar sem voru engu síður mikil ævintýri. Ein slík ferð situr efst í huga þar sem hún móðir mín orti ljóð um þá skemmtilegu ferð. Forsagan er sú að hann afi leigði bústað í Þrast- arskógi, og bauð börnum og barnabörnum með. Þegar komið var á staðinn þá ákvað afi að draga fána að hún á fánastöngina við bú- staðinn. Ekki gekk betur en það að endinn á spottanum fauk upp stöngina. Þá voru góð ráð dýr þar sem ekki var hægt að leggja stöngina niður. Afi fór af stað með veiðistöng og poka í þeim tilgangi að búa til flugdreka og ætlaði að reyna að krækja í spottann. Flug- drekinn var gerður en aldrei náði hann í þennan blessaða spotta. Allir sem þekktu afa vita það vel að hann mátti aldrei missa af fréttunum og því var alltaf hátt stillt útvarp skammt frá með helstu tíðindin. Og ekki mátti missa af einum einasta fréttatíma, ekki einu sinni þegar hann ákvað að skella sér í pottinn. Blessað út- varpið endaði í pottinum með hon- um en sem betur fer var um raf- hlöðuútvarp að ræða en ekki beintengt. Eftir þessa eftirminni- legu helgi settist móðir mín niður og bjó til þetta ljóð, „Í sumarbú- stað 9́1“: Afi er mættur enn á ný og er nú komið sumarfrí. Hann lystisemda lífsins nýtur les og sefur og jafnvel hrýtur. Í morgunsárið í pottinn hann mætti með útvarpið, hlustandi á kjaftaþætti. Við hin urðum ekkert ofsa hissa því útvarpið hann má í engu missa. En útvarpið ofan í pottinn fauk og útsendingu þar með lauk. Þá afa gamla heldur brá því þú tryggir ekki eftir á. Við afa því erum búin að lofa að er svefninum langa muni hann sofa. Þá mun hann verða með þeim fyrstu sem hefur útvarp í sinni kistu. Úr höndum afa fáninn fauk upp eftir stönginni bandið fauk. Hann hnútinn starir toppinn á hans hendur ekki þangað ná. Nú smíðar hann flugdreka úr veiðistöng því flaggstöngin er svo fjandi löng. Sú smíði frekar illa gengur það er svo langt síðan afi var drengur. Henni ömmu finnst hann afi latur og heldur að kallinn sé hælismatur að hlaupa kringum fánastöng með flugdreka úr veiðistöng. (Auður Kristmundsdóttir) Það er ótrúlega erfitt að þurfa að kveðja hann afa og ég mun sakna hans mikið. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Kristmundur Magnússon. Elsku afi. Ég sit og hugsa um allar góðar minningarnar með þér. Þær eru ófáar og margar broslegar. Ég mun seint gleyma þeim tíma sem við fjölskyldan vor- um með ykkur ömmu í sumarbú- staðarferðum. Þar var margt brallað og mikið hlegið. Allir góðu tímarnir hjá ykkur ömmu í Aust- urbrún. Það var alltaf tekið vel á móti manni, þú varst góður afi og vildir allt fyrir mann gera. Ég var alltaf litla Gréta þín þó svo ég væri elsta barnabarnið. Mér fannst gott að fá þig inn á Grund, vinnustað minn. Þá gat ég skotist í heimsókn til þín hvenær sem ég vildi. Þér þótti vænt um það. Mér þótti gaman að setjast hjá þér og hlusta á þig segja frá liðnum tímum. Kæri afi minn. Ég kveð þig í hinsta sinn. Góðar minningar um mig streyma og mun ég þær ávallt geyma. (Margrét Magnúsdóttir) Mig langar að þakka starfsfólk- inu á A2 á Grund fyrir góða umönnun um afa minn. Elsku afi minn, það er sárt að þurfa að kveðja þig. Ég mun sakna þín mikið. Þín Margrét (Gréta). Kristmundur Jakobsson ✝ Rosie Stef-ánsson fæddist í Aklavik í Kanada árið 1933. Hún lést í Inuvik 20. júlí 2014. Foreldrar henn- ar voru inúítinn Mabel og Alex, son- ur Vilhjálms Stef- ánssonar, mann- fræðings og landkönnuðar, og Fannýjar Pannigablúk, inúíta frá Alaska. Rosie giftist indíán- anum Frank Albert árið 1958. Þau ætt- leiddu tvo drengi. Rosie starfaði lengi við hjúkrun, kennslu og mann- úðarstörf. Systkini hennar voru Shir- ley, Alexander, Frank, Willie og Georgina. Af þeim lifa Alex og Georgina. Útför hennar fór fram 26. júlí 2014 í Inuvik. Rosie Stefánsson var fyrsta barn foreldra sinna, fædd árið 1933. Faðir hennar, Alex, fæddist í öðrum leiðangri Vilhjálms Stef- ánssonar. Amma hennar, Pan- nigablúk, bjó með Vilhjálmi um skeið og aðstoðaði hann við heim- ildaöflun og túlkun. Lengst af bjó Stefánsson-fjölskyldan í bæjun- um Aklavik, Sachs Harbor eða Inuvik. Rosie og systkini hennar fimm gengu í heimavistarskóla og hafa síðan unnið ýmis störf. Öll voru systkinin tvítyngd. Stef- ánsson-fjölskyldunni vegnaði vel framan af. Þau eignuðust eigin seglbát og ferðuðust árstíða- bundið um nágrenni Herschel- eyju og á Mackenzie-svæðinu, ýmist við veiðar eða flutninga. Til stóð að Rosie kæmi til Íslands ár- ið 2003. Þegar til kom varð hún þó að sitja heima af heilsufars- ástæðum og þótti henni það mjög miður. Georgina systir hennar hljóp í skarðið og tóku ættingjar hennar á Íslandi vel á móti henni. Árið 2011 var Rosie og Georginu boðið að sitja ársþing Vestur-Ís- lendinga í Edmonton. Á vissan hátt var Rosie sendiherra Stef- ánsson-fjölskyldunnar. Oft var leitað til hennar sem „sonardótt- ur Vilhjálms“. Hún saumaði í frí- stundum og mikið orð fer af listi- legu handverki hennar. Síðustu árin átti Rosie við heilsubrest að stríða. Hún lést úr hjartaáfalli 20. júlí eftir nokkra sjúkralegu. Ég átti þess kost að eiga löng og lær- dómsrík samtöl við Rosie á heim- ili hennar í Inuvik fyrir rúmum áratug, þegar ég vann að ritun ævisögu afa hennar, Frægð og firnindi. Rosie var fús að rifja upp bernsku sína og varpaði skæru ljósi á sögu inúíta og líf og starf Vilhjálms á inúítaslóðum. Þau erfiðu skilyrði sem inúítum voru búin á uppvaxtarárum hennar mörkuðu líf hennar, en hún lét þau ekki buga sig. Hún var sterk og áhrifarík persóna, vissi hvað hún vildi, fylgdi því eftir og lét margt gott af sér leiða. Rosie bjó yfir miklum frásagnarhæfileik- um. Stundum átti hún það til í samtölum við fólk að skipta snögglega um ham, bregða sér í hlutverk sögumanns að hætti shamana, eins og hún stæði á leiksviði og sagan tæki af henni völdin. Hún fangaði auðveldlega athygli þeirra sem á hana hlýddu, oft með leiftrandi kímni og kald- hæðni. Hún var leikari og kenn- ari af Guðs náð, kom oft fram op- inberlega og hafði mikil áhrif á ungt fólk í sinni heimabyggð og víðar. Rossie hlaut margs konar viðurkenningu fyrir framlag sitt til varðveislu tungumáls inúíta (inuvialuktun) og menningar. Hennar er sárt saknað og verk hennar munu lengi tala. Gísli Pálsson Rosie Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.