Morgunblaðið - 12.06.2014, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Þegar tökulið koma hingað tillands fylgja þeim alls kynstæki og tól. Ferðatösk-urnar eru margar og
tækjakosturinn sem ekki fæst leigð-
ur hér á landi kemur hingað vel
pakkaður og getur vegið fleiri hundr-
uð kíló eða tonn. Ljósmyndarinn
Arnaldur Halldórsson þarf þó ekki
að hafa áhyggjur af því heldur kemur
að verkefnunum með öðrum hætti.
Nú er hann að vinna við tökur á er-
lendri bíómynd og stendur það verk
yfir í tíu daga. Því næst fer hann í
franskt verkefni og svo mætti halda
áfram að telja sumarið á enda. En
hvert er hlutverk Arnaldar? „Oft er
ég fenginn til að fara af stað og finna
skemmtilega tökustaði, eða location-
ir, eins og við köllum það. Þetta geta
verið staðir fyrir bílaauglýsingar eða
kvikmyndir og þá er verið að nota ís-
lenska landslagið: Jökla, sanda, fossa
og þetta vinsælasta, bæði hér á suð-
urströndinni og fyrir norðan, við Mý-
vatn og víðar,“ segir Arnaldur og ját-
ar að í þessu starfi sameinist
áhugamálin og vinnan.
Snemma beygist krókurinn
Arnaldur man vart eftir sér
öðruvísi en með ástríðu fyrir ljós-
myndun. „Ég byrjaði sem gutti, tólf
til þrettán ára. Ég hef nú alltaf haft
mikinn áhuga á tækjum og græjum
og byrjaði þá að fikta í ljósmynda-
töskunni hans pabba. Þrettán ára var
ég farinn að fá vélina lánaða og fara
út með hana, taka svarthvítar filmur
og framkalla þegar maður var í
skóla. Þar fór ég í ljósmyndaklúbb og
lærði að framkalla og stækka. Því
Draumastarf ævin-
týraljósmyndara
Arnaldur Halldórsson ljósmyndari nýtur þess að mæta í vinnuna dagsdaglega,
enda er hann í draumastarfinu. Hver dagur er ævintýri og hann hefur komið
víða við. Erlendir leikstjórar og framleiðendur leita til hans þegar þeir leita að
stöðum á Íslandi til að taka upp auglýsingar eða kvikmyndir. Arnaldur fer gjarn-
an á fjöll í frítímanum og á sama tíma finnur hann tökustaði framtíðarinnar.
Tíska Við framleiðslu á sjónvarpsþáttunum Finland’s Next Top Model.
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Afraksturinn Hér er ljósmynd úr Mitsubishi-auglýsingu eftir Arnald.
Áhugavert verkefni meistara- og BA-
nema úr Listaháskóla Íslands og Land-
búnaðarháskólanum stendur yfir í
Laugardalnum í sumar. Um samfélags-
rekinn hverfisgarð í Laugardalnum er
að ræða og hafa nemarnir umsjón
með honum. Hverfisgarðurinn er alls
um 200 m² í upplyftum beðum. Sjálft
verkefnið er unnið í samstarfi við
Reykjavíkurborg og í sumar verða
ýmsar uppákomur í garðinum tengdar
sjálfbærni eins og bændamarkaður og
skiptimarkaður. Hugsunin að baki
Laugargörðum er meðal annars sú að
hverfisbúar séu virkir þátttakendur í
verkefninu. Næstkomandi laugardag,
frá klukkan 11 til 16, verður sáningar-
dagur og eru borgarbúar hvattir til að
koma og vera þar virkir þátttakendur.
Mold og fræ verða á staðnum og munu
bændamarkaður Frú Laugu og Matar-
kista Reykjavíkur bjóða gestum upp á
súpu.
Vefsíðan www.facebook.com/laugargardur
Laugargarðar Íbúar eru hvattir til að taka þátt í samfélagslegu hverfisverkefni.
Laugargarðar í Laugardalnum
Í dag fer Maraþonboðhlaup Hreysti
fram á tveimur stöðum á landinu, í
Reykjavík og á Akureyri. Heildar-
vegalengdin sem hlaupin verður er 21
kílómeter eða hálft maraþon en boð-
hlaupið er byggt upp þannig að hvert
lið hleypur sjö hringi sem hver um sig
er þriggja kílómetra langur. Liðsmenn
geta verið allt að sjö talsins en sami
einstaklingur má þó hlaupa fleiri en
einn hring. Um skemmtihlaup er að
ræða og því ekki nauðsynlegt að vera
þaulvanur hlaupari. Í Reykjavík hefst
hlaupið við Fjölskyldu- og húsdýra-
garðinn kl. 20 og á Akureyri hefst það
á sama tíma við Leikhúsið.
Endilega ...
... farið í mara-
þonboðhlaup
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skemmtilegt Boðhlaup fyrir alla.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Krónan
Gildir 12.- 15. júní verð nú áður mælie. verð
Ungnauta innralæri erlent ................................ 1.979 3.298 1.979 kr. kg
Ungnauta Roast Beef ...................................... 1.979 3.298 1.979 kr. kg
Lambafile m/fiturönd ...................................... 3.998 4.498 3.998 kr. kg
Lambafile New York marinerað ......................... 3.998 4.498 3.998 kr. kg
Lambafile hvítlauks & rósmarín ........................ 3.998 4.498 3.998 kr. kg
Lambafile kolagrillmarinerað ............................ 3.998 4.498 3.998 kr. kg
Gríshnakki á spjóti New York............................. 1.189 1.698 1.189 kr. kg
Gríshnakki á spjóti Hvítl&Rós ........................... 1.189 1.698 1.189 kr. kg
Grísabógsneiðar.............................................. 798 898 798 kr. kg
SS Grískar lambatvírifjur .................................. 2.878 3.198 2.878 kr. kg
Kjarval
Gildir 12.- 15. júní verð nú áður mælie. verð
Kartöflur sætar................................................ 329 439 329 kr. kg
Melónur Cantalópe.......................................... 329 439 329 kr. kg
SS Kryddl. svínakótilettur ................................. 1.998 2.298 1.998 kr. kg
Holta kjúklingabringur 100 % ........................... 2.698 2.998 2.698 kr. kg
Goða hamborgarar 6x120 g ............................. 1.198 1.348 1.198 kr. pk.
Eðalf. laxabitar hvítlauks .................................. 2.248 2.498 2.248 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 12.- 14. júní verð nú áður mælie. verð
Svínakótilettur úr kjötborði ............................... 1.298 1.698 1.298 kr. kg
Kindafile úr kjötborði ....................................... 2.898 3.498 2.898 kr. kg
Hamborgarar 2x115g m/brauð ........................ 490 540 490 kr. pk.
KF grísafile kryddað ......................................... 1.398 1.855 1.398 kr. kg
SS ítalskar lambalærisneiðar............................ 3.128 3.680 3.128 kr. kg
SS grískar grísasneiðar .................................... 1.998 2.379 1.998 kr. kg
Coke 12x0.33ml ............................................. 998 1.548 83 kr. stk.
Homeblest 300 g ............................................ 198 218 198 kr. stk.
FK vanillu/súkkulaði ís 2ltr ............................... 548 0 548 kr. stk.
Pepsi/pepsi max 2ltr ....................................... 198 228 198 kr. stk.
Helgartilboðin
KUBBAR
Endalausirmöguleikar
Útsölustaðir: Elko Lindum, Hagkaup, Hverablóm, Skagfirðingabúð, Verslunin Pan. nordicgames.is
NÝTT
Spennandi
leikfang sem
örvar skapandi
hugsun!