Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 2. J Ú N Í 2 0 1 4 Stofnað 1913  136. tölublað  102. árgangur  HEFUR HUGSAÐ UM ÞETTA VERK Í FIMMTÁN ÁR SEGJA ÓSKILVIRK- UM FUNDUM STRÍÐ Á HENDUR DIMMA ÆTLAR AÐ TAKA SUMARIÐ MEÐ TROMPI VIÐSKIPTAMOGGINN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 35VÍKINGUR HEIÐAR 34 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Björgunarsveitir á Suðurlandi leit- uðu í allan gærdag og fram á nótt án árangurs að íslenskri konu á fertugsaldri sem saknað hefur ver- ið frá því að hún fór með erlendri vinkonu sinni í gönguferð frá sum- arbústað í Fljótshlíð á laugardag. Erlenda konan fannst látin í Bleiksárgljúfri skömmu eftir að leit að konunum hófst í fyrrakvöld. Föt kvennanna beggja fundust við hyl í gljúfrinu. Þykir sennilegt að þær hafi ætlað að synda þarna. Ekki er talin ástæða til að ætla að andlát erlendu konunnar hafi borið að með saknæmum hætti. Dánarorsök hennar er ekki þekkt. Leitað var í Bleiksárgljúfri, í Fljótshlíðinni, á vatnasvæði Mark- arfljóts og víðar í nágrenninu, m.a. í sumarbústöðum. Leitarhundar voru notaðir og þyrla Landhelgis- gæslunnar var við leit úr lofti í gær og fyrradag. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í leitinni. Vinsæll göngustaður Í gærkvöldi var leitarsvæðið stækkað og náði að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, um 6,5 km frá gljúfr- inu. Bleiksárgljúfur er í Fljótshlíð, um 25 km frá Hvolsvelli. Það er kjarri vaxið. Eftir því rennur Bleiksá og er í henni hár foss inni í gljúfrinu. Hægt er að ganga upp með því bæði að austan og vestan. Vestari leiðin er mun algengari. Þegar ofar kemur er gljúfrið þver- hnípt, hyldjúpt en örmjótt. Enn ofar í gilinu er það fallið saman og þar er hægt að fara yfir og niður hinum megin við það. Svæðið er vinsæll göngustaður. Leitað fram á nótt  Erlend kona fannst látin við Bleiksárgljúfur Morgunblaðið/RAX Bleiksárgljúfur Björgunarsveitarmenn að störfum í gær. Lík erlendu konunnar fannst í hyl í gljúfrinu í fyrrakvöld. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Samstarfssáttmáli Samfylkingar, Bjartrar fram- tíðar, Vinstri grænna og Pírata var formlega kynntur á blaðamannafundi síðdegis í gær. Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri í Reykjavík, segir það merki um styrk að flokkarnir fjórir geri með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í borginni. „Þegar maður er að stjórna borg, sem er fjöl- breytt í eðli sínu, tel ég það vera gott að breiður hópur fólks úr ólíkum áttum komi að þeirri vinnu. Ég tel okkur þurfa að stjórna með fólki en ekki með einstefnu úr ráðhúsinu og því er það einungis styrkur að meirihlutinn sé fjölbreytilegur,“ segir Dagur. Aðspurður segir hann fyrstu verkefni nýrrar borgarstjórnar vera húsnæðis- og lýðræðismál, barnafjölskyldur og hina almennu borgarþróun. „Við förum ekki af stað með stórum yfirlýsingum heldur ætlum við að vinna vel jafnt og þétt út allt kjörtímabilið.“ Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna og verðandi forseti borgarstjórnar, segir fjármagn til skóla- og frístundasviðs verða aukið um 100 m.kr. 2015 og 200 m.kr. 2016 en í kosningabaráttunni setti VG gjaldfrjálsa leikskóla í höfuðborginni á oddinn. „Á þessum tveimur árum munum við von- andi ná að lækka námsgjöldin í leikskólum um 30%. [...] Þetta er skref í átt að því sem við viljum gera en við erum náttúrlega í fjögurra flokka sam- starfi og gerum eðlilega málamiðlanir,“ segir Sól- ey. Styrkur í fjölbreytilegum meirihluta  Oddviti VG segir námsgjöld í leikskólum vonandi lækka um 30% fyrstu tvö árin MÁlögur munu ekki hækka »2 „Fólkið hafði bara gaman af þessu. Það var enginn hræddur,“ sagði Að- algeir Bjarnason skipstjóri í samtali við Morgunblaðið, en í gærkvöldi rak steypireyður sig í skutinn á skonn- ortunni Hildi sem var við hvala- skoðun á miðjum Skjálfandaflóa á vegum Norðursiglingar á Húsavík. Ekkert tjón varð, hvalinum virtist ekki verða meint af og enginn var í hættu að sögn Aðalgeirs. Um þrjátíu erlendir ferðamenn voru um borð í skonnortunni þegar atvikið varð. Aðalgeir sagði að steypireyðurin hefði verið ein á ferð. Hún hringsólaði í grennd við bátinn og gaf frá sér nokkra myndarlega blástursstróka. Var Hildur látin reka á meðan ferðamennirnir tóku ljósmyndir. Steypireyður er stærsta spendýr jarðar. Fullvaxin getur hún orðið rúmlega 30 metrar að lengd. Steypireyð- ur rakst í skonnortu Hvalaskoðun Skonnortan Hildur siglir með ferðamenn um Skjálf- anda í leit að hvölum. Nýstofnað félag, Ægisíða ehf, hefur fest kaup á lóð og fasteignum N1 við Ægisíðu 102, þar sem um árabil hef- ur verið rekin bensínstöð og dekkja- verkstæði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er Ægisíða ehf. í eigu einkafjárfesta. N1 bókfærði í árshlutauppgjöri sínu fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs söluhagnað af Ægisíðu 102 að lágmarki 260 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum blaðsins áforma forsvarsmenn Ægisíðu að reisa lágreista íbúðabyggð á lóðinni. Rætt hefur verið um blokk, sem að hámarki yrði tvær hæðir, en for- svarsmenn félagsins hafa enn ekki hafið viðræður um byggingaráform sín við skipulagsyfirvöld í Reykjavík. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsnefndar Reykjavíkur- borgar, kvaðst í samtali við Morgun- blaðið í gær fagna þessum fréttum. Borgin hefði það á stefnuskrá að fækka bensínstöðvum í Reykjavík og bensínstöð N1 við Ægisíðu væri á frábærum stað undir íbúðabyggð og tæki fáránlega mikið pláss. Hjálmar telur vel koma til greina að reisa tvílyft raðhús á reitnum. agnes@mbl.is »12 Ægisíða ehf kaupir Ægi- síðu 102

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.