Morgunblaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Metal kertahús
32cm
Vegghorn
Púði
50 x 50 cm
Viðarbakkar
Rugguhestur
38cm
Veggmynd
93 cm
Kertaglös m. texta
Buddha höfuð
20 x 30 cm
www.danco.is
Heildsöludreifing
Viðarklukka „Home“
120 x 59 x 4 cm
Fyrirtæki og verslanir
Við eigum mikið úrval af fallegri gjafavöru
Viðarlugt
31 x 37 cm
Guðlaugur Þór Þórðarson alþing-ismaður fékk fjármálaráðu-
neytið til að taka saman tölur um
ólíka stöðu lífeyrismála OECD-
ríkjanna og í samantektinni koma
fram umhugsunar-
verðar staðreyndir.
Athyglisvert erhve Ísland,
ásamt fáeinum öðr-
um ríkjum, stendur
vel að vígi í þessum
efnum. Hér hefur verið sýnd fyrir-
hyggja og safnað í sjóði svo að inni-
stæða væri fyrir þeirri velferð sem
vesturlandabúar líta orðið á sem
sjálfsagt mál.
Eignir íslensku lífeyrissjóðannaeru tæplega 130% af lands-
framleiðslu, sem er langt umfram
það sem þekkist víðast hvar í þeim
löndum sem við berum okkur saman
við.
Annað, sem athygli vekur ogmætti verða til umræðu í
tengslum við aðildarumsóknina sem
enn hangir illu heilli yfir höfðum Ís-
lendinga, er að ríki Evrópusam-
bandsins standa almennt mjög illa
hvað lífeyrisskuldbindingar snertir.
Í Frakklandi eru eignir lífeyris-sjóða 0,3% af landsframleiðslu, í
Þýskalandi 5,5%, á Ítalíu 4,9%, á
Spáni 7,8%, í Belgíu 4,2%, í Portúgal
7,7% og á Grikklandi 0,0%, svo dæmi
séu tekin.
Eins og Guðlaugur Þór bendir áer vandséð hvernig þessar
þjóðir ætla að vinna sig út úr vand-
anum.
Ekki er síður vandséð hversvegna „viðræðusinnar“, sem
segjast jafnan vilja ræða kosti og
galla aðildar, hafa ekki tekið þessa
alvarlegu stöðu til umræðu.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Lífeyrisvandi
margra ríkja ESB
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 11.6., kl. 18.00
Reykjavík 15 skýjað
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 13 alskýjað
Nuuk 7 léttskýjað
Þórshöfn 11 skúrir
Ósló 22 léttskýjað
Kaupmannahöfn 17 skúrir
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 18 heiðskírt
Lúxemborg 23 léttskýjað
Brussel 21 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 18 léttskýjað
London 22 heiðskírt
París 23 heiðskírt
Amsterdam 18 heiðskírt
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 21 skúrir
Vín 32 léttskýjað
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 21 þrumuveður
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 30 léttskýjað
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 16 skýjað
Montreal 22 alskýjað
New York 17 alskýjað
Chicago 18 alskýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:00 23:56
ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33
SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16
DJÚPIVOGUR 2:16 23:39
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri
Kaupþings, lýsti yfir sakleysi sínu þegar þingfest-
ing í svonefndu Chesterfield-máli fór fram fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Hann var
einn þriggja sakborninga sem mættu fyrir dómn-
um í gær og var málinu frestað fram í júlí.
„Háttvirtur dómari. Ég get upplýst dóminn um
það að ég starfaði í fimmtán ár hjá Kaupþingi, þar
af tíu sem forstjóri eða aðstoðarforstjóri. Ég tók á
þessum tíma aldrei ákvörðun gegn hagsmunum
Kaupþings. Þessi ákæra er röng og ég er saklaus,“
sagði Hreiðar Már þegar hann var spurður um af-
stöðu sína til ákærunnar.
Í Chesterfieldmálinu er ákært fyrir lán til Ches-
terfield United Inc., Partridge Management Gro-
up S.A. og eignarhaldsfélaga þeirra, samanlagt
150 milljónir evra haustið 2008. Það jafngilti nærri
70 milljörðum króna miðað við gengi evru 7. októ-
ber 2008. Sérstakur saksóknari telur að féð sé allt
tapað Kaupþingi.
Að baki lánveitingunum lágu viðskipti með svo-
nefnd lánshæfistengd skuldabréf eða CLN (e.
Credit Linked Notes) sem tengd voru skulda-
tryggingarálagi eða CDS (e. Credit Default Swap)
Kaupþings.
Sérstakur saksóknari ákærði vegna lánveiting-
anna þá Hreiðar Má, Sigurð Einarsson, fyrrver-
andi stjórnarformann Kaupþings, og Magnús
Guðmundsson, forstjóra Kaupþings í Lúxemborg.
Hreiðar og Sigurður eru ákærðir fyrir umboðs-
svik og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra
tveggja. andrikarl@mbl.is
Hreiðar Már lýsti yfir sakleysi sínu
Morgunblaðið/Þórður
Í dómsal Hreiðar Már Sigurðsson og lögmenn-
irnir Hörður Felix Harðarson og Gestur Jónsson.
Framkvæmdaleyfi var í gær sam-
þykkt á 21.000 fermetra lóð undir
þriðja rafræna gagnaverið í Reykja-
nesbæ og hefjast
framkvæmdir
strax í dag. Er
það fyrirtækið
Borealis Data
Center sem að
verkefninu stend-
ur en lóðin, sem
er sunnan við lóð-
ir Advania í
Reykjanesbæ, er
á við þrjá knatt-
spyrnuvelli.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, segir þetta vera
mjög ánægjulega þróun fyrir at-
vinnulíf staðarins. „Svæðið sem við
höfum skipulagt sunnan Fitja er
nærri tengivirki HS orku og hentar
einkar vel til framtíðaruppbygg-
ingar gagnavera og tölvu- og hug-
búnaðarfyrirtækja þeim tengdra,“
er haft eftir Árna í fréttatilkynningu,
en mikil gróska hefur verið í upp-
byggingu gagnavera í Reykjanesbæ.
Í febrúar 2012 var gagnaver
Verne Global að Ásbrú opnað og
hýsir nú gögn m.a. fyrir BMW, Opin
kerfi, CCP, Colt o.fl. Þá hefur Ad-
vania byggt og sett af stað 2.500 fer-
metra gagnaver sunnan Fitja í
Reykjanesbæ.
Nýtt gagna-
ver mun rísa
á næstunni
Árni
Sigfússon