Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2014 AF TÓNLIST Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Fyrir nokkru var það á allra vit- orði að bandaríska sveitin Neutral Milk Hotel væri grunnstoð indírokkssenunnar vestanhafs. Menn rembdust við að vitna í lög og plötur sveitarinnar, þá helst In the Aeroplane over the Sea, sem gjarnan hefur verið titluð sem mik- ilvægasta plata tíunda áratugarins, meðal annars af tímaritinu Magnet. Það var í raun aukaatriði hvort menn hefðu í raun og veru hlustað á tónlist sveitarinnar, hún þótti kúl og allir þóttust meta hana. Sin Fang kom vel út Sveitin gaf aðeins út tvær plöt- ur og lagði upp laupana árið 1999, ári eftir að síðari plata sveitarinnar kom út. Tónlistarperrum til mik- illar gleði ákváðu meðlimir hennar þó að koma saman á nýjan leik í fyrra og leggja af stað í tónleika- ferðalag sem endaði einmitt á mið- vikudaginn í Norðurljósasal Hörpu. Sólóverkefni Sindra Más Sigfússon- ar, Sin Fang, hitaði upp fyrir bandarísku sveitina en kauði kom fram með tölvubúnað, studdur af tveimur trommuleikurum sem röð- uðu sér hvor sínum megin við hann á sviðinu. Sindri flutti nokkuð af nýju efni og var fyrirkomulagið á sviðinu til fyrirmyndar. Hljóðið virkaði þó einhverra hluta vegna fremur óhreint og skær birtan í salnum var ekki til þess að ýta und- ir þær angurværu tilfinningar sem tónlist Sin Fang kallar fram í Tónlistarperratónlist tíunda áratugarins Indírokk Tónleikar Neutral Milk Hotel voru ágætis skemmtun, þá sérstaklega fyrir áhangendur sveitarinnar. áheyrendum. Tónleikagestir tínd- ust smátt og smátt inní Norður- ljósin sem enn voru heldur björt fyrir stemninguna. Salurinn býður ekki upp á mikla dulúð en sterílt andrúmsloft, óheillandi birta, mikil lofthæð og svið, sem lendir mitt á milli þess að ýta undir heillandi nærveru hljómsveitarmeðlima og halda þeim fjarri í einhverskonar leikvangastemningu, dregur úr upplifuninni fremur en hitt. Með- limir Neutral Milk Hotel voru þó fljótir að vinna áheyrendur, sem hefðu þó mátt vera fleiri, á sitt band. Skemmtileg á sviði Sveitin tók flest af sínum þekktustu lögum og verk af In the Aeroplane Over the Sea á borð við „Holland, 1945“, „Two-Headed Boy“, „The King of Carrot Flo- wers“ og „Oh Comely“ fengu að njóta sín. Hápunktur tónleikanna var þó þegar hljómsveitin tók tit- illag plötunnar, „In the Aeroplane Over the Sea“, en tónleikagestir tóku þá vel við sér og sungu marg- ir hástöfum með Jeff Mangum sem þakkaði pent fyrir sig. Það virtist þó sem Mangum legði öðruvísi áherslur í lifandi flutningi margra verka og snörp raddbeytingin virk- aði á köflum hálf-kæruleysisleg. Sviðsframkoma sveitarinnar var skemmtileg en kómískt samspil blásarans Scotts Spillane, hins kostulega Julians Koster og Jeff Mangum svipaði til jólasveins, of- virks leikskólabarns og umrenn- ings. Mjög eftirtektar- og áhuga- verð blanda. Mikill kraftur var í sveitinni framan af og tilfæringar meðlimanna inn og út af sviðinu komu vel út. Að sama skapi var gaman að sjá þau fjölbreyttu hljóð- færi er meðlimir brúkuðu og fór Julian Koster þar fremstur á meðal jafningja með sagir, bjöllur og bassa svo eitthvað sé nefnt. Hið staðlaða uppklapp Það dró heldur úr kraftinum eftir því sem leið á tónleikana og áheyrendur virtust auk þess missa þróttinn, það er að segja allt þar til komið var að uppklappinu. Að sjálfsögðu tók sveitin vel í hið staðlaða uppklapp, sem alltaf er jafn fyrirsjáanlegt, og lauk tónleik- unum með reisn. Í heildina litið voru tónleikarnir fremur rislitlir en fyrir þá sem þekktu vel til var yndislegt að heyra öll þau lög er styttu mönnum stundir í kringum aldamótin. » Sviðsframkomasveitarinnar var skemmtileg en kómískt samspil blásarans Scotts Spillane, hins kostulega Julians Kos- ter og Jeff Mangum svipaði til jólasveins, of- virks leikskólabarns og umrennings. Gangverkið – Endurminningar klukkunnar á Lækjartorgi nefnist verk eftir Berglindi Jónu Hlynsdóttur sem verður til sýnis á Lækjartorgi daglega milli kl. 12 og 18 til 3. september. „Verkið er hljóðverk sett upp eins og leik- verk þar sem klukkan sjálf fer með aðal- hlutverkið á torginu. Fólk getur staldrað við og hlustað á verkið í heild en það er einnig hugsað fyrir þá sem eru bara að rölta framhjá, þeir heyra eina málsgrein, einn kafla og geta tekið með sér ókeypis dreifirit með sögu klukk- unnar,“ segir m.a. í tilkynningu. Hlutverk klukkunnar er leiklesið af Thelmu Marín Jóns- dóttur. Sérstök dagskrá verður flutt í tengslum við verkið fyrir framan klukkuna á Menning- arnótt. Berskjölduð Nokkrum sinnum var ekið utan í klukk- una á Lækjartorgi. Endurminningar klukkunnar LIFE – EFI nefnist sýning á verkum dans- höfundarins Margrétar Bjarnadóttur sem opnuð hefur verið í Kling & Bang. Í sýningunni heldur Margrét áfram að kanna það sem finna má innan í, á bak við og handan þess sem er. „Orðin á bak við orðin, landslagið innan í landslaginu og hreyfingarnar handan hreyfinganna. Verkin sem til sýnis verða – myndbands- innsetningar, teikningar og ljósmyndir – varpa skæru ljósi á stöðugar vangaveltur höfundarins um tvöfalt eðli raunveruleik- ans. Margrét hefur áhuga á sannleikanum í fleirtölu og veruleikanum í fleirtölu og bera verkin á sýningunni LIFE – EFI þess ef- laust merki,“ segir í tilkynningu frá gall- eríinu. Þess má geta að sýningin er sett upp í tengslum við Reykjavík Dance Festi- val. Sannleiksleit Margrétar Bjarnadóttur Leit Margrét Bjarnadóttir Ákveðið hefur verið að bæta við öðrum aukatónleikum á Bat Out of Hell í menning- arhúsinu Hofi á Akureyri. Verða þeir 20. september kl. 17. Miðar á fyrstu tónleikana, sem verða kl. 20 sama dag, seldust upp á 10 mínútum og þá var ákveðið að bæta við aukatónleikum samdægurs kl. 23 og seldust þeir upp á einum sólarhring. „Önnur eins eftirspurn eftir miðum hefur ekki verið á viðburð í Hofi á nýju starfsári,“ segir m.a. í tilkynningu. Þess má geta að Bat Out of Hell var frumsýnd í Eldborg 17. maí og voru þrjár sýningar haldnar fyrir fullu húsi. Söngvarar á tónleikunum eru Dagur Sigurðsson, Heiða Ólafsdóttir, Erna Hrönn, Frið- rik Ómar, Matthías Matthíasson, Stefanía Svavarsdóttir og Stefán Jak- obsson. Aðrir aukatónleikar á Bat Out of Hell EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 16 ÍSL. TAL L L 12 14 LET´S BE COP´S Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:35 THE EXPENDABLES 3 Sýnd kl. 5 - 8 - 10:15 (P) LUCY Sýnd kl. 8 - 10 AÐ TEMJADREKANN2D Sýnd kl. 5 DINO TIME Sýnd kl. 3:45 POWERSÝNING KL. 10:15 Jet LI Terry CREWS Kellan LUTZ Ronda ROUSEY Glen POWELL Harrison FORD Mel GIBSON Arnold SCHWARZENEGGER Robert DAVI Sylvester STALLONE Jason STATHAM Wesley SNIPES Antonio BANDERAS Victor ORTIZ Kelsey GRAMMER Dolph LUNDGREN Randy COUTURE LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.