Morgunblaðið - 22.08.2014, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.08.2014, Qupperneq 36
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 234. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Með skotleyfi í skjóli nafnleyndar 2. Berggangur að myndast undir jökli 3. Skjálftinn vegna sigs í öskjunni 4. Tveimur stjórnendum WOW sagt upp »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Einleikarar úr Toronto Symphony Orchestra (TSO) koma fram víðs veg- ar um borgina á Menningarnótt á morgun og bjóða gestum síðan að hlýða á kafla úr uppáhaldsverkum í mikilli nálægð í Norðurljósum Hörpu kl. 19.30. Þar koma fram leiðandi tón- listarmenn úr hljómsveitinni undir stjórn einleikarans James Ehnes fiðluleikara, sem leikur hinn þekkta fiðlukonsert eftir Tsjaíkovskíj á tón- leikunum í Eldborg nk. sunnudag undir stjórn Peters Oundjian. Einleikararnir sveitarinnar leika á fjórum stöðum samtímis kl. 19 annað kvöld, en það er í Geysi á Skólavörðu- stíg, Iðnó, í Fógetagarðinum og loks í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tónleikarnir eru öllum opnir og án endurgjalds. Ljósmynd/Benjamin Ealovega Einleikarar TSO víðs vegar um borgina  Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í Royal Albert Hall í Lundúnum í kvöld verður útvarpað beint á Rás 1 og hefst útsendingin kl. 18.20. Tón- leikarnir eru hluti af hinni virtu, bresku tónlistarhátíð BBC Proms. Á efnisskránni eru Magma eftir Hauk Tómasson, Píanókonsert í a-moll op. 54 eftir Robert Schumann, Geysir eftir Jón Leifs og Sinfónía nr. 5 í c- moll op. 67 eftir Ludwig van Beethoven. Einleikari er Jonatan Biss og stjórn- andi Ilan Volkov, sem með tónleikunum kveður hljómsveitina sem aðalstjórnandi hennar og listrænn stjórnandi. Sinfónían á BBC Proms í beinni á Rás 1 Á laugardag Fremur hæg, suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum vestanlands og dálítil væta norðvestantil með kvöld- inu, en annars bjartviðri að mestu. Hiti 9 til 15 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt 1-8 m/s. Víða léttskýjað, en þykknar upp við sjávarsíðuna norðaustantil. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands. VEÐUR Draumur íslenska kvenna- landsliðsins í knattspyrnu um að komast í úr- slitakeppni heimsmeist- aramótsins í Kanada á næsta ári varð að engu á Laugardalsvellinum í gær- kvöld. Íslenska liðið varð að sætta sig við 1:0 tap á móti Dönum og með þeim úrslit- um er ljóst að Ísland á ekki lengur möguleika á að kom- ast í umspil um sæti í loka- keppninni. »2 Stelpurnar okkar komast ekki á HM „Ætli við þurfum ekki að ná í svona þrjá sigra í viðbót til að vera alveg öruggir,“ segir Andri Ólafs- son, leikmaður ÍBV, en hann er leikmaður 16. umferðar í Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu, að mati Morgun- blaðsins, fyrir frammistöð- una á móti Víkingi. »2 Þurfum þrjá sigra til viðbótar „Það er löngu kominn tími til að ríkis- valdið styðji betur við íslenska íþróttahreyfingu og ég treysti því að körfuboltasambandið fái sitt, því við eigum kröfu til þess eftir þann árang- ur sem við höfum náð,“ segir Hannes Jónsson, formaður Körfuknattleiks- sambands Íslands, en hann er í skýj- unum eftir frábæran árangur lands- liðsins í undankeppni EM. »4 Eigum kröfu eftir árang- urinn sem hefur náðst ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég hef öðlast reynslu fyrir lífstíð og viðhorf mín hafa breyst,“ segir Krist- ján Sævald Pétursson eftir að hafa tekið þátt í Snorraverkefninu í Vest- urheimi fyrir skömmu. Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi í samvinnu við Þjóð- ræknisfélag Íslendinga hefur skipu- lagt Snorraverkefnið vestra árlega frá 2001. Rúmlega 60 íslensk ung- menni hafa tekið þátt í því frá 2001. Að þessu sinni voru fjórir þátttak- endur. Auk Kristjáns voru það Anna Guðrún Ragnarsdóttir, Hilmar Páll Hannesson og Signý Æsa Káradótt- ir. Venjulega hefur Manitoba verið helsti viðkomustaðurinn en nú var dagskráin bundin við austurhluta Bandaríkjanna og Kanada. Kristján segir að þegar hann hafi rekist á upplýsingar um verkefnið hafi hann ákveðið að sækja um. „Ég hafði heyrt um þetta áður en aldrei gert neitt í því,“ bætir hann við. „Dagskráin heillaði mig strax og að fá tækifæri til að fara til staða eins og Washington DC, Toronto, L’Ans Aux Meadows og Halifax í fjögurra vikna ferð togaði mikið í mig.“ Mesta upplifunin Verkefnið bauð upp á enn meira en Kristján hafði látið sig dreyma um. „Ég bjóst við skemmtilegri ferð en hún var annað og meira. Móttök- urnar voru hreint út sagt frábærar og fólkið hlýtt og skemmtilegt. Allir voru svo almennilegir og vildu allt fyrir okkur gera.“ Margir Íslendingar eiga ættingja í Vesturheimi án þess endilega að vita af þeim. Kristján á frænku í Texas en hann segir að fjölskyldan hafi að öðru leyti talið að engir aðrir ætt- ingjar væru vestan hafs. Ættfræð- ingar á vegum ÞFÍ hafi leitt annað í ljós. „Af okkur fjórum, sem tókum þátt í verkefninu að þessu sinni, átti ég flesta ættingja vestra. Flestir eru í Utah en þau fundu ættingja í To- ronto sem ég hitti. Hann heitir Jeff Peterson og við erum því með sama eftirnafn en það er reyndar tilviljun.“ Að sögn Kristjáns var ferðin mikil upplifun. „Aksturinn frá St. Johns á Nýfundnalandi norður til L’Ans Aux Meadows tók um fimm tíma en var vel þess virði. Það var hápunktur ferðarinnar að stíga þar í fótspor for- feðranna og sjá hvar þeir höfðu verið með Leifsbúðir.“ Kristján segir að þátttaka í verk- efni skilji eftir djúp spor í sálinni. „Ég lærði hvað það þýðir að vera Ís- lendingur. Í þjóðræknisfélögunum úti er ekki bara fólk af íslenskum ættum heldur óskyldir Bandaríkja- menn og Kanadamenn, sem hafa áhuga á Íslandi, eru að læra íslensku og elska landið okkar. Það snerti mig mjög djúpt. Þetta var bara fjögurra vikna ferð en samt er þetta besta ferð sem ég hef farið í. Þetta er ekki væmni. Ég meina þetta.“ Ný sýn með Vesturheimi  Þátttaka í Snorraverkefninu vestra veitir ungmennum mikla reynslu Ljósmynd/Kristján Sævald Við Niagara-fossa Frá vinstri: Hilmar Páll Hannesson, Kristján Sævald Pétursson, Signý Æsa Káradóttir og Anna Guðrún Ragnarsdóttir. Þjóðræknisþing Þjóðrækn- isfélags Íslendinga verður á Hótel Natura klukkan 14-16.30 á sunnudag. Auk kynningar þátttakenda í Snorra- verkefn- inu segir Fred E. Woods frá und- irbúningi hátíðarhalda í Utah 2015 í tilefni 160 ára landnáms Íslendinga þar, Kristín M. Jó- hannsdóttir fjallar um rann- sóknir á vestur-íslensku, Þór- arinn Eldjárn greinir frá ræktarsemi Vestur-Íslendinga, Sunna Pam Furstenau skýrir hvernig nýta má ættfræðina til þess að finna ættingja, Egill Helgason kynnir þættina Vest- urfara, flutt verða ávörp og Björn Thoroddsen spilar á gítar. Fjölbreytt dagskrá ÞJÓÐRÆKNISÞING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.